Morgunblaðið - 28.10.1971, Síða 22

Morgunblaðið - 28.10.1971, Síða 22
1 22 MOHGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. OKTÖBER 1971 Elín Guðrun Þörsteinsdóttir Fædd 16. júU 1881. Dáin 9. október 1971. NÝLEGA var til moldar borin t Hjartkær eiginmaður minn og fósturfaðir okkar, Guðmundur Jón Guðmundsson, frá Hesteyri, Þrastargötu 7b, andaðist i Landspítalanum 27. okt. Soffía Vagnsdóttir. og fósturböm. t Otför Jóns Hlíðar Guðmundssonar fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 29. þ. m. kl. 2 e.h. j merkiskonan Elín Guðrún Þór- stein.sdóttir. Langt var hennar ævistarf, hún lézt rúmlega níræð að aldri. Ég get ekki látið hjá líða að minnast þessarar merku konu með nokkrum orðum, þótt fátæk leg verði. Ég kynntist Elínu árið 1939 og sá þá strax að þar fór gáfuð og dugmikil kona, sérstsika athygli vakti hið mikla og fal- lega hár hennar mér, enda var henni mjög annt um það þar til yfir lauk. Elín var fædd að Gerða koti undir Eyjafjöllum, hinni fögru sveit, árið 1881 og ólst upp að Eystri-Skógum hjá Jóni Hjör leifssyni og konu hans Guðrúnu Magnúsdóttur. Fátt held ég að t Minningarathöfn um son minn og föður okkar, Sverrir G. Karlsson, fer fram í Langholtskirkju laugárdag 30. okt. kl. 4. henni hafi verið betra gert en að fara með hana til æskustöðv- anna, varð hún þá ung í anda og létt í spori. Elín missti móður sina mjög ung og var það henni mikill missir. Elín giftist Páli Níelssyni mótor- ista árið 1901 og varð þeim tólf barna auðið, átta lifa móður sína og kveðja góða konu með þakk- læti. Pál missti hún árið 1939 og kom þá greinilega í ljós dugnaður og hugvit þessarar kraftmiklu konu. Elín var trúuð, dulspök og ber dreymin með afbrigðum, marga hluti vissi hún fyrirfram, sem ó- kunnir voru. Mikil var gestrisnin á heimili hennar og oft gat mað ur haldið að þar væri griðastað- ur, því enginn fór þaðan ómett ur en léttari í lund og með gott veganesti. Því miður treysti ég mér ekki til að lýsa æviferli henn ar nánar, þar sem ég hef gleymt miklu af sögu hennar, þótt ég sé búin að vera henni tengd í fjöldamörg ár, en get ekki látið hjá líða að þakka henni allt sem hún gerði fyrir mig og mína fjöl skyldu. Mikið tók það á Elínu að horfa á bak fjórum systkin- um sínum og mágkonu á síðast- liðnu ári. Varð henni þá að orði að nú væri hún ein eftir, og hún var búin að segja í mörg ár að hún yrði níræð og lítið meira. Merkilegt fannst mér hvað hún var skörp á að þekkja fólk við fyrstu sýn, enda átti hún ótal vini og góða, hún var óvægin að láta meiningu sina í ljós, hvort sem öðrum líkaði betur eða ver. Mat ég hana mikils fyrir það þar sem hún kom aldrei öðruvísi til dyra en hún var klædd og að endingu vil ég kveðja þessa góðu konu og bið þess að hún fái að njóta þess í æðra lífi, sem hún fór á mis við í þessu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Valgerður. t Þökkum öllum þeim sem auð- sýndu okkur samúð við and- lát og jarðarför, Jóhönnu Sveinsdóttur, frá Dalatanga. Börn, tengdadætur og barnabörn. t Þökkum hjartanlega öllum, sem sýndu okkur samúð og hiýhug við andlát og jarðar- för systur okkar, mágkonu og frænku, Ingibjargar Einarsdóttur. Sérstakar þakkir færum við Slysavamafélagi Islands og Hjálparsveit skáta. Guðrún Einarsdóttir, Jóhann P. Einarsson, Sigrún Pálsdóttir og systkinaböm. Vandamenn. Lúllý Matthíasson, Karl Sverrisson, Ómar Karlsson. t Bróðir okkar ARI JÓNSSON, frá Stöpum, lézt þann 27. þessa mánaðar. Július Jónsson, Sigriður Thorlacius. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi ÞÓRHALLUR KRISTJANSSON, frá Breiðumýri, Kleppsvegi 20, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. þessa mánaðar kl. 13,30. Ingibjörg Jónsdóttir, böm, tengdaböm og bamabörn. Maðurinn minn HARALDUR GUÐMUNDSSON fyrrverandi sendiherra, verður jarðsettur föstudaginn 29. október kl. 14 frá Dóm- kirkjunni. — Blóm afbeðin, en bent á líknarstofnanir. Margrét Brandsdóttir og böm. Okkar hjartkæri faðir og tengdafaðir JÓN ALEXANDERSSON, útvarpsvirki, sem andaðist 23. október, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju laugardaginn 30. október kl. 10,30 f.h. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. Erla Þórdís Jónsdóttir, Helgi Kolbeinsson. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma MARGRÉT TEITSDÓTTIR, Krosseyrarvegi 6, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 29. október kl. 3. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Magnús Helgason, Teitur Magnússon, Guðný Sæmundsdóttir og barnaböm. Guðmundína Krist- jánsdóttir - ÞANN 19. september s.l. lézt ung konia, Guðmundína Kóstjáns- dóttir, á Landsspítalaíruum í Reykjavík eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Hún var fædd 1. desember 1934 í Reykjavík, einkadóttiir hjónanma Elínar Pálsdóttur og Kristjáns Einars- sonar, Karlagötu 5, R. Fcwreldrar henihar veittu henini mikla um- hyggju og stuðluðu að því, að hún hlyti góða menntun. Hún lauik stúdentsprófi frá Memnta- skólanum í Reykjavík árið 1954 og nokkrum árum síðar kennara- prófi frá Kennaraskóla íslands. 5. desember 1964 giftist hún eftirlifandi eiginmianini sínum, Jóni Jóhannessyni, lyfjafræð- inigi, og stofnuðu þau heimili að Stóragerði 28, R. ásamt dóttur Guðimuindínu frá fynra hjóma- bandi, Elínu. Hið friðsæla heim- ili sitt stundaði Guðmunidína með þeirri samvizktxsemi og alúð, sem ávallt eiinkenndi hana. Milli fjölskyldu Guðmundínu og minnar ríkir mikil vinátta, og var hún tíður gestur á heknili foreldra minma allt frá fæðingu. Við kynntumist því náið maim- Minning kostum hennar og eimtakri samvizkusemi. Það er þungbært að kveðja unga konu í blóma lífs síns, og fyrir msína hönd og fjölskyldu minnar votta ég eiginmanni Guðmundínu, einkadóttur og foreldrum innilega samúð og bið guð að styrkja þau í sorg þeirra. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. Anna Jónína Guð- mundsdóttir—Minning ÉG vil með nokkrum orðum minnast hér vinkonu minnar, Önnu Jónlnu Guðmundsdóttur, sem andaðist á Hrafnistu 2. 10. sl. Anna var fædd á Skarði í Bjarnarfirði 6. ágúst 1891, dóttir hjónanna Sigríðar Guðmunds- dóttur og Guðmundar Jónssonar er sátu Skarð um langt skeið. Þaðan fluttist hún með foreldr- um sínum 15 ára gömul að Gauts hamri við Steingrímsfjörð. Anna lærði snemma að vinna bæði úti og inni, fyrst hjá for- eldrum sínum, síðar með bróður sínum, sem snemma tók við bú- stjórn, vegna sjóndepru föður þeirra. Bróðir Önnu hét Jón og bjó lengi á Hafrafelli. Jón var hörkuduglegur maður, sem hafði langan vinnudag eins og þá tíðkaðlst. Árið 1917 giftist Anna eftir- lifandi nmnni sínum, Jóni Atla Guðmundssyni. Þau hjón eign- uðust 3 börn, sem öli erú á lífi, Guðmund Sigurð, og Lovísu. Auk þeirra barna ólu þau upp systur- dóttur Önnu, Guðmundínu Bjarnadóttur. Gekk Anna henni í móðurstað og gerði engan mun á, frá sínum eigin bömum. Þau hjón bjuggu á Gautshamri í 12 ár. Jón maður Önnu stundaði sjó, með búskapnum öll þau ár, t Þökkum inniiega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, Árna Guðmundssonar, læknis. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðmundur Örn, Haukur Kristinn, Þórunn og Svava, tengdabörn og barnaböm. sem þau voru þar. Eins og gefur að skilja var æði mikið starf að og þar lét Anna sitt ekki eftir liggja. Eftir 12 ár reistu þau sér hús nokkru nær sjó, í svokölluðu Hamarsbæli. Þaðan voru þá góð skilyrði til útróðra, sem nú varð aðailifsstarfið, enda stundaður sjórinn af kappi á eigin bát. Þeir voru ekki gamlir drengirnir þeirra, er þeir fóru að fiska með föður sínum. Anna var æðrulaus manneskja, en oft mun henni ekki hafa verið rótt, á meðan þeir voru allir feðg- arnir á sjó. Við Anna vorum tengdar á tvo vegu. Jón Atli er föðurbróðir minn, og Anna og minn maður bræðraböm. Kynni okkar Önnu hófust sum- arið 1920. Þá fór ég sem kaupa- kona til þeirra hjóna. Það var víst meira að nafni til, þótt ekki skorti að kaupið væri greitt. Ég var lin til verka þá, var búin að vera með kíghósta, og gekk með mitt fyrsta bam, en ekki var á það minnzt. Við héldum tryggð hvor við aðra upp frá því. Þegar við flutt- umst að Gautshamri voru þau þar líka búandi. Það varð mér erfiður dagur, þá fór ég með ung Framhald á bls. 23 t Inndegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, Guðríðar Guðlaugsdóttur, Aðalsteini, Stokkseyri. Börn og tengdabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Holtsgötu 18, Hafnarfirði. Börn, tengdabörn og barnaböm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.