Morgunblaðið - 04.01.1972, Síða 15
ímvj'í 'O v r ■1.*-*' 1 >. Váí'’' .* <- -v <••« «- i v f . ■ » t- r •• v w< nn •*'■aY'*''
MORGUNKLAÐIÐ, ÞRlÐJtTDAGUR 4. JANUAR 1972
15
BOKMENNTIR - LISTIR
BÓKMENNTIR - LISTIR
Þorkell Sigurbjörnsson skrifar um:
TÓNLIST
Jólagjafir og áramóta
hugleiðingar
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT fslands
gaí áheyrendum símwn sérstaka
„jólagjöf", tvenna tónleika 29. og
30, desember, þar sem þeir smill-
inigar Askhenasy og Barenboim
skiptust á að stjóma og leika
einleik í konsertum.
Buryainthe-forleikur Webens
var á báðum efnisskrám og
•hlaut hnitmiðaða meðferð — ekki
sizt í síðara skiptið. Aslkhenasy
lék f-moll konsert Chopins. Fyrsti
þátturinn var ekki þunglaar.alegt
héltíúr þokkafullt maestoso, og
yfit kóhsertinúm í heild var andi
þeinra Mozarts og Hummels nær
en' TÓmantisk tilfinningasemi af
því tagi, sem oft er reynt að
græða við æskuverk Chopins.
,Ekki vantaði samt, að tilfinn-
imgahitiwn næði háu hitastigi á
tónleikunum. Það var þegar
Barenboim kynnti undir 0. siin-
fóniu Ts.iækovskís með þyfkkustu
hráolíu þá sjáifsvorkunnsemi,
ae*n flæðir um síður þessa veaíks.
Nýlunda var sú „bragarbót"
orkestrasjónarinnar að láta hassa-
klarínettið rúna af klarínett-
hendinguna í Adagio mosso (ná-
iægt íniðju) fyrsta þáttarins.
Ái síðari tónleikunum fór
Barenboim öruggum höndum um
1.1 og 3. píanókonisert Beethovenis
með hrífandi litbrigðaauðgi — en
Askhenasy stóð við stjórnvöiinn
og mun það frumraun hans í
þeirri stöðu. Enn virðist langt í
það að sú magnaða útgeislun,
sem einkennir leik hans berist
sambærilega frá stjómamdanium
Askhenasy -— og ’óvist. hvórt slag-
tækni eða öðru var um að kenna,
þegar lúshægur þrír áttundu
takturinn vafðist fyrir flautu og
fagotti í Largo 3. konsertsins.
Áheyrendur þökkuðu fyrir
þessar ágætu jólagjafir með
löngu, þrumandi lófataki.
Það þykja engir mannasiðir að
gagnrýna jólagjafir — éf ekki
líkar eitthvað. þá er bara að fá
þeim skipt, þegjandi og heimú-
lega. Heilum konsertum ér samt
ekki hægt að skipta, og - verður
því að láta nægja að óska sér,
að fá aið heyra þessa óvenjulegu
hæfileikamenn með forvitnilegra
verkefnaval næst.
Óskin er byggð á því, að afrek
þeirra félaga í meðhöndlun þesis-
ara og skyldra verkefna eru nú
gamal'kunn orðin bæði úr tón-
leikasölum og af hljómplötum —
og haraa ber á engan hált að
skilja, sem eitthvert lágkúrulegt
vanmat á yfirburðum þeiria eða
þá annarra afbragðs manna, sem
hingað leggja ieiðir sínar á stund
um.
Það, sem hrífur undirritaðan
Barenboim.
mest til umtals í tónlistariðkun,
er leitunin að „hinu ókunma". í
þeinri leit er útkomian oftast ó-
viss, tvísýn — svo sem þegar um
frumflutning nýrra verka er að
ræða, eða önnur fyrstu kynni af
tónverkum, gömlum og nýjum,
og flytjendum. Endurtekningar
og „repródúksjónir“ eru þess
vegraa utan þess áhugasviðs —
og þar með öll viðskiptalega hlið-
in á músík.
Skemmtanaiðnaður og listið'k-
un eru tveir ólikir heimar, þó að
þeir snertist og hafi gagnkvæm-
ar verkanir. Annams vegar er
framleitt upp í eftirspum og til
þess að raka saman fé, hins veg-
ar er unnið án tillits til þess,
hvort það borgar sig í ver juleg-
um skilninigi viðskiptanna. Lista-
menn eru samt, svo sem kunnugt
er, engar goðverur, sem „lifa á
loftinu“ og leit þeiirra að þekk-
ingu á sjálfum sér og; umhverfi
sínu finnur oft samleið rheð
markaðsleitinni á iðnaðansviðiniu,
svo að þeir uppskera flestir
smám saman einhver vinjnulaun.
Það skal fúslega viðurkennt, að
ekki eru allir jafn gráðugir í
nýjungar. Geldingurinn Farinelli
var t. d. í áraraðir í þjónustu
Filipusar 5. af Spánd og fólsf sú
þjónusta í því að syngja á hverju
kvöldi nákvæmlega sömu fjórar
aríurn.ar fyrir kóng. Þá var held-
ur ekki ætlazt til þess, að biaða-
um®agnir birtust um hverja end-
urtekningu!
Undinritaður hefur oft slkrifað
stuttar athugasemdir um tónleika
í blöð sl. áraíug og skoðað það
sem venjulega blaðamennsiku, frá
sagnir af atburðum. Þetta hafa
ékki verið neinir einhlítir dómar,
því að það, sem einn musicus seg
ir um aiman getur sjaldan verið
annað en huglægt, á. m. k ekki
á almannafæri og á máli eine og
okkar, sem skortir svo mjög
tæknileg orð og hugtök. Það hef-
ur vafizt fyrir mér sem og öðr-
um- í svípaðri áðstöðu, til hvers
þessi óka-if séu, utan þess að vera
slíkiar firásagnir af atburðum.
Umisagnir um tónieika eru i eðli
sínu annað en umsagnir um-
bækur, myndlistarsýningar eða
leiksýningar, ölium viðskiptum er
þegar lokið, þegar tónlistargagn-
rýnin birtist.
Blaðaumsagnir um tónleika
hófust með upplýsingasteín-
unni á 18. öld, öld til að fræða
borgarana um það, sem höfðingj-
annir höfðust að. Mpnn læra samt
ekki að aka bíl af því að lesa
fréttir úr umferðinni. Þests vegna
hafa blaðaumsagnir lítið fræðslu-
gildi, og sízt alls í landi, þar ísem
almenn tónlistarmenntun er á svo
lágu stigi og hér. Hér tii kemur
einnig að f)fagmálið“ er óbrosk
Askhenasy.
að, svo óþroákað, að málvcndun-
anmenin tjá sig með ouðuar og
hugtökum, sem eru jafn óskiljan
leg tónlistarmönnum og öðrum,
sem ekki iðka menntina. F.ftir-
minmlegt dæmi. þessa er. þegar
ýmsum tónlistarmönnum la rðist,
að þeir höfðu í áraraðir æft sig
og leiikið á eitthvað, serai bét
„gripgatahlióðfæri“.
Það eru.líka litlair líkur til að ,
menin, . sem starfa að kenmslu,
finni sig knúða til einhverrair ál-
menningsfræðslu gagnvart ósýni;.
legum lesendum, á sama ihna og
þeir geta unnið faglega með
ákveðnum nemendum.
Ekki er heldur líklegt að tún*
leikaumsagnir komi tónlistar-
mönnunum sjálfum mikið við.
Þeir hafa sina steriku sanníær-
ingu. sem fáar blaðaumsagndr.
hafa áhrif á. Þar að auki eru'
Framhald á bls. 19.’
ISLENZK LEIKRIT I SJONVARPI
Skálholti
Sunna Borg og Guðmundur Magnússon í hlutverkum sínum
Höfnndur:
Guðmundur Kamban
Þýðandi:
Vilhjálmur Þ. Gíslason
Sjónvarpshandrit
og leikstjórn:
Baldvin Halldórsson
, Myndataka:
Örn Sveinsson
Xeikmynd:
Snorri Sveinn Friðriksson
Upptökustjórn:
Tage Ammendrup
LEIKRITIÐ er ágætt dæmi um
það hverniig leikrit voru skrifuð
fram undir miðju þessarar ald-
ar. Það fjallar um baráttu
fwggía einstaklingia, tveggja ó-
væginna einstaklinga, sem báðir
eru ákveðnir íaðberjast til þraut
ar. Brynjólfi biskupi er lýst í
leikritinu sem ákaflega ströng-
um og siðavöndum manni. Og
samkvæmt þeirri mynd, sem höf
undur gefur af honum í verkinu,
er forsendunnar fyrir siða-
vendni og strangleika hans fyrst
Og fremst að leita í skapgerð hans
eh ekki í trú hans. Það væri rang
harmt ef sagt væri, að hann
káemi fyrir sem sérstakur trú-
máður, frekar er hann maður,
síeán nótar trúna til að þjóna
skapi sínu, skapofsa, ef því er að
skipta, og ekki verður það sagt
að trúin hafi mildað hann né vitk
að. Ýmisleg mannleg reynsla er
honum framandi eins og matróna
Helga Maignúsdóttir bregður hon
um um: „ . . . því yður er ekki
sá bjálki í holdið skorinn, herra,
sem mér og öðrum stórsyndug-
um manneskjum“. Þessir eigin-
leikar hans virðast einnig vera
það ágæti, sem hann hefur um-
fram aðra menn, því að leikritið
gefur ekkert sérstakt til kynna
annað og þar með vitum við, að
hann hefur látið sér nægja konu
sina til svölunair djöfulsins hold
legu fýsnum, meiri nægjusemi
en prestar iðkuðu almennt á
þeirri tíð, að því er bezt verður
séð. Hann var jafnvel ónæmur
fyrir snilld Hallgríms Pétursson
ar, vinar (jóm)frúarinnar.
Það má hafa skoðun á því,
hvort þessi frekar einfalda mynd
af Brynjólfi Sveinssyni sé góð
eða ekki, en um það spyrjum við
ekki nú, heldur hvort túlkun Vals
Gíslason hafi skilað persónunni.
Þeirri spurningu svara ég ját-
andi.
Ragnheiður Brynjólfsdóttir er
ekki að sama skapi einföld í snið
um. Að fyrirsögn höfundar er
hún mjög látlaus og látleysið
mótar framkomu hennar alla. En
í fyrstu kynnum okkar aí henni
kemur í ljós mikið stolt, mikill
válji og ákveðni. Síðar sjáum við
einnig að hún á líka auðvelt með
að ljúga, þó nokkuð sé erfitt að
gera sér grein fyriir nauðsyn lyg-
innar og hvað þá heldur að sam-
ræma hana geði þessarar stoltu
konu.
Sunna Borg komst mjög ná-
lægt því að skila þessari mynd,
að svo miklu leyti sem það mun
vera hægt. Rödd hennar er sterk
og hljómiaði stundum hol og tóm,
en ef til yill á upptakan nokkra
sök á því.
Hinn heittelskaði, maðurkm,
sem á syo auðvelt með að fá kon
ur til fylgilags við sig, elskhug-
inn mikli, sem leggur líf sitt í
hættu tvisvar sömu nóttina —
með því að sundríða Hvítá í belj
andi vexti — til að ná fundum
ástvinu sinnar, er í þetta sirnn
leikinn af Guðmundi Magnús-
syni. Daði Haldórsson i túlkun
hans er þéttur fyrir, í svip
hans má sjá fýlupokalega sjálf
vorkunnsemi og röddira titrar af
tilfinningu, sem vart megnar að
halda aftuir af grátstafnum. Bru
þeir svqna, þessir sem stúlkurn-
ar elska? Eða er þetta einhver
sérstakur stíll? Leikarinn ungi er
efnilegur, ef hanm yrði sér úti
um meiri og betri skólun gæti
hann orðið ágætur.
Matróna.n í Bræðratungu er
fullorðin kona, iífsi'eynd og vilja
sterk. Kona, sem hægt er að
bera traust til af þvi að hún veit
og skilur, Briet Héðinsdóttir
sýndi þessa konu ágætlega, það
var bjart í kringum hana á
skerminum, þar var komin per-
söna, lifandi persóna, sem þjón-
aði ekki aðeins tiifinningum sín-
um.
Vélabrögðim sem eiðnum valda
spretta af ástarhvötum í brjósti
skólaþjónustunna.r Ingibjargar.
Jónína H. Jónsdóttir komst ekki
alveg eins nálægt því flagði og
skyldi, en lagsmanni henmar,
dómkirkjuprestinum, sem Erl-
ingur Gíslason lék, leið greini-
lega ekki vel eftir að hafa fallið
fyrir djöfulsins holdlegu freist-
ingum.
Sjónvarpshandrit leikstjórans
er töluvert stytt gerð af leikrit-
inu. Hann hefur valið þann kost-
inn, að strika alveg út alþýðuna
á staðnum auk nokkurra ann-
arra persóna og atriða, sem menn
kannski sakna. Hims vegar er í
þessu hamdriti mikið og langt
atriði, sem ekki e<r í leikritinu í
útgáfu AB, ég á hér við samtal
þeirra Daða og Helgu Magnús-
dóttur um óléttu vinnukonuna í
Hruna, og væri gaman að fá
skýrimgu á þvi. , »!•
Það er hægt að hugsa sér ajð
svipmyndir úr heimi alþýðunra*
ar á staðnum hefðu skapað
ákveðið mótvægi við heimi
hinna, en uggl.aust hefði það gert
þetta milljónafyrirtæki að emra
meira milljónafyrirtæki og ekki
víst hvár það hefði endað. •
Leikmyndin var vel gerð og
sennilega sannverðug, utan hvað
gluggar dómkirkjunnar í Skál-
holti virtust æði stórir við eið-
inn og skýjafar mikið í baksýn
prestanna.
Upptakan var ekki alltaf jöfn,
það kom fyrir að það heyrðist
miklu betur I einum viðmælanda
en öðrum.
Eldra fólk um allt land hefur
áreiðanlega glaðzt mjög yfir því
að fá enn einu sinni að hrærast
yfir örlögum Ragnheiðar Brynj-
ólfsdóttur.
Þorvarður Helgasen.