Morgunblaðið - 26.05.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.05.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1972 21 — Uppeldismál Framhalð af bls. 17 ir t.d. skriftarnám siðar, að ekki sé talað um þá gleði, sem barnið hefur af þessu. Félag-sþroski. Félagsskapur er öll- um börníum nauðsyinlegur. Leikskól- amir og dagtieimilin gefa borgar- börnum einstakt tækifæri til að leika við jafnaldra sína. Eðlislægri fé- lagsþörf er fullnægt, og félagsþrosk inn eflist. 1 allri leikstarfsemi verð- ur að gæta þess vandlega að hafa deildimar eða hópana ekki of fjöl- menna, og reyna eftir fremsta megni að skipta börnunum niður í smáhópa, hvenær sem færi gefst. Börnin læra flest smám saman, að í leikskólanum eða á dagheimilunum er það algerlega undir þeim sjálfum komið hvort þau verða vinsæl af fé- lögunum eða ekki. Ef þau er í sífelld um slagsmálum, troðast fram fyrir aðra, eða eru væflin og kvartsár, verða þau óvinsæl. Þau verða að læra að virða hvert annars rétt, fara eftir röð, skiptast um leikföng o. s.frv., ef þau vilja dafna í hópnum. Hlutverk fóstrunnar er hér mjög veigamikið. Hún verður að sjálf- sögðu að leiða hópinn á þessari bi’aut, hjálpa börnunum til að leysa vandamál sín og koma i veg fyrir árekstra. Er ljóst, hversu mikilvægt hið fé- lagslega uppeldi er, öllum börnum, en ekki sízt einkabörnum og börn- um, sem eru langyngst og eiga lítinn kost á samneyti við börn á svipuðu reki og þau heima hjá sér. Er oft á- berandi hversu illa slíkum börraum gengur að samlagaist öðrum börnum, vegna þess að þau hafa aldrei þurft að taka tillit til annarra og finnst, að þau eigi að vera rétthærri en aðrir. Undir handleiðslu góðrar fóstru geta börnin lært að vera góðir félagar og að umgangast önnur börn með ánægju. Ég vil taka undir með litlu stúlkunni, sem sagði: „Leikskólinn gerir okkur börnin að vinum.“ Á leikskólum og dagheimilum venj ast börn ennfremur á að líta á full- orðna fólkið sem Vini, sem leita má til í gleðd og sorg. Fós'tran er ofit trúnaðarvinur barnanna. Þau leita til hennar eins og góðrar móður. Oft verður þeim á að segja, „mamma“ við hana, og sýnir það ef til vill gerst hug þeirra til fóstrunnar. Þessa frjálslegu og eðlilegu af- stöðu til fóstrunnar yfirfæra börnin oft yfir á kennara sinn, er þau síðan hefja skólanám. Þau líta strax á hinn ,nýja ókunna keranara sem vin og vænta sér alls góðs af honum eins og af fóstirumimi sinni. Br þeim þetta ör- ugglega mikill styrkur í upphafi skólanáms. Hið félagislega uppeldi barnanna, sem leikskólar og dagheimili veita á svo einfaldan og sjálfsagðan hátt, er e.t.v. merkilegasti og afdrifarík- asti þátturinn i uppeldishlutverki þessara stofnana, ef vel tekst til. í næstu grein verður áfram rætt um uppeldisgildi leikskólastarfsem innar og verður þá aðallega fjallað um áhrif lei'ks'kólastarfseminnar á til finninga- og greindairþroska barns- ins. Að lokum verður síðan stuttlega vikið að mismun á starfsemi leik- skóla og dagheimila og nauðsyn þess fyrir foreldra að gera sér hann Ijós- an. Valborg Sigurðardóttir. — Fiskveiðar Framhald af bls. 17. ráðstefnunni verði fresitað. Síðast þegar ég vissi voru 77 lönd fylgjandi út- færslu fisikiveiðiliögsög'U en að eins 30—35 á móti. Þau lönd, sem eru á móti vilja draga máliö á langinn, þar sem þau vi'ta sig í minniihluta. í öðru la-gi vinnum við þegar að því að sannfæra þimgimeran fyflkja oklkar um það, að fram- kvæma þurfi strax þær regl- ur, sem við vonuim að hafrétt arráðstefnan setji. 1 þriðja lagi reynum við að sýna þing mönraum fram á að vi'ð verð- um að færa út landhefligina strax, ef samikomulaig næst eikki á náðstefnunni.“ Bandax-ikin hafa gert samn ing við Brasiilí'Uistjórn um það að túrafiskbátar frá Banda- rikjunum fái að veiða á viss- um stöðum innan 200 míflna fiskveiðilögsög'u Brasiliu. Ég spurði Gri'ce um þennan samn ing. „Við binduim miklar vonir við hann þvi að varla er hægt að semja um leyfi til að veiða innan 20 m’íflna fisk veiðilögsögu án þess að við- urkenna um leið að hún sé til. Þetta eru þó eikki nema von- ir enn, því að við höfum etoki ferngið að viita neitt um samningiinn. Af einhverjum óikunnum ástæðum hvíldr tnikil leynd yfir honum. Við höfum liika ástæðu tifl að ætla að afstaða ríkisstjórnarinnar í Washiington sé eitthvað að breytast til batnaðar." _ Frank Grice hefur hitt ýmsa Islendinga og kom þvi meðal annars til leiðar að Hanis G. Andersen var feng inn til að halda erindi, þeg ar ríikisstjórinn, Francis Sar gent, héflt fund með þing mönnum svæðisins, til að kynna þei«n fiskimál. Grice sagði að lotou.m. „Ég hef mikinn áhiuga fyr ir að útfærsla fiskveiðilög sögunriar gangi vel hjá ykk- ur íslendirngium. Þið hafið ver ið brautryðjendur í þessum málum á Norður Atlantishafi og eruð enn. EJf ég get eitt- hivað gert tifl hjálpar vil ég igera það því það gagnar oikk ur Mika að lofcum. Mér er senniflega Ijósara en flest- um öðt’um, efti'r að horfa á það sem hér hefur geczt, að það má eyðileggja fisktveiðar Islendinga á örfáxim árum.“ 1972 Lærið undirsiöðuatriði skíðaiþróttarinnar í sumarfríinu. í*á vcrður næsti vetur tiihlökkunarefni. Aðstaðan er mjög góð í fjölliinum og innanhúss eru heit böð, góður matur og góöir félagar. Kvöldvökurnar eru þegajr landsfrægar. Brottfarardagar í sumar: Frá Reykjavik: Dagafj.: Tegund námskeiðs: Verð: Júní 19. mánud. 6 dagar unglingar 12—16 ára 6.400,00 Júni 24. laugard. 7 dagar almennt 9.400,00 Júni 30. fóstud. 7 dagar almennt 9.400,00 Júli 6. fimmtud. 7 dugar almennt 9.400,00 Júli 12. miðvikud. 7 dagar .almennt 9400,00 Júli 18. þriðjud. 7 dagar almennt 9.400,00 Júlí 24. mánud. 7 dagar almennt 9.400,00 Júli 30. sunnud. 6 dagar fjölskyldur 8.200,00 Ágúst 4, föstud. 4 dagar Verzlunarmannah. skiðainót 5.600,00 Ágúst 8. þriðjud. 6 dagar unglingar 15—18 ára 6.400,00 Agúst 13. sunnud. 6 dagar unglingar 15—18 ára 6.400,00 Ágúst 18. föstud. 6 dagar unglingar 14 áK og yngri 5.400,00 Ágúst 23. miðvikud. 6 dagar unglingar 14 ára og yngri 5.400,00 Ágúst 28. mánud. 7 dagar almennt (lokaferð) 8.900,00 Innifalið í námskeiðsgjaldi: Ferðir, faeði, m.a. á báðum leiðum, gisting, skiðakennsla, skiðalyfta, leiðsögn í gönguferðum, ferðir frá skóla í skíðabrekkur og kvöldvökur. Skiða og skóleiga á staðnum. Bokanir og farmiðasala. Ferðaskrifstofa Zoega, Hafnarstræti 5, Rvk. sími 2 55 44. FEROASKRIFSTOFA HAFNARSTRÆTI 5 Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum m m 8 JOHNSON H.L Útbaö Framkvæmdastjórn byggingar orlofshúsa að Svignaskarði í Borgarfirði óskar eftir til- boðum í smíði 9 orlofshúsa í landi Svigna- skarðs. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Iðju, Skólavörðustíg 16, Reykjavík, á skrifstofu- tíma, kl. 9—6 dagl., nema laugard. kl. 9—12, gegn 10 þúsund króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð föstudaginn 9. júní 1972. Kodak 1 Kodak I Kodak 1 Kodak 1 Kodak KODAK Litmqndir HANS PETERSEN H/f. BANKASTR. 4 SÍMI 20313 GLÆSIBÆ SÍMI 82590 Kodak 1 Kodak f Kodak I Kodak I Kodak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.