Morgunblaðið - 29.12.1971, Page 22

Morgunblaðið - 29.12.1971, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1971 ARI ÞORGILSSON Ari fæddist að Knarrarhöfn, Uvammssveit, Dalasýslu, 19. febrúar 1900. Foreldrar hans voru hjónin Þorgils Friðriksson, kennari og kona hans Halldóra Ingibjörg Sigmundsdóttir, sem þar bjuggu um langt skeið. Heimilið var kunnugt að myndarskap, og vlst hefur atorka þeirra hjóna kom- ið í góðar þarfir, því að börn þeirra urðu ekki færri en 14. Fráleitt er, að þessi systkini hafi farið með fullar hendur fjár úr föðurgarði, en arfur góðra eiginleika og mannkosta hefur orðið þeim drjúgur, svo að mörg þeirra hafa staðið í fremstu röð hvert á sínum vett- vangi. Leið Ara lá suður, og meginhluta ævinnar starfaði Maðurinn minn, Friðjón Bjarnason, prentari, Freyjugötu 27a, andaðist að Reykjalundi þann 27. desember sl. Gyða Jónsdóttir. hann hjá þvi opinbera, þar á meðal sem fulltrúi á aðalskrif- stofu Landssímans yfir 20 ár, við ágætan orðstír. Ekki var það við skap Ara að sitja auðum höndum eftir að hann hafði náð hámarksaldri opinberra starfs- manna. Stofnaði hann umboðs- og heildverzlunina Arinco i fé- lagi við mág sinn, Arinbjöm Jónsson, og rak hana ásamt hon um, en siðar einn meðan kraftar entust. Varla hefur Ari dansað á rós- um fyrstu ár sín hér syðra, en hann vann af óbilandi atorku að þvi að koma sér áfram. Ár- ið 1935 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Helgu Jónsdótt ur frá Innri-Njarðvik. Þar með er brotið blað í lífssögu hans. Góð kona er hverjum manni það, sem fullkomnar líf hans, og var Ari þar engin tmdantekning. Af markvissri atorku unnu þau hjónin að því, að byiggja upp heimili sitt og árangur þess höfum við hinir mörgu kunningj ar og vinir þeirra séð, er við höfum oftsinnis notið gest- risni og alúðar í Skaftahlíð 26. Þau Helga og Ari eignuðust eina dóttur, Þorbjörgu, sem nú er húsfreyja að Þrándarlundi í Gnúpverjahreppi, gift Steinþóri Ingvarssyni, bónda þar. Mjög kært var með þeim feðginum Asta sigurðardóttir, rithöfundur, sem lézt að heimili sínu, Nesvegi 12, 21. desember, verður jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 10.30 fyrir hádegi. __________________________________ Aðstandendur. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SAMÚEL JÓN GUÐMUNDSSON, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 27. desember. Þórunn Asgeirsdóttir, böm, tengdaböm og bamaböm. Útför móður okkar, JÓHÖNNU S. HANNESDÓTTUR, er lézt 26. þ. m., fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 30. þ. m. kl. 3 e, h. Hannes Finnbogason, Kristján Finnbogason, Sigurður Finnbogason, Elísabet Finnbogadóttir. Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir, BIRGIR EINARSSON, Lindargötu 44 A, er lézt 23. þ. m. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 29. desember klukkan 1.30 e. h. Blóm afþökkuð, en þeim er vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Hulda Jónsdóttir, Kristjana R. Birgis, Birgir öm Birgis. Anna Birgis, Margrét Birgis, Mikael Franzson, Aldís Einarsdóttir, Hjálmar W. Hannesson. Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdasonar og bróður, ÓLAFS KOLBEINS EINARSSONAR. Guð gefi ykkur öllum blessunarríkt nýár. Matthea K Pétursdóttir, Snæbjöm Ólafsson, Snæbjörg Ólafsdóttir, tengdaforeldrar og systkin. Ara og þessari einkadóttur og margra gleðistunda munu þau hjónin núna á efri árum hafa notið á heimili hennar í samvist- um við dótturbörnin þrjú. Um áralbil dvaldist hjá þeim hjónum bróðurdóttir Helgu, Þorbjörg Ásbjömsdóttir, og hafa þau haldið við hana órofa tryggð alla tíð síðan. Ég hafði ekki kynni af Ara fyrr en hann var kominn á miðj an aldur. Það, sem einkum vakti athygli í fari hans var síkvik at- hygli hans og áhugi á hverju einu, er fyrir bar. Vinnugleði hans var mikil, svo að ekki féll honum verk úr hendi. Skjótráð- ur var Ari með afbrigðum, en rasaði ekki um ráð fram. Sótti mál sitt og varði af kappi og af- sláttarlaust, en fas hans allt var opinskátt og einlægt. Ég átti eitt sinn sem oftar tal við vin minn, gamlan bónda. Hann hafði verið úrvals sjómað ur á yngri árum, en aðstæður ollu því, að starf bóndans varð hlutskipti hans. Sagði ég honum, að mér þætti fuirðu gegna, hversu ágætlega honum hefði búnazt, þar eð ég vissi, að hug- ur hans hefði allur staðið til sjávarins. „Það er ekkert undar legt,“ sagði hann. „Þegar ég var á sjó, þá reri ég, þegar ég kom á land þá bjó ég.“ Mér kemur þetta í hug, þegar litið er á hversu farsælt lífs- hlaup Ara var. Það xná vel vera, að hugur hans hafi staðið til annarra starfa en urðu hlutskipti hans, en hann gekk svo algjörlegá óskiptur til starfa og heilshugar á vit hverju viðfangsefni, að vel gengni hans kom ekki á óvart þeim, sem til þekktu. Svo mikið er vist, að hann hefði orðið vel hlutgengur á hvaða sviði, sem hann hefði starfað. Ef til vill komu eiginleikar hans bezt í Eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, Steindór Gíslason, Haugi, Gaulverjabæjarhreppi, verður jarðsunginn frá Gaul- verjabæjarkirkju fimmtudag- inn 30. desember. Athöfnin hefst með bæn að hehnili hins látna kl. 1. Margrét Elíasdóttir, böm, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir færi ég öll- um þeim, er sýndu mér sam- úð við andlát og jarðarför mannsins míns, Guðmundar Finnssonar, Stykkishóbni. Guð gefi ykkur öllum gleði- legt ár. Fyrir mína hönd, bama og tengdabama, Halidóra Isleifsdóttir. Ijós, er hann að síðustu þreyttí fang við banvænan sjúkdóm. Hann gekk til starfa fársjúkur og lét sem efckert væri. Það var staðið meðan stætt var. Ari var félagslyndur maður. Hann starfaði m.a. af alhug í Oddfellowreglunni hátt í aldar- fjórðung. Áttu þau hjónin, Ari og Helga, marga ánægjustund í þeim vinahópi. Það var ekki hugmyndin með þessum línum að gera neina alls herjarúttekt á mannkostum Ara. Ég hef aðeins drepið á fáeina eiginleika, sem mér þóttu sér* stakir í fari hans. Ég vil þakka Ara og þeim hjónum báðum fyrir meira en tveggja áratuga góð kynni. Á heimili þeirra hjálpaðist allt að, við að gera manni notalega kom una. Reglusemi og snyrti- mennska húsmóðurinnar, glað- værð húsbóndans og alúð þeirra beggja. Konu Ara og dóttur sendi ég samúðarkveðju. Ég veit að þær syrgja góðan mann. S.Á. Benedikta Benedikts- dóttir — Minning f BORGARSJÚKRAHÚSINU andaðist 25. september síðastlið- inn, aðeins 49 ára gömul, Bene- dikta Ketilríður Breiðfjörð Bene- diktsdóttir Álfatröð 1 í Kópavogi. Hún fæddist 24. maí 1922 í Tjaldanesi, Saurbæjarhreppi, í Dalasýslu vestur. Foreldrar henn ar voru Helga Jónsdóttir Björns sonar frá Klúku Strandasýslu og Siguirlaug Jónsdóttir st. og Bene- dikt Ketilbjarnarson Magnússon- ar fræðimanns Jónssonar Orms- sonar hreppstjóra frá Kleifum í Gilsfirði og Ólafar Guðlaugsdótt- ur ljósmóður Sigurðsscxnar prests Þorbjamairsonar gullsmiðs frá Lundum Stafholtstungum oig móð ir Benedikts var fyrri toona Ketil bjamar Margrét Snorrad., Árna- sonar dannebrogsmanns Eyjólfs- sonar frá Amarstapa á Mýrum vestur. Benedikt faðir Benediktu frænku minmaT lærði skósmíðí á ísafirði hjá Jóhamoesi Jóhannes- syni og stundaði hanm iðn sdna í Reykjavík og Stykkishólmi um nokkurra ára bil þar til hann fluttist með konu sína að Saur- hóli Saurbæ, Dalasýslu. Þau eignuðust 2 dætur, Fann- eyju Breiðfjörð sem gift var Hall- dóri Halldórssyni múrarameist- ara. Þau eru bæði dáim lömgu fyrir aldur fram. Þau eignuðust 2 börm sem lifa foreldra sína og Benediktu sem gift var Ellerti Halldórssyni verzlumarstjóra í Kópavogi. Þau eignuðust 4 böm sam upp eru korniin nema það ymgsta. Þau eru Hrafnhildur gift Alexander Ólafssyni og búa í Búðardal í Dölum, Ragnhildur ógift. heima, Halldór mjög list- fengur, spilar í hljóimsveitum og Fanney 9 ára, í heimahúsum. Benedikt faðir Bennu eims og hún var kölluð venjulega dó um saana leyti og hún fæddist og gefur að ökilja að það voru erfiðir tímar fyrir móðurina Helgu að ala barnið á slíkri sorg- arstundu, en hún var dugleg og kjörkuð og tók því sem að hönd- um bar með skynsemi. En svo kom hjálpin; Benma var tekin nokkurra vikna gömul af frænd- fólki Benedikts föður hennar, hjónunum Önnu Eggertsdóttur og Stefáni Eyjólfssymi Kleifum Gilsfirði og ólst hún upp hjá því indæla elskulega og góða fólki til fullorðins ára. Benna var gáfuð, listfemg, framúrskarandi músíkölsk, byrj- aði að spila á orgel 4—5 ára. Seinna er hún eltist vissi ég til að Markús Torfason æfði hana í söng og spili að eimhverju leytl Hanm var sonur Torfa Bjarma- sonar frá Ólafsdal. Markús var mikill músíkant, en yfirleitt var hún sjálfmenntuð í þeirri grein og lifði sig inn í músíkima af lífi og sál. Það var dásamlegt að koma á heimili frænku minnar þar dunaði allt af hljómlist og söng og hennar ágæti maður Ellert var ekfci eftirbátur með sönglist- ina. Hann er mjög söngelskur og syngur vel. Þau eru þre- meimingar að skyldleika. Þau voru hrókar alís fagnaðar. Skemmtil-egt og gott fólk. Greið vikið og gestrisið mjög. Mörgu fólki þótti gott að koma við hjá Bennu og Ellert þegar þau bjuggu fyrir vestan i Saur- bænum á Skriðulandi. Þau bjuggu í næsta húsi við Kaup- félagið áður en þau fluttust suð- ur. — Þá hafði Ellert unn- ið í Kaupfélagi Saurbæinga í mörg ár. Hún stofnaði og stjóm- aði kórum, þar á meðal Karla- kór Saurbæjarhrepps og þótti takast vel. Hún spilaði og söng sem skemmtikraftur hér I Reykjavik og viða úti á landi. Hún æfði og stjórnaði tríó og kallaði það Fljóðatríó, einnig kenndi hún söng nokkra vetur í Laugaskóla, Dölum. Hún var ljómandi vel hagorð, orti oft góðar tækifærisvísur og kvæði. 1967 fluttust hjónin til Hafn- arf jarðar og síðan í Kópavog og keyptu þar íbúð er þau hugðust flytjast í um það leyti, sem hún lagðist á sjúkrahúsið, en margt fer öðru vísi en ætlað er. Bilið er mjótt milil blíðu og éls og brugðizt getur lukka frá morgni til kvelds, segir einhvers staðar. Benna var dugleg, táp- mikil, orðheppin og kát, mild, kærleiksrík og trúuð. Við sökn- um hennar mjög og við kveðj- um hana öll sem kynntumst henni og áttum með henni samleið. Með kærri þökk fyrir starf hennar hér á jörðu og biðjum góðan guð að blessa hana og varðveita í hinum nýju heim- kynnum á hinum ókunnu slóð- um. Manni hennar, bömum, móð ur og öðrum ástvinum færi ég innilegar samúðarkveðjur. Ólöf Ketilbjarnardóttir. Flugeldamarkaður Hjálparsveitar skáta í Kópavogi, að Borgarholtsbraut 7 og Álfhólsvegi 32. Opið til klukkan 10 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.