Morgunblaðið - 29.12.1971, Síða 5

Morgunblaðið - 29.12.1971, Síða 5
-—í—;L——i— MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1971 5 Llf og andi Hm Ólaf Tryggvason frá Hamraborg og: nýjustu bók hans, Diilrænir áfangar. ,,Þú trúir á mátt bænarinn- ar?“ „Já, meir en það. Ég hefi lifað raungildi hennar í 50 ár.“ „Viltu skýra þetta nánar?" „Lögmál tilverunnar, ævar- aindi og óhagganleg, eru guðdóm- urinn sjálfur. Bæn er ekki fyrst og fremst orð eða „stagl" í innstu tilvist sinni, sagði ég í fyrstu bók minni — heldur þög- ul, máttug ástúð, egghvass vilji og himinfleyg hugsun. Bæn er gjöf til þess, sem beðið er fyr- ir. Fyrirbiðjandinn gefur gleði sína og fögnuð yfir tilveruundr inu — samúð sína og viljakraft. Það er enginn vandi að þylja orð, máttug þögn getur verið bæn, gjöful og virk. Vandinn er að gefa sjálfan sig, leggja sig allan fram, ná þjáningunni frá þeim þjáða — draga hana yfir til sín.“ Þessi kafli úr blaðaviðtali, sem birtist í nýútkominni bók Ólafs Tryggvasonair frá Iíamra- borg, „Dulrænir áfangar", bregð ur ljósi á kjarna í andlegu við- horfi bókarhöfundar, afstöðu hans til meginþáttar trúarlífs í framkvæmd. „Þetta er töluvert sterk meld- ing“ mun kannski einhver segja. Hins vegar mun þeim, sem þekkja eitthvað til starf- semi og hugsjóna Ólafs og þátt- töku hans í lífi og heill annarra, ekki koma þessi orð hans kyn- lega fyrir sjónir, fyrst og fremst vegna þess að undursamlegiir hlutir hafa gerzt og eru að ger ast vegna hugsunarinnar, sem endurspeglast í þessum orðum Ólafs. Ekkert afl er máttugra en kraftur hugsunarinnar. Með það eitt í huga ætti að vera auð veldara að fá tilfinningu fyrir sjónarmiðum Ólafs Tryggvason ar og rækt hans við hugsunina og hugann, sem svo margir hafa notið góðs af. Ólafur er fyrir löngu orðinn kunnur þessari þjóð Islending- um. Ýmsir telja hann meistara, sem kunni hvítan galdur og geri kraftaverk. Hvítan galdur kann Ólafur út í hörgul, og svo mik- ið er víst, að með góðleik og kærleik (sem hann hefur eitt sinn sagt um, að sé „ekki dýrt meðal“) hefur hann leyst úr læð ingi jákvæð uppbyggjandi. öfl, og þá hafa „kraftaverkin" gerzt. I umhverfi, þar sem er lenzka að bera út óhróður um náungann og öfundast og sálar- morð eru jafn algeng og umferð arslysin, má kallast „luxus" að þekkja af eigin raun það sál- ræna andrúmsloft, sem Óiafur skapar með persónuleik sínum og viðmóti. Jafnvel hann og hans starf hafa því miður ekki farið varhluta af naggshætti og fávizku og slæmum misskilningi, sem spretta af sjálfbyrgings- hætti og andlegum hroka ákveð ins umhverfis. Ólafur Tryggva- son hefur um langt árabil helg- að sig lífshugsjón sinni, „að ná þjáningunni frá þeim þjáða“. Um árangur af þessu ljósgef- andi starfi hans geta svo margir vitnað, sem hafa komizt í tæri við „þögla máttuga ástúð, egg- hvassan vilja og himinfleyga hugsun", sem Ólafur miðlar öðr- um i bæn sinni og innlifun og með andlegri orku. Þar sem góð ir menn fara, þar eru guðs veg- ir, stendur ski'ifað. Áður hafa komið út fjórar bækur eftir Ólaf, Huglækning- ar, sem hefði með réttu móti átt að kalla Hinn hvíta galdur, Tveggja heima sýn, Hugsað upp hátt og skáldsagan Sigur mirun er sigur þinin. Um efni þessara bóka er það að segja, að þar ber allt að sama brunni, að þær eru sprottnar af trúarreynslu Ólafs og verða til í jarðvegi, þar sem jákvæð hugsun situr í fyrirrúmi og virðing gagnvart tilverunni. Ólafur hefur gerzt eins konar krossferðariddari í hernaði gegn illskunni; hann hefur gefið þá játningu, að lik- lega skrifi hann bækur vegna þess að hann viti „um svo mik- ið af angist og ógæfu, þjáningu og kvöl hinum megin við hugar- heiminn og athafnir mannamna“, og svo bætir hann við: „og þekki lýsandi leiðtoga ofar öll- um lægðum, sem benda á bjart ar leiðir." Þessar björtu leiðir, sem hann talar um, eru vegir trúar- og bænalífs. „Dulrænir áfangar" — þessi nýja bók Ólafs — er góður veg vísir og leiðbeiningabók fyrir þá, sem vilja opna hug sinn fyr- ir bjartari sviðum en hversdags tilvera í mannlegu samneyti hef ur upp á að bjóð>a. Jafnframit því sem slíkt veitir vörn fyrir þá, sem eru of viðkvæmir eða hafa ekki kunnað að raða til- finningum sínum í réttar skúff- ur. I því sambandi má minna á þetta, sem höfundur segir um að ferð í andlegri þjálfun: „. . . með sálrænum aðferðum getur þú vakiö og þróað þína andlegu vitund, horfið inn á öldulengd ijóss og friðar, vizku og máttar, þar sem skilningur þinn eykst og þroSkast á leyndardómunum, sem miklir sjáendur hafa boðað okkur í líkingum og dæmisög- um. Þá verður innri lífblær þinn sólrik útgeislun öðrum til blessunar. . .“ Bókin er spegilmynd af hugs- analífi höfundar hennar, sem hefur ræktað trúar- og kærleiks hæfileika meira en almennt tíðk ast og með slikum árangri, að hann hefur með þessari orku liknað, grætt margan og linað þjáningar þeirra, sem hafa átt um sárt að binda og verið illa haldnir og gefið þeim trú á líf- ið, sem höfðu glatað henni. 1 þættinum, Þögn lotningar- inmar, segir harun: „Þögnin er hið eina rafsegulsvið, sem tengt getur stéttir og flokka saman, hvar sem þeir eru staddir. Þann ig getur yfirgripsmikil sálræn fiirðlækning farið fram.“ Hann hafði áður gefið þá skýringu, að „aðeins i þögninni fyrir luktum dyrum opna menn hjarta sitt til fulls, gefa það, sem þeir eiga bezt, og biðja um hinar óum- ræðilegu gjafir, sem hinn Eini veit, að allir þarfnast." Ólafur hugleiðir kærleikann: „. . . Jesús afhenti manmkyniiniu kærleikann sem nákvæmustu smásjá og máttugasta sjónauka kynslóðanna. . . Kærleikurinn einn ljómar ofar öllum himnum listar og fegurðar. . . Hann er vegurinn, sannleikurinn, o.s. frv.“ „Ofar himnum listar og fegurðar", Þvilik sannindi. Og Ólafur fer djarft í sakirnar, þeg ar hann á öðrum stað segir: .....en þar fyrir er kærleikur ekki einungis ljúfur og blíður hann getur einnig verið beiskur og miskunmarlaus. Hin harð- asti skóli er stangasta réttlæti. Hið strangasta réttlæti fullkom- inn kærleikur." Þetta er andleg ur heiðarleiki hjá Ólafi sém fyrri daginn og kemur heim og saman við sjónarmið þeirra, sem trúa á guð, þjálfaðir af andlegri leiðsögn og andlegum aga al- mennrar heilagrar kirkju, þar sem trúarlifið er eðlilegt eins og hluti af daglegu lifi, en ekki „sjálfsánægju — fjálgleika „ég er frelsaður" — sjónarmið". Ekki meira um það. Ég hefði kosið, að þessi bók Ólafs hefði heitið öðru nafni, t.a.m. Lif og andi eða eitthvað þvíumlíkt. Dulrænn er að verða ofnotað orð og alltof þröngt hug tak i þessu tilviki. Trúarlíf Ól- afs er vítt eins og mannlifið, sem hann hefur kynnzt náið gegnum sálarstrengi sína. Um ýmis atriði bókarinnar má deila. Höfundi tekst misjafnlega upp. Hins vegar er Ólafur orðs ins maður af guðs náð, en oft er honum svo mikið niðri fyrir að honum hættir til að tjá sig sterkt, þar sem einmitt hefði far ið betur á að beita hagfræði orð anna. Engu að síður er þetta lif andi sterk bók eftir mikinn mann, sem hefur ástundað feg- urð eða öllu heldur sannleikann „ofar himnum listar og fegurð- ar“. 1 des, ‘71 stgr. ÚRVAUÐ ALDREI FJÖLBREYTTARA SKIPARAKETTB R — SKIPABLYS, RAUÐ FALLHLÍFARRAKETTUR STJÖRNURAKETTUR TUNCLFLAUGAR ELDFLAUCAR JOKER- STJÖRNU- ÞEYTAR >f V AX-UTIHANDBLYS, loga 'h tíma JOKERBLYS BENCALBLYS RÓMÖNSK BLYS F ALLHLÍF ARBLYS CULL- OC SILFURRECN BENCALELDSPÝTUR rauðar og grœnar SÓLIR - STJÖRNUCOS STJÖRNULJÓS, tvœr stœrðir - VAX-GARÐBLYS, loga 2 tíma HENTUG FYRIR UNGLINGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.