Morgunblaðið - 13.01.1972, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 13.01.1972, Qupperneq 19
MOR'GÖN'BLA.ÐEÐ, FÍMMTUDAGUR 13. JANOAR 1972 19 nálgun á meðaltalsfrádrætti á al gengustu tekjubilum skv. úrtakl úr skattframtölum ársins 1971 fyrir tekjur ársins 1970. Verið getur, að lesendur dag- blaðanna hafi notað samanburð- artöflur ráðuneytisins til að komast að raun um sína eigin skattByrði. Til að forðast misskilning er nauðsynlegt, að menn geri sér ljóst, að útreikn- ingarnir geta því aðeins átt við um skattalega aðstöðu tiltekinna einstaklinga, að allar þær breyti stærðir, sem notaðar eru, séu hínar sömu og útreikningar ráðuneytisins byggjast á. F. h. r. J6n Sigurðsson". Ath. Morgun- blaðsins Svar ráðuneytisins varðandi „notaða" fjárhæð persónufrá- drátta og útsvarsþrepa er ná- kvæmt og rétt, þó má á benda, að þegar til raunverulegrar álagningar kemur, eru slík- ar fjárhæðir ávallt ákvarðaðar í a.m.k. heilum hundruðum króna og mun svo verða gert í saman- burðardæmum, sem Morgunblað- ið mun birta innan tíðar. 1 forsendum ráðuneytisins um „álagningu” skv. núgildandi kerfí segir „ . . . Útsvarsifrádrátt ur er fundinn með reikningi aft- ur í tímann . . .“. 1 svari ráðu- neytisins kemur ljóst fram, að útreikningur „álagðs útsvars" 1972 skv. núgildandi kerfi er byggður á því að finna „álagt útsvar“ ársins 1971. Skýringar ráðuneytisins á því, hvernig það „einfaldaði" þessa útreikninga, eru svo óljósar, að erfitt reyn- ist að finna rétta úrlausn úr upp gefinni „jöfnu" til ákvörðunar „álagðs útsvars 1971“. (Þess má geta, ef einhverjir hafa áhuga á því að reyna að leysa „jöfnuna", að útsvar skv. gildandi útsvars stiga (með skattvísitðlu 100) er kr. 45.000 eða nákvæmar reikn- að kr. 44.992,50). Hins vegar skal fram tekið, að sé útsvar reiknað aftur í timann og þá byggt á gildandi útsvarsstigum hvers árs og hækkun meðal- brúttótekna kvæntra karla milli ára skv. því sem fram kemur í töflum þar um, sem birtar hafa verið í Hagtíðindum, þá lætur mjög nærri, að lokaniðurstöður ráðuneytisins um „álagt útsvar 1971“ og þar með framreikning- ar þess á „álögðu útsvari 1972“ séu réttar, a.m.k. að því er hjón, með eða án barna, varðar. Hins vegar virðist ráðuneytið sieppa út úr myndinni því mik- ilvæga atriði, að „álagt útsvar“ hvert einstakt ár, er ekki hin raunverulega útsvarsbyrði, sem skilvís gjaldandi ber að iokum. Það kemur til af gildandi regl- um um frádrátt útsvara. Vegna frádráttarhæfni útsvara er út- svar af hverjum einstökum gefn um tekjum eða teknabreytingu í sveiflum frá ári til árs, en nær að lokum ákveðnu jafnvægi. Nýr gjaldandi ber á fyrsta ári fullt útsvar skv. fullum útsvars- stiga, en á næstu árum „vinnur“ hann til baka i álagningum út- svara þeirra ára ákveðna fjár- hæð útsvara. Sama má segja um hverja einstaka ártega tekna- breytingu hvers einstaks gjald- anda. Miðað við nettótekjur þeirra gjaldenda, sem skilvísir eru með útsvar sitt, er hæigt að mæla raunverulega útsvarsbyrði hvers einstaks gjaldanda með þvi að nota raunverulega hundr aðshluta og þrep í stað þeirra, sem fram koma í útsvarsstigan- um. Miðað við þær upplýsingar, sem fram koma um f járhæðir per sónufrádrátta og þrepa útsvars- stiga við „áiagningu 1972“, mið- að við heil hundruð, verða þrep 1*1 vt« „álagnlngu 1972“ og hundraðshlutar þrepanna þessi: 0 39.400 — 9.09%. 39.400 — 125.300 greiðast kr. 3.581 af 39.400 og 16,67% aif af- gangi, 125.300 og yfir greiðast kr. 17.900 af 125.300 og 23,08% af aígangi. Einfalt er að reikna út hvert einstakt raunverulegt útsvar hvers gjaldanda af þverri gef- inni fjárhæð nettótekna og gef- inni fjölskyldustærð. Frá nettó- tekjum dregst persónufrádrátt- ur fjölskyldunnar og af eftir- stöðvum reiknast útsvar skv. greindum útsvarsstiga. Hægt er að sannfæra sig um réttmæti þessa raunverulega útsvarsstiga, með því að reikna fram í tim- ann ákveðna gefna fjárhæð nettótekna en óbreytta frá ári til árs og gefna fjölskyldustærð, að óbreyttum útsvarsstigum og persónufrádrætti. Niðurstaðan verður sú, að útsvarsfjár- hæð kemst í ákveðið jafnvægi, sem verður það sama og fram kemur með framangreindri notk un útsvarsstiga, miðað við óbreyttar nettótekjur og fjöl- skyldustærð, milli ára. 1 samanburði sínum eða rétt- ara sagt í útreikningum sínum á útsvari 1972 byggir ráðuneytið á „álögðu útsvari 1972“, en ekki raunverulegri útsvarsbyrði árs- ins. 1 útreikningum ráðuneytis- ins standa eftir ákveðnar óút- gengnar „sveiflur" i útsvari frá fyrri árum vegna frádrátt- arhæfni útsvara og ekkert til- lit tekið til þeirrar fjárhæðar út svara, sem gjaldendur eiga eft- ir að fá „til baka“ á næstu ár- um, að gildandi lögum óbreytt- um, vegna hærra útsvars af hækkun tekna milli ára. T.d. í dæminu um hjón með 2 börn og 375 þ.kr. nettótekjur á árinu 1971 eru niðurstöður ráðuneytis- ins þær, að „álagt útsvar 1972“ næmi kr. 49.513,- (= kr. 49.500,-), sem er tiltölulega ná kvæm niðurstaða (náJkvæmt kr. 49.460,- = 49.500); en hin raun- verulega útsvarsfjárhæð verður kr. 46.600 (kr. 46.612,-), því á næstu fjórum árum „fær“ gjald- andinn til baka kr. 2.900,-, vegna lægri útsvara þau ár, sem er bein afleiðing af frádráttar- hæfni útsvara. UM „EINSTÆÐAR MÆÐUR" Svör ráðuneytisins eru grein- argóð. Við fyrirspurnir Morgun- blaðsins hefir komið í ljós, að enn eru skekkjur í „tölvutöfl- um“ að því er varðar einstæðar mæður með 4 börn. Eins og áð- ur hefir fram komið sendi ráðu- neytið frá sér (þ. 18. des. 1971) níu „tölvutöflur". Þann 20. des. 1971 kom í ljós, að þrjár af þeim, eða Vs hluti, voru rangar. Nú kemur enn í ljós, að ein af þess- um þrem leiðréttu „töflum" er enn röng. Meta má það ráðu- neytinu til góða, að það viður- kennir villurnar og vill úr bæta. Um raunverulegar skekkjur í greindri rangri töflu mun ekki rætt að þessu sinni, en mun síð- ar gert, ef tilefni gefst til. Eigi er athugasemd ráðuneyt- isins varðandi ákvörðun „nettó- tekna“ einstæðra mæðra sann- færandi. Talið er að....frá- dráttur sé á hverju tekjubili sem næst því að vera fall (funksjon) af heildartekjum . . ." Á þetta sjónarmið er hægt að fallast, en álíta verður, að slík ,,funksjon“ verði að miðast við skattskyldar heildartekjur, en ekki einhverjar óskattskyld- ar viðbótartekjur, sem gefa eng- an rétt til aukins skattalegs frá- dráttar umfram aðra skatt- þegna. (Inn í þetta dæmi bland- ast ekki „aukafrádráttur" ein- stæðs foreldris, sbr. svar ráðu- neytisins.) UM „AÐRA SKATTA" Morgunblaðið þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar. Raun veruleg fjárhæð nefskatta, ann- arra en kirkjugjalds. kemur ekki beint fram, en álykta verð- ur, að reiknað hafi verið með þeim fjárhæðum almannatrygg ingarsjóðsgjalds og sjúkrasam- lagsgjalds, sem fram koma í við- tali við fjármálaráðherra í hljóð varpi þann 13. des. 1971, NIOURSTÖDUR Skv. frumvörpum þeim, sem lögð hafa verið fram á Alþingi, er ætlunin að gjörbreyta tekna- öflun ríkissjóðs, sveitarfélaga og almannatrygginga þ.m.t. sjúkra- tryggingar. Ætlunin er að byggja teknaöflun þessá á 1) tekjuskatti og eignarskatti til rikissjóðs, sem i staðinn yfirtek ur hlut hinna tryggðu í lifeyr- is- og sjúkratryggingum, 2) tekjuútsvari á einstaklinga til sveitarfélaga, sem í eðli sínu er gjörbreytt frá gildandi tekjuút- svörum og 3) fasteignasköttum til sveitarfélaga, sem verða hækkaðir verulega frá gildandi fasteignasköttum. Þetta nýja kerfi kemur í stað gildandi teknaöflunarkerfa, sem byggðust á; 1) tekjuskatti óg eignarskatti til ríkissjóðs, 2) tillögum hinna tryggðu til lífeyris- og sjúkra- trygginga (almannatrygginga- sjóðsgjald og sjúkrasamlags- gjald), 3) tekju- og eignarútsvör um til sveitarfélaga og 4) fast- eignasköttum. Til þess að gera sanngjarnan og heiðarlegan samanburð á áhrifum þessara kerfisbreytinga, þarf vitanlega að taka alla skatta, útsvör og gjöld skv. gild andi kerfi annars vegar og hins vegar alla skatta, útsvör og gjöld skv. kerfi frumvarpanna, og mæla rýrnun eða aukningu skattbyrði milli kerfanna með öllu inniföldu. Svo og verður að taka tillit til þeirra hliðarverk- ana, sem breytingin hefir í för með sér, svo sem áhrifin af af- námi frádráttarhæfni fyrra árs útsvars, að tillög hinna tryggðu i tryggingarkerfinu eru skv. nú gildandi kerfi frádráttarbær frá tekjum, svo og áð lokum, að af nám þessara tillaga hinna tryggðu hefir áhrif á fram- færsluvísitölu og kaupgjaldsvísi tölu og rýrir þar með verulega teknaöflun gjaldþegna á kom- andi árum. Til þess að sýna skýrt og greinilega fram á raunverulega breytingu skattbyrði og ráðstöf umarbefcna skattþegna samikv. gildandi kerfi annars vegar og hins vegar skv. kerfi frumvarp- anna, hefði átt að; 1. sýna fram á raunverulega skattbyrði álagningarárið 1971 skv. gildandi lögum, LESI0 JHor0uni)lat>iþ DHGIECII þ.m.t. fasteignaskattar, annars vegar og 2. hins vegar að sýna fram á raunverulega sikattbyrði álagningarárið 1972, eins og hún yrði skv. framlögðucn frumvörpum, þ.m.t. fasteigna- skattar. Svo og hefði átt að sýna fram á áhrif þessara breytinga á kaupgjaldsvísi- tölu og þar með teknarýrnun skattþegna. Hvort skotið er inn á milli I dæmið tölum um „núverandi skatta" 1972, eins og þeir hefðu getað orðið, miðað við ákveðna fyrirfram gefna skattvísitölu og hækkun tillaga tii tryggingakerf isins, er aukaatriði. Þá er hægt að reikna fýrst út raunverulega aukningu skattbyrði „núverandi skatta“ milli álagningarár- anna 1971 og 1972 og síðan þann „afslátt" eða „álag“, sem frumvarpakerfið gerir ráð fyrir frá þeirri aukningu skattbyrð- arinnar, Við allan samanburð er það, eins og áður greinir, lágmarks- krafa, að samanburðardæmin séu rétt sett upp, en svo fer víðst fjarri um samanburðardæmi ráðuneytisins. 1 þeim samanburði er algjörlega sleppt að reikna með lækkun álagðra „núverandí skatta“, sem stafa af frádráttar- hæfni útsvara og trygging- argjalda. Svo og er algjörlega sleppt út úr myndinni saman- burði á fasteignasköttum skv. núgildandi kerfi og skv. frum- varpakerfinu. Enn fremur er engin tilraun gerð til að sýna fram á áhrif kerfisbreytingar- innar skv. frumvörpunum á kaupgjaldsvísitölu og þar með teknaöflun skattþegna. Það virð ist sem, að það sjónarmið hafi ráðið að taka eingöngu með inn í samanburðardæmin þau atriði, er gæfu hagstæðastan sam- anburð fyrir „frumvarpakerfið" við gildandi kerfi og verður að átelja slík vinnubrögð. Vélstjóri með rafmagnsdeildarpróf óskar eftir framtíðarstarfi í landi. Tilboð sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 15. þ.m, merkt: „Vélstjóri — 3375'. Vélritun Lögfræðiskrifstofu vantar stúlku til vélritunarstarfa. Til greina kemur héifsdags vinna % Tilboð merkt; „Strax — 5509" sendist afgr. Mbl. sem fyrst. Tilboð óskast í húseignina Kirkjubraut 3 Akranesi ásamt bilskúr og eignarlóð. Allar upplýsingar gefnar á FASTEIGNASÖLU AKRANESS Sím, 2244. Hárgreiðslumeistarar Fundur verður- haldinn að Hótel Esju í kvöld kl. 8,30. Fundarefni: . • n Kjarasamningamir. Stjóm Hárgreiðslumeistarafélags íslands. L 0 N D 0 N - ÚTSALA - T erylene-kápur Peysur — Blússur Síðbuxur — PÍIs og fleira DÖMUDEILD m 'ffl ■w L 0 N D 0 N

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.