Morgunblaðið - 20.05.1972, Page 5

Morgunblaðið - 20.05.1972, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAl 1972 fcomið á sama stig og fýrir sam fcomurnar. Krak'karnir hurfu eins íljótrt og þeir birtust." Þama var lítiU áhugi sýnd- ur á að halda uppi starfi fyrir unga fólkið, eftir að samkomun um lauk, oig því för sem fór. Hreyfingin hefur fengið á sig talsverða gagnrýni. Sagt hefur verið, að siðfræði Jesú- fólksins byggist einigðngu á ein földu vali á milli rétts og rangs í hverjum vanda. Og sumum finnst lítið til koma, þótt þetta umga fólk lesi Bibli- una á hverjum degi og leiti þar að lausnum á öllum vanda, fyrst það afneitar algjörlega mannlegri vizku. Ennfremur hefur verið gagnrýnt, hversu einstrengingsleg viðhorf þessa fólks séu. Ungur maður sagði: „Jesús er allt sem skiptir máli — það er ekkert pláss fyrir neitt annað.“ Þetta viðhorf, segja þeir sem gagnrýna hreyf inguna, veitir auðveldan flótta frá hinni erfiðu leit að raun- særri trú — og ef slík trú er ekki til staðar, segja þeir, verða nýir hðsmenn ann- að hvort ofstækismenn eða gef ast algeriega upp. Einnig má sjá meðal Jesúfðliksins áhuga- leysi um vandamál heimsins. Einn nýfrelsaður sagði, er hann var spurður um kynþátta vandamál: „Ég þarf ekkert að hugsa um þau. Jesús segir manni hvað rétt sé að gera, þeg ar að þvi kemur.“ En nokkur hluti þeirrar gagnrýni, sem að hreyfingunni beinist, er algerlega óréttmæt- ur. Ýmis ungmenni þýkjast vera í hreyfingunni, bara til að láta taka eftir sér, og hugarfar þeirra er algjörlega óbreytt frá því sem áður var. Sem dæmi um slíkt má nefna eiturlyfja- sjúkling, sem tók þátt í mótmælagöngu i Washington, D.C. Hann hélt því fram, að hann tilheyrði Jesú-fólkinu, en hann hafði aldrei lesið Biblí- una, fór ekiki í kirkju og talaði ekki við amnað trúað fólk. Um þetta leyti bjó hann með tán- ingsstúlku. Þó er það rétt, að það er bæði of og van í hreyfingunni. í vissum tilvikum er ofstækið svar við slæmu ástandi í kirkj- unni — lítið líf, stirt guðsþjón- ustuform, lítil trú, lítiU kærleik- ur í samfélaginu, hræsni og lít- ill skiimingur á andlegum mál- um en þó sjást þess ekki merki, að spennan innan hreyfingar- innar sé í rénun. Jesú-fólk sæk- ir kirkjurnar til að fá leiðsögn í bibhulestri og þar er tekið hjartanlega á móti því. Kápusíða bókarimtar með fvá- sögnum af starfi David VViJker- son. I gærkvöldi kom hingað til lands hópur Jesú-fólks fiá Svi- þjóð. Þetta fólk mun koma fram á hvitasunnusanikomunni í Laugardalshöll annað kvöld og flytja þar ljóð og lög og annan boðskap um Krist til unga fólksins. Þessir Svíar, sex talsins, hafa undanfarið vakið athygli í heimalandi sínu og víðar, þar sem þeir hafa hald- ið samkomur að jafnaði tvö kvöld í viku í kirkjum og sam- komuhúsum um allt landið, og viðfangsefnið hefur verið „Horfðu é Jesú“. Þau hafa al gerlega frjálst form á þessum samkomum og ekkert er ákveð ið fyrirfram um dagskrá þeirra. Tilfinningin hverju sinni ræð- ur þvi hvað gerist. Kannski byrjar eitt þeirra að syngja, og hin taka undir. Siðan fer ann- ar með bæn, og sá þriðji vitn- ar. Ekki eitt einasta orð er lesið af blaði, nema ljóð skáld- konunnar Ylvu Bggehorn, sem er ein í hópnum. „Þetta tekst af því að við erum svo sam- stillt," segja þau, „og af þvi að Jesús er alltaf með.“ 1 lokin er rétt að spyrja: Hver hafa orðið áhrif hreyf- ingarinnar? Kaþólskt timarit hefur svar- að þessari spurningu á þessa leið: „Nú er eining og samvinna, þar sem áður voru skil á milli stétta, kynþátta og kynslóða. Þetta fólk lifir einföldu liferni og það sýnir vilja til að þjóna öðrum og það telur sig í flokki með fátækum. Það sýnir greini leg merki sjálfsstjórnar.“ Er tímaritið Life hafði fjall- að um hreyfinguna, bárust því bréf frá mönnum, sem kváðust óttaslegnir vegna þeirrar yfir- borðsmennsku, sem þeir kváðust sjá hjá einstaklingum innan hreyfingarinnar. Sagt var, að þetta Jesú-fólk léti sig engu varða félagsleg vandamál í trúboði sínu, og þá áttu bréf- ritarar einkum við strið, meng- un, kynþáttafordóma og fátækt. Það er rétt, þegar litið er á heildina, að þetta kristna fólk stendur ekki í mótmælaaðgerð- um vegna stjórnmálalegra eða félagslegra mála eða tekur þátt í deilum um ályktanir á kirkju fundum. En þetta fólk gefur fæði, klæði og húsnæði því fólki, sem þess þarfnast og á sinin hátt hjálpar það til að stöðva stríð, með því að ráðast á kjarna vandamálsins. Jakkcsr — pils — buxur — kápur Vörumarkaöurinn hf Ármúla 1 A. Vefnaðar- og fatadeild, s. 86-113, Húsgagnadeild, s. 86-112, Matvörudeild, s. 86-111. Eru þeir á heimsmælikvaröa ? Kauptu nýju L.P. plötuna og dæmdu sjálfur ^corpion Hljómplötur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.