Morgunblaðið - 04.01.1972, Page 19

Morgunblaðið - 04.01.1972, Page 19
MORGUNBLAÖtÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1972 19 — Ræða forseta íslands Framhald aí bls. 17 horft á það með kvíða, að margt hefur þar snúizt á ógæfuhlið á síðari tímum. Það er ekki lengur neitt kyrrt í veiðistöð, heldur má nú glöggt sjá, að þetta líf- belti er að missa sitt rétta eðli, því að ekkert fær að vera í þeim friði sem nauð- synlegur er, ef það á að geta borið ávöxt til frambúðar. Einnig þetta er stutt vísinda- legum rökum, sem enginn getur skellt skolleyrum við. Mikið er þegar glatað og annað er í yfirvofandi hættu. Þess vegna hafa Is- lendingar þegar fyrir löngu lýst yfir þeirri nauðsyn sinni að helga sér breiðara svæði á landgrunninu en þeir hafa áður helgað sér og standa nú andspænis ákvörð un um að láta þetta koma til framkvæmda í náinni framtíð. Verndun gróins lands verður þolinmæðis- verk, sem vér eigum um við oss sjálfa. Verndun fiskimiðanna á landgrunn- inu getur líka orðið mik- ið þolinmæðisverk, og þar eigumst vér ekki einir við. Sú verndun verður ekki gerð nema með því að takmarka athafnafrelsi annarra þjóða manna, sem lengi hafa sótt á þær slóð- ir. Oss er nauðugur einn kostur, þar sem lífshags- munir þjóðarinnar liggja við, vér þurfum meira svig- rúm. En það er einnig og ekki síður ætlun vor að friða og vernda, á sama hátt og vér viljum vernda gróið land, að finna ráð til að nýta fiskimiðin á landgrunninu á svo skynsamlegan hátt að þau haldi áfram að vera gjöful eins og þau fyrrum voru. Vernd og nýting verða að fara saman og geta farið saman, ef rétt er að staðið, og hagurinn verður ekki að- eins vor, heldur einnig ann- arra, sem fiskveiðar stunda í norðurhöfum. Á þetta atriði munu talsmenn ís- lands leggja hina mestu áherzlu í þeim skoðana- skiptum við aðrar þjóðir, sem nú eru fram undan um þetta mál. Ef ekkert yrði nú aðgert, væri þess ekki langt að bíða, að allir yrðu jafn- slyppir. Þetta, ásamt spurn- ingunni um tilverurétt ís- lenzku þjóðarinnar, verða sterkustu og sigursælustu rökin í þeirri sókn sem nú er hafin fyrir lífbeltinu með ströndum fram. Það er vissu lega ein heitasta nýjársósk- in, að gifta fylgi störfum þeirra manna, sem nú fá það hlutskipti að halda á þess- um málum vorum, að gera góðum nágrönnum vorum skiljanlegt, hvað í húfi er. Enginn grundvallarágrein- ingur er um þetta mál hér innanlands, allir stjórnmála flokkar eru þar sama sinnis. Sterkari en þetta getum vér ekki orðið, og nú er að sjá hve lengi aðrir verða að átta sig á að koma til liðs við oss. Verndun nátt- úrunnar er svo brennandi áhugamál hugsandi manna, að vér getum fastlega gert ráð fyrir að almenningsálit víða um heim snúist á vora sveif. Skyldum vér ekki geta vænzt þess áður en langt um líður, að rétt þyki og eðlilegt, að íslendingar veiði einir fisk á landgrunni sínu, enda standi þeir svo að þessari atvinnugrein sinni, að þeir reyni af fremsta megni að varðveita þetta lífbelti óskemmt. Hverjum öðrum ætti að vera betur til þess treyst- andi en þeim sem mest eiga undir því? Og hagsmunir íslenzku þjóðarinnar fara hér saman við nútíma nátt- úruverndarhugsjón. „MIKILS VÆRI MISST .. “ Góðir áheyrendur. Þegar horft er fram til komandi árs á þessum nýjársdegi, er ekki annað hægt en að festa augun á þessum lífshags- munamálum þjóðarinnar. Hitt er svo rétt sem og er um talað nú á dögum, að fleira verður til að koma en nýting lands og sjávar, til að skjóta traustum fót- um undir atvinnu- og efna- hagslíf íslendinga. En land og sjór er þó enn og mun ætíð verða grundvöllurinn. Vér verðum að gera allt sem í voru valdi stendur til að gera landið betra og byggi- legra, því að framtíð vor er hér. „Mikils væri misst, ef ísland hefði ekki risið úr sæ og norrænir menn ekki fundið það.“ Svo sagði hinn enski rithöfundur, og átti við það að fornmenning ís- lendinga væri heiminum mikils virði. Slík viðurkenn ing, sem reyndar hefur oft verið endurtekin, hefur oss ætíð þótt sæt á bragðið. Og sízt má lítið úr henni gera. Hún er meðal annars ein af undirrótum þess, að gömul sambandsþjóð vor Danir eru nú afhenda oss hinar fornu skinnbækur og stað- festu það fagurlega á síðast- liðnu ári með því að færa oss Flateyjarbók óg Sæm- undareddu með hátíðlegri viðhöfn. Og hún er reyndar líka ein af undirrótum þess sem er enn meira, nefnilega þess að vér erum sjálfstæð þjóð og njótum álits þeirra sem til þekkja. En svo góð- ar sem skinnbækur fornar eru og reyndar allar þjóð- legar minjar, þá er þeim helzt að líkja við súrdeigið sem sýrir allt brauðið, og það er ekki lítið sagt. En brauðið sjálft, það er land- ið og landkostirnir og ham- ingjuvænlegt og réttlátt þjóðfélag, sem vér öll von- um að hér megi þrífast í frjálsu landi. Spurt mun verða að því í vaxandi mæli, hvernig sú viðleitni tekst til, og eftir svarinu við þeirri spurningu mun verða um það dæmt, hve mikils væri misst, ef Islandi hefði ekki skotið úr hafi og norrænir menn ekki fundið það, engu síður en því, hvernig vér ávöxtum hinn forna menn- ingararf, sem þó hefur gert oss að þjóð. Um þessi áramót er sums staðar heldur ískyggilegt um að litast í heiminum. Þær þjóðir eru til, sem eiga um sárt að binda, og marg- ir horfa með kvíða til fram- tíðarinnar. Mætti þetta ár bera meinabót í skauti sínu. Vér íslendingar höfum búið við árgæzku og hagsæld, svo að með fádæmum er. Hamingjan hefur verið oss hliðholl. Vér skulum reyna að meta það að verðleikum. Gleðilegt nýjár. — Ræða Vilhjálms 1». Gíslasonar Framhald af bls. 16 Ég gæti t.d. trúað því, að stúd- entar væru nú betur að sér en fyrr um tónlist og jafnvel mynd list, én síður um bókmenntir og áhöld um stjórnmál. í einu held ég að stúdentalífi hafi farið aftur — í gleði stúd- entanna og félagsanda. Þeir eru óþarflega' haldnir beiskju og gagnrýni niðurrifsins og oft óljósri kröfugeirð. Mér dettur ekki i hug, að ungt fólk megi ekki vera bersögult og fylgið sér og veit ekki hvenær á æf- inni menn mega þenja sig og brúka stór orð ef ekki á þessum árum. En flestir sjá það fljótt, að slikt er út af fyrir sig ófrjótt og óþarft og árangurslítið og menn verða ekki metnir af óp um sínum heldur af verkum sín um. Menntun er eftir orðsins hljóðan það, sem gerir manninn að manni, hún er mannþekking og manngildi. Öll sönn mennt un er fögnuður. Hallgrímur Pét ursson sagði þau merkilegu orð, að lærður er í lyndi glaður, þótt Ritningarinnar orð væru þau, að sá er eykur þekking sína eykur og kvöl sína. íslenzk kristni hefur oft verið hálfheið- in eða húmanistisk. íslenzk mennt hefur lika frá aldaöðli verið tvenns konar — alþýðleg mennt og skólamenntun og þó oft minni munur en af er látið — ekki sízt í skáldskap og sögu — þangað til nútimasérfræði komu til greina, sem margt gott hefur af leitt fyrir einstakling ana, en ýmis vandi fylgir einnig fyrir þjóðfélagið. Hafið þið nokkurn tíma hugs- að um það, í hverju Snorri Sturluson var sérfræðingur? í Noregssögu, í goðafræði, í mál fræði og bragfræði, í skáldskap, í verðlagsákvæðum á vðru, í stjórnmálum, í lagasetningu — en við allt þetta fékkst hann og var humanisti á íslenzka og evrópska vísu samtíðar sinnar. Eins mætti spyrja um raun vísindamanninn Björn Gunn- laugsson. Hann var stærðfræð ingur og stjörnufræðingur, land mælingamaður og kortagerðar- maður og metafýsiskt skáld og dönskukennari. Þessi gamla fjölfræði hafði mikið til síns máls, þó að aug ljósar væru hættur hennar dreifingu starfs og gáfna. Þetta voru ekki islenzk útkjálkaein kenni, heldur heimsmenning, Hvernig var það með það gamla góða Geheimrat von Goethe og hans sérfræði? Hann var skáld, náttúrufræðingur og lögfræðing ur, hann var í vegamála- og námumálanefndunum, hann var hirðstjóri og ráðherra og for- maður þjóðleikhúsráðsins í Weimar. Ég er ekki að tala á móti sér- fræðingum eða raunvísindum —• öðru nær, ég er að benda á möguleika fyrir skynsamlega víðum grundvelli íslenzkrar stúdentsmenntunar og ég er að tala fyrir djarfri útsýn ís- lenzkra stúdenta. Ég er að mæla með þjóðlegum fræðum þeirra og skyldu þeirra til þess að sýna landi sínu ræktarsemi I starfi, í námi og að því loknu. Við alla unga stúdenta vil ég segja það forna orð: Þið skuluð vera dreymendur draumanna og vinnendur verkanna. Það er Stúdentafélgi Reykja- víkur til sóma í hundrað ár, að það hefur oft haft víða útsýn og fengizt við fjöld fræða — i umræðum og erindum um sér- fræðileg visindi, trúmál og stjórnmál og skáldskap og það hefur einnig stundað viðtæka alþýðufræðslu. Þegar ég renni huganum yfir liðin ár minnist ég margs úr stúdentalífi og margt hefur flog ið í hugann, sem ekki kemst hér að. Ég nefndi akademiskt frelsi til að fara með f jármuni sína og tíma, tii lestrar utanhjá. Vinur minn, sem fékk útborgaðan Garðsstyrk, fór með hann og keypti rit Knut Hamsun, 10 bindi í skinni, út i hönd, en borðaði upp á krít þann mánuð. Ég nefndi frelsið til að ávarpa fallegar stúlkur. Nem- andi minn kom til mín á ára- mótadansleik og sagði: Skóla- stjóri, má ég kynna fyrir yður unnustu mina? Það var falleg stúlka. Seinna um nóttina kom hann aftur: Skólastjóri, getið þér fyrirgefið mér? Þegar ég kom til yðar í kvöld præsent- eraði ég fyrir yður vitlausa stelpu —: þetta er kærastan mín. Menn tala um æskulýðsvanda mál eins og þau hafi aldrei ver- ið til áður. Þau geta verið hörmuleg hvenær sem þau komia fyrir. Þegar ég var í barnaskóla, fréttum við um kennarafund, þar sem rætt var um vandræðadrengi. Ég veit ekkert hvað ég á að gera við þessa stráka, sagði skólastjór- inn. Ég veit það, sagði kennslu- kona, sem. hafði lesið uppeldis- fræði í útlöndum — það á að drepa þá. — Það er merkilegt að mér skyldi ekki detta þetta í hug sjálfum, sagði Morten Hansen. Strákarnir lifðu lengi og urðu merkir stjörnmála- menn. höfn og ekki viðskila við orðs- ins unað. Stúdent, sem hefur setið bæði 50 ára og 100 ára afmæli Stúd- entafélagsins, óskar því allra heiMa og þakkar samveruárin. Honura verður kannski ekki heldur láð það, þótt hann gangi í veg fyrir æfi sína og segi: Fyrirgefðu mér líf — ég elska þig. Þrjár kynslóðir stúdenta eru. saman komnar hér í kvöld og avo er einnig um mína fjölskyldu, að við erum hér þrír stúdentar með stúdentsprófum með 54 ára millibili, sonur minn og sonar- sonur, auk mín. Kannske ætti það að vera ert ítt að tala í senn til þriggja kynslóða úr ólíku aldarfari og viðbúið að sitthvað beri á miUi og ólík sé útsýnin. Eitt ættum við þó öll að eiga sameiginlegt, trúna á lífið, vonina á framtíð- ina, ástina á landinu. Lifi Island, íslenzkt frelsi og fullveldi og íslenzkar menntir — lifi Stúdentafélag Reykjavík Það er oft eðli endurminn inga að í þær hleypur ofvöxt- ur. Þegar gamall stúdent litur yfir æfi sína, man hann marg- ar hugsanir og áætlanir og líka stundum vanmátt sinn og ósig- ur og ónógan eld hugans. Eng- inn hefur orðað þetta snjallara en Sveinbjörn Egilsson, þegar hann kvað: Margur er mannshugur, en megin fátt. Sá gamli góði Hóras, sem við lásum og skiidum eða skildum ekki, sagði einu sinni, að hann fagnaði þeim vísindum, sem ná árangri. Það gerum við öll og stundum fögnum við líka þeim vísindum, sem eru árangurslaus og þeirri list, sem er tilgangs laus. Bæði trú okkar og hjátrú er á þau ágætu raunvísindi og tækni þeirra, þó að ég álíti reyndar, að einnig sé kominn tími til þess hér að kveða hljóðs fyrir gildi húmanistiskra fræða og lífs. Það er annars önnur vísa úr Hórasi, sem kemur mér fremur í hug: Gef þú mér drottinn Apolló, að ég megi glaður njóta með hraustum líkama og heilbrigð um huga þeirra gæða, sem mér hafa verið búin og að efri ár mín megi líða í heiðarlegri at- — Tónlist Framhald af bls. 15 flestir þeir, er hér halda tónileika útlendingar, sem ekkert láta sig varða, hvað um þá er sagt í ein- hverjum afskekktum plásaum, Hvað snertir inntlenda tónlist- armenn, má benda á það. að av«» langur tími líður yfirleitt á milli þess, sem þeir láta til sín' heyna, að allar umsagnir „frá því sein- ast“ eru löngu gleymdar. Um- sagnir um íslensík tónverik hafa og reynzt þeim lítill srtuðninigur Á þremur áratugum hafa aðeiins tvö, þrjú tónverk heyrzt oftar en einu sinni opinberiega á tómleik- um, af þeim tugum, sem frum- flutt hafa verið. Lof eða last um þesoi verk hefur þannig orðið þeim óviðkomandi. Úti í löndum eru margir gagir» rýnendur blaða eina konar blaða- fuiltrúar umboðsmanna tómlistar- manina eða útgáfufyrirtækja. Um 9agnir þeirra eru eftir því „skuld- bundnar“ — þótt vitnaö sé í þá „Salómonsdáma“ í auglýsingaher- ferðum út á við. Innlend'r tón,- listarmenn eiga enga slíka hauka í hornii. Samit rhá fullyrða, að Í9- lenzkir tónlistargagnrýnendur séu yfirleitt alltaf fyrirfnam vel- viljaðir. Sú velvild dugir kanmsiki skammt til að sigra heiminn, þótt hún hjálpi e. t. v. pínulítið heima fyrir. Á þessu nýbyrjaða ári leyfi ég mér hér með að senda öllum í»- lenzkum tónlistarmönnum beztu nýársóSkir um „betri tíð“ — og þakka fyrir það, sem þeir hafa vel gert á liðnum árum Hafnarfjörður Karlmaður óskast til verksmiðjustarfa. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Sælgætisgerðin MÓNA, Stakkahrauni 1. Bakara vantar Bakara vantar við brauðgerðarhús í nágrenni Reykjavíkur. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ m. merkt: „Nágrenni Reykjavíkur — 776".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.