Morgunblaðið - 29.12.1971, Side 17
MORGU’NHLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1971
17
Gerald Walker skrifar um bókina:
„þegar ég var gamall"
eftir Georges Simenon
Það er nœsta uggvekjandi
að ætla sér að skrifa gagn-
rýni um dagbók þess manns,
sem skrifar ágæta skáldsðgu á
jafnlöngum tlma og venjuleg-
ur breyzkur maður þarf til að
koma frá sér sæmilegum rit-
dómL
En menn láta þó ekki tæki-
færið sér úr greipum ganga að
skyggnast inn í hugarheim svo
afkastamikils rithöfundar sem
Georges Simenon er og hefur
verið um 40 ára skeið.
Georges Simenon er ekki að-
eins afkastamikill á sinu sviði.
Sálfræðileg skarpskyggni
hans og hnitmiðaður rit-
stíll skipar honum á bekk með
beztu rithöfundum 20. aldar-
innar. (Raunar var það André
Gide, sem einna fyrstur kom
augá á framúrskarandi hæfi-
leika Georges Simenons).
Skáldsögur Georges Sim-
enons eru gæddar sérstæðum
óskeikulleika, jafnvel líka sög
ur hans af Maigret leynilög-
reglumanni, sem mér hefur þó
alltaf þótt heldur lélegur
skáldskapur og lltt spennandi.
(Simenon segir sjálfur í dag-
bók sinni, að hann skrifi hann.
þegar hugur hans sé ekki „anti
-Maigret"). Skáldsögur hans
eru yfirleitt um 200 blaðsíður
að lengd og I þeim örlar hvergi
á prédikunartón frá höfundar-
ins hálfu eða tilraunum til að
halda fram sérstökum málstað.
Persónurnar lifa sínu eigin lífi
og atburðarásin verður eins og
af sjálfri sér, . . . eins og ger-
ist og gengur í mannlífinu. Og
þar kemur til hæfileiki hans til
að setja saman sögu — stuttorð
leiftrandi lýsing — hnitmiðuð
samtöl (án þess að nota „sagði
hann“) — svipmynd úr hug-
arfylgsnum — sýn eða angan
gengins tima — gagnyrt upp-
rifjun, engar orðalengingar og
öll frásögnin rennur saman í
eina heild eins og draumur
draumskyggns manns. Hann
undrast aldrei, en hann er allt-
af jafn uppnuminn af því,
hvernig samskipti manna geta
orðið eða hvernig menn geta
leikið sjálfa sig. Lesand-
inn skynjar höfundinn aðeins
af fjarvist hans, — af stóísku
umburðarlyndi hans, ef svo
mætti að orði komast.
Það er því ekki að undra,
þótt menn blaði með nokkurri
forvitni í dagbók þessa
rithöfundar, ef takast mætti að
varpa ljósi á, hvaða mann
hann hefur að geyma. Og
Simenon ætlar greinilega ekki
að draga dul á það.
í formálanum segir hann: Ár
in 1960, 1961 og 1962 fór mér
að finnast ég vera orðinn gam-
all, af persónulegum ástæðum
eða einhverjum ástæðum mér
ókunnum, og ég fór að skrifa
niður glefsur i dagbók. Ég var
að nálgast sextugt. Bráð-
um verð ég 67 ára (þetta er
skrifað 1969) og nú hefur mér
ekki fundizt ég vera gamall
lengi. Ég finn enga hvöt hjá
mér lengur til þess að skrifa
endurminningar mínar.
Og við hittum á ný ævintýra-
legan Simenon, sem lokar sig
inni í vinnustofu sinni með
nokkur lausleg minnisatriði
hripuð niður aftan á umslag og
kemur út aftur að viku liðinni
með fullskrifaða skáldsögu.
Síðan eyðir hann aðeins noklkr-
um dögum í að endurskoða
handritið. Þetta gerist fjórum
sinnum á ári. Á milli þessa
geflst honum nægur t5mi til að
sinna konu sinni og börnum,
reka erindi heimilisins, leika
golf og lesa. Hann lýsir stóra
húsinu sínu í Sviss, segir frá
tekjum sínum, vináttu við
Chaplin og Henry Miller og
drjúgum kynnum sínum af
Batekusi teonungi, (þau teynni
tilheyra reyndar liðinni tíð, en
sjálfur telur hann sig alkóhól-
ista). Og hann rifjar upp þann
tíma, þegar hann bjó i húsbáti
ásamt fyrri eiginkonu sinni og
þjónustustúlku og sigldi um all
ar ár Frakklands. Það gerði
hann, vegna þess, að hann er
þeirrar skoðunar, að hið rétta
andlit borga snúi að ánum en
ekki þjóðvegunum.
Margar af þeim sögum, sem
af honum ganga, hefur hann
sjálfur búið í hendur blaða-
mönnum. Á nokkurra mánaða
fresti opna þau hjón heimili
sitt í nokkrar vikur fyrir blaða
mönnum, sem að vísu rang
herma ýmsa hluti honum við-
víkjandi, en hann hefur sjálf-
ur starfað sem blaðamaður og
heldur áfram uppteknum hætti.
Hann bendir á ósamræmið
milli þess, sem skrifað er um
hann í blöð og hins raunveru-
iega, en aðaltilgangurinn
með útgáfu bókarinnar „Þegar
ég var gamall" segir hann vera
að gera grein fyrir sjálfum sér,
eins og hann er, en ekki setja
sig á stall, til þess að börn
hans fái að lokum af honum
rétta mynd. Tíu ára gamall
sonur hans segir um eldri bróð
ur sinn: „Ekki skil ég, hvers
vegna Marc ætlar að kvænast
og setjast að í Pairfs, úr því
hann á kost á því að búa x ár
hér hjá pabba“.
Má vera, að aðrir feður
þægju með þökkum að fá slíka
viðurkenningu frá syni sínum,
en Simenon vill stíga af stall-
inum, vera eins og hver ann-
ar hversdagslegur maður. „Er
það ekki eina leiðin til að
feocma þeim tii hjálpar,“ spyr
hann, „ef þau þurfa einhvern
tíma á þvi að halda?"
Skáldsögur Simenons fjalla
um heitar ástríður, glæpi og of
beldi. Sá Simenon, sem við hitt
um fyrir á þessum blaðsiðum,
fyrirlítur ofbeldi. (Hann minn
ist á átökin í Alsír, Kongó,
Vietnam og vopnaflutningana
til Kúbu). Hann skipar sess
heimilisföðurins ,af einlægri
gleði og gerir sér allt far um
að eyða frístundum sinum með
börnum sínum og seinni eigin-
konu. Hún er kanadisk að ætt.
Simenon kallar hana D. og
hún annast öll fjármál fyrir
hann.
En Simenon verður allt-
af Simenon og sem heimilisfað-
ir allafbrigðilegur. Hann elsk-
ar að vísu konu sína heitt og
innilega, en ævilangt er hann
haldinn þeirri áráttu að sækj-
ast eftir ástamökum við hverja
þá aðlaðandi konu, sem á vegi
hans verður. Eiginkona Simen-
ons gefur honum fullt frelsi og
sagan segir, að hann hafi kall-
að fjórar konur hverja af
annarri inn í hótelíbúð sína, á
meðan konan hans setti niður
farangur þeirra í ferðatöskurn
ar í næsta herbergi. Hann
minnist ekkert á það, hvort ver
ið geti um orsakatengsl að ræða
á milli þessarar sterku kyn-
hvatar hans sjálfs og minnimátt
arkenndar eiginkonunnar eða
þunglyndiskasta hennar, eða
þunglyndiskasta hans sjálfs.
Tilgangurinn með skrifun-
um er eingöngu sá, segir hann,
að feykja burt allri yfirborðs-
mennsku og vanabundnum
hugsunarhætti.
Simenon er glöggskyggn mað
ur og góðum gáfum gæddur.
Það kemur fram við lest-
uir þessarar bótear. En hanin
er ekki djúphygginn að sama
skapi. Ef til vill mætti frekar
líkja honum við bóndann, sem
erjar jörðina af alúð. Athygl-
in beinist fyrst og fremst að
því sem auðvelt er að henda
reiður á, að fjölskyldunni, kyn
ferðismálum, vinnu, heilsu,
heimilishaldi og þeim hlunnind
um, sem borgaralegt líf hefur
upp á að bjóða . . . að und-
anskildum nokkrum borg-
aralegum siðgæðishugmyndum.
En honum er ldtt um hug-
myndafræði.
Ekki svo að skilja að hug-
mynda sjái engan stað S bók-
inni. Þær notar Simenon sem
Georges Simenon.
stökkbretti fyrir þær athuga-
semdir og skoðanir, sem þarna
koma fram, en aldrei verður
vart í skáldsögum hans. Til
dæmis skýtur hann við og við
inn hvassyrtri yfirlýsingu:
„Máltæki eru ekkert nema mót
sagnir." Og stundum kemur
hann á óvart, talar sem bjart-
sýnismaður, enda þótt skáld-
sögur hans ‘ f jalli um skugga-
hliðar mannlifsins: „Að þvi er
ég bezt veit er það fyrst á ökk
ar dögum, sem farið er að tala
um næringarskort fátækari
þjóða og þeir, sem búa við alls
nægtir, eru farnir að skamm-
ast sTm.“ Eða um merkar per-
sónur, sem hann 'he'fur kynnzt:
„Ég hef kymnzt tveimur mönn-
um, sem trúðu þvi, að þeir
væru miklir menn, og höguðu
sér samkvæmt því án þess að
blikna. Það voru Anatole
France og André Gide. Ein-
kennilegast fannst mér, hversu
mikið far þeir gerðu sér um að
framkoma þeirra væri í fullu
samræmi við hugmyndir fólks
um þá. Þeir lifðu fyrir þessa
sjálfsmynd en ekki sinu eigin
lífi. Þetta olli mér vonbrigðum,
og mig furðaði ekki, þegar sól
þeirra tók að lækka á lofti.“
Samt hallast skrif hans í
þessari bók frekar að raun-
veruleikanum, þvi sem er hér
og nú og umfram allt að fjöl-
breytni mannlífsins. En ein
kenni hennar er fyrst og
tflremst Mtillæti, því að etekert er
Simenon fjarstæðara en taka
sjálfan sig hátíðlega.
„Skáldsagnahöfundur verð-
ur að lifa það að verða gam-
all,“ skri'far hann. „ÞvS eldri,
því betra, til þess að hann geti
séð mannkynið frá öllum sjón-
arhornum . . . með augum ungl-
ingsins og öldungsins. Eigin-
lega þyrfti hann að hafa lifað
mörgum iílflum.“ Og lesandinn
kynnist vissulega mörgum af-
brigðum í þessari bók.
I HEIMSÓKN HJÁ
SIMENON
eftir Israel Shenker.
Epalinges, Sviss.
Þetta var mánudagur í maí.
Það hafði rignt um morguninn
og regnið vætti vingjarnlega
andlit og hendur vegfarenda
Maigret hugsaði með sjálfum
sér, að þessa dags mundi hann
minnast síðar með ánægju.
Bifreiðarnar mjökuðust hægt
eftir Chapellbúlevardin u m,
Justin Crottin stóð á gangstétt
inni, þegar Citroen DS stöðv-
aðist við hlið hans.
Eða eitthvað í þessa átt.
Justin Crottin er áreiðanlega
fórnarlamb eða sökudólgur eða
að minnsta kosti viðriðinn óum
flýjanlegan glæp, sem framinn
verður I 210. skáldsögu Simen-
ons og 80. sögunni af Maigret.
Uppistaðan er ekki nema
nokkur handskrifuð minnisatr
iði öðrum megin á brúrau um-
slagi. „Maigret og uppljóstrar-
maðurinn" stóð efst á blaðsíð-
unni. Mori-bræðurnir höfðu
ekki fengið önnur einkenni en
þessi: Manuel, 35 ára — Bruy-
ere-torgið, Jo, 33 ára — Iles-
hótelið Trudaine-gata“. Af-
greiðslustúlkan í fatageymsl
unni var aðeins nefnd skírnar-
nafninu, Yvonne, ásamt einni
viðbótarupplýsingu um ytra út
lit („brjóst").
Tolstoy ofhlóð söguþráðinn
með óendanlegum orðaflaumi.
Simenon dregur upp mynd
ir með fáum sterkum línum.
„Ákjósanlegast er fyrir les-
andann, að hann geti lokið við
bókina á einu tevöldi," sagði
hann.
Við vorum staddir í ann
arri af tveim vinnustofum hans.
Önnur er búin glæsilegum hús
gögnum og notuð til móttöku
áleitinna spyrjenda. 1 hinni er
unnið að skriftum.
„Engum dettur í hug að fara
til að horfa á fyrsta þátt leik-
rits eitt kvöldið, annan þátt
hálfum mánuði seinna og
þriðja þáttinn eftir dúk og
disk,“ sagði Simenon. „Menn
vilja sjá allt leikritið í einu.
Sama gildir um skáldsöguna i
dag.“
„Áður fyrr var mikið fyrir-
tæki að skrifa skáldsögur. Þær
áttu að vera upp á 5—600 blað
síður. Nú eru þær flestar þetta
135, 260 eða 280 blaðsíður. Við
erum alltaf að reyna að sleppa
þvi sem ekki er nauðsynlegt.
Ef Balzac og Dostoyevski
væru að skrifa sínar sögur í
dag, væru þær ekki nema sjö-
undi eða áttundi hluti þess,
sem þær urðu þá. En á þeirra
tírna var nauðsynlegt að gefa
langar og ýtarlegar upplýsing-
ar. Ef þeir hefðu til dæmis vilj
að segja frá Philadelfíu, hefði
enginn haft hugmynd um hvers
konar borg var um að ræða,
eða hvers konar lífi fólkið lifði
þar. Og menn vissu jafnvel
enn minna um Tucson og Phön
ix. Menn þekktu ekki líf þeirra,
sem tilheyrðu öðrum þjóðfélags
stéttum en þeir sjálfir. Þá
voru ekki til kvikmyndahús
eða sjónvarp. Þess vegna urðu
rithöfundar að lýsa öllum að-
stæðum.
„Ég er hvorki gáfaður né
gæddur innsæi," sagði Simen-
on. „Bækur mínar eru þvi frek
ar skrifaðar af innblæstri. Og
það er oft erfitt að halda þess-
um innblæstri í skef jum. Hann
kemur yfir mig óforvarandis.
Eina skilyrðið sem hann setur
mér, er, að annað knýi ekki á
hug minn. Þegar ég ákveð að
skrifa bók, verð ég því að
tæma sjálfan mig af öðrum
hugðarefnum, verða hlutlaus,
sleppa vangaveltum og áhyggj
um, og þess vegna byrja ég allt
af á þvi að hreinsa skrifborð-
ið.
Ég lýk öllum verkefnum sem
bíða úrlausnar. Ég reyni jafn-
vel að muna, hver hefur ákveð
ið að hringja til min í náinni
framtíð, og ég hringi til við-
komandi á stundinni. Ég losa
mig við allt, sem gæti dreift
huganum.
Það mætti ef til vill líkja
mér við svamp. Þegar ég ei
ekki að vinna að bók, drekk
ég bókstaflega í mig lífið og
umhverfið, eins og svamp-
ur sýgur í sig vatn. Þegar ég
fer að skrifa, kreisti ég svamp
inn ögn . . . og út kemur ekki
vatn heldur blek.“
Verk hans flokkast eiginlega
öll undir „roman-tragédie“.
Hann byrjar ekki frásögnina á
því að segja frá fjölskyldunni
og afanum eða þess háttar.
Hann tekur strax að lýsa há-
punkti atburðaflækju, sem
snertir allar aðalpersónur sög
unnar og lætur síðan persón-
urnar um að leysa vandann.
„Segja má, að ég lifi lífi þess
aira persöna," sagði hann.
„Þær skrifa, ekki ég. Venju-
lega er ég í hlutverki aðalper-
sónunnar, og séu þær fleiri en
ein, eru hinar séðar með aug-
um einnar.“
Hann rétti upp hálfkreppta
fingurna. Þeir voru vitnisburð
ur um átökin við að koma hug
arsýnum í orð. Oft hefur hon-
um dottið í hug á löngum rit-
höfundarferli síraum að læra
rétta fingrasetningu á ritvél-
ina. Þó heldur hann sér enn
við ágæti kenningarinnar:
„leitið og þér munuð finna“ og
kemst upp í 92 orð á minútu.
„Ég er fljótari en einkaritar-
inn minn,“ sagði hann. „Það er
ekki lítilmótlegra að sitja við
IBM-ritvélina en mála málverk
eða semja tónverk," segir hann.
„Þegar ég hef ráðið niðurlög-
um sektartilfinningar minriar,
lokað mig inni um hríð og lok-
ið við bók, verð ég gagntek-
inn sælutilfinningu, sem end-
ist mér ýmist í þrjá daga eða
þrjár vikur. Mundi nokkurt
annað starf veita mér slika
fró?
Og önnur hlunnindi hlýt ég
líka vegna starfs míns.
Það eykur skilning minn
á fólki, færir mig nær því. Þeg-
ar ég hef skapað sögupersónu,
finnst mér hún hafa kennt mér
meira um mannfólkið en ég
vissi áður. Má vera að þetta
hljómi sem mikillæti, en meS
hverri bók finnst mér ég kom-
ast nær sannleikanum um
manninn, manninn i nekt sinni,
raunveruleikanum um mann-
inn eins og hann er.
Þegar ég skrifa bók og þá
sérstaklega þegar ég hef lokið
við bók, veitir tilhugsunin um
það mér mikla ánægju, að hún
muni verða lesin af fólki inni í
miðri Asíu, í fjöllum Suður-
Ameríku í Finnlandi, í Uzbe-
kistan og Kirgisíu, og mér
finnst ég komast í tengsl við
þetta fólk. Ég get setið um
kyrrt heima hjá mér, ég sé það
ekki, en finn nálægð þess í
gegnum bækur mínar og bréf.
Bandaríkjamenn skilja bæk-
ur mínar betur en Frakkar,
vegna þess að Frakkar eru
Cartesistar (aðhyllast kenra-
ingar Descartes) og siðaprédik
arar. Ég er hvorugt og frönsk-
um gagnrýnendum finnst það
bagalegt að finna engan deilu
gundvöll, engar fastmótað-
ar hugmyndir að rökræða.“
Bókin „Þegar ég var gam-
all“ var sumpart skrifuð til að
særa burt óttann við ellina og
höfundurinn segir að það haifi
tekizt . . . næstum alveg. „Mér
fór að létta, þegar ég var bú-
inn að skrifa athugasemdir í
dagbókina í tvö ár. Þá nennti
ég ekki að halda því áfram.
Það eru ellimörk, þegar menn
eyða tímanum í að skrifa nið-
ur allt sem þeim flýgur i hug.
Ég var eiginlega eldri þá —
Framh. á bls. 18