Morgunblaðið - 28.10.1971, Síða 17

Morgunblaðið - 28.10.1971, Síða 17
MORGUNBLA.ÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1971 17 BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR Jóhann Hjálmarsson skrifar um BÓKMENNTIR í OKKAR TIÐ Halldór Laxness: YFIRSKYGHIB STAÐIR Ýnisar atluiffanir. Helgfafell, Reykjavík 1971. 1 Yfirskygðum stöðum eru greinar, sem Halldór Laxness hefur birt í blöðum og tímarlt- um á seinustu árum, einnig niolkkrar ræður. Lesendum Morg- unblaðsins eru þessar greinar í fersku minni, eins og til dæmis Hemaðurinn gegn landinu, Frá gömlum hundamanni, Brauð Reykjavíkur og Svarað leiðrétt- Ingu um sól og túngl. Sama er að segja utm eftirmælin, en með- al þeirra eru minningar um Bjarna Benediktsson, Jónas Magnússon, Stardal, Bjama Magnússon, Hraðastöðum og Ninu Tryggvadóttur. Síðari Muti bókarinnar eru greinar á erlendum málum: Mankilling is tíhe King’s g*me (The New York Times, mars 1971,) The writer in a small language 'community (The Times Literary Supple- ment, sept. 1969) og En islandsk roman om Danmark (Politiken, jiúilí 1971). Ræða á dönsku við opnun Norræna hússins er einn- ig birt. Bókinni lýkur á ritgerð Halldórs um Svavar Guðnason, sem reyndar er sjálfstæð bók, prentuð í flokknum Vor tids kunst, 1968. Ritgerðin er birt á dönsku, en áður hefur ver- ið fjallað um hana í Morgun- blaðinu. Lesendur Halldórs Laxness munu Ælestir sammála um. að nauðsynlegt sé að halda til haga því, sém hann lætur prenta eftir sig, þótt ekki sé annað en stutt athugasemd í dagblaði. Höfundareinkennin eru augljós á öllu, sem Halldór skrifar. En ekki verður heldur kvartað yf- ir því að lesendur hafi verið sniðgengnir í þessu efni. Rit- gerðasöfn Halldórs Laxness eru orðin mörg og öll merkar heimildir um hann sjálfan og þann tíma, sem hann hefur lif- að. Yfirskygðir staðir sanna að Halldór tefcur einarðlega þátt í umræðuefnum dagsins jafnframt því sem hann hugleiðir önnur og toiveldari efni. Yfirskygðir staðir hefjast á Formála að ljóðasafni úngra Skálda í Mentaskóia Reykjavík- ur 1965. Ég efast um að formáli Halldórs Laxness hafi reynst uppörvandi fyrir hin ungu skáld, sennilega hafa þau hætt að yrkja. Þær kröfur, sem Halldór gerir til Ijóða, er að hann geti sungið þau þegar hann er að raka sig á morgn- ana. Hann setur fram kenningu um „óaðskiljanleik Ijóðs og lags“. Líklega á formálinn frem- ur að vera skop en alvara, en ung ljóðskáld líta skáldskapar- tilraunir sínar alvarlegum aug- um og hafa ekki gaman af að láta hæða sig, jafnvel þótt Nóbelsskáld skemmti sjálfum sér með slikri iðju. 1 greininni Hnýsilegir staðir í fornkvæðum blandar Halldór sér í þá þrætu, sem fræðimenn ástunda af meira kappi en bók- menntalega Skilgreiningu á við- fangsefninu. Hávamál, Völuspá og Sonartorrek eru á dagskrá. Athugasemdir Halldórs minna á kannanir hans á undanförnum árum, í þeim er margt fróðlegt að finna, ályktanimar nýstárleg- ar eins og vænta máttL Til að mynda er fjallað um latínu og ensku í Völuspá og tengsil Lúkasarguðspjalls og Sonarbor- reks. 1 hugleiðingu um Völuspá skýtur Halldór inn athugasemd, sem fær lesandann tdl að hrökkva við og gleyma þvi stundarkorn að hann sé að lesa um fomkvæði: „1 okkar tíð hef- ur marxisminn tekið við sem skilgetið afkvæmi og arftaki gyðínglegrar heimsköpunar- hyggju þar sem allir hlutir eru sveigðir undir eina hugmynd — nema á þýsku í staðinn fyrir hebresku“. Umræða Halldórs um „kerfi" hinnar „einu hug- myndar“ fær hann til að álykta, að „innangeingt" sé „úr kaþólsku í marxisma". Það er einn af kostunum við ritgerðir Halldórs Laxness, að hann hef- ur ekki áhuga á að svæfa les- andann, heldur valda honum ónæði. Heimur Prjónastofunnar er dæmi um skarplega athugun rit- höfundar á verki Sínu, svar við ýmsum spurningum um leikrita- gerð Halldórs Laxness. Halldór leggur áherslu á að Prjónastof- an sé „veröld í sjálfri sér“, en engin felumynd. Hún sé full af „allskonar nútímahelvíti; þó eru þeir Marx og Freud látnir eiga sig“. Vel fer á því, að rithöf- undar geri öðru hvoru hreint fyrir sínum dyrum, ræði um verk sin af hreinskilni. Það breytir ef til vill ekki miklu, en er þó vel þegin tilbreyting. Mörgum hefur komið á óvart hve Halldór Laxness hefur gerst afkastamikill eftirmælahöf undur. Eftirmæli eru sennilega mest lesna efni dagblaðanna og ekki ónýtt þegar kunnir rithöf- undar stinga niður penna i minn t* '•»** Halldór Laxness. ingarskyni. Eftirmælin í Yfir- skygðum stöðum eru einstaklega vel gerð. Sum þeirra eru lista- verk innan sinna takmarka, eins og kveðjuorð um Bjarna Benediktsson, en glæsilegasta mannlega heimildin er grein, sem Halldór setur saman fyrir dætur sínar um Bjama Magnús- son, Hraðastöðum. Lesandanum finnst hann hafa þekkt Bjarna lengi, tekið þátt í gleði hans og harmi. Við fráfall hans er iíkt og sviðið sé autt. Ég hirði ekki um að ræða greinar Halldórs Laxness um dag og veg, sem birst hafa nýlega í Morgunblaðinu og end urprentaðar eru í bókinni. En þær athuganir fara ekki síður vel í bók en blaði. Mér kom aft- ur á móti á óvart, að greinin Mankilling is the King’s game skuli birtast á ensku i Yfir- skygðum stöðum; ekki er langt síðan hún kom í Morgunblað- inu í ágætri þýðingu Kristjáns Karlssonar og nefndist þar: Manndráp eru leikur konunga. Lesendur Halldórs Laxness, sem sumir hverjir eru óvanir enskri tungu, hefðu átt skilið að flá tækifæri til að kynnast betur þeirri timabæru umræðu, sem fitjað er upp á í greininni. Er það ekki dæmi um yfirlæti af hvimleiðri tegund að IslenSkur rithöfundur skuli ávarpa for- vitna landa sína á ensku, enda þótt greinin hafi upphaflega verið sniðin fyrir stórblað útl í heimi? Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR Hvað vitraðist Þorgeiri? Jón Hnefill Aðalsteinsson: Krisltnitakan á íslandi. 181 bls. Almena bókafélagið 1971. Kristnitakan á Islandi er efni, sem margur fræðimaður hefur velt fyrir sér í undrun og spurn. Allt fram til þeirrar stundar, er kristni var lögtekin á alþingi, munu heiðnir menn hafa verið hér langtum f jölmenn ari en kristnir. Hvers vegna tóku þeir þá við hinni nýju trú, nánast þegjandi og hljóða- laust, þar sem sams konar siða- skipti kostuðu blóð og grimmd i öðrum löndum? Voru Islending- ar svona miklu hyggnari en aðr ir: að sjá, hvað verða vildi og sporna þá ekki við hinu óum- flýjanlega? Lágu með öðrum orðum til þess stjómmálalegar ástæður, að íslendindingar lög leiddu kristna trú í landi, með- an þeir voru flestir heiðnir? Hingað til hygg ég flestir fræði menn hafi hallazt að því, ef til vill fyrir þá sök, að undanfarin ár og jafnvel aldir hafa mátt kallast stjórnmálaleg tímaskeið; fræðimenn hafa eins og aðrir, verið pólitískir og skoðað efni sín I þvl ljósi. Jón Hnefill Aðalsteinsson hef ur farið í gegnum heimildiir um kristnitökuna á íslandi, dregur af þeim sínar ályktanir og setur nú fram I bók, Kristnitakan á Islandi. „Mér hefur ekki tekizt að draga fram nýjar heimildir um kristnitökuna á Islandi, en ég hef reynt að skyggna tiltækar heimildir frá nýju sjónarhorni," segir hann í formála. Hann ræðir aðdragandann að kristnitökunni — trúboð á Is- landi og loks kristnitökuna sjálfa og leggur þá höfuð áherzlu á þátt þeirra Siðu-Halls og Þorgeirs Ljósvetningagoða I því máli. Einkum beinir hann kastljósi að legu Þorgeirs undir feldinum og síðar ræðu hans á þinginu. Hvað var Þorgeir að gera undir feldinum? Hugsa máUð? Bíða, meðan öldurnar lægði? Ef við höllumst að því- Jíkum skýringum, þá túlkum við rás atburðanna stjórnmálalega. Jón Hnefill gerir það e'kki, ur I kirkjusögu miðalda auk þess fenginn til að lesa yfir, er ekki líkleg til að miðla mikilli forneskju. Islenzkri kirkju gat ekki orðið það til framdráttar, ef sagt hefði verið, að kristnun landsins væri þannig tilkomin, að heiðinn goði hefði fengið um það vitrun frá sinum guðum, að lokinni mikilli athöfn mannblóts að landsmenn skyldu taka kristni." Eins og fram kemur í þessari tilvitn,un, telur höfundur, að svo mikið hafi heiðnum mönnum þótt víð liggja á umræddu þingi, að trú þeirra mætti varð- veitast, að þeir hafi efnt þar til mannblóts. Og i Ijósi þess verð- ur auðvitað litt skiljanlegt, að þeir skyldu rétt á eftir kasta trú sinni, sem þeir voru nýbún- ir að fórna svo miklu fyrir, nema að fyrirmælum þeirra, sem þeir urðu að taka mark á, það er sjálfra guða sinna. Ég játa hreinskilnislega, að mig skortir bæði þekking og hugmyndaflug til að leggja nokkurt mat á þessar kenningar Jóns Hnefils eða gera upp á milli þeirra og fyrri kenninga. Ég virði þann hátt hans að skoða hina löngu liðnu atburði ekki endilega í Ijósi nútímans, held- ur reyna að setja sér fyrir sjón- ir, hvernig menn kynnu að hafa hugsað, þegar sjálf atvikin voru að gerast. Þessi bók hans, Kristnitakan á íslandi er nokk- uð þung til lestrar, ekki beint alþýðleg. Höfundur hefur ber sýnilega lagt mest kapp á að styrkja og treysta fræðilega inn viðu hennar, og því einkennist hún af markvissri rökfærslu fremur en frjálslegri ihugun. Jón Hnefill Aðalsteinsson. heldur eru skýringar hans trú- arlegar. Hann telur, að Þorgeir hafi þarna leitað goðsvars, og færir rök að því, að slikt hátta- lag — að leggjast undir feld — hafi tíðkast í heiðni til að láta sér vitrast, hvað framtíðin fæli í skauti sér. Hafi því þá verið trúað, að mönnum bærust svör æðri máttarvalda: „Sé það rétt, sem til var getið hér framar og rök leidd að, að Þorgeir hafi undir fleldinum leit að goðsvars, verður auðveld- ara að gera sér grein fyrir því, hvers vegna heiðnir menn hreyfðu engum andmælum við boði hans, en létu sér að kenn- ingu verða.“ Nú eigurn' við stutta, efn afar skýra frásögn Ara fróða af kristnitökunni, sem Jón Hnefill telur raunar meginheknild sína. Því hlýtur eftirfarandi spum- ing að vakna: hvers vegna seg ir Ari þá ekki söguna alla eins og hún gerðist — að Þorgeir hafi flutt þingheimi goðsvar, og þess vegna hafi allir hlýtt hon- um möglunarlaust? Jón Hnefi’l telur, að frá slíkum hlutum hefði Ari engan veginn getað skýrt, þar eð hann skrifaði bók sina að hvatning hákristinna manna, biskupa: „Bók sem er rituð þannig undir handarjaðri íislenzku bisk upanna beggja og lærðasti mað- Þorkell Sigurbjörnsson skrifar um: TÓNLIST Frumraun SIGRlÐUR Magnúsdóttir, mezzó- sópran, söng fyrir flullu húsi í Gamla bíói sl. laugardag. Ólafur Vignir Albertsson tók hófsemd- arlega þátt í fl'utningnium með góðum samleik á píanóið. Þetta voru fyrstu sjálfstæðu tónleikar Silgríðar, en hún á, svo sem kunmigt er, ýmsa sigra að baki, sem hafa skipað henni í fremstu röð söngvara landsins. Hún hóf sönginn með tveimur viðkvæmum lögum eftir Haydn, óiíkum, og náði strax öruggum tökum á áheyrandanum. Auð- heyrt var, að hér var komin full- þroskuð söngkona, sem hafði flágaða kunnáttu til að fella blæ- brigði mikils raddsviðs að hvers kyns nærfærinni túikun ljóðsins. Hún heflur Mka miteið styrkleika- svið, þótt efri mönkin séu eteki tiiltakanlega há, þá notfærir hún veiiku hljóðin þeirn mun betur. Þannig varð „Wanderers Nacht- lied“ eftir þá Schubert og Goetíhe „hiápumk!tur“ þýzteu laganna. Auðlieyrt var, að hún hefur hlot- ið haldgóða skóLun í mieðiferð þýzka ljóðsins yfirleitt — hún lætur sig ekki berast umhugsun- arlaust „á vængjum songsins" — og sú skólun gefur henni vitan- lega líka dýpt og festu í meðferð móðurmálsins. Það mátti sann- reyna í meðferð hennar á „Máma- Skini“ Eyþórs Stefánssonar og Helga Konráðssonar, „Drauma- landi" Sigfúsar Einarssonar og Jóns Trausta og þjóðlagaútsetn- ingurn þeirra Jóns Ásgeirssonar og Jórunnar Viðar. Ekki var sama sannfæring 1 óperusöngvunum þremur, sem efnisskránni laute með, enda er ekki óliklegt að einhvers kon- ar mikla sjálfsbletekinigu þurfi til að lifa sig inni í hluti eins og „Kennst du das Land“ eftir Thomas eða aríu Daliílu eftir Saint-Saéns, og Sigriður virðist alltaf vilja vita, hvað hún er að gera! Þama voru óneitanlega margir kritLskir áheyrendur, þvi að i þessu landi mikilla söngva enu söngskemmtanir í ætt við tor- flæruakstur, en ég held, að fiuli- yrða megi, að Sigríður hafi urn- ið aJila, er á hlýddu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.