Morgunblaðið - 03.11.1971, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1971
t
Faðir minn,
Carsten A. W. Jörgcnsen,
Öldugötu 9, R,
andaðist í Heilsuvemdarstöð-
inni aðfaramótt 2. nóvember.
Guðrún Jörgensen.
t
Guðrún Hjálmsdóttir,
Borgarnesi,
andaðist 1. þ.m.
Jarðarförin fer fram frá Borg-
arneskirkju laugardaginn 6.
þ.m. kl. 13.30. Jarðsett verður
að Borg.
Aðstandendur.
t
Bróðir okkar,
ARI JÓNSSOIM
frá Stöpum,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. nóv-
ember kl. 10.30 f. h.
Júlíus Jónsson,
___________________________ Sigríður J. Thorlacius.
t
Móðir min, tengdamóðir og amma,
IIMGIBJÖRG SKARPHÉÐINSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. nóv.
klukkan 1.30.
Arnbjörg Óladóttir,
Sveinbjörn Kristjánsson,
Ingibjörg L. Sveinbjörnsdóttir.
t
Móðir okkar,
ÓLAFlA ANDRÉSDÓTTIR,
Skúlaskeiði 38,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 4. nóv,
klukkan 2 eftir hádegi.
Börnin.
Jarðarför t
ÁRNA TÓMASSONAR,
Bræðratungu,
verður gerð frá Stokkseyrarkirkju, fimmtudaginn 4. nóvember
klukkan 2.00.
Magnea Einarsdóttir.
t
Minningarathöfn um eiginkonu mina, dóttur okkar og móður,
JENSiNU FANNEY KARLSDÓTTUR,
sem lézt í Svíþjóð 23. október sl., fer fram í Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 5. nóvember kl. 14.
Hilmar Sigurðsson, Karl Kr. Júlíusson,
Hulda Pálsdóttir, Ragnheiður Gissurardóttir,
Karl Ó. Jónsson, Hulda Gunnarsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við and
lát og útför
JÓNS ALEXANDERSSONAR.
Erla Þórdis Jónsdóttir,
Helgi Kolbeinsson,
Kristþór Alexaridersson.
t
Þökkum innilega auðsýndan hlýhug og samúð við andlát og
jarðarför
GUÐRÚNAR EGGERTSDÓTTUR,
Kothúsum, Garði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Keflavíkur.
Jón Þorkelsson,
Eggert Jónsson, Sveinn Jónsson,
Guðrún Jónsdóttir, Guðríður Jónsdóttir,
Bjarni Jónsson, Reynir Markússon
Ásta Árnadóttir,
bamabörn og barnabamaböm.
Guðrún Á. Einars-
dóttir — Minning
Fædd 1. janúar 1890.
Dáin 16. október 1971
„Að biðja sem mér bæri,
mig brestur stórum á.
Minn Herra Kristur kæri,
æ, kenn mér íþrótt þá.
Gef yndi mitt og iðja
það alla daga sé
með bljúgum hug að biðja
sem barn við föður kné.“
ÞETTA og annað líkt þessu
heyrði ég Gunnu frænku oft
fara með við vinnu sína. Guðrún
Árbót Einarsdóttir hét hún, en
var venjulega kölluð Gunna
frænka af okkur, sem þekktum
hana vel. Hún var vel gerð kona,
myndarleg á velli, fríð sýnum og
gædd góðum gáfum eins og öll
systkini hennar.
Hún kom til foreldra minna er
þeir hófu búskap að Sviðugörð-
um í Flóa. Með þeim fluttist hún
að Vindheimum í ölfusi en þar
voru þau í tvö ár, en þá fluttust
þau til Keflavíkur og fór hún
þangað með þeim. Þar vann hún
við fiskþvott og annað er til féll,
en á kvöldin er heim var komið,
stóð hún við prjónavélina og
prjónaði fyrir fólk. Eftir tvö ár
í Keflavík fluttist hún með for-
eldrum mínum að Stóru-Vatns-
leysu og dvaldist þar, þar til móð
ir mín brá búi að föður mínum
látnum.
Það var oft mikið að gera á
svo stóru heimili, oft unnið fram
á nótt, en aldrei heyrðist hún
kvarta eða telja eftir sér að gera
þetta eða hitt. Oft var hún þreytt
en ætíð var lundin létt.
í þá daga voru ekki eins mikil
hjálpartæki til að létta störfin
eins og nú er. Þá þurfti að hala
vatnið upp úr djúpum brunnum
t
Hervör Ásgrímsdóttir,
húsmóðir,
Ásvegi 23, Akureyri,
verður jarðsungin föstud.
5. nóvember. Kirkjuathöfnin
hefst kl. 13.30.
Eiginmaður og börn.
t
Innilegar þakkir fyrir auð-
sýnda samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför
Hafliða Þorsteinssonar.
Sérstakar þakkir viljum við
færa hjúkrunar- og starfsfólki
á Elliheimilinu Grund fyrir
nærgætni og umönnun.
Jensína Jensdóttir,
Jakob Þorsteinsson.
t
Hjartkær eiginmaður minn og
fósturfaðir okkar,
Guðmundur Jón
Guðmundsson,
frá Hesteyri,
Þrastargötu 7B,
verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 5.
nóvember kl. 3 e.h.
Soffía G. Vagnsdóttir
og fósturbörn.
t
Innilegar þakkir til allra, nær
og fjær, sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát
og jarðarför
Margrétar Teitsdóttur,
Krosseyrarvegi 6,
Hafnarfirði.
Magnús Helgason,
Teitur Magnússon,
Guðný Sæmundsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til ailra þeirra, sem sýndu okkur samúð og
vináttu við andlát og jarðarför
HARALDS GUÐMUNDSSONAR,
fyrrverandi sendiherra.
Margrét Brandsdóttir og börn.
t
Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Isafirði, Réttarholtsvegi 97,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn
3. nóvember kl. 1.30.
Ólafur Þorsteinsson,
börn, tengdaböm og barnaböm.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðar-
för eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
KRISTlNAR FILIPPUSDÓTTUR,
Ægissíðu, Rangárvallasýslu.
Þorgils Jónsson,
Ingibjörg Þorgilsdóttir, Jóhann Kjartansson,
Ásdis Þorgilsdóttir, Steinn V. Magnússon,
Ægir Þorgilsson, Þorbjörg Hansdóttir,
Sigurður Þorgilsson, fshildur Einarsdóttir,
Gunnar Þorgilsson, Guðrún Halldórsdóttir,
Jón Þorgilsson, Gerður Jónasdóttir
og barnabörn.
og bera það í fötum heim í bæ-
inn. Þegar staðið var að stór-
þvottum þurfti mikið vatn. Var
þvotturinn þveginn inni í eldhúsi
því ekki var til sérstakt þvotta-
hús, fyrr en síðustu árin. Svo var
þvotturinn borinn niður að
brunni og skolaður þar, eða ef
vel stóð á sjó, þá var farið með
hann alla leið niður í fjöru og
skolað úr fjöruvötnum. Þetta var
oft erfitt verk og kalt, sérstak-
lega að vetrinum til.
Gunna frænka hafði létta lund
og átti gott með að sjá ljósu hlið
arnar á lífinu. Henni þótti gam-
an að hitta fólk og átti gott með
að ræða við það. Hún gat verið
ræðin og skemmtileg. Hún var
minnug og kunni ósköpin öll af
ljóðum og sögum. Það gafst ekki
mikíll tími til lesturs, en ef ein
hver stund gafst, var hún notuð.
Þá lásu þær hvor fyrir aðra,
mamma og Gunna frænka, eftir
þvi hvernig á stóð hjá hvorri fyr
ir sig í það og það skiptið.
Hún hafði yndi af að hlusta á
þann fróðleik, sem útvarpið
flutti, en aldrei féll henni verk
úr hendi á meðan. Síðast í sumar
hlustaði hún alltaf á þáttinn Dag
legt mál, svo eitthvað sé nefnt.
Okkur systkinunum var hún
eins og önnur móðir, vildi allt
fyrir okkur gera, enda leituðum
við oft til hennar með vandamál
okkar þegar mamma var of upp
tekin til að geta sinnt okkur.
Ég gat oft dáðst að því, hvað
Gunna frænka var fljót að hugsa
ef eitthvað þurfti skjótrar úr-
lausnar og leysa vandann á auð
veldan hátt. Ég man kvöldin, þeg
ar hún að afloknu amstri dagsins
kom upp á loft þar sem við systk
inin hvíldum i rúmum okkar,
hún settist á rúmið sitt og fór
að rekja upp flétturnar og greiða
hár sitt. Á meðan hún var að því
raulaði hún alltaf eitthvað úr
Passíusálmunum. Ég man hvað
mér fannst þessi söngur hennar
hafa róandi áhrif á mig og ég
sofna vært á eftir.
Hún var ætíð boðin og búin að
stjana og snúast í kring um aðra,
enda var oft kallað: Gunna
frænka, hvar er þetta, viltu gera
þetta, mig vantar sokka eða vettl
inga og svo framvegis. Svo þegar
hún sjálf þurfti á hjálp að halda,
en það var nú síðasta árið, sem
hún lifði, þá gekk oft erfiðlega
að láta hana skilja að nú hefði
dæmis snúizt við, nú ættu aðrir
að snúast í kring um hana og
hjálpa henni, en ekki hún þeim.
Hún var alla tíð heilsuhraust
þar til hún varð fyrir bíl og fékk
högg á höfuðið fyrir rúmu ári.
Eg mun ætíð miinnast hennar
með hlýjum huga og þakklæti
fyrir allt og allt.
Systurdóttir.
MORGUNBLADSHUSINU