Morgunblaðið - 02.07.1972, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1972
SKÁK gefur út
sérstakt einvígisblað
— 26 tölublöö áætluð
í g'ær var opnuð í myndlistarhúsinu á Mikiatúni, Kjarvaisstöðum, sýning á vegum Félags ísl.
myndlistarmanna. Sýningin verrður opin í tvo daga og lýkur henni kl. 10 í kvöld. Þarna eru
sýnd 36 málverk eftir 12 málara og tólf höggmyndir fjögurra myndliöggvara.
Úr Rauðasandshreppi
í TILEFNI af heimsmeistaraein-
víginu milli Fischers og Spassky
mun tímaritið Skák gefa út sér-
stakt einvigisblað, sem koma
mun út morguninn eftir hverja
skák. Mun blaðið verða á þrem-
ur tungumálum, ísienzku, ensku
og rússnesku og kemur hið
fyrsta út fyrir fyrstu skákina
á sunnudag.
Á fundi með fréttamönnum í
gær skýrðu forstöðumenn blaðs-
ins frá útgáfunni. Meðal efnis
munu verða allar skákir einvíg-
isins með skýringum eftir stór-
meistarann Gligoric meðal ann-
arra. Auk þess mun Ingvar Ás-
mundsson sjá um skrif um
tæknilegu eða faglegu hliðina,
en Ingvar er einmitt ritstjóri
einvígisblaðsins. Þá mun Helgi
Sæmundsson rita fastan þátt í
blaðið, en aðspurður um, hvort
hann væri skákmaður sagði
Helgi á fundinum af alkunnu lít-
i'llæti, að hann „kynni manngang
inn“. Auk þessa verða svo við-
töl og myndir af ýmsu tagi og
kapp lagt á að gera hverri um-
ferð sem bezt skil.
í fyrsta blaðinu á sunnudag
verður m.a. grein eftir forsetann
dr. Kristján Eldjárn, birtar þær
fimm skákir, sem Fischer og
Spassky hafa teflt tii þessa, svo
og myndir og frásögn frá setn-
ingunni á laugardag.
Ráðgerð eru 26 tölublöð, en
blaðið mun koma út þrisvar í
viku, á mánudögum, miðviku-
dögum og föstudögum. Stærðin
verðui' 16 síður, 8 með lesmáli og
8 með auglýsingum. Blaðdð verð-
ur í sama broti og Skák og fá
áskrifendur timaritsins það með
helmings afslætti, en söluverð
er 100 kr. í lausasölu og 1800
fyrir útgáfuna í heild. Hefur
Skák sent auglýsingabréf víða
um lönd varðandi útgáfuna og
nú þegar hefur borizt talsvert
af pöntunum, en að öðru leyti
sögðu þeir félagar, að stærð
upplags yrði að ráðast. Þessi út-
gáfa á sér enga hliðstæðu í skák-
sögu Islands.
Látrum, 18. júní.
17. júní var hér kaldur, norð-
an sveljandi til sjós og lands.
Hreppsbúar komu þó saman í
félagsheimili sínu, Fagráhvammi,
að vanda á þjóðhátíðardaginn.
Ávarp fjallkonunnar flutti að
þessu sinni frú Dagbjörg
Ólafsdóttir, Hænuvík, en hátíða
ræðuna flutti Guðmundur Frið-
geirsson skólastjóri og sagðist
báðum vel. Lítið varð um útileiki
vegna stormsins. Enginn sást
undir áhrifum áfengis, enda hef-
Þess vegna eru stjómtæki
5QSBEAM bílanna staðsett við hendur þínai;
í fjórtán sm §arlægð frá stýrinu.
Leit að tökkum í mælaboroi er því engin meðan á akstri stendur.
Markvert öryggisatriði.
Þau stjórntæki
sem grípa þarf til
fyrirvaralaust í akstri
eru staðsett
við stýrið.
Önnur eru fjær
til að útiloka rugling.
Stefnuljös
Ljósaskiptir.
Leifturljós
Allt á sama stad Laugavegi 118 - Sími 22240\
'EGILL,
VILHJALMSSON HFI
ir það aldrei þekkzt hér á 17.
júní samkomum að „Bakkus“
hafi mætt, en öll börn og ung-
lingar sveitarinnar ávallt saman
komin á staðnum þann dag, þau
er fótfær eru orðin og jafnvel
sum hinna.
SAUÐBUKÐUR.
Sauðburði er um það bil lok-
ið, og hefir viðast gengið nokk-
uð vel, þó hafa sumsstaðar ver-
ið nokkur brögð að því, að
lömb hafa fæðzt dauð, ær látið
lömbum, og ýmisleg óáran sem
ekki á að vera. Gæti það verið
afleiðing tviböðunar á sauðfé
síðastliðinn vetur að einhverju
leyti, þannig, að ær hafi verið
ver undir það búnar á timabili
að ganga með fóstur.
Abúandi.
Sú ánægjulega frétt barst um
sveitina á sautjándanum, að á-
búandi væri kominn á hið forna
höfuðból, Saurbæ á Rauðasandi,
sem len.gi hefir verið í eyði. Var
ábúandinn mættur á sautjánda
júni fagnaðinum sem aðrir sveit-
ungar. Maðurinn heitir Árni
Vesturgör, er Færeyingur að
uppruna, en verið lengi á
Isiandi við sjómennsku og fleira,
stór og glæsilegur maður svo
sem Færeyingar flestir eru. Ilin
verðandi húsfreyja að Saurbæ
hvað vera væntánieg inn-
an skamms.
HROGNKELSAVEIDI.
Hrognkelsaveiði var mjög góð
i upphafi, en var stöðvuð, þeg-
ar bezt lét vegna markaðsörðug
leika, en nú hefir eitthvað rætzt
úr með markaðshorfur, en síðan
hefir veður verið óhagstætt, og
veiði treg.
SELVEIÐI OG EGGVEK.
Selveiði er nýlega hafin á
Rauðasandi og gengið mjög vel.
Æðarvarp í Örlygshöfn hefir
einnig gengið vel og áfallalaust.
Smávegis var tekið af eggjum
Framhald á bls. 20
SKÁK
EINVIGISBLAÐIÐ
Símar 15899, 15543
ÍSLENZKA -
ENSKA -
RÚSSNESKA
HRINGIÐ STRAX