Morgunblaðið - 11.05.1972, Page 2

Morgunblaðið - 11.05.1972, Page 2
2 MORGU'NBLAÐtÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAt 1972 „Það er ekki fyrir pappírsbúka að stunda vef nað“ Rabbaö við Karólínu Guðmundsdóttur 75 ára Karólína Gnðmnndsdóttir. Myndin var tekin á 75 ára afmælí*- degi hennar. | KARÓLÍNA Guðmundsdóttir er íjölmörgum Reykvíkingum kunn fyrir vefnaðairkúnst sína. Húr, átti sjötíu og fimm ára afmæli á dögunum og vinnur enn að vefn- aði og Mbl. brá sér til Karólínu og spjatlaði við hana. — Hvað er orðið langt síðan þú tókst til við að vefa, Karó- lína? — Ég hafði barn mikinn áhuga á hannyrðum. Ég var sífellt að sauma út. Nú var ekki svo að skilja að við fínni tegund hann- yrða væri mikið fengizt í mínu ungdæmi. f>á voru kornur i ullar vinnu, þær voru spunakonur og höfðu adveg nóg með það. En ég hafði þennan mikla áhuga ög ár- ið 1920 hleypti ég heimdragan- um og fór til Kaupmannahafnar á Dansk Ku.nstlivsforening. Þetta var bara námskeið yfir sumar- tíma en um haustið hóf ég vefn aðarnám og var við það í þrjá mánuði. En litlu fannst mér ég vera nær. Fyrir þetta borgaði ég sextíu krónur á mánuði og það voru mikiix peningar i þá daga. Ég bjó i herbergi Júliönu frænku rnmnar Sveinsdóttur framan af, því að hún var úti á landi að mála. Svo komst ég að hjá fxök- en Siegenfeldt, sem hafði vefn aðarstofu í Kaupmanmahöfn. — Hún var þekkt fyrir mikla vinnu hörku og stúlkurnar gáfust upp hjá henni hver á fætur annarri. Ég frétti af stúlku, sem hafði gefizt þar upp en ég sótti samt um að komast þangað og vanm þar í tvö ár. Þá var unnið á átta skafta vefum að minnsta kosti, en mest komst ég í að vefa á tuttugú skafta vef. Til skýringar get ég látið það fyigja, að eftir því sem sköftin eru fieiri, því fjölbreyttari getur maður haft mynztrin, sem maður vefur. — Þegar þú komst heim frá námi hélztu sýningu á því sem þú hafðir unnið fyrsta árið eftir heimkomuna. — Já, það var árið 1923. Ég hélt sýningu í Gamla listvinahús inu og hún vakti talsverða athygii ehda var þetta nýtt fyrir fólki. Það var heilimikið skrifað um þessa sýnimgu og ákaflega iof- samlega og það var mér veruleg hvatnirag. Hins vegar giftist ég um þetta leyti, og eignaðist mina tvo syni og af því leiddi, að ég stundaði þá vefnað einkum fyrir sjálfa mig. Ég gaf mér ekki tíma til að gera öllu meira. Þá óf ég áklæði, gluggatjöld og margt fleira i mitt heimilá. Eins og ég segi þá var þetta nýtt, í sveitun um hafði aðaffiega verið fengizt við að vefa í faitnað á heimMs- fólkið en annar vefnaðux var nán ast ekki. Svo hef ég alltaf haft sérstaka ánægju af að knipla sem ég lærði í Kaupmannahöfn. En árið 1938 veiktist ma&uriTm minn og þá var ekki um annað að ræða en taka rösklega til hend ínni. Þá opnaði ég vefnaðarvinnu stofu og hafði alltaf hjá mér stúlkur í vinnu. Þær hafa marg- ar verið afbragðs stúlkur og á síðari árum treysti ég algerlega á þær, enda er ég farin að lýjast og vefnaður gerir miklar kröfur til líkamlegs heilbrigðis. Þær Elín Björnsdóttir og Hulda Gunn íaugsdóttir, sem vinina hjá mér nú, hafa verið árum saman og ég get ekki nógsamlega þakkað þeim fyrir þeirra dugnað. — Hvað fáizt þið einkum við að vefia nú og hvaða efni er notað i vefnaðinn? — Ég nota einigörigu íslenzka ull nú orðið. Ég hef alltaf keypt garnið hjá Gefjuni og ég hefi haft mjög góð viðskipti við þá gegnum árin. Við vefum allt mi'lli himins og jarðar, borðrefla, púða með salónsvefnaði, trefla og værð arvoðir. Svo vefum við mikið af java og ég hef látið gera mikið af mynztrum og hjálpa fól'ki, sem kemur, að veíja liti saman ef það vill. Ég hef verið í javavefnaði síðan 1938 og vona að ég geti að minnsta kosti haldið þvi áfram sem allra lengst. Javi er mjög eftirsóttur og mér þykir gaman að því hvað íslenzkar konur leggja siig orðið mikið eítir að sauma góbelínsaum, enda eru slíkar hannyrðir að mínum dómi ákaflega faltegar. Það er skemmtilegt að sauma gób- einlínið. Nú svo höfum við hérna hjá mér ofið ákiæði, glu/ggatjöld og fteira fyrir stofnanir, flesta bankana, háskól ann og marga aðra. — Finnst þér vera mikiU áhugi hjá ungum konum á vefnaði? — Ég gæti vel buigsað mér það. En hiins er að gæta að að- staða þeirra er ekki sem allra bezt. Vefstóll er plássfrekur og hann er líka dýr. Eg held að kven íélögin gætu þarna komið meira við sögu og sameinazt um kaup á vefistólum og svo gætu komw haift aðgang að þeim tiá að vefa fyrir sig og sitt heimili. Mér dett ur til dæmis í hug hvort aðstaða í hinum ágætu félaigsheimiium úti á landi væri ekki regliulega á kjósanleg. Það er ótal margt sem hægt er að vefa, ekki þarf að byrja stórt eða hafia þetta flókið. Tuskumotturnar eru að mínum dómi alltaf skemmtilegar og afflt of lítið sem gert er af þe'.m, þvl að þær geta verið til mestu prýði og gaigns. Eins og geta má nærri hafa að ferðir við vefnað breytzt afskap- iega mikið súðan ég byrjaði fjrrst að vefa. Franska silkilínið, sem var notað þá var afiar fínt. Núna er yfirteitt ullaruppistað i vefn aðinm og eiigimlega ekki hægt að noba þéttari skeið en þrjátru tanna. Ég verð að segja að ég he£ haft mikla ánægju af að fást við þetta. Ég hef alltaf haift fjarstea tega gaman af því að fást við Uti, starfið hefiur svo siannarlega ver ið Hf mi'tt og yndi og þann 22. maí næstkomandi á ég 50 ána starfsaifmæii. Við eigum okkar draum .. - 'jf&t * AIi Bhutto Framh. af bls. 1 hægt er og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að svo verði. Um þetta eru hins ! vegar ekki allir sammála. Lit- . ilssigldar manneskjur bera fram hinar margvíslegustu j uppástungur um það hvem- : ig með Bengali skuli farið — i en það þýðir ekkert. Ástæðan ;i til þess að ég hef látið ein- ' angra Bengali hér að nokkru ' leyti er sú fyrst og fremst, !■ að ég vil með þvi tryggja ör- : yggi þeirra, ég tel óhugsandi; : að stjórna öllum hræringum, ! sem þeim eru andsnúnar. Lagt hefur verið hart að mér að fjarlægja Bengali úr við- i kvæmum stöðum en ég er staðráðinn í þvi að sjá til þess, að sérhver Bengali, sem kýs að hverfa heim til Aust- ur-Pakistans (Bhutto talar alltaf um Bangladesh sem Austur-Pakistan) geti sagt við sjálfan sig, svo framar- lega sem hann er heiðarleg- ur. „Ég var ekki misrétti beitt ur, ég hlaut ekki slæma með- ferö." — En hvað þá um Bihari- ana í Bangladesh, sem kynnu að vilja flytjast til Pakist- ans? — Mál þessa vesalings fólks er mikil harmsaga, svar- ar Bhutto. Þeir hafa áður tekið sig upp og farið til fyr- irheitna landsins — þegar skiptingin varð milli Pakist- ans og Indlands. >á fóru þeir til Austur-Pakistáns. Nú vilja þeir koma hingað. Að sjálf- sögðu hlýt ég að líta svo á í grundvallaratriðum, að þeir eigi á þvi fullan rétt. Og mér er í mun að kanna hversu mörgum er hægt að liðsinna í því skyni. Við erum reiðu- búnir að taka á móti eins mörgum og mögulégt er. En hvað er mögulegt? Hvar á að setja mörkin? Hann bendir á, að fari Bengalir frá störfum i V- Pakistan skilji þeir eftir sig skörð, sem ekki verði nema að takmörkuðu ieyti fyllt með þvi að flytja Biharia þangað. Og Bhutto harmar, að við slíka flutninga þjóða- brota landa í milli fara þeir alltaf verst út úr flutningun- um, sem minnst mega sín, minnst kunna og minnst eiga. — Þjóðemisvandamál i V- Pakistan er yfirþyrmandi, segir Bhutto — og þörfin fyr- ir umburðarlyndi sannarlega áþreifanleg. Flyttust Bihariar hingað mundu þessi vandamál enn aukast. — Við höfum heitið fólk- inu okkar því að reyna að bæta kjör þess — margt af þvi eru fátækustu manneskj- ur í heimi. Við viljum auka veg þeirra. En ef við þurfum að bæta á okkur milijón Biharimönnum til viðbótar hrynur efnahagslif okkar og við stöndum aftur andspæn- is martröð klofningshreyf- inga, fátækrahverfa, mann- fjölda sofandi á strætum skuggalegra og skítugra borga. Þessu fylgja ótal aðr- ar hrellingar, svo sem kólera, bóla, atvinnuleysii. Við eigum okkar draum um betra Jíf, sem við vonum að verði að veruleika. Milljón manna til viðbótar svona alit í einu, mundi gera þær vonir að engu. • „HELD VIÐ GETUM SAMEINAZT UM ÞETTA VANDAMÁL“ — En batni ástandið i Dacca — og að þvi komi, að við getum talað saman, gæt- um við e.t.v. í sameiningu fundið lausn, t.d. byrjað á því að skiptast á tveimur, þremur eða jafnvel fjórum hundruðum þúsunda manna — komið þeim fyrir smám saman, það væri viðráðan- legra. Við vitum, að aðal- ábyrgðin er í höndum Muji- burs Rahmans og ég er þess fullviss, að hann óskar þess í hjarta sínu að finna þessu fólki stað. Ég held að við get- um sameinazt um þetta vandamál. — Til þess að geta samein- azt þarf að tala saman. Hve- nær gæti það orðið? — Þér vitið að við lítum enn á A-Pakistan sem okkar land. Þér kunnið að segja að það sé heimskulegt, að við eigum i öllum bænum að vera raunsæir og þar fram eftir götunum, en það er hægar sagt en gert. Við verðum að gefa okkur nægilegan tíma til þess að leita lausnar á vandamálum okkar og deilum — til þess að ég geti sagt við þjóð mína, að við höfum a.m.k. gert tilraun til þess að teysa þau. Hann ræðir um fyrirhugað- ar viðræður sínar við Indiru Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, og nauðsyn þess, að taka á deilunum við Indverja með þolinimseði. — Ef við tökum á vandamál um okkar með þolinimæði og í anda samningsviðleitni og erum reiðubúin að slaka á kröfum okkar og afstöðu, get- um við í sameiningu komið í veg fyrir að byssurnar verði látnar tala. Hann ræðir um hætturnar á svæðisbundnum uppreisn- um, svo sem í Baluchistan og landamærasvæðunum í norð- vesturhluta landsins, — segir þau púðurtunnur, sem sprung ið geti hvenær sem er, ef ekki sé farið með þær af ítrustu varkárni. — Ég er ekki maður, sem flýr vandamálin, segir Bhutto Ég hef staðið uppi í hárinu á Ayub Khan og horfzt í augu við hann í hans versta ham. En ég vil ekki og mun ekki taka þátt í deilum, sem hætt er við að leiði til atburða á borð við þá, sem gerðust I Austur-Pakistan. 1 þessu sambandi varar hann við of mikilli bjartsýni varðandi Kashmír . . . þótt deilurnar þar hafi lognazt út af í bili: „Skilnaðarhreyfing- ar geta verið smitandi — hver veit nema atburðirnir í Aust- ur-Pakistan hafi hleypt nýju lífi í íbúa Kashmir og þess eigi síðar eftir að sjást merki.“ Um hugsanlega samninga- ferð tll Indlands hefur Bhutto m.a. þetta að segja: „Ég fer ekki til Indlands með glöðu geði, en er þó reiðubúinn til þess — og fer þá í anda sátt- fýsi. Mig langar ekkert að fara þangað og sjá þá glotta við mér. En ég laet mig hafa það, af þvi að ég held, að á grundveili slíkrar ferðar sé hægt að byggja mikið starf. Takist það, mun ég ekki snúa sneyptur aftur."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.