Morgunblaðið - 29.12.1971, Page 28
28
__r'= I • 1: I j ';j< I l!l '\u; I ;\-[ ■'!!<{-■■ Þ' !l.-i'l I. T,- .-M
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1971
•W
JMCA
71
betur. Ég var lin í fótunum,
svo voru einhverjir kippir í
höfðinu á mér, mig verkjaði í
kjáikana vegna þess, hve mikið
ég var farin að bíta á jaxlinn.
Það var eins og ég héngi í
snöru yfir einhverju undir-
djúpi.
Þessi ákvörðun að fara að af-
henda Gordon bréfin, eftir
alla fyrirhöfnina hingað til við
að leyna tilveru þeirra, var vit
anlega ekki annað en óhemju-
skapur og vitleysa, en ég vildi
bara varpa öllu fyrir borð og
vera laus við þ„ð. Hvað sem
Veizlumatur
Smúrt bruuð
oq
Snittur
SILD & FISICUR
hann tæki til bragðs gat aldrei
gert ástandið verra en það var
nú þegar. Þegar málinu væri
lokið og lögreglan leyfði það,
skyldi ég fara aftur til Arkans
as og biðja Maríu frænku að
skjóta yfir mig skjólshúsi þang
að til ég gæti fundið mér eitt-
hvað að gera. Ég skyldi
gleyma New York og öllum íbú-
um hennar. En fyrst og fremst
skyldi ég þó gleyma Gordon.
Ég tók bréfin af borðinu,
læddist fram í ganginn og
skaut þeim undir hurðina hjá
honum og vonaðist háift í
hvoru eftir, að hann opnaði og
kæmi þarna að mér. En inni
fyrir var allt hljótt. Vonsvikin
og gröm sjálfri mér fyrir að
vera vonsvikin fór ég aftur i
íbúðina mína.
Ég hafði ekki haft lyirt á morg
unmatnum, sem hjúkrunarkon-
an hafði búið mér, en nú varð
ég allt í einu svöng.
En meðan ég var i miðju kaff
inu, var hringt.
Gordon! hugsaði ég og
missti brauðsneiðina úr hend-
inni. Hann hafði þá fengið bréf-
in og lét sig það engu skipta!
Ég þaut til og opnaði dyrnar.
Þetta var Evelyn Breamer.
Vonbrigðin orkuðu á mig eins
og högg undir bringspailirnar.
Ég veik til hliðar, agndofa, en
hún gekk inn og lokaði á eftir
sér.
— Ég vona, að ég komi ekki
til óþæginda, sagði hún um leið
og hún settist óboðin á legu-
bekkinn, rétt eins og hún ætti
húsið. Hún var afskapiega vel
búin, í glæsilegri minkakápu og
ullarkjól í spánnýjum grænum
lit. Og einn þessara nýtízkúleg-
ustu hatta af sama lit var aftan
til á höfði hennar. En undir
málningunni var hún föl og tek
in. Grænu augun voru deyfðar-
leg og hún átti bágt með að
horfa á mig.
— Hvort þú kemur til óþæg-
inda? sagði ég eins og bjáni. —
Það veit ég ekki enn. Hvað
viltu ?
En Evelyn var eitthvað að
snugga. — Finn ég kaffilykt? Æ
gefðu mér sopa. Ég bef ekkeri:
borðað og hausinn á mér er al-
veg að klofna.
— Ég skal velgja það upp.
Þetta varð einkennilegra og
einkennilegra.
Ég fór fram í eldhús, kveikti
á gasinu undir könnunni, náði í
bollapar og. . .
En þá sló því allt í einu niður
í mig.
— Hleyptu engum inn, hafði
Gordon sagt. — Ekki Drottni
sjálfum!
Og nú hafði ég hleypt morð-
ingjanum inn. Eveiyn var morð
inginn!
Ég sá þetta allt fyrir mér, í
Að þeir skuli vera að spila póker, þegar ekkert er til að spila
um hér!
Forstöðukonustaðan
við leikskólann í Hlíðaborg er laus til umsóknar.
Staðan veitist frá 1. febrúar 1972.
Umsóknir sendist skrifstofu Sumargjafar, Fornhaga 8, fyrir
6. janúar 1972.
Stjóm Sumargjafar.
LITAVER
Ævintýraland
VEGGFODUR
Á TVEIMUR HÆDUM
- 1001 UTUR -
Lítið við í LITAVERI
BORGAR SIG.
snöggum svipmyndum meðan ég
náði í sykur og mjólk og hringl-
aði skeiðum í skúffunni. Ég
hugsaði mig um, hvernig snú
ast skyldi við þessu.
— Viltu ekki ristað brauð
líka? kallaði ég fram. Ég varð
að tefja tímann. Hún var hing-
að komin til þess að drepa mig,
En ekki strax. Ég skyldi finna
eitthvert ráð.
Evelyn svaraði og sagðist
gjarna vilja brauð, ef það væri
ekki of mikil fyrirhöfn.
Evelyít morðinginn. Og þá var
Hue auðvitað i vitorði með
henni, eða hún með honum.
Sama hvort var. 1 félagi voru
þau búin að drepa þrjár mann-
eskjur. Hue hafði drepið Mel-
chior í afbrýðissemikasti og
Evelyn hafði komið að honum,
áður en hann hafði haft svig-
rúm til að komast burt, og hafði
ákveðið að hjálpa honum.
Hvers vegna? Það vissi ég ekki
né kærði mig um að vita.
Kannski elskaði hún hann enn
. . . Og svo var það MarceMa.
Hank hafði ekki myrt hana og
þá ekki ég. En hvar hafði Hue
verið þetta mánudagskvöld?
Hvar var Evelyn? . . . Og svo
var það fyrst og fremst gærdag
urinn. Hue hafði ek'ki verið i
skrifstofunni. Þá hafði hann ver
ið að fremja glæpinn sinn hjá
Grace. Vitanlega hafði Grace
verið að kúga fé út úr þeim báð
um. Hún hafði lagt að þeim og
þau höfðu myrt hana. Hue hafði
myrt hana og Evelyn hafði beð
ið einhvers staðar fyrir utan,
kannski í veitingastofunni hand
an götunnar — þangað til tími
var kominn fyrir þau að koma
aftur að mér og likinu. Og með
þessi bréf. Já, bréfin. Hvers
vegna höfðu þau legið þarna á
iegubekknum, svo heppilega fyr
ir mig? hafði ég hugsað þá.
Greinilega vegna þess, að Grace
hafði verið að sýna þau ein-
hverjum. Og hver hefði getað
haft áhuga á þeim nema Hue?
Og hann hafði skilið þau þarna
eftir til þess að leiða grun að
mér. En það hafði bara mistek-
izt. Þau höfðu orðið að losna við
mig einhvern veginn öðruvisi.
Ég vissi of mikið. Nú, þegar
Grace var frá, var ég sú eina,
sem vissi, að Hue hafði verið
hjá Lintonshjónunum á iaugar-
daginn. Hann hafði sagt Evelyn
fiá því þegar þau borðuðu sam-
OSTAKYNNING í dag kiukkan 14-18
Frú Kristín Stefánsdóttir, húsmæðrakennari kynnir ýmsa vinsæla áramótarétti.
Komið og kynnist fjölbreyttu úrvali ljúffengra ostarétta.
Ókeypis leiðbeiningar og úrvalsuppskriftir.
Osfa- og smjörbúðin
an, og þau þá ákveðið, hvernig
ganga skyldi frá mér. Hún
hafði verið á hælunum á mér
síðan.
Ég setti brauðið á disk og
hellti i bollann. Svo þreifaði ég
fyrir mér innst í skúffunni. Þar
var hamar einbvers staðar.
— En sá ilmur, sagði Evelyn
að baki mér.
Ég snarsneri mér við.
—- Hvað er að, ungfrú Böyk-
in?
— Nei, þér hreyfið yður ekki!
Ef þér lyftið hendi, skal ég reka
upp skaðræðisöskur og skvetta
kaffinu framan í yður. Fafið
þér frá og hleypið mér héðan
út. Ég fór að hringsóla kring-
um hana.
- Hvað i ósköpunum . . . Bíð-
ið þér, sagði hún. Svo rak hún
upp þurrahlátur. — í guðs bæn-
um hagið þér yður eins og
manneskja með einhverja vit-
glóru. Góða manneskja, ekki er
ég morðingimn.
— Til hvers komuð þér þá
hingað? Og ef þér eruð hann
ekki, hver veit nema ég sé það.
— Ef ég hefði haft nokkurn
grun, sagði hún, — þá hefði
þetta uppþot yðar eytt honum.
Gefið þér mér nú kaffið og svo
skal ég segja yður tii hvers ég
kom.
Ég horfði lengi á hana. Síð-
an tók ég hamarinn upp úr
skúffunni og hallaðist upp að
kæliskápnum. — Ég heyri, sagði
ég, — en ef þér reynið . . . Ég
veifaði hamrinum.
Hún hristi höfuðið, settist síð
an niður við borðið og saup vel
á kaffiinu.
— Ég kom til að kaupslaga
við yður, sagði hún og smurði
brauðsneið. — Gegn því, að þér
þegið við lögregluna um það, að
Hue hafi verið þarna á liaugar-
dagskvöldið — æ, sleppið þér
þessum hamri, í herrans nafni!
þá skulum við ekki segja
lögreiglunni um ykkur hr.
Thews. Hún beit i brauðið. -—
Við skuium meira að segja af-
henda yður bréfið, sem hann
skrifaði yður.
— Bréfið, sagði ég. — Nei,
ungfrú Breamer. Þetta er nú
einum of mikið. Þér hafið ekk-
ert bréf.
Hún tók veskið, sem hafði leg
ið í kjöltu hennar og opnaði
það. Tók upp bréf og lagði það
á borðið, en hélt fingrinum fast
á einu horninu á því.
— Ég skal ekki hrifsa þáð,
sagði ég og laut fram til þess
að sjá það.
„Ungfrú Louise Boykin“, las
ég. Þetta var raunverulega fjár
kúgunarbréfið hans Melchiors.
Og sem lokasönnun þess, vár
Snorrabrawl 54.