Morgunblaðið - 14.04.1972, Qupperneq 16
16
MORGLFNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1972
Oitgefandi hf Árva’kuc Ráyfojavtk
FiíarnfcvæmdaS'tjóri Haratdur Sveinsson.
Ritatjórar Mattfiías Johannessen,
Eyjóllfur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
RitstjörnarfuHrtrúi Þorbijönn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjöri Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsia ASaistraeti 6, sími 1Ó-100.
Augiíýsingar Aðalstræti 6, sirmi 22-4-80
Ás'kriftargjald 225,00 kr á 'miánuði innanlandis
I lausasöTu 15,00 Ikr einta'kið
KJARVAL
VEÐUR Á SUÐUM
Tíi/Jesti myndlistarmaður þjóð
arinnar er látinn. óhætt
er að fullyrða að enginn
listamaður íslenzkur hefur
notið eins mikilla vinsælda
meðal samtíðarmanna sinna
og Jóhannes S. Kjarval. Þar
kom ekki einungis til stór-
brotin list hans, heldur einnig
óvenjulegur persónuleiki, sem
líður engum úr minni, sem
kynntist honum.
Með andláti Kjarvals er
lokið heilum kapítula í list-
og menningarsögu íslenzku
þjóðarinnar. Enginn listmál-
ari okkar hefur markað eins
eftirminnileg spor með verk-
um sínum og Kjarval. Hann
var ekki aðeins vandvirkur
og óvenju frjór snillingur,
heldur einnig þreklundaður
afkastamaður, sem setti per-
sónulegt mark á allt, sem
hann snerti á. Þegar hann
hefur nú kvatt þennan heim,
verður sú staðreynd efst í
huga, að verk hans munu
áfram lifa öldum og óborn-
um til gleði og unaðar, þótt
hann sjálfur hafi farið „meira
að starfa guðs um geim“, eins
og listaskáldið góða komst að
orði. Enginn stóð hjarta Kjar-
vals nær en Jónas Hallgríms-
son og munu nöfn þeirra eiga
eftir að tengjast enn órjúfan-
legri böndum, þegar stundir
líða. Jónas, Kjarval, rjúpan
og þrösturinn — engin tákn
munu íslendingar eiga betri
í framtíðinni, þegar minnzt
verður þeirrar ástar, sem
hver heilbrigður íslendingur
ber í brjósti til lands síns.
Við andlát Kjarvals er ís-
lenzka þjóðin þakklát fyrir
að hafa átt hann og list hans.
Hann hefur stækkað lítið
land og er einn bezti fulltrúi
þeirrar kröfu, að ísland verði
ávallt frjálst og óháð, með
sérstaka og markverða menn-
ingu.
En framtíðin á einnig eftir
að sýna, að beztu verk Kjar-
vals eru alþjóðleg list, ekki
síður en stórbrotinn vitnis-
burður um þjóðlega reisn og
sterkar rætur íslenzkrar
menningar.
C|kuld ríkissjóðs við Seðla-
bankann nemur nú um
1800 milljónum króna og hef-
ur aukizt um 250 milljónir á
19 dögum, en hún var hinn
23. marz sl. um 1550 milljónir
króna og var það miklu óhag-
stæðari staða ríkissjóðs gagn-
vart Seðlabankanum en á
sama tíma í fyrra og munaði
um 1200 milljónum króna.
Bersýnilegt er, að banka-
stjórar Seðlabankans hafa
þungar áhyggjur af hinni
slæmu greiðslustöðu ríkis-
sjóðs, enda gerði dr. Jóhann-
es Nordal hana sérstaklega
að umtalsefni á ársfundi
Seðlabankans í fyrradag, er
hann sagði m.a.: „ . . . væntir
bankastjórn Seðlabankans
þess, að gerðar verði sem
fyrst frekari ráðstafanir til
þess að bæta rekstrarfjár-
stöðu ríkissjóðs. Það ástand,
sem ætíð hefur ríkt hér á
landi, að ríkissjóður ætti ekk-
ert rekstrarfé, heldur þyrfti
að mæta öllum árstíðarfjár-
þörfum sínum með lántökum
í Seðlabankanum hefur í
reyndinni valdið því, að rík-
isfjármálin hafa haft ótví-
ræð þensluáhrif, jafnvel þótt
greiðslujöfnuður hafi náðst á
síðasta degi ársins. Er mikil-
vægt, að hér verði breyting
á og komið verði á einhvers
konar rekstrarfjársjóði, er
standi undir verulegum hluta
af slíkri fjárþörf ríkissjóðs.
Mundi þá árlega á fjárlögum
ætlað fyrir viðbótarfé í sjóð
í samræmi við aukna rekstr-
arfjárþörf frá ári til árs. Til
þess að stuðla að þessari sjóðs
myndun hefur Seðlabankinn
lýst sig reiðubúinn til þess að
lána ríkissjóði stofnfé slíks
sjóðs og yrði lánið endur-
greitt á 4—5 árum.“
Jafnframt þessum aðvör-
unarorðum skýrði Seðla-
bankastjórinn frá því, að
fjármálaráðherra hefði fallizt
á að fjármagna árstíðabundna
fjárþörf ríkissjóðs með út-
gáfu svokallaðra ríkissjóðs-
víxla, sem ríkissjóður sam-
þykkir og Seðlabankinn kaup
ir af honum en skuldbinding
er um, að verði greiddir fyr-
ir áramót. Hyggst Seðlabank-
inn bjóða slíka víxla bönk-
um og sparisjóðum til kaups
á þeim tíma árs, sem lausa-
fjárstaða þeirra er hagstæð-
ust og skuldbinda sig til að
kaupa þá aftur, ef viðkom-
andi lánastofnun telur sig
þurfa á andvirði þeirra að
halda.
Sú mikla áherzla,' sem dr.
Jóhannes Nordal lagði á það
á ársfundi Seðlabankans, að
ráðstafanir yrðu gerðar til
þess að draga úr yfirdrætti
ríkissjóðs hjá Seðlabankan-
um leiðir athyglina að því, að
aðhald í fjármálum ríkisins
hefur slaknað mjög frá því
að stjórnarskipti urðu og nýr
fjármálaráðherra tók við. Að
vísu liggur ekkert fyrir enn
um það, hvort greiðsluhalli
hafi orðið hjá ríkissjóði á sl.
ári, en síðari hluta ársins
benti þó allt til að svo mundi
verða, vegna fjárausturs
vinstri stjórnarinnar úr rík-
issjóði. Augljóst er, að slík
eyðslustefna á þenslutímum
hlaut að hafa óhagstæð áhrif
á efnahagslífið í landinu, þeg
ar til lengdar léti, og svo
virðist sem sömu eyðslu-
stefnu hafi verið fylgt það
sem af er þessu ári. Yfir-
dráttur ríkissjóðs hjá Seðla-
bankanum er nú orðinn svo
langtum meiri en hann var á
svipuðu tímabili í fyrra, að
enginn samjöfnuður er.
Þótt augljóst sé, að tekjur
ríkissjóðs komi misjafnlega
inn yfir árið og að minni
hluti teknanna komi inn fyrri
hluta ársins, verður þessi
mikla skuld við Seðlabank-
ann þó ékki skýrð með því
einu, heldur er sýnt, að hinn
nýi f jármálaráðherra sýnir
ekki nægilega aðhaldssemi í
stjórn ríkisfjármálanna. Það
veldur auknum áhyggjum,
vegna þessarar slæmu stöðu
ríkissjóðs, að slík skuld hans
við Seðlabankann hefur óhjá-
kvæmilega mikil þensluáhrif
í efnahagslífinu nú og er þó
ekki á bætandi.
Engum blandast hugur um,
að á undanförnum árum hef-
ur stjórn ríkisfjármála ver-
ið mjög sterk og átt mikinn
þátt í þeirri hagstæðu efna-
hagsþróun, sem verið hefur í
landinu. En því miður bend-
ir allt til þess, að sú styrka
stjórn sé ekki lengur til stað-
ar og að allt vaði á súðum
í fjármálum ríkisins. Þetta
er mikið áhyggjuefni. Ekki
sízt vegna þess, að aðrir
þættir efnahagsmálanna kalla
á einhverjar ráðstafanir til
úrbóta.
Að vísu er full ástæða til
að benda á, að þau vandamál,
sem nú eru framundan í
efnahagslífi okkar, stafa af
velmegun en ekki kreppu-
ástandi. Lúðvík Jósepsson,
viðskiptaráðherra, sagði á
ársfundi Seðlabankans, að
það þyrfti sterk bein til að
þola góða daga. Enn hefur
ekkert komið fram sem
bendir til þess, að ríkisstjórn
sú, sem hann á sæti í, hafi
þessi sterku bein til að þola
þá velmegun, sem nú er í
landinu. Velmegunin kallar á
styrka stjórn efnahagsmála
ekki síður en erfiðleikarnir.
Markmiðið að koma Reyk j a
- Stórhækkun fasteignaskatta vegna lagasetningar ríkisstjórn
„ÁSTÆÐA er til að ætla,
að markmiðið með samn-
ingu tekjustofnalaganna
hafi ekki sízt verið það,
að koma Reykjavíkurborg
og Reykvíkingum á kné,“
sagði Geir Hallgrímsson,
borgarstjóri, á fjölmenn-
um fundi, sem Sjálfstæð-
isfélögin í Reykjavík og
hverfasamtökin í borginni
efndu til. Á fundi þessum
gerði Geir Hallgrímsson
grein fyrir því, hver áhrif
nýju tekjustofnalögin
mundu hafa á afkomu
Reykjavíkurborgar og
sagði, að borgin yrði að
nýta til fulls allar álags-
heimildir hinna nýju laga
til að endar næðu saman,
Sérstaka athygli vöktu
þær upplýsingar í ræðu
Geirs Hallgrímssonar að
fasteignaskattar samkv.
hinum nýju lögum mundu
allt að því sexfaldast frá
því sem verið hefur og
stórhækka á öllum stærð-
um og tegundum íbúðar-
húsnæðis. Hér fer á eftir
að meginefni til fyrri hluti
ræðu Geirs Hallgrímsson-
ar:
Þegar 1. umræSu um fjár-
hagsáeetlun lauk í desember
mátti búast við því, að þáver-
andi tekjustofnar borgarinnar
væru þess megnugir að standa
undir eðlilegum rekstrarút-
gjöldum og nauðsynlegum
framkvæmdum, þannig að
álögur á borgárbúa yrðu
ákveðnar skv. sömu reglum
og áður og gefinn 6% afslátt-
ur af útsvari. Það er því vert
að leiða hugann að því, hvað
síðan hefur breytzt.
Það fer ekki á milli mála,
að auðvitað hafa launahækk-
anir áhrif á gjöld borgarinn-
ar. Þannig er talið, að kjara-
samningar í desember, áhrif
Kjaradóms opinberra starfs-
manna og hækkun kaupgjalds
visitölunnar i 109,29 stig valdi
yfir 50 millj. kr. útgjaldaauka
fyrir borgarsjóð.
Þá hafa allir orðið varir við
alls konar verðlagshækkanir
og vitað er, að frá því í nóv-
embermánuði sl., þegar lokið
var samningu frv. að fjár-
hagsáætlun, hafa orðið miklar
hækkanir á flestum rekstrar-
útgjöldum. Nægir að minna
á matvöru, sem talið er að
hafi hækkað um 12,3% frá því
í októbermánuði, viðhalds-
kostnað, sem talið er að hafi
hækkað um 16% frá sama
tíma, rekstur bifreiða eða bif-
reiðastyrkir, sem borgarráð
he-fur samþykkt að hækka um
10% frá sl. áramótum, og nú
síðast póst- og símagjöld, sem
skv. nýjum upplýsingum
munu hafa hækkað um a.m.k.
28,4% og e.t.v. mun meira, eft-
ir því hvernig hækkunin er
metin. Þá er talið, að ýmis
annar rekstrarkostnaður hafi
hækkað um 9,7% frá samn-
ingu frv. að fjárhagsáætlun.
Tillaga sú um 65 millj. kr.
útgjaldaauka er við það mið-
uð, að rekstrarútgjöld borgar-
sjóðs, önnur en laun, hafi
hækkað um 10% að meðaltali.
í hvoru tveggja þessa, að því
er launaútgjöld og hækkun á
öðrum rekstrarútgjöldum
snertir, þá er eingöngu tekið
tillit til þeirra hækkana, sem
fram eru komnar í dag, en
vitað er auðvitað um frekari
hækkanir, sem væntanlegar
eru. Þannig hefur borgarhag-
fræðingur aflað sér upplýs-
inga um það, að kaupgjalds-
visitala muni hækka væntan-
lega úr 109,29 I 117 stig við
næsta útreikning og allit upp
í 120 stig á árinu.
Ef gert er ráð fyrir því, að
óframkomnar hækkanir á
launakostnaði, sem enn eru
ekki komnair fram, svari til
5 stiga hækkunar kaupgjalds-
vísitölu miðað við heilt ár, þá
kostar hvert slíkt stig nær 9
millj. kr. útgjaldaauka, eða
Geir HaMgríimsson í ræðustóli í fyrrakvöld.