Morgunblaðið - 22.06.1972, Side 16

Morgunblaðið - 22.06.1972, Side 16
16 MORGLFNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1972 Otgofandí h!f, Árv.a’kur, Rfeykijavík Frarrvk.va&mdas.tjóri Haratdur Sveinsson. flrt'Stjórar Matthías Johannessen, Eyjóltfur Konréö Jónsson. Aöstoöarritstijóri Sityrmir Gunnarsson. Ritsrtjómarf.ulItrúi borbjöm Guðmundsson Fréttestjóri Björn Jólhann-sson Auglýsingastjóri Árni Garöar Kristinsson Ritstjórn og aígreiðsla Aðalstræti 6, sími 1Ó-100. Augliýsingar Aðafatr'eeti 6, sfmi 22*4-80 Áskriftargjaid 226,00 kr á 'mánuði innanlands I íausasöiu 16,00 Ikr eintakið NÆST SAMKOMULAG? KUNNA ÞÓRARNI ENGAR ÞAKKIR Pins og við mátti búast náð- ist ekki samkomulag í landhelgisviðræðunum í London. — „Ennþá er mikill skoðanamunur og á þessu stigi málsins er engan veginn hægt að segja fyrir um það, hvernig samningaviðræðurn- ar endanlega fara“ eru um- mæli sjávarútvegsráðherra eftir viðræðurnar. Eigi að síð- ur ber að fagna því, að ákveðnar skyldu framhalds- viðræður bráðlega. Á það verður að reyna til þrautar, hvort ekki finnist lausn, er báðir aðilar geta sætt sig við. Á hinn bóginn hlýtur sú stefna, sem viðræðumar um sérsamninga við Efnahags- bandalagið hefur tekið, að valda vonbrigðum hér á landi. Þannig er það gert að skilyrði í tilboði Efnahags- bandalagsins um tollalækk- anir á fiski og fiskafurðum, að samkomulag náist í land- helgisdeilunni. Við íslendingar getum að sjálfsögðu ekki fallist á, að útfærslu landhelginnar sé blandað saman við sérsamn- inga okkar við Efnahags- bandalagið með þessum hætti. Það verður að gera viðsemjendum okkar ljóst. Til útfærslunnar var stofnað til þess að forða fiskimiðum okkar frá eyðileggingu. Til þess að það megi takast, verð- um við að hafa lögsöguna í okkar höndum og skipuleggja svo veiðarnar, að tryggt sé, að ekki sé á fiskistofnana gengið. í þeim efnum getum við ekki treyst á aðra. Þar verðum við að marka stefn- una sjálfir, enda eiga engir jafnmikið í húfi. Sú yfirlýsing aðstoðarutan- ríkisráðherra Bretlands, að ekki sé útilokað, að Englend- ingar grípi til herskipavernd- ar fyrir brezka togara, er sannarlega ekki fallin til þess að auka líkurnar fyrir því, að samkomulag náist í land- helgisdeilunni, og ber að átelja það harðlega, að hann skuli láta slík ummæli falla í neðri deild brezka þingsins. I lengstu lög verður þó að ætla, að þessi ummæli hafi verið sögð að óathuguðu máli. Það á ekki að geta farið á milli mála, að í landhelgismálinu er samstaða íslendinga algjör um það, að 50 sjómílur eru algjör lágmarksáfangi. Stefn- an er sú, að við helgum okk- ur landgrunnið allt, þótt rík- isstjórnin hafi því miður ekki treyst sér til þess að stíga það skref til fulls nú. Eins og fyrr segir eru ákveðnar framhaldsviðræður um landhelgismálið í Reykja- vík innan skamms. Allir vona, að þar megi takast að finna viðunandi lausn innan þess ramma, sem tryggir okkur íslendingum yfirráð yfir 50 sjómílunum, tryggir okkur þau yfirráð yfir fiski- miðum okkar, að takast megi að koma í veg fyrir eyðilegg- ingu þeirra. Um það standa allir fslendingar saman. ¥ forystugrein Tímans í gær er þeim ósannindum hald- ið fram, að minnihlutaflokk- arnir í borgarstjórn Reykja- víkur hefðu lagt til, að 50% álagið á fasteignaskatta yrði ekki látið ná til íbúðarhús- næðis. Engin slík tillaga kom fram frá borgarfulltrúum minnihlutans og enginn þeirra greiddi atkvæði gegn því, að 50% aukaálagið yrði lagt á fasteignaskattinn. Enda hefði það þýtt í raun, að Reykjavíkurborg hefði ekki getað ráðizt í neinar nýjar framkvæmdir á þessu ári, hverju nafni sem þær nefnast, hvorki ný barna- heimih, skóla né annað, eins og fram kemur í athyglis- verðu viðtali við Birgi ísleif Gunnarsson í Morgunblaðinu í dag. En þess mættu hins vegar íbúðareigendur í Reykjavík og aðrir minnast, að borgar- fulltrúar stjórnarflokkanna mátu meir ímyndaða hags- muni ríkisstjórnarinnar en hagsmuni Reykvíkinga, þeg- ar þeir treystu sér ekki til þess að greiða atkvæði með áskorun borgarstjórnar Reykjavíkur til ríkisstjórn- ar og Alþingis um, að möguleikar Reykjavíkurborg- ar og annarra sveitarfélaga til tekjuöflunar yrðu a.m.k ekki lakari en áður eftir skatta- lagabreytingamar. Á því stigi málsins gat 1. borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, Einar Ágústs- son, látið til sín taka og kom- ið til liðs við þá, sem vildu ekki skerða hag sveitarfélag- anna. Ef hann hefði gert það þá hefði heldur ekki þurft að grípa til álagsheimildar- innar á fasteignaskattinn nú. Nei, sannleikurinn í mál- inu er einfaldlega sá, að með skattalagabreytingunum voru tekjustofnar sveitarfélaganna stórlega skertir. Það má nefna kaupstaði eins og Ak- ureyri, Vestmannaeyjar, Hafnarfjörð, Kópavog, Kefla- vík, ísafjörð, Sauðárkrók. Á öllum þessum stöðum greiddu bæjarfulltrúar Fram sóknarflokksins atkvæði með 50% álaginu á fasteignaskatt- ana af því að þeir máttu til, — af því að meðal stjórnar- flokkanna á Alþingi fannst ekki einn einasti maður, sem skildi þarfir sveitarfélaganna og bar hag þeirra fyrir brjósti. Þessir bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins kunna formanni þingflokks Fram- sóknarflokksins, Þórarni Þór- arinssyni, áreiðanlega litlar þakkir fyrir skrif hans um þessi mál nú, þegar hann seg- ir þá níðast á borgurunum, þegar þeir leggja gjöld á lög- um samkvæmt til þess að standa undir óhjákvæmileg- um útgjöldum. Enda lýsa skrifin sama skeytingarleys- inu fyrir hag sveitarfélag- anna og fram kom hjá þing- mönnum Framsóknarflokks- ins við afgreiðslu tekjustofna laganna á Alþingi í vetur. Blóðbaðið í Burundi Fórnarlömb borgrarastyrjaldarinnar í Burundi. EFTIR COLIN LEGUM. Borgarastríð milli tveggja aðal ætt bálka Burundis, hefur gert þetta fjalllenda lýðveldi í Mið-Afríku að hræðilegum blóðvelli. Þar sem höfuð borgin er nær einangruð og fjar- skipti mjög takmörkuð, er ómögulegt að fá að vita með vissu hversu marg ir hafa verið drepnir síðan átökin hófiust fyrir um tveim máimuðlum. Al- þjóðlegar hjálparstofnanir gizka á 150 þúsund manns. Þrefalt meira en opinberar tilkynningar stjómar Bur undis halda fram. í einu þorpi, — Kitega, segja sjón arvottar að 400 manns hafi verið tieknir af lífi, dag hvern í heila viku. Um 10 þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamæri nágrannaríkisins Tanzaniu, og þúsundir í viðbót eru í felum í Burundi. Átökin eru á milli Tutsi og Hutu ættbálkanna. Hinir risavöxnu Tutsi- menn hafa jafnan farið með pólitísk völd, þótt þeir séu aðeins um 1/5 af þrem milljónum íbúum landsins. Hutu-ættbálkurinn hefur lengst af lotið stjóm þeirra, þótt hann sé mun fjölmennari. En línumar eru þó langt frá þvi að vera skýrar, þar sem mikið hefur verið um giftingar milli ættbálkanna tveggja. Blóðbaðið hófst lika með því að fyrrverandi konungur Tutsi- manna gekk í lið með Hutu-mönnum til að reyna að steypa Miohel Micoim- bero, forseta, sem bollaði honum frá völdum 1966. 'v/ 0» THE OBSERVER Mlálið varð enn flóknara fyrir þá sök að sterk sveit kongóskra upp- reisnarmanna frá nágrannaríkinu Zaire (áður Kongó) tók þátt í bylt ingartilrauninni, en Mobutu, forseti Zaire hefur sent hernaðaraðstoð til Burundi. KÆTI'R HARMEEIKSINS Rætur þessa harmleiks í Burundi ná aftur tíl ársins 1959. Þá tókst bændum af Hutu ættbálknum, í ná- grannaríkinu Rwanda að steypa kon ungi landsins af stóli, en hann var af Tutsi ættbálknum. Á tímabilinu frá 1959 til 1962 voru meira en 20 þúsund Tubsi-menn vegnir í Rwanda og 200 þús-und flúðu til Burundi og Tanzaniu. Æ síðan hefur verið mikil spenna milli Tutsi- og Hutu-manna í Burundi. Mikil valdabarátta hefur verið háð og Hutu-menn hafa gert nokkrar byltingarti-1 ra-u n i r sem hafa verið brotnar á bak aftur með harðri hendi og haft í för með sér aftökur margra fremstu menntamanna þeirra. Herforingjastjórn Micomberos, sem tók völdin í árslok 1965, gerði tilraun til að finna grundvöll fyrir sameiginlegri stjórn ætthálkanna tveggja, en tókst ekki að vinna traust Hutu-manna. UPPREISNIN 1 apríl síðastliðnum, sauð svo upp úr og borgarastríðið hófst. Konung- urinn fyrrverandi (Ntare V. 25 ára gamalll) hafði verið í útlegð en sneri heim í skyndi þegar uppreisnin hófst á tuttugu stöðum í einu, á einni nóttu. Þúsundir Tutsi-manna voru vegnir og engum hlíift, konur, hörn og gamalmenni voru murkuð niður. Meðal þeirra sem féllu var faðir Micomberos, forseta. Þúsundir urðu að flýja heiimóli síin. Her Mioamberos, réðst til atlögu við uppreisnarmenn ina og það kom fljótlega í ljós að þeir máttu sín einskis gegn honum. Hutu-uppreisnin sem hafði byrjað með fjöldamorðum á Tutsi-mönnum, varð brátt að hreinni slátrun á Hutu mönnum sjálfum. ENGIN MISKUNN Það liggja fyrir sannanir um hreina herferð till útrýmingar á öll- um menntuðum Hutu-mönnum og leið togum og jafnvel skólabörn voru murkuð niður. Margir Hutu-mann- anna búa uppi 1 fjöllunum og þeim var bannað að koma niður á láglend ið, til að hindra að þeir gætu tekið þátt í uppreisninni. Þeir sem brutu þetta bann voru skotnir niður hvar sem til þeirra náðist. Hvorugur aðilinn sýnir nokkra misikunn og það berast fréttir um að heilar fjölskyldur, jafnvei heil þorp hafi verið þurrkuð út. Það er hætta á að áður en yfir lýkur verði aflleið- ingarnar af þeissiu borganastríði jafn- vel enn hræðilegri en nú þegar er orðið. Tutsi-menn sem áttu á hættu að verða útrýmt í Rwamda oig nú aft- ur í Burundi, eru fullir heiftar og það gæti farið svo að þeir notuðu sér þau yfirtök sem þeir nú hafa, til að binda í eitt skipti fyrir öll, endia á þá ógnun sem Hutu-menn eru þeim. ENGA HJÁLP AÐ FÁ Með þeirra núverandi hugarfari Friuniliald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.