Morgunblaðið - 29.12.1971, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1971 11
Pravda 20. nóvember:
Hvað er að gerast í Peking?
ÞESSI spuming hefur verið dag-
legur gestur á síðum heimsblað-
anna undanfama mánuði. Enda
þótt kínverskir leiðtogar leyni
eftir megni eðil og orsökum
þeirra atburða, sem átt hafa sér
stað í landinu upp á síðkastið,
þá bera fregnir frá Peking, sem
birzt hafa í blöðum, það með sér,
að um alvarlega kreppu er að
ræða í hinni kínversku forystu-
sveit.
1 stjómmálanefnd kínverska
kommúnistaflokksins, sem stofn-
uð var á níunda þingi flokksins
árið 1969, hafa greinilega orðið
allverulegar breytingar. Banda-
riska timaritið Time fullyrðir
með tilvísun til kinverskra heim-
ilda, að af 21 meðlimi stjóm-
málanefndarinnar séu nú aðeins
9 virkir en af hinum 12 hafi
6 algjörlega horfið af sjónarsvið-
inu eftir atburði septembermán-
aðar.
Um það, hve djúpt þessi
kreppa í innsta hring maóista
ristir, má dæma af því, að hún
hefur náð til manna, sem hing-
að til hafa verið taldir standa
Mao Tse-tung næst. Þetta gild-
ir fyrst og fremst um Lin Piao,
sem í stofnskrá N. kommúnista-
flokksins, er samþj’kkt var á 9.
flokksþinginu, er kallaður „ná-
inn samstarfsmaður" Maos og
„arftaki verka hans“.
Það hefur komið fram í blöð-
um, að i Peking eru allar mynd-
ir af Lin Piao horfnar, og ræður
hans og fyrirlestrar fást ekki
lengur í bókabúðum. Haft er eft-
ir mönnum I Peking, að nú fari
fram um land allt fundir starfs-
manna flokksins, þar sem skýrt
er frá „syndum" Lin Piaos og
þar með, að hann hafi „gert til-
ræði“ við Mao Tse-tung og til-
raun til stjómarbyltingar með
hervaldi.
Að undanförnu hefur yfirmað-
ur herforingjaráðsins Húan Jún-
sén og þrír varamenn hans, sem
taldir voru stuðningsmenn Lin
Piaos, ekkert látið að sér kveða
á vettvangi stjórnmálanna, og
sama er að segja um ýmsa aðra
fulltrúa hersins, sem sæti eiga
í stjómmálanefndinni. 1 tímarit-
inu Húntsi, sem út kemur í Pek-
ing, er gerð harkaleg árás á
„nokkra samsærismenn og
framagosa, sem troðið hefðu sér
inn i flokkinn". Þótt Húntsi hafi
ekki nefnt nein nöfn, eru erind-
rekar og blaðamenn í Peking
þess fullvissir, að með „samsær-
ismönnum og framagosum" sé
átt við engan annan en Lin Piao.
1 þessu sambandi er minnt á
örlög Liu Shao-chis, sem fram að
„menningarbyltingunni" kom
fram sem einn ákveðnasti fylg-
ismaður Mao Tse-tungs, en var
síðan yfirlýstur „svikari“ og
„ verkfalisbrj ótur“.
Erlendar fréttastofur hafa birt
upplýsingar, sem benda til þess,
að alda hinna nýju hreinsana sé
að breiðast út frá Peking og nái
nú til embættismanna og tengi-
liða flokksins úti á landsbyggð-
inni. T.d. er á það bent, að æðsti
maður Tsjan-sú héraðs, Gúan-
dún, og nokkrir aðrir, sem lutu
stjóm Lin Piaos, hafa eldtert
látið til sín taka í nokkra mán-
uði.
Hvaða orsakir liggja til þess-
ara nýju átaka meðal leiðtoga
Kínverja? Fréttamenn í Peking
eru ekki á einu máli um það.
Flestir hallast þó að eftirfar-
andi: Átökin í innsta hringvalda
manna í Peking endurspegla
allsherjarkreppu stefnu Maó-
ista og eru þau enn ein sönntm
fyrir því, hve flókið og ótryggt
ástandið i landinu er, sönnun
fyrir alvarlegum og djúpstæðum
ágreiningi í þýðingarmestu mál-
um utan lands og innan hjá kín-
verskum stjómmálamönnum.
Því er haldið fram, að frum-
orsakir kreppunnar, sem að
pólitík maóista steðjar, hafi ekki
enn verið upprættar og það verði
að hafa í huga, þegar meta skal
þá atburði, sem nú eiga sér stað
í Kína, og alla þróun mála þar í
landi.
APN
K. Smímov, fréttaskýrandi
APN, segir í grein um Kína, að
sumum blaðamönnum verði það
á að líta á atburðina þar í landi
sem persónulega valdabaráttu á
þröngu sviði — milli fylgis-
manna Lin Piaos og Chou En-
lais, m.a. I sambandi við heim-
boð Nixons. Hins vegar eigi at-
burðimir sér miklu dýpri rætur,
hér sé um að ræða vandamál
framtíðarþróunar landsins, og
lausn þeirra þoli enga bið.
Smlmov telur reynsluna af
stóra stökkinu" og „menningar-
byltmgunni“ hafa komið mörg-
um, sem til skamms tíma hafa
verið hollir Mao, til að líta nýj-
um augum á málin. Þeir sjái, að
í ramma maóismans, eins og
hann er, sé ekki hægt að upp-
ræta ýmis neikvæö fyrirbrigði
í þjóðlifinu. Þetta fólk hafi kom-
izt til valda í menningarbylting-
unni og þar með tekið á sig
ábyrgð. Hins vegar sé ekki í það
óendanlega hægt að komast hjá
virkum aðgerðum, en slíkar að-
gerðir reki sig hvarvetna á
óheillastefnu Maos. Fréttaskýr-
andinn vitnar i blað í Hong
Kong, þar sem skýrt er m.a. frá
viðræðum við flóttamenn frá
meginlandinu. Blaðið segir:
Spennan í landinu er gifurleg
og óánægjan með aðgerðir stjórn
valda og skeytingarleysi þeirra
um hagsmuni alþýðunnar hefur
alls staðar vakið gremju.
Átökin milli valdamestu
manna — segir Smímov enn-
fremur — eru óbein, en gild
sönnun þess, hve andstæðumar
milli „toppsins" í Peking og allr-
ar alþýðu manna fara vaxandi.
Þá bera fregnir frá Kína það
einnig með sér, að óánægja með
andsovézka stefnu valdhafanna
verður æ meiri. Til þess að vinna
bug á þeim erfiðleikum, sem að
steðja i efnahagsiífi og stjóm-
málalifi landsins, er eðlilegt sam
band við SSSR ósjákvæmileg for
senda, og þetta eru jafnvel sum-
ir af nánustu samstarfsmönn-
um Maos famir að skilja.
1 Vestur-Evrópu ber nú tals-
vert á þeirri skoðun, að eftir
„hvarf“ Lin Piaos megi greina
merki um stefnubreyt-
ingu i átt til „pragmatisma".
Hvað þýðir þessi pragmatismi,
sem settúr er í samband við
Chou En-lai, en hann hefur gerzt
æ athafnasamari upp á siðkast-
ið?
Sannleikurinn er liklega sá, að
er leiðtogar maoista stóðu
frarnmi fyrir gjaldþroti stefnu
sinnar utan lands og innan,
flýttu þeir sér að skella allri
skuldinni á Lin Piao og fylgis-
menn hans, en ýta fram hinum
svonefndu „pragmatistum",
vegna þess að nöfn þeirra eru
ekki eins tengd öfgum „stóra
stökksins" og „menningarbylt-
ingarinnar". Verkefnið er sem
sagt, samkvæmt kínverskri mál-
venju, að „bæta það, sem bætt
verður og rippa það, sem rifnað
hefur“, án þess að breyta að
verulegu leyti stefnunni í utan-
ríkis- og innanlandsmálum.
Mao Tse-tung hefur sem sagt
ákært Lin Piao fyrir samsæri og
það er meira að segja látið ber-
ast út, að hann hafi þrisvar
reynt að ráða „hinum mikla
stýrimanni" bana. Honum hefur
þvi verið rutt úr vegi, meðfram
vegna þess, að Mao óttast aukin
áhrif hersins, sem hefur náð
meiri og meiri ítökum á æ fleiri
sviðum hins kinverska þjóðlífs.
Fréttaskýrendur í Peking
verða æ sannfærðari um það, að
hinar hálfvolgu ráðstafanir muni
duga skammt. Lin Piao er horf-
inn, eins og svo margir áður, en
vandamálin eru á sinum stað.
APN
★ ★ ★
Morgunblaðinu barst þessi
grein frá rússnesku fréttastof-
unni APN, sem befur útibú á
Túngötu. Greinin var send blað-
inu á íslenzku. Hún er birt vegna
þess, að fróðlegt er að sjá, hvern-
ig sovézka áróðursdeildin f jallar
um atburðina í Kína. — Lítil
er virðing fyrir Mao formanni
og hlálegt er að lesa úr herbúð-
um rússneskra kommúnista, að
Lin Piao hafi horfið „eins og svo
margir áður“, eins og slíkt séu
einhverjar fréttir úr kommiin-
istaríkjum! Kannsld APN sendi
næst út yfirlit og „fréttaskýr-
ingar“, þar sem fjallað væri um
alla þá, sem t.a.m. hafa horfið í
Sovétríkjunum og örlög þeirrá.
Það yrði löng grein.
Hallgrímur
Helgason
í samnorrænu
safni
HIÐ viðkurma forlag í Stokk-
hólmi NATUR OCH KULTUR
hefir nýlega gefið út tvö yfir-
gripsmikil bindi með samtíma
kórmúsík allra Norðurianda.
Fyrra bindið inniheldur ein-
göngu tónsmíðar sænskra höf-
unda. Danmörk, Fiimland, Is-
land og Noregur sameinast í
síðara bindi. Framlag íslands
eru sjö tónsmiðar fyrir bland-
aðan kór eftir Hallgrím Helga-
son, þar af eru tvær samdar fyr-
ir þessa samnorrænu útgáfu við
texta eftir sænsku skáldin
Hjalmar Gullberg, „Manniskors
möte“ og Axel Karlíeldt,
„Drömmen och livet“.
Hin lögin eru útsetningar
Hallgríms á íslenzkum þjóðlög-
um, Rinarför (Resan till Rhen),
Til Appollóns (Jón Þorláksson
á Bægisá), Nú er ég glaður á
góðri stund (Hallgrímur Péturs-
son), mótetta við gamalt sálma-
lag, ,3vo elskaði Guð auman
heim“ og Rimnadans úr Eyja-
firðí, „Guð þeim launi", eftír
Pál Jónsson. Sænskar þýðingar
íslenzku Ijóðanna eru eftir Inge-
gerd Fries.
Utgefendur þessa vandaða
safns eru Ame Aulin og Herbert
Connor. Aftan við bæði bindi
eru æviágrip allra þeirra norr-
ænu tónskádda, sem aðild eiga
að útgáfunni, er nefnist CANT-
US, Nutida körmusik frán
Sverige, Danmark, Finland, Is-
land och Norge.
ÖUum þeim, er minntust mín
á 85 ára afmæli minu 12. des-
ember með símskevtum, heim
sóknum og gjöfum, sendi ég
mínar innilegustu þakkir.
Farsælt komandi ár.
Odðr Bjamason,
Dunhaga 11.
Þú getur
óskaó þér
en óskirnar rætast ekki af sjáifum sér.
Miði í Happdræti SÍBS fyrir aðeins 100
krónur, getur látið þær rætast.
Meira en fjórði hver miði hlýtur vinning.