Morgunblaðið - 03.11.1971, Síða 19
MORGUNBLAÐÖE), MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1971
19
frÉttir
í stuttu máli
SPRENGJA í BELFAST
Relfast, 2. nóv. AP—NTB.
Skæruiliðar sprengdu í dag
í loft upp krá eina í Belfast.
Vitað er að karl og kona '
biðu bana í sprengingunni og
35 aðrir særðust. Verið er að
grafa í rústunum til að ganga
úr skugga um hvort fleiri
hafa látizt.
VÍSAÐ ÚR LANDI
Brússel, 2. nóv. — NTB.
Tveiimur starfsimönnum sov
ézka flug félagsins Aeroflot \
hefur verið vísað úr landi í
Belgiu, og þriðja starfsmanni
félagsins neitað um heimild
til að koma til landsins á ný
að loknu leyfi í Sovétríkjun-
um. Brottváaunin er sett í sam 1
banid við lista yfir 20 sovézika J
njósnara í Belgíu, sem nýlega j
hefur komizt í hendur yfir-
valda.
LEIÐTOGAR í ÍSRAEL
Jerúsalem, 2. nóv. — AP.
Leiðtogar f jögurra Afríku-'
ríkja — þeir Yakubu Gowon'
frá Nígeríu, Ahmadou Ahidjo I
frá Kameroon, Leopold Seng-
hor frá Senegal, og Joseph'
Mobutu frá Zaire (áður (
Kongó, Kinshasa), eru nú i
íomnir til fsraels á vegum Ein
ingarsamtaka Afríkurikja til ’
að kanna möguleika á friði I
milli Gyðinga og Araba, og |
kynna sér deilu þeirra.
GILDIR SJÓÐIR
London, 2. nóv. — NTB.
GULL- og gjaldeyrisforði
Bretlands jókst í október um '
82 milljón pund, og nemur'
rnn síðustu mánaðamót sam-1
tals 2,171 milljónum pimda. j
Er október 13. mánuðurinn
röð, sem aukning verður á ’
gull- og gjaldeyrissjóðunum,
og það þrátt fyrir 23 milljóna i
punda endurgreiðslu í mánuð-,
inum til Vestur-Fýzkalands. í '
september jukust sjóðirnir I
um 86 miiljón pund.
Indland
Framh. af bls. 1
á ný næstu árin eftir hamfarirn-
ar veigna saltmengunar.
Það torveldar mjög allt björg-
unarstarf að þúsundir báta, sem
íbúar svæðisins áttu, hafa horf-
ið í hamförunum. Ýmist hafa
þeir sokkið, eða þá rekið á haf
út.
Sveitir úr indverska hernum,
sem verið hafa í varðstöðu við
tandamæri Austur-Pakistans,
hafa verið sendar til flóðasvæð-
anna til aðstoðar við björgunar-
starfið, en flotadeild hefur verið
gend til hafnarborgarinnar Para
dip, þar sem miklar síkemmdir
urðu í flóðbylgjunni. Á flóðasvæð
inu er fyrirhugað að setja upp
250 hjálparstöðvar, og þangað
eru farnir um 200 læknar og 100
sérfræðinigar aðrir.
Hjálparstarfið kostar að sjálf-
sögðu miíkið fé, og verður þung-
ur baggi á efnahag Indverja,
eins og fram kom í ávarpi, sem
Fakhruddin Ali Ahimed matvæla-
ráðherra fluttd í dag. Þar sagði
ráðherrann meðal annars: „Fjár-
hagur okkar hefiur þegar orðið
fyrir miklu áliagi vegna náttúru-
hamfara svo sem þurrka á víð-
áttumikium landssvæðum í suð-
urhéruðunum, gífurlegra flóða
í norðurhéruðunum, og flótta-
mannastraumsins frá Bangla
Desh (Austur-Pakistan). Ná-
granni okkar Pakistan ógnar okk
ur hins vegar með allsherjar
styrjöld. Flóðbyligjan og feHibyl
urinn hafa aðeins aukið erfið-
leika okkar.“
Pakistanskur
sendimaður
biðst hælis
í Sviss
BERN, Sviisis, 2. nóvemeber — AP.
Waliur Rahman, sem veitt liefur
forstöðu sendiráði Pakistans í
Sviss, hefnr farið fram á hæli
í Sviss sem pólitískur flóttamað-
ur.
Segir hann að Yahya Khan,
forseti Pakist'ains hafi láitið direpa
hálfa aðra milljón Bengala, en
sendimaðuriinn er sjálfur frá
Bengal. Hann kveðst ekki leng-
ur igéta horift aðgerðalaus á
viilimannsilegar miðaidaaðgerðir
stjóitnar sinmar. Þær hafi breytt
Bangla Desih í lanid dauða, of-
bekli's og eyðiieggingar.
— í*ingsetning
Framh. af bls. 1
segir þar ennfremur að Bretar
muni standa við ailar skuldbind-
ingar sínar gagnvart öðrum
ríkjum, viðhalda styrkleika At-
lantshafsbandaiagsins, efla sam-
tök Samveldisríkjanna og treysta
vináttu- og samstarfssamninga
sína við önnur ríki.
Gripið var til einhverra við-
tækustu varúðarráðstafana í
sögu Bretlands í tilefni þing-
setningarinnar. Óttazt var að
öfgamenn úr írska lýðveldis-
hernum hefðu í hyggju að vinna
skemmdarverk á þinghúsinu í
framhaldi af sprengjuárásun-
um um helgina á póstturninn
og herbúðir í London. Hafði
lögreglunni borizt hótun um að
Viktoriuturninn í þinghúsinu
yrði sprengdur í loft upp fyrir
þingsetninguna. Lögreglu- og
hervörður var við þinghúsið og
í nágrenninu í alla nótt, og þyrl-
ur voru á sveimi yfir húsinu
eftir að birta tók.
Elisabet drottning lét hótanirn-
ar ekkert á sig fá, og fór akandi
til þingsins i skrautvagni að
vanda.
— Reykhólasveit
Framh. af bls. 14
útvarpsins að láta heyrast í fólki
utan af landsbyggðinni. Ég býst
við, að þú lesandi minn hafir
ofitar en einu sinni heyrt þá sögu,
sem ég nú ætla að segja þér:
Drottinn ailsherjar kom ein-
hverju sinni í heimsófcn til Ad-
ams og Evu. Eva var að þvo
börnin sín, en átti eftir að þvo
nokkur þeirra, þegar Drottinn
barði að dyrum, og Eva sagði
óhreinu börnunum að fela sig.
Eva ieiddi hreinu börnin fyrir
Drotitin og hrósaði hann þeim og
taidi þau mannværileg, en allt í
einu spurði Drottinn Evu, hvort
þau Adam ættu ekki flieiri börn
og hvað Eva nei við því. Þá sagði
Drobtiinm: Það sem á að vera
hulið fyrir mér, skal hulið fyrir
mönnunum.
Það sem útvarpsmönnuim Mk-
ar ekki skal hulið fyrir alþjóð.
Sveinn Guðmundsson.
— Onassis
Framli. af bls. 3
í bók sinni, að Onassis hafi I
september 1967 verði í þann
veginn að ganga að eiga vin-
konu sína, söngkonuna Maríu
Callas, en hún er af grískum
ættum. Hefði verði búið að
sækja pnest frá Aþenu til þess
að vígja þau, en orðið hefði
að aflýsa hjónavigslunni, sök-
um þess að söngkonan gat
hvergi fundið skírnarvottorð
sitt.
Þá hefði komið til mikils rifr
ildis milli þeirra tveggja. Síð
an ákváðu þau að bíða svo-
lítið, áður en þau gerðu nýja
tilraun til þess að ganga í
hjónaband. 13 mánuðum sið-
ar eða hinn 20. október 1968
hefði Onassis gengið að eiga
frú Jacqueline og hefði Maria
Callas ekki fengið dulið
gremju sína vegna þess ráða-
hags.
Bryndís Kristjáns-
dóttir — Minning
Fædd 8, september 1918
Dátn 25. október 1971
MIG langar fyrir mína hönd og
fjölskyldu minnar að minnast
Hryndísar Kristjánsdóttur.
Hún var fædd á ísafiirði og ólst
upp í foreldrahúsum í stórum
systkinahópi.
Við Bryndís þekktumst frá
bemsku og áttum að auki ættir
saman, en það var fyrst fyrir 10
árum, að við endurnýjuðum
kynni okkar og er ég mjög þakk-
lát fyrir þá endurfundi.
Binna min, eins og hún var
ávallt nefnd á okkar heimili, var
góður leiðbeinandi barna sinna
og barnabarna og dætur okkar
hjónanna nutu einnig í ríkum
mæli góðs af vizku hennar, lífs-
reynslu og gæðum. Þótt Binna
væri oft heiisutæp, lét hún lítið
á þvi bera og vann ótrauð sín
störf. Hún miðlaði okkur af lífs-
reynslu sinni og gaf af svo glöðu
geði.
Ég sendi Ólafi eiginmanni
hennar, börnum, tengdabörnum,
bamabömum og öðrum ættingj-
um, innilegar samúðarkveðjur
og bið góðan guð að styrkja þau
í sorg og söknuði.
Herdís Biering.
AÐ MORGNI 25. f.m. andaðist
Bryndís Kristj ánsdóttir, Réttar-
holtsvegi 97.
Bryndís var gift Ólafi Þor-
steinssyni, járnsmið, og áttu þau
7 börn á lífi.
Að Binna skuli vera dáin, er
svo ótrúlegt. Hún, sem alltaf var
svo kát og hress og reyndi af
fremsta megni að veita öðrum
hlýju og skilning. Hún var heim-
ilinu allt, allir gátu leitað til
hennar með sín áhyggju- og
gleðiefni, og reyndi hún ávallt
að miðla málum á bezta veg.
Mikill er missir bamanna og
barnabarna, en stærstur þó miaa -
ir Óla, mannsins hennar, sem
ætíð hefur staðið bjargfastur við
hlið hennar í með- og mótlæti.
Þau voru svo miklir vinir og fé-
lagar og samhent í öllu, ekki
Sízt að hjálpa börnunum sínum
til þroska og mennta.
Ég bið góðan Guð að styrkja
þau öll, og að mininingin um dá-
samlega eiginkonu og móður
hnýti þau fastar saman til frek-
ari manndóms og dáða.
Það er svo dásamlegt að eiga
aðeins bjartar og fagrar minn-
ingar um móðutr sína, að það
hlýtur að vera hvatning til að
breyta rétt í lífinu og að reyna
að miðla öðrum af sínu og sýna
þannig, að árangur hafi hlotizt
af góðu uppeldi á yndislegu
heimili, þar sem allir voru jafnir,
enginn tekinn fram yfir annan.
Eg votta eiginmanni, bömum
og öðrum ástvinum mína inni,-
legustu samúð.
A. H.
Ráðstefna um:
Ileilbrigði og öryggi
á vinnustöðum
RÁÐSTEFNA um heilbrigði og
öryggi á vinnustöðum var haldin
á vegum Menningar- og fræðslu-
sambands aiþýðu dagana 29. og
30. okt. sl. Ráðstefnuna sóttu 28
þátttakendur frá 26 verkalýðs-
félögum.
Stefán Ögmiundsson, form.
MFA, setti ráðstefnuna, en Bald-
ur Óskarsson, miðstjórnarmaður
ASl, stjórnaði henmi. Fyrri dag
ráðstefniunin'ar fluttu eftirtaldir
menn erindi: Friðgei-r Grímsson,
öryggismálastjóri, Baldur John-
sen, forstöðumaður Heiilibriigðis-
eftirlits ríkisins og KormáK-
ur Siigurðsson, heiibrigðisfuliltrúi
hjá Reykjaivíkurborg. Að lokmum
erindum þeirra urðu fyrirspurniir
og umræður.
Síðaiú daginn flutti Iianni-
bal Valdimarsson, félagsmálaráð-
herra ræðu, en þeir Stefáin Ög-
mundsson, prentari, og Guðjón
Jónsson, jámsmiður, erindi um
kröfur verkafólfcs til vinnustað-
arins og ástand islenzkra vinnu-
staða. Að lokmuim erindum þeirra
störfuðu umræðu'hópar.
Sunbeam’72
er4dyra, 5manna í
lúxusbíll og kostar !
Allt á sama staó Uugavegi 118-Sími 22240
EGILL VILHJÁLMSSON HF