Morgunblaðið - 28.10.1971, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1971
.................. ★★★* Frábær, ★★★ mjög góð, *★ góð,
★ sæmileg, léleg,
...i sverr[r Björn Vignir Sæbjörn
Pálsson Sigurpálsson Valdimarsson
í KVIKMYNDA
HÚSUNUM
Háskólabíó:
UTLENDINGURINN
Myndin er gerö eftir samnefndri
sögu Albert Camus, og greinir frá
frönskum skrifstofumanni í Alsír,
sem verður fórnarlamb tilviljana
kenndra atkvika, og leiöir til þess
að hann fremur næsta tilefnislítið
morð. Verður hann að gjalda fyr
ir það þyngstu refsingu — dauða
dómi. 1 aðalhlutverkum Marcello
Mastroianni og Anna Karina. —
beikstjóri Luchino Visconti.
★ ★ Visconti virðist ekki vera
mjög hrifinn af verkefni sinu.
Myndin fylgir bók Alberts
Camus dyggilega og litið fer
fyrir snilli Viscontis til frekari
túlkunar á efninu. Myndin er
látlaus í aliri gerð, efnið hins
vegar skemmtiiiega forvitni-
legt.
★ ★★ Mastroianni vinnur hér
mesta leiksigur sinn frá því
hann ' lék blaðamanninn í
„Hinu ljúfa lífi“ Fellinis. Túlk
un hans á skrifstofumanninum
er óaðfinnanleg. Kvikmynda-
búningur Viscontis er allgóð
ur — myndin er oft ofurhæg
en skapar viðeigandi stemn-
ingu fyrir tilvistarspeki Cam-
us.
Austurbæ jarbíó:
RAKEL
er kennslukona f sniúbæ
í Bandarfkjunum. Hún llfir fá-
brotuu lífi, þvl fyrlr utan skól-
ann, snýst líf heniiar einungis um
móóur hennar, sem hún hefur
þurft aó annast frá þvf að faðir
hennar lé/.t. I»ó að hún sé orðín
35 ára hefur liún aldriú verið við
karlmann keiind. Ilún er orðin
örvæntingarfull; hún sér hilla und
ir elliárin án þess að liafa orðlð
fyrir nokkurri lífsreynslu. I»á
verður á vegi hennar gamall fé
hiRÍ frá æsku — Niek, sem er orð
inn menntaskólakennari í stór-
borginni. Þau endurnýja vinátt-
una, og svo fer að þau eyða sam
an tveimur nóttum við ástarleik
Ojí eitthvað fleira. Niek hverfur
á brott að nýju, en Rakel er
reynslunni ríkari.
★ ★★ Mjög næm sálarlíís
lýsing, þar sem Paul Newman
tekst fádæma snyrtilega að
hlaupa fram og aftur í tíma,
jafnvel snilldarlega á köflum.
Einstaklega heiðarleg mynd,
þar. sem höfundurinn sýnir
efni sínu fyllstu nærgætni og
mikla natni.
★ ★★ Woodward er frábær í
hlutverki Rakelar. —- Þessi
fyrsta mynd Newmans er ein
athyglisverðasta frumraun
bandarísks leikstjóra hin síð
ari ár. Sérstaklega má benda
á skemmtilegar klippingar
hans milli æsku Rakelar, löng
unar og svo raunveruleikans.
★ ★★ Einkar hugljúf lýsing
á hugarfarsbreytingum konu,
sem komin er á „örvæntingar
aldurinn". Joanne Woodward
vinnur leiksigur, og Paul New
man sannar að hann er jafn-
vígur báðum megin kvik-
myndavélarinnar.
Tónabíó:
FLOTTI HANNIBALS
Hér greinir frá Hannibal nokkr-
um Brooks, brezkum stríðsfanga
l Þýzkalandi í síðari heimsst.yrj-
öldinni. Hann unir sér vel i fanga
búðunum, hefur engan áhuga á
stríðsdáðum og allir flóttaþank-
ar eru fjarlægir. Honum er feng-
ið starf i dýragarði, og kemur i
hans hlut umönnun filslns Lucy.
Tekst með þelm náin vinátta, og
þegar dýragarðurinn verður fyrir
loftárás, svo að buey er ekki
óhult þarna iengur, er afráðið að
Brooks skuli fylgja Lucy á frið-
sælan stað í Austurríki. Ekkert
rúm er fyrir Lucy með lestum
þriðja rikisins, og fara þau hjúin
því fótgangandi áleiðis til fyrir-
heitna landsins undir sterkum
herverði. Brooks verður þaö á að
drepa þýzkan hermann á leið-
inni, og á hann því ekki annars
kost en flýja með Lucy yfir Alp-
ana áleiðis til Sviss . . . . í aðal-
hlutverkum Oliver Reed og Mic-
hael Pollard. Leikstjóri Michael
Winner.
★ Þrátt fyrir þann ásetning
að gera ádeilukvikmynd,
klúðrar Winner öllu, ekki sízt
handritinu svo hrapallega, að
ádeilan snýst í höndum hans i
háð gegn honum sjálfum.
Otrúlega bamalegur samsetn-
mgur, sem hvergi nær mark-
miði sínu. Michael J. er all-
fyndinn en mætti gjarnan
vera ofurlítið fjölhæfari.
★ ★ Winner er að ýmsu leyti
athyglisverður leikstjóri, og
hann færist hér mikið í fang.
Árangurinn er þokkaleg
skemmtimynd, en efnið verð-
ur oft æði reyfaralegt og
Winner getur vissulega gert
betur en þetta.
★ Hvað svo sem Winner hef
ur haft í huga, þá hefur það
skolazt til á þessu undarlega
ferðalagi — útkoman er lát-
laus skemmtimynd. Pollard er
auðsjáanlega ekki búinn að
gleyma því hvernig hann
gretti sig í „Rússarnir koma“,
og „Bonnie og Clyde“. Hann
skyldi þó aldrei hafa fælt Jón
Laxdal frá myndavélinni?
Hafnarbíó:
EG, NATALIE
Natalie er gyöingastúlka, sem
frá barnæsku hefur þjáðst af
minnimáttarkennd vegna ófríð-
leika síns. Hún er önnum kafin
við aö breyta í einu og öllu eftir
óskum millistéttarforeldra sinna,
sem auövitaö reyna aö gera henni
allt til hæfis — gera nieira aö
segja örvæntingarfullar titraunir
tii aö útvega henni lifsförunaut.
Aö lokum er mælirinn fullur, Nat
alic fer að heiman og sezt aö í
GrenWk'h Village. Þar kynnist
hún nýjum lifsskoöunum og kyn
legum kvistum, veröur ástfangin
og finnur sjálfa sig. 1 aðalhlut-
verkum Patty Duke og James Far
entino. Leikstjóri B'red Coe.
★★★ Fjallað á skilningsríkan
og oft bráðfyndinn hátt um
erfiðleika ungrar stúlku við
að ná sambandi við hitt kjm
ið. Frábært handrit lyftir
myndinni vel yfir meðallag,
þótt kvikmyndalega séð, sé út
færsla efnisins mjög hefðbund
in.
★ ★★ Sérlega viðfelldin mynd
um kynslóðaskiptin — við-
horfamisklíð barna og foreldra
og örðugleika ungrar stúlku í
uppvextinum. Myndin er laus
við tepruskap og væmni, og
Patty Duke sýnir athyglisverð
an leik i hlutverki Natalie.
★ ★★ Lítil, hjartnæm mynd,
blessunarlega laus við væmni
og tilgerð. Einstaklega vel
leikin, vel skrifuð, ef nokkuð
mætti að henni finna, er að
Patty Duke getur illa kallazt
óaðlaðandi, heldur þvert á
móti. En Hollywood hefur nú
aldrei átt mikið af ófríðum
kvenstjörnum.
Stjörnubíó:
IIRYLLINGS-
HERBERGIÐ
Galdramaöurinn Diablo býður
mönnum al vita framtið sína með
því aö dáleiöa þá. Hann útskýrir,
aö ef menn láti stjórnast af illum
hvötum og ágirnd, þá muni fara
fyrir þeim líkt og i dáleiöslunni.
Hjá honum eru staddar fjórar
manneskjur, sem ailar láta tilleið
ast og er sýnt inn í framtíðina.
Og óhugnanlegir atburöir eiga sér
staö. Meö aðalhlutverk fara Eur
gess Meredith, Jaek Palance og
Maurice Denham. Leikstjóri er
Freddie Francis.
★ Það sem gerir þessa mynd
einnar stjörnu virði er efnið,
sem er allfrábrugðið öðrum
hryllingsmyndum. Hér er það
hið illa í mannkindinni, sem
manni stafar ótti af, en ekki
forynjur né afturgenginn
rumpulýður. En allt er sam
sullið skelfing barnalegt og
leikur nánast enginn.
Gamla Bíó:
BEITTUR SVIKUM
(The Violent Enemy)
Sean Rogan (Tom Bell) er írsk
ur ættjarðarsinni, sem setiö hei’ur
sex ár I fangelsi i Englandi fyrir
skemmdarverkastarfsemi. Rétt áð
ur en hann er náðaður, er hann
vélaður af gömlum starfsbróður
sinum, Colum, til að strjúka. —
Colum þarf á hjálp Rogans að
halda, til þess að sprengja upp
enska raftækjaverksmiðju, sem
honum er þyrnir í augum. Colum
er ofstækisfullur og sá eini úr
gömlu klíkunni, sem enn ber í
brjósti von um sameinað, frjálst
írland, þó að það kosti blóð og
ofbeldi. Allir fyrrverandi starfs-
bræður hans lýsa sig mótfallna
þessari ráðagerð, einnig Sean. En
Colum hefur ráðið tvo gangstera í
sína þjónustu (fyrir máistaðinn),
og tekst þeim að þvinga Sean til
að skipta um skoðun.
★ Baksvið sögunnar er hjá-
róma rödd gamals mann>s, heit
trúnaðs frelsissinna, sem neit
ar að sætta sig við endalok ír-
lands. Þetta hefði getað verið
verðugt viðfangsefni, en því
miður er hér aðeins um að
ræða lélega glæpamynd.
Haf a valdamenn okkar
gleymt Alþingi ?
HVERNIG væri nú að rifja upp
þjóðarstolt okkar og koma á lög
um og reglum í þjóðarskipulagi
okkar og berjast gegn þeim öfl
um aem eru að reyna að ræna
okkur sjálfum okkur. Til að byrja
með: hvenær hafa valdamenn
farið í ferðalög til annarra þjóð
ríkja til að spyrja ráða eða biðja
um leyfi hvernig skuli ráða fram
úr einföldustu atriðum í innan-
ríkismálum? Landhelgi okkar er
hlutur sem við ráðum sjálfir á
okkar Alþingi, ef þá valdamenn
muna það og starfssvið þess í
þjóðfélagi okkar. En mig langar
til að minna núverandi valda-
menn á, að Alþingi er ein af okk
ar helgustu stofnunum og fyrir-
mynd lýðræðisþinga um allan
heim. Þessi orð eru til að minna
á sögu lands okkar, menningu og
lög og starfsreglur Alþingis og
þjóðarskipulag. Það eru nóg verk
efni í þjóðfélagi okkar til að
vinna að, þótt ekki séu svið-
settir hlutir sem skipta okkur
engu eins og 50—100 mítna land
helgi, sem ætti að vera minnst
200 mílur. Það sem skiptir þjóð
ina einhverju, er að losna un-dan
ofriki og stjórnleysi. Aliir hljóta
að sjá að þjóðarskútan er eins
og stjórnlaust rekald, sem stefn-
ir að feigðarósi, ef ekki er að
gáð. Þjóðfélag krefst þess að þvi
sé stjórnað og viðhaldið hollu og
heilbrigðu þjóðlífi. Þess ber að
geta að það eru grænjaxlar við
stjórnvöld og bera verk þeirra
merki þess!
Það er einnig verkefni stjórnar
að sjá um að halda hollu og heil
brigðu mannlífi. — Fréttir af
drykkju- og svallveizlum óþrosk
aðra unglinga á fridögum þjóðar
innar í sumar og helgarfylliríum
eru allt annað en skemmtilegar
fréttir. Loka á öllum skemmtistöð
um, sem hleypa inn á samkomur
sínar unglingum yngri en 18 ára,
nema með sérleyfi Æskulýðsráðs
og skólayfirvalda. Baráttuleiðir
gegn áfengi og eiturlyfjum eiga
að hefjast í öllum skólum. Færi
vel ef tilvonandi mótendur í þjóð
félagi okkar, en það eru þeir, sem
eru við nám i æðri skólum lands
ins, læknanemar, guðfræðinemar
og ef til vill félagsfræðinemar,
stæðu fyrir herferð gegn þessum
einhverjum mesta skaðvaldi
þjóðfélags okkar, Það eru m.au
þessir ofangreindir hlutir, sem
spillingunni valda ásamt van-
þekkingu sijórnarvalda á starfs
háttum og lögum, en það er engu
líkara en þetta séu utanaðkom-
andi öfl, eða glansmyndafólk,
sem ekki þekkir störf -sín eða
verk. Ég ætla að ljúka þessum
orðum á björtum nóttuim vegna
þess að það er alltaf eitthvað
Frainhald ú hls. ‘i'A