Morgunblaðið - 03.11.1971, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVKMBER 1971
Grímur Biarnason
— Minningarorð
Fæddtir 23. 6. 1902.
Dáinn 22. 1«. 1971.
Grímur Bjarnason var fæddur
á Stokkseyri i Árnessýsiu. For-
eidrar hans voru hjónin Jó-
hanna Hróbjartsdóttir og Bjarni
Grímsson. Bjaomi var sonur hjón
anha Eiínar Bjarnadóttur og
Gríms Gislasonar í Óseyrarnesi.
Prófessor Guðni Jónsson hef-
ur skrifað um Grím Gíslason og
niðja hans merka ævisögu, og
getur þess þar, að hann sé nafn-
kunnur um allt Suðurland fyrir
dugnað og framtakssemi, bæði
til lands og sjávar. Bjami Grims
som líktist mjög föður sinum,
hafði mikil umsvif og áhrif í hér
aði sínu. Hann starfaði hjá
Kaupfélaginu Ingólfi á Stokks-
eyri, auk þess hafði hann sveita-
búskap, og var formaður á eigin
skipi í hartnær fjóra áratugi í
Þorlákshöfn.
Jóhanna Hróbjartsdóttir var
dóttir hjónanna Ástríðar Jóns-
dóttur og Hróbjartar Hannes-
sonar, er bjuggu rausnarbúi á
Grafarbakka í Hrunamanna-
hrepp. Hún ólst þar upp ásamt
systkinum sinum, og fór þaðan
með gott veganesti, enda kom
það fram í ævistarfí hennar, því
hún var afbragð annarra kvenna
sem móðir og húsfreyja í 68 ár.
Heimili þeirra Bjarna og Jó-
hönnu var annálað fytrir rausn
og myndarskap. Á því heimiii
ólst Grímur upp. Hann var elzt-
ur sjö systkina. Eina dóttur árs
gamla misstu foreldrar hans, en
'fimm systkini sem eftir lifa eru:
Dagbjartur, stýrimaður, Har-
aldur múrarameistari, Hróbjart-
ur kaupsýslumaður, Sigríður
húsfreyja og Eiiin húsfreyja.
Þau eru öll dugnaðar og mann-
dómsfóik, búsett hér í Reykja-
vík. Á Stokkseyri var hús
Bjarna Grímssonar næsta hús
við heimili foreldra minna, og
var vinátta og daglegur sam-
gangur milli þeirra. Hefur
tryggð og vinátta þeirrar fjöi-
skytldu, til minnar fjölskyldu
aldrei rofnað.
Við Grimur Bjarnason unnum
saman í Ungmennafélagi Stokks
eyrar. Það var hollur og góður
/élagsskapar, þar sem hugsjóna-
eidur æskunnar var aflgjafi og
leiðarljós. Þeim fækkar nú óð-
um gömlu ungmennafélögunum
en minningarnar um starf
þeirra og áhrif á æsku þeirra
tíma geymast enn. Eftir að for
eldrar Grims flaiftust. til Reykja-
víkur störfuðum við saman í
Stokkseyringafélaginu í Reykja
vik. Þar sem annars staðar var
Grímur góður samstarfsmaður.
Hann var hlédrægur að eðíis-
fari, og tranaði sér ekki fram,
en því betri liðsmaður þegar til
hans var kallað. Hann var
greindur, og flutti á mannfund-
um ágætar ræður, var prúður í
málfliutnirigi en fylginn sér ef á
reyndi, tillögugóður og athuguli
og vildi ieysa öll störf vel af
hendi sem honum var trúað fyr-
ir. Tryggur i lund, og mikill vin
ur vina sinna.
Með konu sinni Helgu Ólafs-
dóttur eignaðist Grimur yndis-
lega dóttur, Thelmu Jóhönnu,
sem gift er Einari Þórðarsyni,
rafvirkjameistara, og eiga þau
tvö böm, Jóhönnu og Grím.
Dóttirin varð honum dýrmætasta
gjöfin sem hann eignaðist á þess
ari jörð. Við fráfall Grims er
stórt skarð hög'gvið í fjöl-
skyldu hans, sem seint verður
fyllt, því hann var traustur og
ein styrkasta stoð fðlks síns.
Grímur lauk prófi frá Fiens-
borgarskólanum, og árið 1921
frá Verzlunarskóla Islands.
Nokkru síðar lærði hann pípu-
lagnir, og varð meistari í þeirri
grein. Á siðasta iðnþingi var
Grímur sæmdur gullmerki iðn-
aðarmanna, fyrir vel unnin störf
í þágu iðnaðarmála. En um ævi
störf hans verður eflaust skrif-
að af mér færari mönnum. Eftir
tát föður sim árið 1944, bjó
Grimur með móður sinni ásamt
Haraldi bróður sinum. Þar var
alltaf ánægjulegt að heimsækja
Jóhönnu og fjölskyldu hennar á
þeirra fallegá heimili. Þegar
hún féll frá skrifaði ég eftir
hana nokkrar linur, og kom okk
ur Grimi þá saman um það, að
hvort okkar sem lengur lifði
skyldi senda hinu kveðju. Sízt
datt mér í hug að það kæmi í
minn hlut. Ég er nú að reyna að
efna það, og vona að viljinn
verði tekinn fytrir verkið.
Grímur veiktist snögglega, lá
stutt á sjúkrahúsi hér, en var
fluttur til Kaupmannahafnar á
rikisspítalann, og andaðist þar
22. þ.m. Dóttir hans Thelma fór
með honum, og var hjá honum
allar stundir þar til yfir lauk,
og var það honum mikill styrk
ur. Við hjónin sendur dóttur
hans, og ættingjum okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Grími
þakka ég gömul og góð kynni
frá bamæsku, og bið honum
guðsblessunar í nýrri veröld.
„Læt ég á ieiðið laufin bleik
og fá.“
Guðrún Sigurðardóttir.
Þegar við pípulagningameist-
arar kveðjum í dag Grim
Bjarnason hinztu kveðju og
fylgjum honum siðasta spölinn
hér á jörð erum við um leið að
kveðja þann mann, sem er okk-
ur hvað eltirminnilegastur
þeirra, sem reist hafa sér bauta
stein í íslenzkum iðnaði fyrir
störf sin að félagsmálum.
Snemma beygist krókurinn að
því, sem verða vill, því þegar
Grímur hafði lagt grundvöllinn
að starfinu, sem hann gerði að
ævistarfi sínu, pipulögnum, þá
fann hann, sökum skarpleika
sins og framsýni, þörfina fyrir
að iðnsveinafélögin stofnuðu
með sér samtök — samtök til efl
ingar iðnmenntun og bættum
kjörum þeirra, sem við iðn störf
uðu.
Þegar Sveinasamband bygg-
ingarmanna var stofnað á
sínum tíma var Grímur Bjama-
son kosinn fyrsti formaður þess.
En þó þessum áfanga væri náð
settist Grímur Bjarnason ekki
um kyrrt. Hugur hans stefndi
hærra. Hann fékk sitt meistara
bréf og hóf sjálfstæðan atvinnu
rekstur sem pípulagningameist-
ari. Þau skipa nú orðið hundr-
uðum þau húsin, sem hann lagði
hönd á til upphitunar og yijaði
þar með samborgurum sinum í
orðsins fyllstu merkingu. Þá
eru einnig ótalmörg hús, sem
hann stóð fyrir byggingu á í
samvinnu við aðra iðnmeistara.
En þrátt fyrir hin miklu um-
svif i atvinnumálum fór ekki
hjá því, að hann sneri sér að
þvi, sem hugurinn stefndi til —-
félagsmálum. Þar komu greind
hans og hæfileikar fljótt í Ijós,
enda leið ekki á löngu þar til
hann var kallaður til forustu í
félagi sínu. Aí ölium öðrum for
mönnum félagsins óiöstuðum —
og hafa þar margir góðir menn
starfað — held ég að fullyrða
megi, að mestar framfarir hafi
orðið í félagi okkar undir
stjóm hans.
Grímur Bjamason var miki'll
náttúruunnandi og gaf hann sér
jafnan tíma til að sinna og
hlúa að gróðri jarðar, þótt hann
væri störfum hlaðinn. Undir for
ustu hans fengu pípulagninga-
meistarar úthlutaðan stkika í
Þjóðgarði Reykvíkinga — Heið-
mörk. Og Grímur hafði alltaf
miklar áhyggjur, þegar illa viðr
aði á vorin til gróðursetn-
ar eða þegar félagsmenn mættu
slæiega tii Heiðmerkurferða.
Það fer ekki hjá því, að mikil
félagsstörf hlaðast á þá menn,
sem til forystu eru kallaðir og
þannig var með Grim Bjarna-
son. Hann var einn þeirra fram-
sýnu manna, sem stóðu að stofn
un Meistarasambands by*ging-
armamna, auk þess, sem hann
var framkvæmdastjóri meistara-
sambandsins.
Þá starfaði Grimur einnig í
ótal ráðum og nefndum íyrir fé
lag sitt og meira að segja var
ekkert starf svo iitið, að Grim-
ur væri ekki fús til að leggja
þar hönd til aðstoðar, enda var
Grímur með afbrigðum starfs-
samur maður. Hann gekk í Fé-
lag pípulagningameistara 15.
janúar 1939 og var þá þegar á
þeim fundi kosin, í skemmti-
nefnd. Á aðalfundi 1940 var
Grímur kosinn ritari félagsins
og foiTnaður 20. janúar 1946 og
síðan var hann við félagsstörf
— með nokkrum hléum þó —
þar til hann lét af störfum for-
manns í marzmánuði síðastliðn-
um. Þá er einnig vert að geta
þess, að Grimur var sæmdur
gullmerki iðnaðarmanna á 33.
Iðnþingi Islendinga og sýnir
það ljóslega hvernig þeir, sem
með æðstu mál iðnaðarmanna
fara, lita á störf Grims Bjarna-
sonar fyrir iðnaðinn í landinu.
Þótt Grímur væri með starfsöm
ustu mönnum þá hafði hann það
sjónarmið, að fá sem flesta fé-
lagsmenn til þess að starfa og
reyna á þann hátt að dreiía
störfunum á sem flestar herðar.
Á aðaifundi í Félagi pípulagn-
ingameistara, sem haldinn var í
marz sl., sagði Grímur af sér
störfum sem formaður félagsins
og kvaðst hann þá einnig
mundu segja af sér formennsku
i meistarasambandinu. Hann
kvaðst ákveðinn í því að draga
sig i hlé og fór eftir máltækinu
„Að hætta þá hæst stendur."
Við félagsmenn hans gerðum
Okkur grein fyrir, að þótt
Grímur væri vel til forustu fall
inn þá gætum við ekki til eilífð-
ar vænzt þess að hafa hann,
enda var starfsdagurinn orðinn
iangur. Við gerðum það eina,
sem okkur bar — þökkuðum
honum fyrir langt og heillaríkt
starf í þágu félagsins og iðnað-
arins í landinu. Við kusum hann
heiðursfélaga á aðalfundinum og
lófiaklappið þá var svo almennt
og kröftugt, að Grimi blandað-
ist ekki hugur að þar fylgdi
hugur máli. Og eins og hann
sagði þá, að ef félagsmenn teldu
það, sem hann hefði lagt til fé-
lagsmála einhvers virði, þá væri
sér nóg launað.
Þannig var Grímur og þannig
munum við minnast hans. Þann-
ig mun minning hans verða
kref jandi fyrir þá, sem við hans
störfum tóku. Bækur félagsins
geyma tilveru hans og störf í
áraraðir um ókominn tima.
Við kveðjum Grím Bjamason
í dag og á kveðjustundinni er
það ósk okkar pipulagninga-
meistara, að íslenzkum iðnaði
megi auðnast að njóta fleiri
sflíkra manna sem Grimur var,
því þá mun íslenzkum iðnaði vel
famast.
Dóttur hans og tengdasyni,
svo og öðrum ættingjum og ást-
vinum, fæmm við okkar innileg
ustu samúð.
Stjórn Fél.
pípulagninigameistara
Tryggvi Gíslason.
VINARKVEÐJA
Vissuiega brá mér, er ég
heyrði að þú værir ajiur. Að
þinni iífsgöngu væri iokið hér á
foldu. Við þá fregn fór hug-
skot mitt að starfa, fyrir mig
liðu ótal myndir frá uimliðnum
árum. Frá okkar samverustund-
um. Þótt af mörgu mætti taka
þá verður fátt eitt sagt i þess-
um fáu kveðjuorðum.
Ég sé mig, er ég ungur og
lítt reyndur fór út á vettvang fé
lagsmála iðnaðarmanna. En þá
sá ég þig strax og þú réttir mér
örvandi vinarhönd — þú sem
varst eldri og reyndari,, og ég
fann og vissi að þínu handtaki
var að treysta.
Snemma á ævi þinni voru þér
faiin mikil forustuhliutverk og
mannaforráð í stéttarfélagi
þínu og í málefnum iðnaðar-
manna á breiðum grundvelli.
Þau forráð voru þér falin vegna
góðra og mikMla hæfileika, og
síðast en ekki sízt vegna mikiila
og góðra mannkosta þinna. Leið
ir okkar lágu saman, fyrst og
fremst á sviði félagsmála iðnað-
armanna. I fyrstu stjóm Meist-
arasambands byggingarmanna,
en það var stofnað 5. maí 1958,
og þar tii ég lét af störfum í
stjóm þess, 21. april 1965. —
En Grímur var formaður frá 30.
júní 1960 og þar til hann iét af
störfum í marz 1971, er kraftar
hans voru að þrotum komnir.
Meira getur ekki einn maður
fómað sér til starfa fyrir stétt
sina og ég veit að byggingariðn
aðarmenn kunna vel að meta og
þakka nú af einhug við lok
lifsferils Grims.
1 stjóm var ég íulltrúi fá-
mennasta félagsins i byggingar-
iðnaði — Félags veggfóðrara-
meistara. Þótt ég væri fulitrúi
minnsta félagsins þá gætti þess
aldrei hjá þér, þú leizt svo á, að
þeir minnstu hefðu sama rétt og
stóri bróðir, fjölmennustu félög
in, og að okkar tillögur væru
jafn giidar og annarra. Og eins
það að Sambandið hjálpaði okk
ur ekki síður, með okkar mál-
efni en þeim er meira áttiu und-
ir sér, stærri félögunum.
Slikur var hugur Gríms, og
aðgerðir að leysa allan vanda
sem giftusamlegast af fullri ein
urð og sanngimi með það að leið
arljósi, að allir væru jafnir, það
var „aðalsmerki" Gríms, Talandi
vottur um mannkosti hans.
Fyrir þátt Gríms í málefnum
okkar vegigfóðrara, á hann ein-
læga vináttu okkar og þakkir
að leiðarlokum.
Á siðastliðnum vetri hitti ég
Grim hinzta sinni á förnum vegi.
Þá var hann látinn af störfum,
sem formaður Meistarasambands
bygginigarmanna, eftir langa og
farsæla forystu í málefnum Sam
bandsins.
Þá var um rætt að við gamlir
samherjar í Meistarasamband
inu hittumst eina kvöldstund,
þar sem við gætum rifjað upp
gamlar minningar frá okkar sam
ei.gínlegu barátituáruim. En — nú
er komið að kveldi, þvd getur
ekki orðið af þeiim fundi. Aðeins
eftir að kveðjast, elskulegi vinur
og félagi og þakka þér aida vin-
áttuna og hlýjuna er þú gafst
mér í lífinu.
Ég votta dóttur þinni og fjöd
skyidu og ennfremur systkinum
þinum eiulæga samúð við frá-
fall þitt.
Ég bið þér Guðs biessunar,
með von og vissu um endur-
fundi á landi Mfsins.
Ólafur Giiðniundsson.
Þegar við i dag kveðjum Grím
Bjarnason pípulagTiingameistara
hinztiu kveðju koma upp i huga
okkar þau mörgu og margvís-
legu störf sem hann vann að,
fyrir félag sitt og iðnaðarmeTm
í heild. Þeir sem einhver kynni
höfðu af Grími, þekkja vel hams
sérstöku hæfileika til að vera
i forystu hvar sem hann var til
kvaddux. Bezt lýsa þessir hæfi-
leikar sér í því starfi sem hann
vanm fyrir hin ýmsu félög og fé
lagasamtök.
Grimur var kjörinn fyrsti for
■maður Svema.sambands bygg-
ingamaTma og þegar stofnuð
voru meistaraféiög í iðngreinun
um vaidist hann snemma for-
ystumaður sins félags. Árið 1940
var hann kjörinn ritari í Fé-
iatgl pipulagningameistara og síð
an formaður þess frá 1946. Þeg-
ar meistarafélögunum i Reykja-
vik fór að vaxa íiskur um
hrygg er Grimur helzti hvata-
maður að stofnun samtaka
þeirra, Meistarasambands bygg
ingamanna. Hann átti sæti í fuii
trúaráði sambandsins frá stofn
un, 1958, síðan varamaður í
stjórn árið 1959, formaður sam-
bandsins var hann kjörimi 30.
júní 1960 og var það óslitið fram
í marz 1971, þar af gegndi
harrn einnig starfi framkvæmda
stjóra sambandsins frá 1. janú-
ar 1968. Þá átti Grímur einnig
sæti i varastjóm Vinnuveitenda
sambandsins sem fulltrúí bygg-
ingamanna, auk ó'tal starfa í
ýmsum nefndum i þágu iðnaðar-
manna.
Bkki munu störf sem þessi
verða þökkuð sem skyldi, en þó
má segja að hugur iðnaðar
manna til Gríms hafi komið að
einhverju leyti fram nú á síð-
asta iðnþingi, er honum var
veitt heiðursmerki - iðnaðar-
manna sem smá þakkiætisvottur
fvrir unnin störf.
Þeir sem fylgzt hafa með og
þekkja öll störf Gríms fyrir
Meistarasambandið vita bezt og
helzt um allt það sem hann hef-
ur þar áorkað og þá sérstöku
hæfileika sem honum virtust
áskapaðir til að miðla máhim
á þann hátt, að flestir gátu vel
við unað.
Síðustu árin vann Grimur tais
vert að einu af mörgum áhuga-
málum sínurn, en það var trygg
ingafélag fyrir iðnaðarmenn
sem nú heitir Iðntrygging. Af
sinni sérstöku framsýni skiidi
hann snemma þörf fyrir siikar
tryggingar og þótti þá sjáif-
sagt að vinna að þvi máli ásamt:
öilu öðru, þó nóg væri fyrir.
Margir hefðu heldur komið sér
undan slikum störfum, en það
var ekki háttur Grims, afltaf
gat hann bætt á sig störfum á
meðan dagar entust.
Ég hefi hér minnzt á nokkur
af þeim störfum sem Grimur
hefur haft með höndum og þá
eingöngu þau sem unnin hafa
verið fyrir iðngreinafélögin. En
ótalin eru öll önnur störf sem
hann annaðist á ýmsum sviðum.
Meistarasamband bygginga-
manna vill hér þakka honum öil
þau mörgu og margvislegu störf
sem hann hefur unnið sem for-
svarsmaður þess og meistarafé-
laganna. Þó að ikilfjörleg orð
megni iítils sem þökk fyrir öll
þau störf viljum við reyna að
túlka hug okkar til hans með
þeim. Minning hans mun um
ókomna framtíð verða okkur
sem eftir standa hvatning í okk
ar störfum.
Við sem notið höfum starfa
hans og dugnaðar vottum dótt-
ur hans, tengdasyni, systkinum
og öðrum vandamönnum okkar
fyllstu samúð.
G.B.
1 dag verður til moldar bor-
inn frá Frikirkjunni í Reykja-
vik, vinur minn Gr'imur Bjama-
son, en hann arvdaðist á Rikis-
spitalanium í Kaupmannahöfn
22. okt. s.l., að undangengnum
uppskurði. Á síðasta aðalfundi
Meistarasambands bygginga-
manna lét hann af störfum sem
framkvæmdastjóri samtakanna
þar sem hann taldi þeim samtök-
um vei borgið. Hann hugðist
snúa sér að fjölmörgum áhuga-
málum sínum í féiagsmálum og
þó einkum og sér í lagi á veg-
um iðnaðarsamtakainna, en fyr-
ir þau var hann óþreytandi að
starfa. Vona ég að aðrir menn
mér færari verði til að rekja
þau störf, en eins og menn ef-
laust rekur minni til sæmdi sið
asta iðnþing hann gullmerki
samtakanna fyrir frábær störf í
þess þágu.
En það var ekki á þessum
vettvangi, sem við Grímur kynnt-
urnst, heldur á vegum Samein-
aðra verktaka er þeir hófu starf
semi sína árið 1951, en í stjóm
þeirra samtaka átti Grimur
Framhald á bls. 23.