Morgunblaðið - 03.11.1971, Side 16
MORGUNBLAÐHE), MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1971
Útgefandl hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvaemdaetjóri Hsraldur Sveinsson.
Riletjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur KonráS Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfuiltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
RiUtjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100
Augiýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands.
f lausasölu 12,00 kf. eintakið.
ALVÖRUSTJÓRNMÁL
EÐA TILFINNINGASEMI
Á fundi í Keflavík sl. sunnu-
dag sagði Einar Ágústs-
son, utanríkisráðherra, að
hann teldi tilboð Sjálfstæðis-
manna um þátttöku í viðræð-
unum um öryggismál lands-
ins vera vantraust á sig. Ekki
rökstuddi ráðherrann þessa
skoðun sína, enda vandséð,
hvernig það ætti að vera
unnt. í tillögu Sjálfstæðis-
manna segir orðrétt:
„Tillöguflutning þennan
ber að skoða sem tilraun af
Sjálfstæðisflokksins hálfu til
að fírra því tjóni, sem skipun
sú á þessum málum, sem boð-
uð hefur verið, hlýtur að
valda. Því ber að líta á hana
sem tilboð af Sjálfstæðis-
flokksins hálfu um að taka
þátt í samstarfi við utanríkis-
ráðherra um endurskoðun
varnarsamningsins og heil-
brigða skipan varnarmála
framvegis."
Þannig er annars vegar um
að ræða tilboð af Sjálfstæðis-
flokksins hálfu að starfa með
utanríkisráðherra, og hins
vegar lýsir flokkurinn því yf-
ir, að hann vilji firra þeim
vanda, sem það ljóslega hef-
ur í för með sér, að utanríkis-
ráðherra þurfi að hafa við
hlið sér tvo menn, sem ekki
er vitað annað en ætíð hafi
verið andstæðingar Atlants-
hafsbandalagsins. Hvernig
getur utanríkisráðherra hald-
ið því fram, að slíkt sé van-
traust á sig? Von er að menn
spyrji.
Þegar meiriháttar ákvarð-
anir hafa verið teknar í sjálf-
stæðis- og öryggismálum
þjóðarinnar, hefur verið leit-
azt við að hafa sem nánast
samstarf milli lýðræðisafla.
Þannig kvaddi t.d. Bjarni
Benediktsson þá Eystein
Jónsson og Emil Jónsson til
farar með sér til Washington,
er hann var utanríkisráð-
herra og fyrir dyrum var að
taka ákvörðun um það, hvort
íslendingar ættu að gerast
aðilar að Atlantshafsbanda-
laginu. Enginn taldi það van-
traust á Bjarna Benediktsson
að reyndir stjórnmálamenn
störfuðu með honum að þess-
um málum, og sízt hann sjálf-
ur. Sjálfstæðis- og öryggismál
landsins eru sem sagt mikil-
vægari en svo, að hégóma-
skapur einstakra manna megi
þar ráða ferðinni.
Vonandi er hér um að ræða
vanhugsaða fullyrðingu af
utanríkisráðherra hálfu, enda
hefur hann lýst því yfir, að
málið hafi ekki verið rætt í
þingflokki Framsóknarflokks-
ins. Hann yrði maður að
meiri, ef hann hugsaði nú
sitt ráð og tæki fegins hendi
því tilboði, sem honum og
flokki hans hefur verið gert.
Morgunblaðið getur upp-
lýst, að því er ókunnugt um
að nokkur maður í Sjálf-
stæðistflokknum hafi hugsað
tillöguflutninginn um örygg-
ismálin sem vantraust á utan-
ríkisráðherra. Ef flokkurinn
hefði ætlað að flytja van-
traust, hefði það auðvitað
verið gert með allt öðrum
hætti. Utanríkisráðherra ætti
að fara að gera sér grein
fyrir samhengi hlutanna
og skilja, að sjálfstæð-
ismál landsins eru ekkert
hégómamál, heldur sú hlið
stjórnmálanna, sem öll fram-
tíð þjóðarinnar byggist á.
Landgrunnið allt
iTiíu þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa lagt fram
á Alþingi tillögu til þings-
ályktunar um landhelgi og
verndun fiskistofna. í upphafi
tillögunnar segir:
„Alþingi ályktar að lýsa
yfir:
1) Fiskveiðilögsaga íslands
nær yfir allt landgrunnið um-
hverfis landið.
Ytri mörk landgrunnsins
skulu vera 400 metra jafn-
dýpislína, þangað til mörk
þess verða ákveðin með lög-
um og hvergi nær landi en 50
sjómílur frá grunnlínu. Al-
þingi felur nefnd þeirri, sem
kosin var á seinasta þingi til
að semja frumvarp til laga
um rétt íslendinga til land-
grunnsins og hagnýtingar auð
æfa þess, að ljúka störfum
sem fyrst, svo að Alþingi það,
sem nú situr, geti fengið slíkt
frumvarp til meðferðar og
afgreiðslu.
í næstu 3 ár er erlendum
fiskiskipum heimilt að stunda
veiðar upp að 50 mílna mörk-
unum frá grunnlínu, nema
þar sem sérstök friðunar-
svæði kynnu að vera ákveðin
utan þeirra marka,
Ályktun þessi kemur til
framkvæmda þann dag, sem
ákveðinn verður af yfirstand-
andi Aiþingi.“
Hér er í formi þingsálykt-
unar flutt sú tillaga, sem Jó-
hann Hafstein, formaður
Sjáltfstæðisflokksins, setti
fram á sambandsþingi ungra
Sjálfstæðismanna á Akureyri
„h™ bókmenntir
Hvers vegna fá skáld
N óbels ver ðlaun?
MÓTSAGNAKENNT val sænsku
akademíunnar á verðlaunahöfum
í bókmenntum hefur víða verið
til umræðu að undanförnu. Mál
Alexandera Solsjenitsíns er enn
hitamál beggja vegna hafsins.
New York Times hefur deilt á
sænsku ríkisstjórnina fyrir lin-
kind í garð Sovétstjórnarinnar,
en Svíar svarað því til að ekki
mætti spilla góðri sambúð Sovét-
ríkjanna og Svíþjóðar með því að
afhenda Solsjenitsín verðlauna-
skjöldinn í sænska sendiráðinu í
Moskvu. Lögð er áhersla á að
fara verði eftir diplómatiskum
reglum um samiskipti þjóða, án
leyfis Sovétstjórnarinnar verði
skjöldurinn ekki afhentur. í ný-
legu bréfi frá Solsjenitsín spyr
hann hvort líta beri á Nóbelsverð
launin eins og þýfi, sem afhenda
verði fyrir luktum dyrum. Málið
er ekki enn útrætt þótt Nóbelsféð
hafi verið lagt inn á reikning
Solsjenitsíns í Sviss. Verðlauna-
skjöldinn á hann eftir að fá.
Munu forsvarsmenn akademíunn
ar færa honum hann í Moskvu?
Sennilega ekki. Til þess þarf sam
þykki Sovétstjórnarinnar.
En víkjum að mótsögnunum.
Sænska akademían ögraði Sovét
stjóminni með því að veita Boris
Námsstyrkir til
Bandaríkjanna
EINS og undanfarin ár annast
Islenzk-ameríska félagið og
Institute of International Educa-
tion, New York, umsóknir um
námsstyrki fyrir islenzka stúd-
enta til bandarískra háskóla
skólaárið 1972—1973.
Þeim, sem verða stúdentar
næsta vor, er sérstaklega bent á
þessa styrki. Stúdentar á 1. og
2. ári í háskóla hér geta einnig
sótt um þessa styrki, sem venju-
lega nema fæði, húsnæði og
skólagjöldum.
Umsóknareyðublöð ásamt nán-
ari upplýsingum fást á skrif-
stofu félagsins, Austurstræti 17,
II. hæð, mánudaga og fimmtu-
daga kl. 6,30—7,30 eftir hádegi.
Umsóknir skulu hafa borizt
skrifstofunni fyrir 13. nóv. n.k.
STYRKIR LíR THOR
THORS-SJÓÐNUM
Nokkrir styrkir verða veittir
úr sjóðnum íslenzkum náms-
mönnum við háskólanám í
Bandarikjunum.
Umsóknareyðublöð ásamt nán-
ari upplýsingum á skrifstofu Is-
lenzk-ameríska félagsins, Reykja
vík og American Scandinavian
Foundation, New York.
Umsóknarfrestur til 15. des-
ember 1971.
(Frétt frá íslenzk-ameriska
félaginu).
Alexander Solsjenitsín
Pasternak Nóbelsverðlaun. Síðan
bætti hún ráð sitt með verðlaun
um til málpípu stjórnarinnar, Mik
aels Sjólokoffs. En málið vaild-
aðist þegar Solsjenitsín fékk verð
launin. Engimn hefur ráðist af
meiri heift á hann en einmitt
Sjólokoff.
Solsjenitsín hefur lýst ógnum
Stalínstímans í verkum sínum, af
hjúpað leiðtogann. Skáldið, sem
nú fær Nóbelsverðlaun, Pablo
Neruda frá Chile, hefur aftur á
móti lofsungið Stalín sem boð-
bera friðar og réttlætis í mesta
skáldverki sínu: Canto general.
Pablo Neruda er fuilltrúi kommún
istastjórnar Salvadors Allende,
sendiherra Chile í París. Hann
fagnaði verðlaununum með því
að lýsa því yfir, að þau væru
heiður fyrir land hans og alla
Suður-Ameríku.
„Það eru landafræði og stjórn-
málastefnur, sem hljóta Nóbels-
verðlaun", sagði argentínska
skáldið Jorge Luis Borges þegar
það var hér á ferð í byrjun þessa
árs.
Mótsagnirnar í vali sænsku aka
demíunnar benda eindregið til
þess að pólitíkin ráði meiru en
landfræðileg sjónarmið. Skáld
frá Chile hefur áður fengið Nób
elsverðlaun: Gabriela Mistral
(1945), og ekki er langt síðan
Miguel Angel Asturias frá Guate
mala fékk verðlaunin svo að ekki
er unnt að halda því fram að
Suður-Ameríka hafi orðið útund
an.
En þegar pólitíkinni og landa-
fræðinni sleppir eru önnur efni
ekki veigaminni. Það er að
minnsta kosti skoðun Olofs Lag-
ercrantz í nýlegri gren í Dagens
Nyheter. Olof Lagercrantz segir
að Pablo Neruda uppfylli þær
kröfur, sem gerðar séu til ljóð-
skálds, sem til greina komi við
úthlutun Nóbelsverðlauna; mestu
máli skipti að þýðandi þess sé í
Pablo Neruda
sænsku akademíunni. Þýðandi
Neruda, Artur Lundkvist, er nú
einn hinna átján akademíufélaga.
Án slíkra talsmanna er tilgangs
laust að búast við verðlaunumuim,
segir Olof Lagercrantz og heldur
áfram:
„Paul Eluard fékk ekki Nóbels
verðlaun, en aftur á móti skáld-
bróðir hans Saint-John Perse,
sem Erik Lindegren þýddi. Ro-
bert Frost og Wallace Stevens
urðu útundan, en Gabriela Mistr
al, sem Hjalmar Gullberg þýddi,
varð fyrir valinu. Anna Akhma-
tova dó gleymd, en Anders Öster
ling tók Salvatore Quaaimodo
upp á sína arma. Hjalmar Gull-
berg þýddi Juan Ramón Jiménez
og þá fékk hann verðlaun, «n
þýðandi Edgars Lee Mastera Finn
inn Bertil Gripenberg átti ekki
sæti í akademíunni og þess vegna
hlaut Kirkjugarðurinn i Skeiðar
árþorpi ekki sína viðurkenningu.
Paul Celan dó óverðlaunaður, en
Erik Lindegren og Gunnar Eke-
löf þýddu ljóð Nelly Sachs. Carl
Sandburg var óheppinn, hann lést
áður en þýðandi hans, Artur
Lundkvist, fékk sæti í akademí-
unni. Og svo framvegis!"
Olof Lagercrantz lýkur grein
sinni með því að benda á að Ner
uda muni ekki valda sænsku aka
demíunni neinum áhyggjum,
hann muni fúslega taka þátt í há-
tíðarhöldum, og ekki verði um
það að ræða að akademían þurfi
að afhenda honum verðlaunin í
sænska sendiráðinu í Santiago.
Með því að veita Pablo Neruda
verðlaunin hefur sænska aka-
demían gert sitt til að blíðka
Sovétmenn, að vissu marki bætt
fyrir þau strákapör að verðlauna
vandræðabarnið Solsjenitsín. Af
staða Sovétstjórnarinnar til Sol-
sjenitsíns mun þó varla mildaat
við það. En staða akademíunnar
styrkist aftur á móti. Þá e,r til-
ganginum líklega náð.
í haust, enda segir í greinar-
gerð með þingsályktunartil-
lögunni:
„Þegar íslendingar leggja
nú út í örlagaríka baráttu
fyrir fjöreggi sínu, finnst
flutningsmönnum hyggilegt
að stíga skrefið til fulls, og
lýsa yfir fiiskveiðilögsögu á
landgrunninu öl'lu. Þessi af-
staða er í beztu samrsemi við
starf okkar og stefnu undan-
farna tvo áratugi, og hún er
rökrétt afleiðing þess, að land
grunnið er landfræðilegur
hluti Iandsins.“
Þótt því sé lýst yfir, að
fiskveiðilögsagan nái til land-
grunnsins alls, er ekki hug-
myndin að verja nema 50
mílur fyrst í stað samkvæmt
tillögu Sjálfstæðismanna.
Ætti hún að geta orðið góður
grundvöllur til samkomulags
í þessum málum, því að vand-
séð er, að fulltrúar stjórnar-
flokkanna geti staðið gegn
því, að við miðum við land-
grunnið allt. Á landgrunns-
kenningunni höfum við byggt
baráttu okkar frarn að þessu
og því óhyggilegt að hverfa
nú frá henni og miða einung-
iis við 50 mílurnar.
Þá er í tillögu Sjálfstæðis-
manna lagt til að gera marg-
háttaðar friðunarráðstafanir.
Munu þær tillögur vafalaust
koma til umræðu í landhelg-
isnefndinni eins og megin-
atriði þingsályktunarinnar,
sem að framan var gert að
umtalsefni.
Sjálifstæðismenn leggja á
það áherzlu, að sem víðtæk-
ast samstarf geti orðið í land-
helgismálunum, og þess
vegna er vonandi, að tillögur
þeirra verði skjótt teknar til
umræðu og reynt að ná um
þær heildarsamkomulaigi.