Morgunblaðið - 07.05.1972, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1972
Lúðrasveitia Svanur marsérar & Laugrardalsvelli. Jón Sigrurð sson í broddi fylkingrar.
„Hér vantar tilfinnan-
lega útisvið“
Rætt við tvo félaga
í lúðrasveitinni Svan
14
Á Alþingrishátíðarárinu gerð-
ust margrir merkir hlutir í þjóð
Bfi íslendingra. ELnn af þeim
var stofnun lúðrasveitarinnar
Svans, hún var stofnuð 16. nóv
ember 1930, „til þess að efla ogr
auka hljómleikalíf bæjarins,"
eins ogr segrir í 2. grr. félagslaga
hennar. Svanur átti því 40 ára
afmæli fyrir háifu öðru ári.
Síðustu tónleika sína hélt
Lúðrasveitin 8. apríl s.l. og í til-
efni af þeim hitti Mbl. að máli
hljómsveitarstjórann Jón Sig-
urðsson og einhvern elzta með-
liminn, Svein Sigurðsson, og
innti þá tíðinda af hljómsveit-
arstarfinu.
„HÉR VANTAR
TILFINNANLEGA ÚTISVI«“
„Síðustu tónleikar okkar
voru einhverjir þeir erfiðustu
undir minni stjórn, og kom
margt til. Bæði var efnisvalið
erfitt, við lékum þarna verk
eftir Tchaikovsky og Faust eft
ir Gounod, og svo hitt, að þetta
kostaði miklar æfingar, en það
er sannarlega gaman að vinna
með þessum áhugasömu mönn-
um,“ sagði Jón Sigurðsson,
trompetleikari í Sinfóníuhljóm-
sveitinni, stjórnandi lúðrasveit
arinnar, en hann hittum við
fyrst.
„Hvað hefur þú lengi stjórn
að Svaninum, Jón?“
„Það verða orðin 8 ár í haust,
ég byrjaði 1965. Meðlimirnir
voru 28, þegar ég byrjaði, en
wú eru þeir 42 talsins. Við æf-
um tvisvar í viku, og það er
mikil fórn hjá félögunum að
leggja þetta á sig, þvi að allt
er þetta ólaunað."
„Fáið þið ekki styrki frá því
opinbera?"
„Jú, og þeir skulu ekki van-
þakkaðir, en duga skammt.
Sveinn Sigurðsson með þungu
og erfiðu túbuna, sein hann
hefur leikið á í 42 ár.
Styrkur borgarinnar fer allur
í húsaleigu vegna æfinga, en
við höfum æfingaaðstöðu í húsi
við Grensásveg. En þá er eftir
að endurnýja búninga, og hljóð
færin vilja ganga úr sér, og
allt kostar peninga. Og' satt
bezt að segja liðum við af pen
ingaskorti, sem kemur fram í
því, að við getum ekki keypt
okkur nótur og það er alvar-
leg vöntun. 1 lúðrasveit okkar
er mjog margt af ungu fólki,
og við erum þakklátir fyrir
það. Einnig hefur það viðgeng-
izt lengi, að lúðrablásarar ut-
an af landi, sem einhverra
hiuta vegna dveljast í Reykja-
vík lengri eða skemmri tíma
hafa átt athvarf hjá okkur, og
ég vona að það hafi verið til
gagns og gleði fyrir báða að-
ila. Af hljómlistarmönnum okk
ar eru aðeins 3 atvinnumenn,
allir hinir eru áhugamenn."
„Fyrir utan tónleikana 8.
april, við hvað hafið þið feng-
izt?“
„Við erum t.d. nýbúnir að
taka upp sjónvarpsþátt, en mér
er ekki kunnugt um, hvenær
hann verður á dagskrá. Ann-
ars er svo næst á dagskrá Sum
ardagurinn fyrsti (samtalið við
Jón fór fram fyrir þann dag.)
í»á leikum við fyrir skátaskrúð
göngu frá Skólavörðuholti að
Háskólabíói og eftir hádegi fyr
ir Sumargjöf, og hefur svo
verið í mörg ár. Þá leikum við
alltaf 1. maí, og er það einnig
fastur liður. Og ekki má gleyma
17. júní, og síðan tekur við sum
arvinnan, leikur á ýmsum
skemmtisamkomum og svo al-
mennir útihljómleikar, og þá
væri gott að hafa útisvið. Hér
vantar tilfinnanlega úti „pav-
illon“. Það er oft svo erfitt að
hemja nóturnar. Ég hef nú eng
an sérstakan stað í huga fyrir
slíkan pavillon, en það væri
hugsanlegt að hafa hann úr
flekum á hjólum, sem svo
mætti flytja hvert sem er. Já,
það getur verið býsna baga-
legt að missa nótur út í veðr-
ið, og hefur oft komið fyrir."
„Þið hafið fengið orð fyrir
skemmtilega marséringu?"
„Já, við höfum alltaf lagt
mikla rækt við rétta og skipu-
lega marséringu, og fólk kann
vel við það.“
„Þið hafið konur með ykkur
í sveitinni, er það ekki?“
„Jú, um þessar mundir leika
Jón Sigurðsson trompetleikari,
stjórnandi lúðrasveitarinnar
Svans.
með okkur 6 stúlkur, ein
á horn, en hinar á tréblásturs-
hljóðfæri. Yngsti meðlimurinn
er 15 ára og sá elzti að verða
sextugur."
„Ertu nokkuð að hætta
stjórninni, Jón?“
„Nei, en mín skoðun er samt
sú, að sami stjórnandi ætti ekki
að vera alltof lengi, það er
hvíld fyrir báða, og nýr stjórn
andi kemur ævinlega með nýj-
an og ferskan blæ. Annars er
brýnasta verkefni okkar að
reyna að koma okkur upp fé-
lagsheimili. Við erum með dýr
hljóðfæri, og þau þurfa örugg-
an samastað. Við njótum mikils
góðs af styrktarmeðlimum okk
ar, en þeir fá fyrir 300 króna
gjald á ári 2 miða á alla tón-
leika, sem við höldum. Við er-
um þakklátir fyrir þá, en þeir
mættu svo sannarlega vera
fleiri, og það er vafalaust hægt
að auka við tölu þeirra, væri
farin herferð til að fjölga þeim,
og með auknum fjölda þeirra,
myndi starfið aukast, við fengj
um nótur, og hver veit nema
félagsheimilið væri þá á næsta
leiti,“ sagði Jón að lokum.
„VÆRI ÉG UNGUR !
ANNAÐ SINN, MYNDI ÉG
BYR.IA AÐ BLÁSA, EN
LÆRA MEIRA“
„Ja, ég er nú búinn að blása
í 42 ár, og ýmist á 1. eða 2.
túbu, en eiginiega lærði mað-
ur aldrei neitt á þetta,“ sagði
aldursforseti Iúðrasveitarinn-
ar, Sveinn Sigurðsson, maður-
inn sem í 42 ár hefur borið
þyngsta hljóðfærið, bassatúb-
una. „Ég byrjaði 15 ára að
læra, en árið áður hafði ég ver
ið í orgeltímum hjá Jóni ís-
leifssyni, svo að ég þekkti nót-
urnar, þegar ég byrjaði á túb-
una.“
„Er ekki fjarska erfitt
að bera svona þungt hljóðfæri
og blása i það, Sveinn?“
„Jú, túban er anzi þung,
þetta 18—30 kg. Einkanlega er
þetta erfitt, þegar við þurfum
að ganga langan veg t.d. und-
an skrúðgöngum bæjarhluta á
milli, en á æfingum og hljóm-
leikum get ég látið hana hvíla á
standi, og það léttir. Ég
var orðinn slæmur í öxlinni af
þessu. Og það þarf griðarmikið
loft, því að það er erfitt að
blása, og það er ekki hægt að
setja i þetta nema fullþroskaða
menn. Ég var 18 ára, þegar ég
byrjaði. Við erum tveir
með túbur, annar með 1. túbu
og ég með Souza-túbu, sem er
heitin í höfuðið á marsakóng-
inum. Á myndinni af okkur frá
1935, sem þú sérð hérna í af-
mælisritinu, er enginn eftir
nema ég. Fyrsti stjómandi
Svans var Hallgrímur Þor-
steinsson, og var hann í 5 ár,
en allra lengst hefur stjórnað
okkur Karl Runólfsson tón-
skáld, eða í 21 ár.“
„Manstu ekki eftir mörgum
stjórnendum, Sveinn? Gætirðu
ekki talið upp einhverja
þeirra?"
„Jú, við höfum haft marga
stjórnendur, og allir höfðu
þeir eitthvað við sig. Fyrir ut-
þurfi færri menn á skutarana.
Það skyldi þó aldrei vera að 20
menn á skuittogairia hefðu sömu
laun og 31 maður á síðutogara.
Reikna má með því, að olíu-
kostnaður verði meiri og viðgerð
arkostnaður svipaður, þótt
um ný skip sé að ræða. Afla-
möguleikar svipaðir, ef ekki
minni, þar sem skuttogari er að-
eins með eitt undirslegið troll,
en siðutogari með 2. Ef illa rifn-
aði á skuttogara, tæJci meiri
tíma á þeim að gera við vörp-
una, eða skipa yfir á annað
troll en á síðutogara. Þar mundi
strax tapast timi og afU.
an þá tvo, sem ég nefndi, minn
ist ég Jóhanns Tryggvasonar.
Hann var mikill stjórnandi, og
að öM'um öðrum ólöstuðum, hef-
ég aldrei orðið fyrir eins mikl-
um áhrifum af nokkrum stjóm
anda eins og honum. Þá var
Þórunn dóttir hans aðeins
5 ára. Þeir Lansky — Otto og
Moravek, hlupu sumartíma í
skarðið fyrir Karl Runólfsson,
báðir flinkir tónlistarmenn, Þá
má nefna Árna Björnsson tón-
skáld, Björn Ma-rínó Björns
son, Gunnar Sigurgeirsson
organleikara, og svo Jón G.
Þórarinsson, sem var á undan
Jóni Sigurðssyni, sem hefur nú
um 8 ár stjórnað okkur. Allir
voru þessir menn miklir áhuga
menn um tónlist, og ánægjulegt
að starfa með þeim öllum. Já,
það má segja, við höfum verið
heppnir með stjórnendur.
Fyrr á árum lékum við mik-
ið úti á landi um helgar, við
lékum á skemmtunum, sem
haldnar voru í nágrenninu, t.d.
í Þjórsártúni, Álfaskeiði, og
svo héldum við hljómleika á
Eyrarbakka og Stokkseyri, suð
ur með sjó og víðar, og héld-
um svo ball á eftir til að hressa
upp á fjárhaginn. Svo höfum
við farið stórferðir, sem við
nefnum svo til ísafjarðar og
Vestmannaeyja. En eins vil ég
geta, sem alltof sjaldan hefur
verið minnzt á, hve konur okk-
ar eiga mikinn þátt í þessu
starfi okkar, hve þær hafa
sýnt okkur mikla þolinmæði,
þegar við höfum verið langtím-
um burtu frá heimilunum á æf
ingum og við hljómleikahald.
Þær hafa verið dásamlegar."
„Líklega hafið þið haldið
hópinn vel, aldrei neinar krit-
ur, Sveinn?"
„Nei, milli okkar félaganna
hefur aldrei rikt nein óvild,
máski svolitill metingur, heil-
Sveinn Sigurðsson, aldursfor-
seti í Svan.
brigð samkeppni, og ég sé ekki
eftir þeim tíma, sem i þetta hef-
ur farið, og þó höfum við æft
við hin verstu skilyrði, og oft
verið á hrakhólum með æfing-
arhúsnæði og þeir eru orðnir
margir æfingarstaðirnir, og get
ég nefnt þér t.d. ganginn í Aust
urbæjarskólanum, siðar í Gagn
fræðaskóla Austurbæjar,
Franska spítalanum, í bragga
við Skátaheimilið, í þvottahúsi
frá Bretunum á Skólavörðu-
holti, einu sinni í fiskhúsi í
Flosaporti, í fiskhúsi hjá
Kveldúlfi, í húsnæði strætis-
vagnanna við Hringbraut, já,
það var víða komið við. Ég
held ég sé búinn að gegna öll-
Framhald á bis. 23.
Menn eru famir að sjá, að hér
eru á ferðinni mál, sem þarf að
emdurskoða rækilega.
Göimilu skipin okkar eru í
fullium gangi ennþá, og mega
alls ekki stöðvast, þrátt fyrir
nýja togara. Forráðamönnium
þjóðarinnar ber að sjá svo um
að stöðvun flotans komi alls
ekki til, hvorki fyrr né síðar.
Okkur veitir ekkert af okkaur
gangfæra togaraflota til þess að
keppa við erlenda togara, seim
eru og verða á okkar mlðuim um
ðkamin ár, þrátt fyrir 50 mílna
landhelgina.
Bjarni Rafn Guðmundsaon.
Togaraútgerðin 1972
Enginn skyldi efast um það,
að bogaraútgerð á í mjög mikl-
um erfiðleikum þessa dagana.
Kafa þegar fjögur skip stöðv-
azt vegna þess að hver.gi er
hægt að fá fyrirgreiðslu til þess
að halda rekstrinum áfram.
Mjög mikil skömm er að slíku
og ér ekki að sjá að hið opin-
bera geri neinar ráðstafanir í
málinu, svo að hægt sé að halda
rekstrinum áfram, sómasamlega.
Varla mun líða á löngu þar til
fieiri skip stöðvast. Þesisi þró-
un lýsir vanhugsun og ábyrgð-
ariieysi stjómvalda. Ef ekki
verður tekin skjöt ákvörðun i
málinu, gæti farið svo að lands
menn fengju nægju sína af því
að horfa á bogara bundna við
bryggjumar um ókominn tíma.
Þótt .skipin séu orðin gömul er
mikið eftir af þeiim enmþá, og
hatfa þau því mikinn möguleika
á því að skapa þjóðarbúinu
drjúgan skilding i kassann um
ókomin ár. Ekki síður en nýr
skuttogari, er kæmi aldrei til
með að afla fyrir iánum og vöxt
um, hvað þá að hafa upp í
reksturskostnað.
Það færi betur að ríkissjóð-
ur sæi sér fært að greiða með
nýjum skuttogara, og útvega
þeim lán kr. 40—50 milljónir á
ári, svo að þeir þyrftu ekki að
stöðvast fljótlega eftir að þeir
koma til landsins — þar sem
allt virðist lokað þeim sikipum
sem fyrir eru.
Flestir einblína á, að það