Morgunblaðið - 12.04.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.04.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGTJR 12. APRlL 1972 Óskarsverðlaunahátíðin: Koma Chaplins skyggði á allt annað — Hátíðargestir risu úr sætum og fögnuðu meistara skopmynd- anna innilega — French Connection hlaut fimm verðlaun Hollywood, 11. apríl. (AP-NTB) ENDA þótt bandaríska kvik- myndin „The French Connecti- on“ væri hinn ótvíræði sigurveg- ari Óskarsverðlaunahátíðarinnar i Hollywood í gærkvöldi með samtals fimm Óskarsverðlaun, var ekki laust við að hún hyrfi ofurlítið í skuggann af öðrum verðlaunahafa — að nafni Charl- es Chaplin. Hann var sæmdur sérstökum heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til kvikmynd- anna. og var augsýnilega hrærð- ur er hinir 2.900 gestir, sem við- staddir voru afhendinguna, stóðu úr sætum sinum sem einn mað- ur og fögnuðu honum með húrra hrópum og lófataki. Þetta var fyrsta heimsókn Chaplins til Hollywood eftir 20 ára útlegð þaðan. The French Connection varð fyrir valinu sem bezta mynd árs ins 1971, og leikstjóri hennar, William Friedkin, hlaut Óskar- inn fyrir bezta leikstjórn. Aðal- leikari myndarinnar Gene Hack- man hlaut einnig sömu sæmd fyrir beztan leik í karlhlutverki. Verðlaun fyrir bezta handritið fóru til Ernst Tidymans fyrir sömu mynd og Jerry Greenberg hreppti Óskarinn fyrir klipping- ar sínar í myndinni. Jane Fonda hlaut Óskarsverð- laun fyrir beztan leik í aðalkven hlutverki fyrir túlkun sína á vændiskonu i sakamálamynd- inni „Klute“. Vakti það nokkra athygli, að hún skyldi koma og taka við verðlaununum, þar sem hún hefur getið sér orð fyrir að vera ærið uppreisnargjörn. Þeg- ar hún hafði tekið við styttunni sagði hún aðeins: „Ég hef mairgt að segja — en ég ætla ekki að segja það í kvöld.“ Þá vakti það mikinn fögmuð þegar tilkynnt var um val á bezta leikara í auka hlutverki. Þar hlaut Ben John- son verðlaunin fyrir leik sinn í The Last Picture Show, en hann á að baki langan feril í misjafn- legum vestrum en hér munu margir minnast hans úr Okla- homa. „Þau hefðu ekki getað lent hjá betri mamni,“ sagði hann og glotti um leið og hann tók við verðlaununum. Cloris Leach- man hiaut sömu verðlaun fyrir beztan leik I aukahlutverki í sörnu mynd. ítalska myndi-n The Garden of the Finzi Continis eftir De Sica var valin bezta er.lenda mynd ársins eftir harða keppni við japörasku myndina „Dodes ka — dem“ eftir Kurusawa og sænsku myndina „Innflytjend- urnir". Ýmsar aðrar verðlauna- veitingar voru sem hér seg- ir: John Williams hlaut Óskar- inn fyrir beztu tónlistarútsetn- inguna í Fiðlaranum á þakinu og Isaac Hayes hlaut sömu sæmd fyri.r bezta titillagið í myndinni Shaft. Paddy Chayefsky hlaut Óskar fyrir bezta frumsamda hamdritið að myndinni Hospital, og Oswald Morris fyrir beztu kvikmyndatökuna í Fiðlaranum á þakinu. Lokaatriði Óskarsverðlauna- hátíðarinnar að þessu sinni var er Charlie Chaplin tók við sér- stökum heiðursverðlaunum fyr- ir framlag sitt til kvikmynda- gerðar. Chaplin, sem verður 83ja ára n.k. sunnudag, var kominn til Hollywood ásamt Oonu, konu sinni, í fyrsta sinn eftir 20 ára fjarveru, en hann var gerður út- lægur á dögum óamerísku nefnd- arinnar vegna vinstri sinnaðra skoðana í stjórnmálum. Fluttist hann þá til-Sviss fullut beizkju út i Bandaríkin og bandarísku þjóðina. Allt frá þessum tíma hafa Bandaríkjamenn þjáðst af samvizkubiti vegna meðferðar sinnar á Chaplin, og því varð uppi fótur og fit þegiar fréttist að hann væri tilleiðanlegur að kojna að nýju til Bandaríkjanna að veitá Óskarsverðlaunum mót- Gene Hackman samfagnar Jane Fonda við Óskarsverðlaunaaf- hendinguna, en hann hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í verðlauna- myndinni ,,The French Connection" og hún fyriir leik sinn í „Klute“. töku. Hefur síðustu vikurnar verið keppzt við að endursýna meistaraverk hans í öllum helztu borgum Bandaríkjanna og mikið verið ritað um hann og rætt þar vestra. Óhætt er að fullyrða að fáir kvikmyndagerðarmenn hafa fengið jafn hjartanlegar móttök- ur og Charlie Chaplin á þessari 44. Óskarsverðtaunaafhendingu. Enda mátti sjá, að hann var inni- lega hrærður yfir móttökunum og sagði aðeins: „Þakka ykkur hjartanlega. Orð eru annars svo innantóm. Þvi get ég aðeins sagt að ég þakka ykkur fyrir að bjóða mér hingað. Þið eruð ynd- islegt fólk.“ Ha.nn hafði tekið Bandaríkin í sátt. Meðan Chaplin talaði var sjón- varpsvélunum beint að einum hátíðargesta — Jackie Coogan að nafni, en hann varð heims- frægur í einni mynd Chaplins, The Kid. Daniel Taradash, for- seti bandarísku kvikmyndaiaka- demiunar, sagði er hann afhenti Chaplin verðlaunin, að hann hefði fengið fleira fólk til að hlæja en nokkur amnar í sögunni. Þetta eru önnur Óskarsverð- launin, sem Chaplin hlýtúr. 'Árið 1929 — þá fertugur að aldri — hlaut hann einnág sérstök heið- ursverðlaun fyrir „innsæi sitt og snilli í gerð handrits, við leik, leikstjórn og framleiðslu The Circus." Charlie Chaplin ásamt Oonu, konu sinni, með Óskarsstyttuna — heiðursverðlaunin, sem hann hlaut fyrir framlag sitt til kvik- myndagerðar. — Aðalfundur V erzlunarbankans Flóttinn úr dómshöllinni: „Láttu okkur fá bílinn þetta eru glæpamenn Æöislegur eltingaleikur við óða fanga í París Framhald af bls. 3 anum var í árslok 240.2 millj. kr. Bankinn var skuldlaus á aðalvið- skiptareikningi við Seðlabank- ann í árslok, en umsamin lán hjá Seðlabanka námu 47.6 millj. kr. Innborgað hlutafé ásamt vara- sjóði var í árslok 67 millj. kr. Af tekjuafgangi ársins var 1.9 millj. kr varið til afskrifta en 4.8 millj. kr. til varasjóðs bank- ans. Óráðstafaður tekjuafgangur var 2 millj. kr. Fundurinn samþykkti að greiða hluthöfum 7% arð. í stjórn bankans voru endur- kjörnir þeir Þorvaldur Guð- mundsson, forstjóri, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, stórkaupmaður, og Magnús J. Brynjólfsson, kaupmaður. Varamenn voru einnig endurkjömir Pétur O. Nikulásson, stórkaupmaður, Sveinn Björnsson, skókaupmað- ur og Sveinn Björnsson, stór- kaupmaður. Endurskoðendur voru endur- kjörnir Jón Helgason, kaupmað- ur, og Hilmar Fenger, stórkaup- maður. Á fundinum kom fram áhugi fyrir eflingu í starfsemi bank- ans. Árni Gestsson, stórkaup- maður, formaður Félags ísl. stórkaupmanna, flutti ræðu á fundinum og gerði þar grein fyr ir hugmyndum um hagsýslu starfsemi fyrir verzlunarstéttina og beindi áskorun til stjórnar bankans fyrir hönd samtaka kaupsýslumanna að bankinn beitti sér fyrir slíkri starfsemi. Fundinn sátu hátt á annað hundrað hluthafar. París, 11. apríl — NTB-AP LÖGREGLAN í París gerði í dag víðtæka en árangurs- lausa lcit að þreniur óðum og velvopnuðum föngum, tveimur körlum og einni konu, sem talið er að séu í felum einhvers staðar í borginni. Fangarnir flúðu úr dómshöllinni í París í gær og tóku sem gísla dómara og tvo aðstoðar- menn hans. Gíslunum var sleppt í nótt eftir æðisleg- an eltingarleik um götur Parísar, en lögreglan við- urkenndi í dag að hún hefði engar öruggar upp- lýsingar að styðjast við. Fangarnir sem flúðu voru Christian Jubin, þekktur und- ir viðurnefninu „morðinginn í svarta frakkanum", sem var fangelsaður fyrir tvö morð; Georges Segard, 30 ára, kall- aður, „tannbrotni maðurinn" og kona hans Evelyne, 27 ára, fyrrverandi vændiskona, sem er talin „heilinn" á bak við flóttann. Hún er ákærð fyrir að eiga hlutdeild í glæpum manns síns, en var látin laus gegn tilkynningarskyldu. Þeg- ar á réttarhöldunum stóð skaut hún upp kollinum, vopnuð skotvopnum, og neyddi lögregluna til þess að sleppa Jubin og Segard. Þau kröfðust þess að fá bifreið til umráða. Þegar lög- reglan hafði látið þau fá eina af bifreiðum sínum, hófst æð- islegur eltingarleikur um göt- ur Parisar. Einn gíslanna, Robert Magnan, sagði, að frú Segard, sem ók bilnum, hefði stundum ekið á 160 km hraða. Lögreglumenn og blaðamenn eltu skötuhjúin, en þegar lögreglubifreiðarnar færðust ískyggilega nærri hótuðu þau að skjóta. Þau voru vopnuð átta byssum og höfðu næg skotfæri til þess að heyja langan skotbardaga. Magnan dómari fékk að lok- um talið fangana á að aðstoð- armaður hans Antoine Laur- in, talaði við lögregluna. „Ég er i gíslingu. Eltið okkur ekki. Lif okkar er i hættu,“ sagði hann. Lögreglan hætti þá elt- ingarleiknum, en nokkrum minútum síðar kvartaði Jubin yflir því, að lögreglubillinn væri „gagnslaus" og stað- næmzt var hjá hvítum Sedan sem maður nokkur var að leggja í stæði. „Láttu okkur fá bílinn strax,“ sagði Jubin. Maðurinn hélt að hann væri að grínast þangað til dómar- inn grátbað hann: „Gerðu okkur greiða. Láttu okkur fá bílinn. Þetta eru glæpamenn. Þeir gætu drepið okkur." Stuttu síðar var gíslunum hleypt úr Sedan-bílnum gegn þvi skilyrði að þeir hefðu ekki samband við lögregluna fyrr en að stundarfjórðungi liðnum. „Við kvöddumst með handa- bandi og fórum á næsta bar,“ sagði Laurin. 1 morgun fann lögreglan hvíta Sedaninn, en ekkert hef- ur spurzt til flóttamannanna. Magnan dómari var uppgeí- inn þegar hann kom heim til konu sinnar, sem hafði beðið milli vonar og ótta. „Ég hugs- aði stöðugt um Sallustro-mál- ið," sagði hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.