Morgunblaðið - 02.07.1972, Side 22

Morgunblaðið - 02.07.1972, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLl 1972 V í minningu: Sigríðar Þorgríms- dóttur frá Laugarnesi Fædd 28. febrúar 1911. Dáin 25. júní 1972. VIÐ övænt fráfali Sigriðar frá Laugámesi, þeirrar ágætu konu, sækja minningar frá bernsku- og uppvaxtardögum þaðan innan að sterkt á hugann. Ekki var ónýtt fyrir ungan dreng að kynnast rausnarheimili þeirra hjóna Ingibjargar og Þor- gríms í Laugamesi, foreldra Sig- rlðar. Gestrisnin og ljúfmennsk- an mótuðu heimilisbraginn. Þar voru allir velkomnir. Börnin þeirra voru mörg, öll vaxin úr grasi utan Gestur, þegar hér var komið, en meira og minna tengd heimilinu. Þau tóku i arf beztu eiginleika foreldra sinna. Sigriður var hóglát stúlka um tvítugt og starfaði, þegar ég man fyrst, í verzlun á horni Laugamesvegar og Sundlauga- vegar, sem þau systkin ráku i félagi við föður sinn. Hún var dugandi verzlunarmaður. Um þetta leyti giftist hún Ei- ríki Magnússyni kennara, ein- um af stofnendum Máis og mennihgar. Reistu þau bú gegnt Laugarnesbænum, að Lauga- mýrarbletti 33, og bjó Sigríður þar liengst af síðan. Eiríkur var eítt mesta göfug- menni, sem ég hef kynnzt. Hann var kennari minn siðustu árin í bamaskóla. Laðaðist ég að þeirai hjónum og var mjög elsk- ur að heimili þeirra. Þangað var svo go-tt að koma og ljúft þar að cíveljast claglangt og oft fram á kvöld. Lyndiseinkunn þeirra hjóna skapaði þann heimilis- brag, að erfftt var frá að hverfa. Veit ég enga mér óvanda- bundna, sem ég á eins mikið að þakka frá uraglingsárunum. Eiríkur var frábær æskulýðs- leiðtogi. Hann starfaði mikið með okkur nemendum sinum ut- an kennslunnar, — skipulagði sýningar ög skemmtanir, svo að foreldrar mættu kynnast skóla- stárfinu betur og afla um leið pokkurs fjár í ferðasjóð. Hann itom því til leiðar, að við, fyrsti rullnaðarprófsárgangUr Laugar- nesskólans, tókumst ferð á hend- ur í miðri kreppunni aldt norð- ur að Mývatni, og þykist ég vita, að pyngja þeirra hjóna hafi ekki þyngzt við þá ferð. Sú ánægja og gleði, sem förin veitti bömunum, var þeim hjónum umbun að skapi. Ferðin er ein fegursta minming bemskuára minna. Hér lauk ekki tryggð þeirra við þennan hóp. Við stofnuðum Ungmennafélagið Byrjanda að áeggjan Eiríks, og þau lánuðu ókkur land imdir kartöflugarð og aðgang að húsi sínu til funda- halda, hvenær sem óskað var. Á heimili þeirra komu margir ungir menntamenn. Man undir- ritaður fáar unaðsríkari ánægju- stundir frá þeim árum en að fá að teyga i sig orðræður þeirra og hjónanna. Eftir á hefur mig oft furöað á, hve umburðarlynd þau voru við mig og góð að taka mig sem eiran af heimilismönnuin löragum stundum. Þau eignuðust einn dreng, Þorgrím, ágætan og elskulegan, sem siðar nam verkfræði og vinnur við þau störf hér í Reykjavík. Sá skuggi hvildi & þessu ynd- islega heimih, að Eirikur var oft heilsuveiB. Hann lézt eftir langa vanheilsu og þunga legu haustið 1941. Mikill harmdauði öllum, sem hann þekktu. Sárast- ur var söknuður ungu ekkjunn- t Eiginmaður minn og faðir okkar, BJöRN ÞÓRÐARSON frá Grjótá, Egilsgötu 10, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. júlí klukk- an 3 eftir hádegi. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Kristín Ingvarsdóttir, Sigríður Bjömsdóttir. Herdís Bjömsdóttir, Gunnar Bjömsson, Þorieifur Bjömsson. t Minningarathöfn um SIGRÍÐI JÖNSDÓTTUR, kaupkonu frá Isafirði. fer fram frá Háteigskirkju, mánudaginn 3. jútí klukkan 14. — Cltförin verður gerð frá isafjarðarkirkju miðvikudaginn 5. júli klukkan 14. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Slysavarnafélag íslands. Aðstandendur. t Hjartans þakklæti okkar færum við öllum skyldum og vanda- iausum, sem auðsýndu samúð, vinsemd og aðstoð við andlát og jarðarför JÓNS VILHJÁLMSSONAR, lögregluþjóns, Álfaskeiði 44, HafnarfirðL Sérstakar þakkir skulu færðar Birni Ingvarssyni, lögreglu- stjóra, og starfsmönnum hans fyrir höfðinglega aðstoð og framkomu. Guð blessi heimili ykkar og Starf nú og ókomin ár. Halldóra Valdimarsdóttir og böm, Málfríður Ingimundardóttir og Egill Egilsson, Ómar Egilsson og Katrín Valentínusdóttir, Dagbjört Vilhjálmsdóttir og J6n Egilsson. ar og litla drerigsins, en mörgu öðru barni og unglingi glitraði tár á hvarmi og fannst heimur- iran sortna, — sól skjótt hafa brugðið sumri. Sigriður vann bug á hörmum sínum, og kom nú enn í ljós at- orka hennar og dugur. Hún setti á fót bókabúð, þá fyrstu í Laug- ameshverfinu, og verzlaði um margra ára skeið. Drengurinn óx og varð hvers manns hugljúfi. Alltaí stóð heimili þeirra opið þeim, sem áð- ur höfðu þangað sótt. Á Kirkjusandi, neðan Laugar- nesvegar, voru tvær fiskvinnslu- stöðvar á fyrmefhdum árum, Ytri- og Innri-Kirkjusandur. Þar voru miklir fiskreitir og fiskur- I inn sólþurrkaður. Húsmæður í nágrenninu, svo og unglingar, störfuðu mikið að þessari verk- un auk nokkurra karlmanna. A sumrum var einkum þörf fyrir aukinn vinnukraft. Verkstjórar voru þar dugandi menn. Á Innri sandinum var Valdimar Þórðar- son verkstjóri um 1930, ungur að árum o.g kappsfullur athafna- maður. Hann sýndi nokkrum börnum þann skilnirag á athafna- þörf þeirra að lofa þeim að taka þátt í starfi þeirra fullorðnu, þótt ekki væri það til flýtisauka alla tið. Af Ijúfmennsku sinni leyfði hann mér að amstra hjá sér frá 8 ára aldri urn fimm ára skeið. Skömmu fyrir miðja öldiraa hafði Valdimar orðið fyrir mikl- um áföllum, misst konu sina og einkason og var ekki heill heilsu. Þau Sigriður settu bú saman, og þótti mér þá, sem hún hefði ofið sarraan tvo þætti úr minu lífi, þann, sem veitti mér fyrstu starfsfræðsluna, og þann, sem stutt hafði bezt að andlegum þroska mínum. Þau Valdimar eignuðust einn son, Þórð, sem færði þeim báð- um mikla gleði. En brátt tók heilsu Valdimars að hraka, og stundaði Sigríður hann af um- hyggju og ástriki í löngru sjúk- dómsstriði. Árið 1959 steradur hún enn uppi ekkja með annan föður- lausan dreng. Mikil harmabót var henni að veita drengjuraum siraum frábæra umönnun og starfa auk þess utan heimilis af sama dugnaði og fyrr. Sigríður varð fyrsti starfsmaður lista- safns ASl og lét sér alla tíð mjög anrat um þá stofnun. Fk>iri störf hafði hún og með höndum. Hún unni sér aídrei hvíldar. Fyrir nokkrum árum lét Mkaminn imd- an þessu mikla álagi. Sigriður veiktist alvarlega, en með þeirri þrautseigju, sem henrai var svo töm, tókst henni að mestu að vinna bug á lömuninni, sem hún varS fyrir. Virtist nú Mfið geta gefið henni nokkrar rósir, þar sem hún sat 1 búi sínu ásamt vöxnum sonum. Átt náðuga daga, eftir að hafa dugað þeim svo vel. En skyndilega sækir hana sami sjúkleiki og áður. Það er þó sem hún ætM með seiglunni góðu að vinna bug á honum, en nú var þrekið brostið. Hrærðum huga þökkum við þér alla tryggðina og sérstaka vináttu við börnin, vottum son- unum þínum og ölhi þínu ágæta fólki dýpstu samúð. Sólarbirtan minnir okkur á þann yl, sem þú varst svo rik af, hljóðlát kyrrð sumamæturinnar á hógværð þína. Hjálmar ólafsson. Sigurður Pálmason Hvammstanga SIGURÐUR Páimason andaðist í sjúkrahúsinu á Hvammstanga aðfararnótt þriðjudagsins 7. marz sl. Hann var fæddur i Gautsdal í Bólstaðarhlíðarhreppi 21. febrúar 1884, sonur hjón- anna Pálma Sigurðssonar bónda þar og Sigríðar konu hans. 11 ára gamall fluttist Sigurður með foreldrum sínum að Æsustöðum og þar var hann til heimilis næstu 19 árin. Hann byrjaði garðyrkjunám 18 ára gamall hjá Einari Helgasyni í Gróðrarstöðinni í Reykjavik, en haustið 1903 fór hann í Bún- aðarskólann á Hólum í Hjalta- dal. Hann stundaði þar nám 1903—1904 og 1904—1905. Kom þá strax í ljós hjá honum dugn- aður og hann var með beztu námsmönn um. Sigurður Pálmason fluttisit að Hvammstanga 1914, setti þar upp verzlun og sitarfaði þar sem kaupmaður til dauðadags. Sig- urður Pálmason kvæntist Stein- vöru Benónýsdóttur frá Kamb- hóM í Víðidal. Þau hjón eignuð- ust 6 börn. Þau eru stórmynd- arleg eins og þau eiga kyn til. Verzlun Sigurðar stórjókst ár frá ári, þótt efnin væru Mtil fyrst, vegna dugnaðar og for- sjálni hans. Það var ekki nóg að Sigurður væri með verzlun, heldur var hann með stórt tún, sem hann heyjaði. Ég man eftir Kve5ja: Bjarni * Arnason Fæddur 28. júní 1897. Dáinn 19. maí 1972. BJARNI Ámason, prúðmennið góða. Mig setti hljóða, er heyrði ég að þú varst látinn. Því trúði ég ei, því ég kvaddi þig sama kvöld, hressan og glaðan að vanda. Ég hugði ekki þá, að ég sæi þí’g ekki framar á gangin- um eða við taflið og spilin. En Drottins ráðstöfun skiljum vér ei. Þið hjónin báruð alltaf af, hvar sem þið sáust, vegna glæsi- leika ykkar og fágaðrar og ljúfr- ar framkomu. Við hlutum að taka eftdr því stúlkumar á gang- inum. Ég votta af alhug inni- lega samúð eftirlifandi konu þinni, Kristjönu Ólafsdóttur. Bið svo Guð að blessa alla Ufs og liðna. S.S. því, að ég sá Sigurð við slátt, hann var góður sláttumaður, enda var sama að hverju hann gekk. Það vom lika margir sem verzluðu við hann, því Sigurður var áreiðanlegur maður, og alltaf var sama hvað hann var beðinn um að gera, það stóð aldrei á neinu og það voru margir, sem Sigurður hjáipaði. Þegar menn vom að byggja, iánaði hann þeim stómpphæðir og meira að segja gaf hann þeim. Þannig kom Sigurðiar fram. Hann var mikill hugsjónamaður. Hann var í mörgum nefndum og alls stað- ar var hann trúr þegn þjóðfélags ins, enda var Sigurður stórgáf- aður maður. Þegar aldurinn fór að færast yfir hann fór hann að draga sig í hlé og síðasta árið, sem hann lifði, var hann í sjúkrahúsinu á Hvammstaraga. Þar kynratist ég honum bezt. Þar naut hann hjúkrunar eins og bezt varð á kosið, en þó kunni hann ekki við sig, þvi hugur hans var heima, því þar vann hann með- an kraftar leyfðu. Þó fannst mér hann hugsa mest til Einars Far- estveit og Guðrúnar konu hans, enda komu þau oft að finna hann, og þegar þau voru að aka honum að gamni sínu, þá kom hann heim með sólskinsbros á vör. En það er eins með okkur mennina og blómin, eitt er slitið upp í dag, annað lifir af vetr- arkuldann. Þannig er mannlífið. En nú ertu horfinn, góði vinur. Ég þakka þér fyrir samveru- stundirnar. Ég bið Guð að leiða þig um grænar grundir, þar sem sólin skin. Ég votta Steinvöru og börnunum dýpstu samúð mina. Kæri vinur minn, Guð blessi Þig- Sig. Jónsson. Ekknasjóður íslands Upplýsingar vegna fyrirspurna EKKNASJÓÐUR íslands var stofnaður í ársbyrjun 1944 með 1000 króna framJiagi sjórraarans- konu og hliaut skipulaigsisíkrá sjóðsins staðfestingu ríkisstjóra 21. janúar það ár. Takmark sjóðsins er að styrkja fátækar ekkjur til að halda heim- ilurn síraum og ala upp böm sín. Tekjur sjóðsins eru frjáls fram lög einstakra manna, fyrirtækja og stofnaina auk vaxtatekna. Ekki má veita mei’ra fé ur sjóðnum en nemiur árlegum vöxtum. Ekknasjóður hefur aldrei orðið mikils meigandi fremur en margir aðrir Mknar- sjóðir stofnaðir í góðum tilgangi og góðri trú. Þróun efnahagsmála hefur komið í veg fyrir það, og er það kunnara en fram þurfi að taka. Eigi að síður hefur Ekknasjóð- ur á umliðraum árum hjálpað all- mörgum ekkjum, sem átt hafa við mikla efraahagserfiðleika að stríða, þótt sjóðurinn haifí hvergi nærri fullnægt þörfum. Alltaf eru margar ekkjur í brýnni þörf fyrir meiri styrk en Trygginga- stofnun ríkisins, getur veitt þeim. Takmark Ekknasjóðsins er því enn í fullu gildi, oig því verð- ugt verkefni að efla sjóðinn sem rraest. Sjóðurinn hefur fastan söfniun- ardaig í öffliuim kirkjum landsims einu sinni á ári þ,e. annan sunnu- dag í marz. Þann dag eru einnig seld merki í Reykjavík og viðar í ágóða skyni. Biskupsembættið annast vörzlu sjóðsins og tekur á móti fram- lögum. (Frá Biskupsstofu). LESID DDCLECn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.