Morgunblaðið - 14.04.1972, Side 7

Morgunblaðið - 14.04.1972, Side 7
MORGÖNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1972 7 Sminútna krossgáta tArétt: 1 uppbætur, 6 guðsótti 8 slá, 10 tórm, 11 fjall, 12 sæl- gæiti, 13 hiýj'U, 14 banda, 16 beiil. Lóðrétt: 2 borðandi, 3 kútur, 4 iiggja saman, 5 morgunverð, 7 standast ekki próf, 9 fisks, 10 legg á flótta, 14, fæddi 15 tvíhljóði. tausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hrafn, 6 sefa, 8 ok, 10 LJ, 11 kafsnjó, 12 al, 13 áð, 14 rög, 16 góðar. Lóðrétt: 2 ræ, 3 aiffstöð, 4 fa, 5 mokar, 7 sjóða, 9 kal, 10 ljá, 14 ró, 15 G.A. »i!iiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|||| ARNAÐHEILLA iiiiiiiiiiiiiiiiiNiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiHniiiiiiiiill 80 ára er í daig Karóilína Páis- dóttir, til heimilis að Borgar- holtsbraut 45, Kópavogi. Hún er stödd í dag hjá dóttur sinni á sama stað. 80 ára er í dag Jóhanna Benó nýsdóttir, frá ísafirði til heimil- is að Hrafnistu. 1 dag verður hún stödd hjá dóttur sinni að írabakka 12. DAGBOK BARMMA.. BANGSIMON og vinir hans Bangsímon horfði á báð- ar framlappirnar á sér. Hann vissi, að önnur löpp- in var sú hægri og hann vissi, að hin væri sú vinstri, þegar búið var að ákveða, hvor var sú hægri, en hann gat aldrei munað, hvernig hann átti að byrja. „Já .... en sagði hann hægt og hikandi. „Komið þið nú,“ sagði Kaninka. „Ég rata.“ Svo héldu þau áfram. Tíu mínútum síðar námu þau aftur staðar. „Nú er í óefni,“ sagði Kaninka. „Nú get ég ómögulega munað .... jú, auðvitað. Við höldum bara áfram.“ „Jæja, þá erum við komin,“ sagði Kaninka tíu mínútum síðar. „Nei, við erum það víst ekki.....“ Þegar enn voru liðnar tíu mínútur, sagði Kan- inka: „Við ættum ef til vill að fara svolítið meira til hægri .... eða förum við svolítið meira til hægri en ég hélt....?“ „Það er undarlegt,“ sagði Kaninka, tíu mínútum síð- ar, „hvernig allt verður hvað öðru líkt í svona þoku. Hefurðu líka tekið eftir því, Bangsímon?“ Bangsímon sagði, að hann hefði tekið eftir því. „Það er gott að við þekkjum skóginn svona vel, annars hefðum við getað villzt,“ sagði Kan- inka og hló eins kæruleys- islega og gert er, þegar maður þekkir skóginn svo vel, að maður getur ekki villzt í honum. Grislingurinn læddist upp að hliðinni á Bang- símoni. „Bangsímon,“ hvíslaði hann. „Já, Grislingur, hvað viltu?“ „Ekkert“, sagði Grisling- urin og tók í framlöppina á Bangsímoni. „Ég ætlaði bara að vera viss um, að þú værir þarna.“ ----O----- Þegar Tígrisdýrið hafði beðið góða stund eftir því að hin kæmu, þá fór því að leiðast biðin. Það lang- aði til að hitta einhvern til þess að geta sagt: „Jæja, eruð þið ekki að koma?“ Það ákvað því að fara heim. Þegar heim kom, sagði Kengúra um leið og hún sá það: „Ágætt að þú komst, Tígrisdýr, einmitt í tæka tíð til að fá lýsið þitt,“ og svo hellti hún lýsinu í skeið handa Tígrisdýrinu. • Kengúru- bamið sagði hreykið: „Ég er búin að taka mitt,“ og um leið og Tígrisdýrið var búið að renna sínu niður, sagði það: „Ég líka,“ og svo fóru Tígrisdýrið og Keng- úrubarnið að leika sér að ýta hvort öðru og Tígris- dýrið velti óvart einum eða tveimur stólum og Kengúrubarnið velti öðr- um viljandi og Kengúra sagði: „Nú held ég, að bezt sé, að þið leikið ykkur úti.“ „Hvert eigum við að fara?“ spurði Kengúru- barnið. „Þið getið farið og tínt nokkra greniköngla fyrir mig,“ sagði Kengúra og fékk þeim körfu. Kengúrubarnið og Tígr- isdýrið fóru því að Greni- trjánum sex og fleygðu grenikönglum hvort í ann- að, þangað til þau voru búin að steingleyma því, tíl hvers þau höfðu farið þangað og þau skildu körf- una eftir undir einu trénu og fóru heim til að borða miðdegisverð. Þau voru einmitt að ljúka við að borða, þegar Jakob rak höfuðið inn um dyrnar. „Hvar er Bang- símon?“ spurði hann. „Tígrisdýr, hvar er Bang símon?“ spurði Kengúra. Tígrisdýrið sagði þá frá því, sem gerzt hafði, en vegna þess að Kengúru- barnið fór um leið að segja frá einhverju öðru, þá leið nokkur stund, áð- ur en Jakob skildi, að Bangsímon, Grislingurinn og Kaninka hefðu líklega villzt í þokunni úti í skóg- inum. „Tígrisdýr eru svo skrít- in,“ sagði Tígrisdýrið við Kengúrubarnið. „Tígrisdýr villast aldrei.“ „Hvers vegna, Tígris- dýr?“ „Þau villast bara ekki,“ sagði Tígrisdýrið. „Það er ekki annað en það.“ „Við verðum víst að fara og leita að þeim,“ sagði Jakob. „Komdu með, Tígrisdýr.“ „Ég þarf að fara að finna þau,“ sagði Tígris- dýrið við Kengúrubarnið. „Má ég líka finna þau,“ sagði Kengúrubarnið ákaft. „Nei, ekki í dag, barnið mitt,“ sagði Kengúra. „Seinna.“ FRflMttflbÐi Sfl&fl BflRttflNttfl DRATTHAGI BLYANTURINN FERDINAND Hver á kisa litla? Grár kettlingur með hvita snoppu og bringu hefur verið gest'komandi að Grundarstig 15, sððan skömmu fyrir páska. Þegar hann var spurður að því hvar hann ætti heima svar- aði hann, eins og Gvendur dúll- ari forðum: „Ég á heima hérna, ég er hérna núna." Þau vandkvæði eru þó á frek ari vistun litla vinarins, að hann litur girndaraugum heima eæbuna, páfagaukinn Svanhiviiti. Þar við bætist, að heimiliskett inum er lítt um gestinn gefið. Eigandi kisa iitla er því vin- samiega beðinn að hringja I sima 12090.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.