Morgunblaðið - 11.05.1972, Síða 14

Morgunblaðið - 11.05.1972, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1972 Minning: Markús Finnbjörnsson HINN 11. marz s.l. andaðist í sjúkrahúsinu á ísafirði Markús Finnbjömsson, Hnífcdal. Var útför hans gerð frá ísafjarðar- kirkju 21. sama mánaðar. Markús var fæddur 3. 3. 1885 í Fremri- Hnífsdal. Foreldrar hans voru Halldóra Halldórsdóttir og Finn- björn Elíasson. Markús var elztur 13 systkina. Er hann hafði náð 7 ára aldri, var honum komið fyrir í fóstur til Sesselíu Sig- fúsdóttur, Saebóli, Aðalvík. Þar festi hann rætur, sem aldrei slitnuðu, til dauðadags. Þar undi hann glaður við sitt í blíðu og stríðu, sorg og gleði. Síðastur yfirgaf hann staðinn, eftir að allir voru fluttir þaðan. Var honum það ekki sársaukalaust að yfirgefa Aðalvikina sína mannlausa og lagða í eyði. þó ég væri 25 árum yngri. Vil ég svo enda þessar fátæk- legu línur með þökk til þín fyrir samveruna í sjúkrahúsinu og ennfremur þak'kir fyrir samfylgd- ina í Hnífsdal frá mér og konu minni Ekki þætti nrvér það ótrú- legt, að nú þegar þú leggur upp í þína hinztu för að þú hafir ýtt bát þínum úr vör frá Aðal- vík. Mér fininist ég sjái það í anda, þegar þú rerrnir bát þín- um með fullum seglum styrkri hendi upp í vör sólstrandarinnar hinum megin, þax sem kona þín og bömin þin 4 bíða þín í fjör- unni. Þar verða fagnaðarfundir. Það er svo Ó3k mín til bairna hans, tengdabarna og afabama, að þau megi geyma mininin.guna um ástríkan og umhyggjusam- an föður. Vertu sæll Markús, Helgi Björnsson, Hnífsdal. Þar sern Markús var elztur sinna systkina, kom það að sjáif- sögðu í hans hlut að hjálpa for- eldrum sínum og afla lífsbjarg- ar fyrir þau og systkinahópinm. Vart hafði haran slitið bams- skónum, er hann varð að fara að takast á við Ægi. Um anmað bjargræði var ekki að ræða, en það sem úr sjómum fékkst. 13 ára gamall réðst hanm sem háseti á árabát. Var hann svo fyrirvinma með föður sínum á heimili þeirra til 19 ára aldurs, er leiðir skiidu og foreldrarnir fluttust burt. Markús var mikill þrek- og dugnaðarmaður, og geðprýðis- maður svo af bar. Hann var því eftirsóttur í skipsrúm og alla aðra vinnu, meðan heilsan entist. Ungur að árum gerðiat hanm for- maður á ára- og mótorbátum, og síðar á eigin útvegi og farnaðist vel. Árið 1906 kværatist hann Herborgu Ámadóttur frá Skála- dal, ágætri konu, sem hann unni mjög. Eignuðust þau 11 böm, 4 dóu ung, en 7 eru á lífi, mynd- ar- og dugnaðarfóik. En lífið er hverfult og lánið er valt. Árið 1929 veiktist Markús úr lungnaberklum og varð að leggjast inn í sjúkrahús á ísafirði, þar sem hann dvaldi árlangt. Hafði hann þá fengið nokkurn bata. Var þá aftur ýtt úr vör og á sjóinn haldið til að færa björg í bú. En því miður reyndist sjúk- dómsbatinn ekki nema skin á milli skúra. Árið 1933 reið hol- skeflan yfir er bæði hjónin voru flutt í sjúkrahúsið fársjúk, er leiddi konu hans til dauða ári aiðar. Það var þung byrði sem Markús vinur minn varð þá að axla einn og óstuddur nema af almættinu. Hinn miskunnsami Samverji var ekki viðlátinn þá. Börnin voru 7 eins og áður 6egir, tvö innan við fermingaraldur. Til þess að geta haidið barna- hópnum saman og litið til þeirra, þá keypti hann sér lítið hús í Hnifsdal, á meðan hann dvaldi í sjúkrahúsinu á ísafirði. öninuðust elztu dætur hams heimilið þar af mikilli prýði. Öll él birtir upp um síðir. Eftir að Markús hafði dvalið enn um hríð í sjúkrahúsinu fór nú heils- an að batna. Svo enn var haldið til Aðalvíkur, húsið selt í Hnífs- dal þvi nú var þess ekki þörí lengur þar sem bömin voru orðin sjálfbjarga. — Hann byrjaði því nýtt líf í Aðalvík sem hann kallaði sjálfur seinná lífið. Hann byggði sér þar hús, reri á skektu fram á víkima þegar gaf, og fiskaði vel að vanda. Kom hann sér upp smá fjárbúi, og fékk ágætis manoeskju Hall- fríði Guðnadóttur, sem var ekkja og búin að koma upp mörgum bömum, sér til aðstoðar. Þau bjuggu eins konar félags- búi í um 30 ár í Aðalvík og Hnífsdal. Þetta er ekki nein tæmandi ævisaga Markúsar Finnbjörnssonar, enda ég ekki nógu kunnugur til að gera þar á full skil. Ég kynntist Markúsi fyrst á sjúkrahúsinu á ísafirði, vorum við þar stofufélagar í eitt ár og tiel ég þau kynmi mér til tekna, Ari Markússon frá Akurey — Minning 18. marz s.l. andaðist að heim- iii sínu, Hólagötu 21, Vestmanna eyjum, Ari Markússon verka- maður. Hafði hann undanfarna mánuði átt við vanheilisu mikla að stríða. Var leitað kunmustu sérfræðinga landsins, hanum til hjálpar. Lífsdagur hans var að enda kominn. „Enginn dauðan- um ver,‘‘ segir Haligrimur og fór hér sem segir á öðixmn stað: Eitt sinn skal hver deyja. Ut- för hans var gerð frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum 25. marz og hvilir hann nú í faðmi þeirrar byggðar sem hann helg aði mest af starfsorku sinn.i. Ari var Rangæingur, fagddur að Valstrýtu í Fljótshlið 31. maí árið 1900. Foreldrar hans voru þau hjónin Markús Gúslason bóndi og kona hans Sigriður Aradóttir. Hann var elztur í hópi sjö systkina. Með Ara eru fjögur þeirra fallin í valinn. Eftir liía Sigríður efckja i Reykjavik og Guðtojörg og Ingólfur búandi á Valstrýitu. Árið 1925 giftist Ari eftirlif- andi eiiginfconu sinni Guðrúnu Jónsdóttur, sem einnig er Rangæing’ur. Hjónaband þeirra stóð í 47 ár. Heimili þeirra stóð lengst af i Vestmannaeyjum. Bæði kunnir borgarar og vel- metnir. Þau Guðrún og Ari keyptu sér húsið Akurey sem stendur við Vestmannabraut 46. Má segja að það liggi um þjóð- braut þvera. Ari og Guðrún voru vinmörg og margir lögðu leið sína ár eftir ár í heimili þeirra í Akurey. Þau staakkuðu húsið, en þráitt fyrir það, kom sá tími að þar varð of þröngt. Keyptu þau sér þá vandaða hús eiign við Hólagötu Stóð þar heiimild þeirra umz yfir laufc. Ari var verfcamaður alla tíð og starfaði lengist af hjlá sama fyrirtæki Hraðfrystistöð Vest- mannaeyjum. Hvers virði það var siíku fyrirtæki, að hafa Ara sem starfsmann, verður aidrei metið í töxtum, eða krónum. Hann var einn með elztu starfcmönnum stöðvarinnar, byrjaði þar, með upphafinu og endaði, þegar yfir laiuk. Ari var mjög trúverðugur maður, vildi hvergi vamm sitt vita. Orðvar, hátbvís og grand- var. Hafði hann þá Iyndiseink- unn er prýðir sérhvern mann. Mér er mjög Ijúft að minnast hans. Tel ég hann einn vandað- asta mann er ég hefi fyrirhitt á lífsleiðiinni. Vinátta okkar var fölskvalauis og einlæg. Eins og fyrr getur giftust þau Ari og Guðrún 1925. Eyjar voru þá i uppgangi og búsældarlegt að setjast þar að. Upp úr 1930 kom hin mikla kreppa og hélt öllu í helgreipum alveg áratug. Stopular urðu þá tefcjur verfca- mannsins. Ari og Guðrún voru þó alltaf sjiálfbjarga. Hann tók að sér rekstur heimilisins, en hún saumaði myékranna á milli. 4 urðu bömin, er ðll hafa náð fullorðinsaldri. Eru þau Elías búsettur í Hafnarfirði, Ester bú sett á Akranesi, Emil búsettur i Hafnarfirði og Hörður búsettur í Grindavik. Ari var mjög skyldurækinn og góður faðir. Eft- ir að hans eigin börn voru upp- komin, þá ól hann upp 3 barna böm sín og gekk þeim í fööur- stað. Sýndu þau hjón þar mikið kærleiks og miskunnarverk, sem faðir föðurlau.sra, mun launa á hinum efsta degi. Nú þegar Ari Marfcússon er allur og kvaddur hinztu kveðju, þá er. mikið skarð fyrir skildi hjá eiginkonu hans. 1 hörðu sjúkdlómsstiríði hjúkraði hún hon um og vék efcki frá sjúkrabeði hans og öll ástúð og umhyggja var látin í té sem hægt var. Einum þætti vil ég efcki sleppa, en það var hversu samtenging þeirra var afarsterk í lestri Guðs orðs og bænum stíluðum til Jesú Krists. Það var lífclán þeirra beggja, bjargföst trú á opinberað orð Guðs í Jesú Kristi. Það var kletturinn seim byggt var á. Þessvegna var Ara ekkert að vanbúnaði, þegar kall ið kom. Hann var viðbúinn að ganga á Drottins fund. Viðbún- aðinn batt hann við frelsarann Jesúm Krist. Góður drengur er gemginn. Blessuð veri minning hans. Með inndlegri kveðju til eiginkonu, bama og annarra sfcyidmenna. Einar J. Gíslason. Þórdís Jónsdóttir Fædd 7. október 1934. Dáin 20. desember 1971. Það mun sennilega fleiiruim en ofckur hafa fundizt jólabirtan dv'ina, þegar fregnin um lát Þórdlsar barst, einmitt þá dagana er allir búa slg undir bjarta og gleðiríika jólaihátíð. Hitt vita allir og skilja sem til þefcktu, að þetta var það bezta úr þvi sem komið var, þvS eng- inn vill legigja slifcar þjáningar á vini sína sem Þórdiís varð að þola, til þess að eiga þá lemgur. Við vinkonurnar kynntumst Þórdiisi heitinmi fyrst er við vor- urn nemendur i LaugaSkóla. Hún var þá giift og tveggja barna móðir og virtist í fljótu bragði efcki eiga margt sameigin- legt með 16—17 ára unglinigum. En Þórdís átti eitttovað sameig- inlegt með öllu fólki umgu sem gömiU'. Hún gladdist með glöð- um, en hafði lika djúpa samúð með þeim er hryggir voru og miðlaði þá af góðmennsfcu sinni og veitti þeim huggun er á þurltu að halda. Hin mikla lífsgileði var mjög áberajidi þáttur í fari hennar, fölskvalaus gleði, jafn- vel gáski, er engan lét ósnort- inn. Samt tök hún svo mikinn þátt 1 kjörum vina sinna og vandamanna, að ef húm vissi ein hvem í erfiðleikum, þá varð hún ósjálfrátt döpur. Þegar við iítum til ■ baka yfiir sam- vistir ofckar við Þórdiísi er þakklæti ofclkur efct í huga. Það er bvímælalaust lán að fá að kynnast manneskjum eins og Þórdísi. Að fá að teljast til vina hennar var okkur mikils virði og trygglyndi hennar og vin- festa voru alveg einstöfc. Þórdís giftist eftirlifandi manni stnusm Bluiga Þórarinssyni frá Borg í Mývatnssveit 25. nóv. 1956. Þau hjónin voru búin að byggja sér hús í þéttibýlinu sem myndazt hefur við Laugaskóla. Húsið var uppf’yllimig á draumi þeirra hjóna. Þarna var Múð að börnunum f jórum, þeim Þórarni, Jóni, Sigurði og Friðriku. Em þagar ailt virtist brosa við ungu hjónunum dundi ógæfan yf- ir. Þórdís fór að kenna sér meins, veikindin ágerðust og Ijóst varð að þetta var ólæfkn- andi. Aldrei virtist æðruleysið og geðróin samt dvína. Fram á síðasta da.g var hún sama glaða Þórdís með gamanyrði á vör og brosið einlæiga í augum. Þórdis fæddist að Halldórs- stöðum í Reykjadal og var yngsta bam hjónanna Friðriku Sigfúsdóttur og Jóns Friðriks- sonar sem lemgist af bjuggu að Hömrumn í Reykjadal. Friðrika móðir hennar lézt siíðast líðið vor. Það var einbver bezta og yndislegasta eldri kona sem við höfðuim fcynnzt. Vinir Þórdís- ar, en þeir voiru margir, voru lífca hennar vinir. Við þöktoum forsjóninni fyrir að lla að kynn- ast þessum sérstöku og eftir- minnilegu góðu mæðgum. Við eig um góðar minningar og vitum að við hittumst aftur. Illuiga, bömunum og fjöflslkyld- unni að Hömrum vottum við og okkar fjölskyldur oifckar innileg ustu samúð og biðjum iguð að blessa þau og varðveita. Þau biðjum við að minnast þess, að engir geta mitoið misst, nema þeir sem hafa mitoið átt. Anna og Svala. Minning: Hildur Sigfúsdóttir Fædd 25. nóvember 1891. Dáin 28. april 1972. Sumar myndir lífsins mót- ast sfcýrar í hugann en aðrar, og ein þeirra er þeirn, er hér ritar llnur, ljós eins og hún hafi orðið til í gær, en á þó ár að baki. Það er iítið timburhús í hvit- um snjó. Garður hússins býr yf- ir nokkrum trjáan, sem rétta snjóvgar greinar móti frostgrá- um vetrarhimni. Á greinum þessara trjáa iða fj’ölmargir smáfuglar, sem eiga vissu um daglegan matarforða frá íbúum húss'ins. Sá íbúi, sem oftast kemur svo færandi hendi, er öldruð kona, sem hefur búið sér heimili í risi ásamit syni sín- um, Sigfúsi Hansen. Þe'ssi kona er Hildur Sigfúsdóttir, ftedd á Vopnafirði austuir, á býli er hét Kambur, og alin upp á góðtounnu rausnarheimili, Strandhöfn, við sama fjörð. Ung fluttist hiún til Eyjaf jarð ar og eignaðist mann og þrjá syni. TVo syni missti hún, ann- an barw að aldri og einnig missti hún mann sinn á bezta aldri, en það var lán hennar í móttotinu, að sá er eftir varð, varð henni allt i öllu. Hann átti með henni fallegt heimili og var henni samhentur í tryggð henn- ar til átthaganna, I ást hennar til smóifuiglanna og þess fólks, sem átti samleið með henni og skildi hana, því að samhliða stórbrotinni lund var viðkvaeann in djúp eins og fjörðurinn, sem hún var fædd við. Nú er Hildur Sigíúsdóttir l&t- in, en mynd hússins að Norður- ’götu 28 á Akureyri er enn óbrot in í minningunni. Við, sem höf- um notið gestrisni hennar og vináttu, þökkum hennd og bezta útfararsönginn munu smáfugl- arnir syngja, þvi að þeir þefclktu gott hjarta, sem sló i brjósti þessarar alþýðufconu. Sön.gur þeirra mun fylgja sál hennar til æðri heiima. Ingölfur Jónsson, frá Prestsbafcka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.