Morgunblaðið - 04.01.1972, Page 30

Morgunblaðið - 04.01.1972, Page 30
30 MORGUÍNBLAÐBÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1972 Ágætt jóla- mót ÍR Jón I>. sigraði í hástökkimi JÓLAMÓT IR í frjálsum íþrótt- tun innanhiiss var háð i ÍR-hiis- iinu milii jóla og nýárs, en mót þetta hefnr verið fastur liðnr í íþróttasta-rfinn í áraraðir. Keppt var í atrenmilausii stökkunum, a.uk hástökks með atrennu og einnig var keppt í þremur grein- iiunri kvenna. Ágætur árangur náðist i öll- um karlagreinunum og þannig Jón Þ. Ólafsson ísTukku t.d. tveir yfir 1,96 m í hástökki, þeir Jón Þ. Ólafsson og Elías Sveinsson. Sýnir Jón í>. aö lengi lifir í gömlum glæð- um og örugglega væri hann ffljótur að ná sér á strik, ef hann æfði. Árangur hans í hástökki án atrennu er einnig mjög at- hyglisverður og bendir til þess, að stökkkrafturinn sé í góðu Jagi. Eiias Sveinsson náði svo ágætis árangri í langstökki og þrístökki án atrennu og settt t.d. persónulegt met í fyrrnefndu greininni. Heiztu úrslit í mótinu urðu þessi: Hástökk með atrennu: Jóm Þ. Ólafsson, iR, 1,96 Eílias Sveinsson, IR, 1,96 Karl W. Fredreksen, UMSK, 1,75 ErJendur Valdimarsson, ÍR, 1,75 Þórir Óskarsson, ÍR, 1,60 Árangur Þóris er nýtt pilta- met. Hásíökk án atrennu: Jón Þ. Ólaísson, ÍR, 1,69 Landsliðið sigraði 1 GÆRKVÖLDI fór fram i Laugardaishöllinni handknatt- ieikur milli iandsiiðsins og pressuliðsins. Landsliðið sigraði 19:16. Staðan i hálfleik var 9:7 fyrir iandsliðið. Nánar um leik- inn í biaðinu á morgun. íþrótta- maður ársins ÍÞRÓTTAFRÉTTAMENN hafa nð kjörið „Iþróttamann ársins 1971“ og verða úrslit kosningar- innar birt í hófi, sem efnt verð- nr til að Hótel Esju kl. 15 i dag. Eni þangað boðnir þeir íþrótta- menn, sem voru i tíu efstu sæt- nnnm i kosningunni, og ýmsir forystumenn íþróttahreyfingar- Snnar. I hófinu verður úthlutað hinum fagra verðlaunagrip, sem veittur er þeim iþróttamanni, Isem fær flest stig i kosningunni Uv hlýtur titilinn. 1,67 1,58 1,58 1,58 1,45 9,46 9,34 Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, Elías Sveinsson, IR, Erlendur Valdimarsson, IR, Guðm. Jóhanmesson, HSH, Stefán HaJIgrímsson, UlA, Þrístökk á.n atrennu: Eláas Sveinsson, lR, Friðrik Þór Óskarsson, lR, Karl W. Fredröksen, UMSK, 8,55 Langstökk án atrennu: Elías Sveinsson, IR, 3,22 Friðrik Þór Óskarsson, lR, 3,13 Erlendur Valdimarsson, IR, 2,99 Karl W. Fredreksen, UMSK, 2,91 Lilja Guðmundsdóttir, iR, sigr- aði í öilum kvennagreinunum. Hún stökk 1,20 m í hásitökki með atrennu, 2,18 m í langstökki án atrennu og 6,07 m í þrástökki án atrennu. Háskólastúdentinn Horvant fær verkamannakaup auk bónusgreiðslna fyrir þátttöku sína í hand- knattleiknum. Fyrir siðari leikinn við FH mun hann hafa fengið upphæð, sem svarar til 2000 ísl. kr. Þætti íslenzkum handknattleiksmönnum sjálfsagt slíkar greiðslur drjúg biibót, en flestir þeirra verða fyrir miklum útgjöldnm vegna þátttöku sinnar í íþróttnm. Leyna ekki atvinnu- mennskunni Erfitt ferðalag FH til Júgóslavíu Liðið sýndi góðan leik í síðari hálfleik FH-ingar komu heim úr ferð sinni til Júgóslavíu í fyrra- kvöld, eftir löng og ströng ferða lög. Svo sem kunnugt er þá töp liðu FH-ingar leiknum, 8:27, og voru þar með slegnir út úr Evrópubikarkeppninni, eftir að hafa náð lengra í henni en nokkurt annað íslenzkt lið, eða í átta liða úrslit. Skipar FH sér þvi í hóp 5—8 beztu hand- knattleiksliða Evrópn, og er sá árangnr glæsilegnr, ein hins veg- ar slá hin mjög svo óhagstæðu úrslit í leikjunum við Partizan nokkrum fölva á fyrri frammi- stöðu liðsins i keppninni. En vit að er, að Partizan er eitt af allra beztn handknattleiksliðum í heimi, og sjálfir telja Júgóslav- arnir sig vera eitt af þrem ur beztu, án nokkurs vafa. Verð nr gaman að fylgjast með þeim í lokaátökum keppninnar, en líklegt er að þeir leiki við MAI frá Moskvu í næstu umferð, þar sem Þjóðverjarnir eni fram kvænidaaðili keppninnar, og vilja heldur lenda á móti Tékk- um í undamirslitunum. Telja Júgóslavamir sig eiga mun minni mögnleika á móti MAI, heldur en t.d. Gummersbaeh. Það kom i Ijós, er Mbl. ræddi við Einar Matíhiesen, fararstjóra FH-inganna til Júgóslaviu, að staðið hafði verið í ströngu áð- ur en liðið komst til Karlovac, þar sem leikurinn fór fram, og FH-ingar höfðu aðeins 15 mínút ur til þess að hita sig upp fyrir leikinn. — Við erum ekki að af- saka þetta tap, sagði Einar, — en eiigi að síður teijum við að hin mjög svo erfiða ferð til Júgóslaviu hafi haft sitt að segja. Ferðasaga EH-inganna var i stuttu máli sú, að farið var með FHugtfélaginu til Kaupmanna- hafnar, og þar átti að taka flug- vél frá júgóslavneska fiugfé'ag- inu JAT til Júgóslaviu. Sú flug- vél lagði hins vegar ekki af stað íyrr en kiiukkan sjö um kvöildið, og fór þá til Stokkihólms. Flftir nokfcra bið þar var flogið tll Júgósiavíu, en I stað þess að lenda i Zagreb hélt flugvéMn áfram og lenti í Split. Þá var komið fram á nótt, og hötfðu FH- imgarnir enga máltíð ffengið um daginn. KOMIÐ KLUKKUSTUND FYRIR LEIK Eftir skamma hvild í SpMt fóru FH-ingarnir síðan út á flug völl og urðu að bíða þar í marg- ar klufckustundir eftir flugfari til Zagreþ. Frá Zagreb var svo farið í bifreið síðasta spölin, og var komið til Karlovac, þar sem leikurinn fór fram, um klukku- stund áður en hann átti að hefj- ast. Þarf því engan að undra þótt leikmennirnir haifi verið illa upplagðir, þegar á hólminn kom. LEIKURINN — Ég hef sjaldan séð liði mis- takast jafnmikið og FH-ingum í fyrri hálfleik, sagði Einar. -— Þeir áttu hvert stangarskotið af öðru, og jafnvel tvö vítaköst mis heppnuðust. Að minum dómi var eikki um neitt bráðlæti að ræða hjá leikmönnunum, að skjóta. Þeir fenigu góð færi, en allt mis- heppnaðist. Þvi ber svo heldur eklki að neita, að Partizan átti frábæran leik í hálfleiknum, og sögðu himinlifandi forystumenn liðsins það á eftir að Partizan hefði efcki sýnt slífcan leik í meira en áratug. — Það var eklki tyrr en í siðari hálfleik sem FH-liðið komst í gang sagði Einar, og sá hálf- leikur var mjög skemmtilegur. Það er á algjörum misslkilningi byiggt að Partizan-leikmennimir 'hafi tekið lífinu með ró og ver- ið að Jeika sér. Leiknum var sjónvarpað um alla Júgóslavíu, og þeir höfðu örugglega hug á þvi að mala okkur eins og þeir gátu. I S'íðari hálfleifcnum, þeg- ar okkar lið náði sér loksins á striik, voru Júgóslavarnir nokk- uð grófir í vörninni, og fengu mjög martgar áminningar og einum leikmanni þeirra var vis- að af velli. Þessi hálfleikur fór 9:6 fyrir þá, og má segja að slíkt hafi verið eðlilegt miðað við eðhlega getu FH-liðsins. Mörk FH-inga í leifcnum skor uðu: Geir Hallsteinsson 2, Jón- as Magnússon 1, Auðunn Óskars son 1 og Birgir Björnsson 3, en það vakti mikla hrifninigu hjá álhorfendum er Birgir skoraði úr aukakasti eftir að leiktímanum var lokið. EINN DÓMARI — Leikinn dæmdi einn téfckneskur dórnari, og er ég viss um að ieikurinn hefði ekki ver- ið betur dæmdur, þótt tveir dóm arar hefðu annazt dómgæzluna, sagði Einar. Við FH-ingar gerð- um reyndar fyrirfram athuga- semd við það að einn dómari dæmdi leikinn, og áskildum okfcur rétt til að kæra Ieikinn, ef eitthvað kæmi upp, i sambandi við dómgæzluna. En það var síður en svo að þess þyrfti. AFTUR HRAKNINGAR Á HEIMLEIÐINNI Eftir stutta hvild eftir leik- inn lögðu FH-ingar af stað heim leiðis og þá tófcu aftur við erfið- leifcar i sambandi við fflugfélag- ið JAT. Brottför frá Júgóslavíu tafðist, og sendi Einar þá Flug- félaginu sfceyti, ti'l Kaupmanna- 'hafnar, og bað það að láta flug- vélina doka við eftir FH-ingum. Einnig skýrði Einar forráða mönnium JAT frá þvu hversu tirninn væri naumur, og lofuðu þeir öllu fögru. Eftir að vélin var komin í loftið, var FH-ing- um tdlkynnt að hún kæmi fyrst við í Stofcfchólmi, og voru þvi allar Mfcur á þvi að FH-ingamir misstu al F) u gf élagsvél i nn i heim. ÞAKKLÁTIR Fl — Qkkur létti mikið þegar við sáum Flugfélagsvélina á vell inum í Kaupmannahöfn, þegar við komum þangað, sagði Einar. — Vil ég nota þetta tæikitfæri til þess að þakka Flugféiagi Is- lands fyrir einstaka lipurð og skilning, þar sem þeir létu vél- ina bíða eftir ofcfcur í á þriðju klufcfcustund. JAT-flugfélagið júgóslavneska gæti mifcið lært af Flugifélagi íslands, efcki einung- is það að taka tilMt til aðstæðna, heldur og margt er varðar þjón ustu við farþegana. LEYNA EKKI ATVINNUMENNSKUNNI Partizan Belovar er nú í öðru sæti í júgóslavnesku deildar keppninni, einu stigi á efltir lið- inu sem hefur forystu. Einar Mathiesen, sagði að eftir leik- inn hefði hann rætt við einn af fórystumönnum liðsins, og fyrjr honum hefði það ekki verið neitt launungarmál að leikmenn Parti zan væru atvinnumenn. Öllum leikmönnum í liðinu er borgað á einn eða annan hátt. — Hann tók Horvant, til dæm is, sagði Einar. — Horvant er 'háskólastúdent og frá félaginu fær hann greidda upphæð sem svarar til verkamannalauna allt árið. Allir leikmenn félagsins fá svo greitt fyrir að mæta á ætf- ingu, og er dregið af þeim ef þeir mæta ekki. Þegar félagið leikur, er svo lögð fram upp- hæð og samsvaraði hún t.d. um 12 þús. ísl. fcr. í leiknum við FH. Leifcmennirnir fá síðan þessa upphæð greidda samkvæmt mati þjáifarans á þátttöfcu þeirra í Íeiknum, og mun Horvant hafa fengið um 2000 fer. fyrir þenn- an leik. Auk þessa alls fá leikmennirn ir svo að ætfa í vinnutímanum, án þess að laun þeirra lækki, og fá greiðslur fyrir að vera í ætf- ingabúðum. Þannig hafa t.d. sum ir leikmenn Partizan verið um tvo mánuði í æfingabúðum frá því í haust. OF MIKIÐ ÁLAG Að lökum ræddum við svo við Einar um FH-liðið, og slaka út- komu þess í leiikjunum við Parti zan. Spurðum við hvaða skýr- ing væri á þess-u. — Ég vil taka það aftur fram, sagði Einar, — að ferðasagan er efcki sögð til þess að aflsafca slæma útkomu liðsins í leiknum. Skýringin á þvi hvað FH-Iiðið hetfur átt lélega leiki öðru hiverju nú, tel ég vera þá að álag ið á leikmennina hefur ver- ið alltof mikið. Á þessu keppnis tímabili erum við t.d. búnir að leifca 6 leiki i 1. deildinni og 7 leiki við erlend lið. Allir hafa þessir leifcir verið erfiðir. Flest- ir leilfcmenn liðsins vinna frá því snemma á morgnana til fcl. 7 á kvöldin. Má nefna t.d. að Geir Hallsteinsson kennir á miðviku- dögum frá kl. 8 á morgnana til kfl. 7 um fevöldið, án þess að hatfa matartóma, og þessi dagur er ein mitt fceppnisdagur. Það gef- ur auga leið að slí'kt álag hlýt- ur að fcoma niður á getu mann- anna. Það sam íslenzkan hand- knattleik skortir fyrst ogfremst, að mínum dómi, er að leikmenn- irnir fái meiri tima til þess að sinna íiþróttinni, og þá kannski ekki siíður lengri hvíldartima.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.