Morgunblaðið - 04.01.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.01.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1972 SJÓMANNASÍÐA í UMSJÁ ÁSGEIRS JAKOBSSONAR ■ « Oldukort Myndin sýnir aðstoðarforstjóra Weather Routing, Inc. ræða um upplýsing-akortið við skipstjóra á Istlimian línunni, en Iiann ætl- ar að sigla í þessari ferð frá Newark tii Austurlanda. WRI-fyr- irtækið hefur jafnan radiósamband við skipin, sem það ieið- beinir og vilji svo til að horfur breytist lætur það skipstjórann vita i tæka tíð. Sífellt fleiri og fleiri langsigl- inga skipstjórar notfæra sér nú orðið þjónustu veðurfræðistof unnar, sem hefur það verk með hondum að kortleggja siglingar- leið skipa með tilliti til veðurs, en þó fyrst og fremst ölduhæð- ar á úthöfunum og gildir spá- Ikortið tvær vikur fram i tímann. Þetta fyrirtæki nokkurra veð- urfræðinga og haffræðinga hef- ur aðsetur sitt í New York og Iheitir Weather Routing, Inc. Það kostaði allmikla baráttu að fá skipstjóra til að notfæra sér þjönustu fyrirtækisins en nú íærist það ört í vöxt. Skipstjóri sem leggur upp frá Hong Konig og ætlar að sigla t.d. um Panama skurðinn fær uppgefna frá New York, hagstæðustu siglingaieið- iina yfir Kyrrahafið á þeim tíma, sem hann verður á ferðinni. Ef hann fylgir leiðbeiningum, sem hann fékk frá New York, tek- ur ferðin hann 19 daga, en tæki hann mjög liklega 21 dag, ef hann sigldi án þessarar leiðbein ingar. Spá um sjólag og aðstæður á hafinu reyndist, eins og öllum er kunnugt, afdrifarik, þegar inn- rásin var gerð í Normandli 7. j'úni 1944, og síðan hefur þessi fræðigrein færzt í aukana, með tilkomu gervihnatta og hálofta- flugs og loftbelgja. Það eru 15 ár síðan að William Kaciak, sem starfaði sem veðurfræðingur í striðinu, og er einnig haffræð- ingur fékk þá hugmynd, að hægt myndi að segja fyrir um sjólag líkt og vinda og hagnýta veður- og hafþekkingu til góða skipum í langsiglingum, Honum ætlaði þó, eins og áð- ur segir, að veitast erfitt að fá gamla og reynda skipstjóra til að sigla eftir hans fyrirsögn. Þeir tóku ekki í mál að láta ein- hvern blábjéna í landi segja sér fyrir, hvernig bezt væri að sigla yfir höf, sem þeir höfðu siglt til margra ára. Loks leitaði Kaciak til skipa- eigendanna því að hann taldi þess von, að þeir skildu það doll arasjónarmið, sem þama var um að ræða. Það reyndist líka rétt ályktað hjá honum. Stórt Skipafélag, sem stundaði siglirng- ar yfir Atlantshaf, tók að sér að reyna kenningu hans og til þess valdist einn af yngstu skipstjór- um þeirra. Tvö skip fiélagsins lögðu upp í einu úr enska kan- alnum og var ferðinni heitið til New York. Annað skipið, það, sem var undir stjóm unga skip- stjórans, átti að sigla þá leið, sem Kaciak hafði ákveðið, en hitt þá leið, sem skipstjóri þess var vanur að sigla yifir hafið. Þetta var að vetrarlagi og veð- ur strið. Það skip, sem Kaciak hafði valið leiðina fyrir varð fjórum dögum á und- an hinu til hafnar í New York. Útgerðarfélagið sagði, að hver dagur á siglingu kostaði á því skipi 5 þús. dollara og tíma- sparnaðurinn á þessari einu ferð hafði þar af leiðandi 20 þús- und dollara minni kostnað í för með sér en ella hefði verið. Á dögum stóru seglskipanna reyndu menn að haga sigling- unni þannig, að þeir hefðu sem mest not af straumum og vind- um. Nú er vélaafl skipanna orð- ið svo mikið og skipin svo þung á skriðinu, að það er ölduhæð- in og stefna öldunnar, sem hef- ur mest áhrif á hvemig ferðin gengur. Þegar öldur t.d. eru orðnar 6 metra háar, geta þessi stóru og þungu Skip, eins og nú- tíma flutningaskip eru, ekki tek ið þá áhættu, að keyra fulla ferð gegn slikum sjógangi. Það væri að leggja bæði skip og farm í hættu. Viðbrögð farmanna fram til þessa hafa verið þau að minnka ferðina. Það er dýrt að verða að gera slíkt. Rannsóknir hafa sýnt að öldu- hæð á úthöfum myndast af þrem ur meginkröftum: 1) vindhVaða, 2) lengd þess svæðis, sem vind- urinn blæs yfir og 3) lengd þess tima, sem vindurinn hefur blás- ið. Með þeim veðurupplýsingum, sem nú er hægt að afla sér hvað anæva úr veröldinni og háloft- unum um vinda og vindáttir tók Kaciak og félagar hans að reikna út væntanlega ölduhæð og stefnu á tilteknum hafsvæð- um. Eftir langar athuganir og samanburð tókst þessum mönn- um að reikna út ölduhæð á haf- svæðum, tvær vikur fram í tim- ann. Þeir bjuggu síðan til sér- stök spákort fyrir þau hafsvæði sem mest voru sigld og ákváðu síðan fyrir skipstjórana, hvaða stefnu bezt væri að halda i hverju gefnu tilviki. Það getur jafnan verið mats- atriði, hvort það eigi að sigla lengri vegalengd í hægara veðri á fullri ferð, eða styttri vega- lengdina 1 mótöldu og máski á slóferð um hríð. Þess vegna eru engar tvær ferðir yfir úthöfiin eins hvað siglinguna snertir. Fyrirtækið Weather Routing hóí útgáfu korta, sem seldust vel og starfsemin jókst og nú leiðbein- ir fyrirtækið að jafnaði uim 100 skipum á mánuði yfir höfin. í greininni, sem þessi frásögn er þýdd úr, segir að nú séu tvö fyrirtæki af þessari gerð starf- andi í Bandaríkjunuim, því að farið sé nú að starfrækja ann- að sHkt fyrirtæki á vest- urströnd Bandarikjanna og eitt silikt sé komið á fót í Evrópu. Það er víst ekki heiglum hent, að koma á fót slíku fyrirtæki, eftir því sem Kaciak segir, því að hann segir að hægt sé að telja þá menn á fingrum sér í öllum Bandaríkjunum, sem gætu annast þessa starfsemi. Að baki hennar liggur geysilega mikil skýrslusöfnun um siglingar og það er ekki hægt að nota tölvu við úrviinnsluna, til þess eru frá vikin of mörg. Til dæmis er alls ekki sama, hver skipstjórinn er, sem ætlar að leggja upp í ferð- ina, einn siglir djarfar en ann- ar, og það er ekki heldur sama, hver farmurinn er, það getur verið hægt að sigla forar og þá aðra leið með þennan farminn en ékki hinn, og þannig enda- laust. Þessir spámenn, þurfa því ekki aðeins að vera bæði veður- og haffræðingar heldur einnig gerkunnugir skipagerðum og farmi og helzt, eins og áður seg- ir skipstjórunum. Stytt grein í endursögn úr The Christian Science Monitor, eftir Roger Ward. Raunveruleg mynd af skipi, torfu og nót, sem verið er að kasta. . Sónarmyndsjá Lokasvariö en Fiskveiðitakmarkanir SIMR AD-umboðið hérlendis — (Friðrik A. Jónsson) boðaði um daginn blaðamenn á sinn fund og sagði frá nýju fiskileitartæki, sem má segja að hafi verið full prófað — en þó ekki væntanlegt á markað fyrr en eftir eitt, tvö ár. Það tekur skiljanlega langan táma að koma í gang framleiðslu fyrir almennan markað á svo flóknu og dýru tæki, sem hér um ræðir. Tækið er nefnt á norskunni: Sónar data-bildskjerm — og fel- ast eiginleikar þess í nafngiftinni — þetta er myndsjá sem byggist á upplýsingum frá sónamum og 'aiglingatækjum fyrir milliverkan tölvu. Aðalhlutar tækisins eru: — Sónarinn — Siglingatækj asam- stæða — Tölva — Myndskermir. Við fiskileit vinnur tækið þann ig, að sónarinn matar tölvuna á upplýsLngum um torfuna, sigl- iingatækjasamstæðan gefur tölv- unni upplýsingar um hraða og •tefnu skipsins og tölvan vinnur ár þeasum upplýsingum og send ir þær til myndsjárinnar. Sónar krn er fjölgeiaiaaónar (mutibeam) og sendir út 10 geisla sarptímis og hver þeirra er 6x6 gráður, hvort heldur menn óska lárétt eða lóð rétt, því að hægt er að snúa leit arspeglinum. Sónarinn dregur 500 metra. Siglingatækjasamgtæðan saman stendur af gýrókompás og berg- málss'kriðmæli, sem sendir í f jór- ar áttir, eða framundan, aftur- undan og á bakborða og stjóm- borða og bergmálið endurkastaat frá botni eða einhverju í sjónum svo sem átubletti. Með þessum skriðmæli sjást því hreyfingar skipsins jafnt til hliðanna sem áfram eða aftur á bak. Eins og áður segir vinnur tölv an úr upplýsingunum frá sónarn um um torfuna, stefnu hennar og fjarlægð til hennar, en frá siglingartækjunum fær hún upp- lýsingar um hreyfingar skipsins og stefnu. Þessar upplýsingar sendir hún eftir rás til skermis ins og þar koma þær fram sem mynd. í grein i Ægi, tímariti Fiskifé- lagsins má finna ýtarlegri lýsingu og fleiri myndir af þessu tækL Þanniig hljóðar fyrirsögin í Commercial Fishing, 7. heftinu í ár. Aðstoðarritstjórinn, David B. Thomson, ritar greinina og gerir þar uppgötvun, sem senni- lega kemur engum meir á óvart en okkur sjálfum, þegar hann segir, að við séuim eina fiskveiði- þjóðin í nánd við Breta, sem eitt hvert vit hafi i kollinum. Grein Thomsons er svohljóðandi í laus legri endursögn: Bretland hefur ákveðið að halda sama strikinu í samninga- gerð við E.B.E. til að fá þar inn göngu. Þessi stefna var ákveð- in af þinginu í samræmi við und anfarandi viðræður fulltrúa E.B.E. og brezku stjórnarinnar. Það hafði þá ekki enn náðst samkomulag um fiskveiðitak- mörkin, srvo að brezka stjórnin hefur augsýnilega verið viss um, að lausn á þeirri þrætu væri ekki langt undan. Síðustu frétt- ir herma, að Evrópubandalags- þjóðirnar hafá stungið upp á 6 sjómilna takmörkum með 12 sjó- milna frávikum á tilteknum svæðum, svo sem við Orkneyjar og Hjaltlandseyjar. Þessi frávik séu tímabundin um svo og svo margra ára bil, en svo hverfi þessi mörk og 6 sjóm. Mka. Stjórnmálaménnirnir eru sem Framhald á bU. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.