Morgunblaðið - 05.02.1972, Side 10

Morgunblaðið - 05.02.1972, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1972 Samskiptin við borg- arstarfsmenn Ræða flutt á fundi BSRB í Háskólabíói sl. miðvikudag ÞAÐ heíur kotniíi í minn hlul að mæta hér á þessum fundi af hálfu Reykjavikurborgar og gera grein fyrir samnings- málum af há'! i borgarráðs Ég vil taka þa5 skýrt fram i upphc-fi, að R .•vkjavíkurb.rg er ekki aðili að þeirri kjara- teilu opinber-a starfsmanna, sein fvrst og fras'; er tilefni oessa fundar og verið hefur mjög á dagskrá á opinberum vettvangi undanfamar vikur. Sú kjaradeila er' eingöingu milli ríkisstjórnarinnar a;nn- ars vegar og Bandalags starfs manna ríkis og bæja hins veg ar. Engu að síður hefur borg arráð þegið með þökkum að koma hér á þennan fund, fylgj ast með umræðum og gera stuttlega grein fyrir gangi samningamála hjá Reykjavík urborg. Reykjavík hefur eins og önnur sveitarfélög sjálfstæð an samningsrétt við sína starfs menn, sem eru nú um 1500 talsins. Af hálfu starfsmanna borgarinnar eru þrir samnings aðilar, þ.e. Lögreglufélag Reykjavíkur, sem semur fyrir lögreglumenn, Hjúkrunarfé- lag fslands, sem hefur samn ingsrétt fyrir hjúkrunarfólk og Starfsmannafélag Reykja- víkur, sem er lang stærst þess ara félaga, enda fer það með samningsrétt fyrir alla aðra starfsmenn. SAMA GRUNDVALLAR- KERFI Allt frá 1963, þegar veiga- miklar breytingar voru gerð- ar á kjaramálum opinberra starfsmanna og núverandi kerfi komst á í aðalatriðurn, hefur Reykjavíkurborg eins og önnur sveitarfélög í megin atriðum samið við starfsmenn sína um sama grundvallar- kerfi og gilt hefur hjá ríkis- starfsmönnum. Þetta hefur fyrst og fremst gilt um sjálf an launastigann og um launa flokkun hefur verið samið um sömu flokkaskipan og hjá rík inu, þegar um alveg sambæri- leg störf og starfsheiti er að ræða hjá riki og borg. Um sum önnur atriði samninganna hefur stundum vei'ið blæ- brigðamunur. Ég minni á sem dæmi í þvi sambandi, að við samninga í árslok 1969 var samkvæmt eindreginni ósk Starfsmannafélags Reykjavík urborgar samið um annað fyr irkomulag vinnutíma sknf- stofufólks en þá tíðkaðist, þ.e. að vinna hófst að sumarlagi kl. 8,30 og lauk kl. 4 virka daga, en hálf klukkustund í matartíma í hádeginu. Nú er þetta framkvæmt allt árið, þannig að vinna hefst kl. 8,20 að morgni og lýkur kl. 4 um eftirmiðdaginn. Þá var borg in og fyrst ti] að ríða á vaðið með laugardaigsiokun. — Um þessi mál hafði starfsmainna- félag Reykjavíkur frum- kvæði, bæjaryfirvöld féllust á rök félagsins og góð reynsla hefu fengizt af þessu fyrir- komulagi. Um gildistíma samninga hef ur oftast verið samið á sama hátt hjá Reykj avíkurborg og ríkinu, en þó varð á því veiga mikil undantekning í árslok 1969. Þá samþykkti B.S.R.B og þáveramdi riikisstjórn að fresta samningum í eitt ár. B 'vkjavikurborg og samnings aðilar hennar gerðu þá nýjan kjarasiamning, með ýmsum lagfæringum starfsmönnum til handa. Sá sammingur átti að gilda til ársloka 1971, en var tekinin til endurskoðunar á því ári til samræmis við þær miklu breytingar, sem urðu á samningum ríkisins og B.S.R.B. í árslok 1970. Grund völlur þeirrar endurskoðunar var sjálfstætt starfsmat, sem framkvæmt var fyrir starfs- menn borgairinnar. Núgildandi samningur Reykjavíkur og starfsmainnafélaganna hefur sama gildistíma og ríkissamn ingurinn, þ.e. tii ársioka 1973. VIÐRÆÐUR HEFJAST Þegar hinum umfangsmiklu kj arasamningum á himum al- menna vinnumarkaði lauk í desember sl. varð fljótlega ljóst, að starfsmenn Reykja- víkurborgar, eins og ríkisins og annarra sveitarfélaga myndu óska eftir leiðréttingu á sínum samningum til sam- ræm.is við hina almennu kjara samninga. I lok desember rit uðu félögin þrjú borgarráði bréf, þar sem þau settu fram vissar kröfur og voru þær að meginefni i samræmi við kröf ur B.S.R.B. Borgarráð vísaði máli þessu til launamála- nefndar borgarinnar, en það er sú nefnd, sem fer með heildarsamninga af hálfu borgarinnar. Launamálanefnd samþykkti að taka upp viðræð ur við starfsmannaí'élögin. Á viðræðufundi þann 20. janúar sl. varð það að samkomulagi að vísa málinu til meðferðar sáttasemjara ríkisims, enda þá liðinn u.þ.b. mánuður frá því kröfurnaæ voru fyrst settar fram og þvi nauðsynlegt til að uppfylla formskilyrði að fá sáttasemjara málið í hend- ur. Rituðu aðilar sameigin- legt bréf um þetta til sátta- semjara. Hann hefur haldið ei'nn fund með aðilum og á þeim fundi varð samkomulag um að bíða átekta og sjá hverju fram yndi i samning- um B.S.R.B. og ríkisstjómar- innair. Um efnisatriði þeirra umræðna, sem fram haf farið og fram munu faira, er erfitt að hefja umræður á jafn fjöl mennum fundi, eins og þesisi fundur hér í Háskólabíói er. Ég vil þó segja að samúð hlýt ur að vera með kröfunum um kjarabætur til handa þeim lægst launuðu. Um stöðuna í dag vil ég þó árétta nokkur atriði. FJÓRIR PUNKTAR í fyrsta lagi vil ég láta - þá skoðun í ljós, að sjálfsagt var og eðliiegt að taka upp viðræð ur við samningsaðila Reykja- víkurborgar, þegar þeir ósk- uðu þess nú um áramótin. Þær BORCAR -fflAl miklu breyting rr, sem urðu á hinum almenna launamark- aði í desember eru vissulega umræðu- og samningsefni. Með dóm á kröfur þær, sem starfsmenn Reykjavikurborg- ar settu fram, en Reykjavík- urborg taldi viðræður um þessi efni sjálfsagðar. í öðru lagi vil ég segja, að mjög líklégt er, að stefna borg aryfirvalda og annarra sveit- arfélaga verði nú, að neyna í lengstu lög að hafa samræmi milli launastiga rikisins og borgarinnair. Um þetta sjón- armið hefur hingað til verið samkomulag , milli starfs- manna Reykjavíkur og borg- aryfirvalda, enda kann það til lengdar að hafa alvarlegair afleiðingar í för með sér, ef launagstigiarnir ganga á mis- víxl í verulegum atriðum. í þriðja lagi vil ég vekja at Framhald á bls. 20. Leifur Sveinsson, formaöur Ilúseigendafélags Reykjavíkur: Hvað sagði Tíminn um fast- eignaskatta 11. okt. 1964? i. f TÍMANUM 11.10. 1964 birtist merk ritstjómargrein, þar sem eindregið er varað við hækkun fasteignaskatta. Segir þar m.a.: „f þessu sambandi er ekki úr vegi að vekja athygli á því, að allir helztu stjórnmálaflokkarn- ir í Danmörku hafa lýst sig fylgj andi lækkun fasteignaskatta þar í landi. Rökin fyrir því eru aug- ljós. Fasteignaskattar áttu mikinn rétt á sér á 19. öldinni og fyrri áratugum þessarar aldar. Þá voru fasteignir yfirleitt i hönd- um efnaðra manna. Með réttlát- ari þj'óðfélagsháttum hefur þetta breytzt þannig, að fleiri og fleiri hafa eignazt nokkrar fasteignir. Einkum gildir þetta um millistéttir bæjanna, sem hafa í vaxandi mæli eignazt eig- ið húsnæði. Háir fasteignaskatt- ar bitna nú sérstaklega á milii- stéttunum, nema viss lágmarks- eign verði undanþegin þeim, t.d. verðmæti hæfilegrar ibúðar. Það væri skrýtið af þjóðfélaginu að hvetja menn til að eiga eigið hús næði, en skattleggja það svo sér- staklega á eftir. Fasteignaskatt- ar leggjast og misjafnlega á fyr irtæki, því að sum þurfa að hafa meiri fasteignir en önnur vegna reksturs síns, t.d. frystihúsin. Þá er hætt við, að hár fasteigna- skattur gæti hamlað gegn fram- leiðni, því að menn legðu síður í framkvæmdir til að auka hana, þar sem það gæti hækkað skatt- ana." Þvi næst kemur i fyrr- nefndu Tímabiaði stór millifyr- irsögn — EKKI NÝJA SKATTA, —- en síðan heldur rr,íminn á- fram: „Það, sem rakið hefur ver- ið hér á undan, sýnir vel, að vert er að hugsa sig vel um áður en hafizt er handa um að auka fasteignaskattana að ráði. Þeir myndu lika alveg eins og aðrir skattar verða beint og óbeint til þess að auka dýrtíðina. Því eiga nýjar skattálögur ekki að koma til greina, heldur að dregið sé úr þeim, sem fyrir eru. Þetta er líka vafalaust hægt með því að auka sparnað, ráðdeild og hag- ræðingu í opinberum rekstri og endurbæta skattainnheimtuna, ekki sízt á söluskattinum." Þessi orð eru í fullu gildi enn þann dag í dag og verðúr því ekki með nokkru móti trúað, að þing- menn Framsóknarflokksins greiði atkvæði með þeirri hækk un fasteignaskatta, sem nú ligg- ur fyrir Alþingi, því enginn hús- eigandi á íslandi myndi fylgja slíkum flolíki eftir þá kollsteypu, og það skyldu stjórnmálamenn athuga vel, að húseigendur eru orðin fjöimenn stétt á fsiandi. II. AFTURVIRKNI SKATTALAGA íslenzka stjórnarskráin er grundvölluð á þeirri meginreglu, að lög megi aldrei verka aftur fyrir sig. Því er það nú, er skatt- borgarar landsins skila skatt- framtölum sínum, að þá eiga þeir fullan rétt á því, að álagn- ing skatta, útsvara og annarra gjalda fari eftir þeim lögum, sem í gildi voru 31. 12. 1971. Skipi ríkisstjórnin skattýfir- völdum að leggja á skattborgar- ana eftir lögum, sem nú eru í frumvarpsformi hjá Alþingi, og síðar kunna að verða samþykkt þar með afturverkandi áhrifum, þá hafa samtök húseigenda í landinu ákveðið að fara þegar i stað í prófmál út af atriði þessu og telja sig örugga um að vinna það mál fyrir dómstólunum. Fjármálaráðherra hefur verið skýrt frá þessari ákvörðun munnlega. Ráðuneytisstjóri f jármálaráðu- neytisins Jón Sigurðsson skýrði frá því á fundi er ég sat með embættismannanefnd þeirri, er samdi tekjuskattslagafrumvarp það, sem lagt var fram af frá- farandi ríkisstjórn, að skattalög verkuðu aklrei íþyngjandi aftur fyrir sig. Húp eigendasamtökin eru ákveð in í því, að láta fjármálaráðu- neytið standa við þessa yfirlýs- ingu og er t.d. viðhald allt, sem húseigendur hafa framkvæmt á árinu 1971 við fasteignir þær, sem þeir búa sjálfir í, svo og þær húseignir, sem þeir leigja út, frádráttarbært til skatts, þrátt fyrir ákvæði reglugerðar fjármáiaráðuneytisins um sam- eiginlegt 2 Vi % fyrir viðhald og fyrningu, íaf fast.mati.) Skynsamlegast væri fyrir rík- isstjórnina að hætta við allt þetta skattabrölt sitt, því langvinn málaferli við skattþegnana geta ekki eflt þjóðarhag. m. ALLIR I KIGIN ÍBÚÐUM Eins og ég hefi margoft bent á í skrifum mínum um fasteign- ir og gjöld af þeim, þá er þjóð- hagslega hagkvæmast, að þegn- ar landsins eigi sjálfir sem allra flestir eigið húsnæði, enda er ísland frægt um allan heim fyr- ir þá sérstöðu, að 80- 90%’þjóð- arinnar býr í eigin húsnæði. Verði hafnar ofsóknir á hendur húseigendum í mynd nýrra og stórhækkaðra fasteignaskatta, missir unga fólkið áhuga fyrir því að eignast eigið húsnæði, og krefst þess í stáðinn, að sveitar- félögin sjái sér fyrir íbúðum, eins og tíðkast í Svíþjóð og Dan mörku, þar sem biðlisti eftir íbúð er svo langur, að umsækjendur eru orðnir afar og ömmur, þegar að þeim kemur með íbúð. Það væri kátbroslegt, ef fast- eignaskattar þeir, sem nú liggja fyrir Alþingi í frumvarpsformi kölluðu yfir sveitarfélögin stór- hækkuð útgjöld í stað þess mikla tekjuauka, sem þeir áttu að verða. V. NAUÐSYNLEGAR BREYTING- AR Á FRIIMVÖRPUM Á þingi Hús- og landeigenda- sambands íslands, sem haldið var á Akureyri sl. vor var sam- þykkt áskorun til Alþingis, að hóflegt húsnæði til eigin afnota væri algerlega skattfrjálst. Þetta er enn meginkrafa sam- takanna, en það er persónuleg skoðun mín, að hámarksprósenta fasteignaskatts á annað íbúðar- húsnæði eigi að vera 14%, en %% á atvinnuhúsnæði. Sveitar- félögin eiga enga heimild að fá til hækkunar frá þessum tölum. Ennfremur þarf að gera eft- irfarandi breytingar: a) Viðhaldskostnaður verði aftur frádráttarbær að fullu, þeg ar um viðhald eigin húsnæðis er að ræða, ella hættu menn að halda við húsum sínum, sem væri óheillaþróun. Þetta verði ákveðið með lögum, og heimild fjármá!aráðherra til að ákiveða þetta með reglugerð afnumin. b) Eigin húsaleiga, sem hús- eigendum hefur verið reiknuð til tekna, á að hverfa, en ríkisskatta nefnd hefur nú ákveðið hana 2% af fasteignamati húss og lóð- ar. Til að byrja með mætti reikna aðeins 2% af húsinu, en sleppa lóðinni. c) Þegar fólk hefur náð 67 ára aldri finnst mér það eiga skil- yrðislausan rétt á því, að íbúð ir þess séu algerlega skattfrjáls- ar. Ég þekki dæmi þess frá undan- förnum árum, að allur ellistyrk- ur hjóna fór i að greiða eigna- skatta, eignarútsvör og fasteigna gjöld af húsi þeirra. 1 frumvarpi því um tekjustofna sveitarfélaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, eiga fátækir elli- og örorkulífþegar að sækja um það til viðkomandi sveitarfélags, að vera undanþegn ir fasteignaskatti. Það hefur allt- af þótt ákaflega óíslenzkt að kné- krjúpa fyrir stjórnvöldum og það er hrein ósvífni að fara fram á slíkt. Gamla fólkið á ekki að ofsækja í ellinni, heldur verð- launa það fyrir langan og farsæi- an starfsdag. Reykjavík, 3. febr.úar 1972 Leifur Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.