Morgunblaðið - 02.07.1972, Síða 28
28
MOR&UNELAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1972
S/VG/VIVI mðigret fær samvizkubit eftir georges simenon
húsagarðinum var algert myrk-
ur og mikið rétt, kötturinn birt-
ist og strauk sér vinalega við
•fætur Lapointes eins og hann
væri gamall kunningi.
„Uau eru farin að sofa,“ sagði
Lapointe. „Ljósið var í þessum
glugga fyrir ofan.“
Hann læddist að glugga á
neðri hæðinni og reyndi að gægj
ast inn um svolitla rifu við hler-
ana og kom síðan aftur til lög-
regluforingjans. Þeir ætluðu að
snúa til baka út á götuna, þeg-
ar ljós var kveikt í glugga á
annarri hæð í fjölbýlishúsinu.
Þeir stóðu grafkyrrir af ótta við
að einhver hefði orðið þeirra
var og bjuggust við andliti í
glugganum. En það varð ekki.
Skugga brá fyrir á bak við
gluggatjaldið og siðan heyrðist
vatnsbuna í salerni.
„Einhver að fara á klósettið,“
sagði Lapointe og varpaði önd-
inni léttar.
Augnabliki síðar voru þeir
komnir út á gangstéttina. Þótt
undarlegt mætti virðast, var eins
og báðir hefðu orðið fyrir von-
brigðum.
„Þau eru farin að sofa."
Benti það ekki til þess, að
ekkert mundi gerast og að lög-
regluforinginn hefði haft óþarfa
áhyggjur.
„Ég er að velta því fyrir mér
...," sagði Maigret.
Tveir lögregiuþjónar á reið-
hjóii birtust og stefndu beint að
þeim. Þeir höfðu líka komið
auga á þá og annar kallaði:
„Hvað eruð þið að gera hér?“
Maigret gekk til þeirra. Vasa-
ijósi var beint framan í hann
„Eruð þið . . . ? Ó, ég biðst
afsökunar . . . ég þekkti yður
ekki strax ..."
Hann leit á húsið handan við
götuna og bætti við:
„Getum við verið til aðstoð-
ar?“
„Ekki eins og er.“
„En við förum hér um á
klukkutíma fresti."
Lögregluþjónarnir héldu leið-
ar sinna og Maigret gekk aftur
tfl Lapointes.
„Hvað var ég að segja?"
„Þú sagðist vera að velta ein-
hverju fyrir þér.“
„Já . . . ég var að veita því
fyrir mér, hvort hjónin svæfu
enn saman ..."
„Ég veit ekki. Janvier sagði
mér í dag, að legubekkur væri
í stofunni niðri en þó þarf ekki
að vera, að þar sé sofið. Eðli-
legast væri iíka að mágkonan
svæfi þar.“
„Jæja, góða nótt. Ætli þú get
ir ekki..."
Hann var að hugsa um, hvort
ekki væri óhætt að senda Lapo-
inte heim. Var ekki ástæðulaust
að hafa mann á verði við hús,
þar sem allt virtist með kyrrum
kjörum?
„Ef þú ert að hika mín
vegna ..."
Lapointe kærði sig ekkert um
að fara heim.
„Jæja, vertu þá kyrr ef þú
vilt. En þú gætir farið og fengið
þér drykk einhvers staðar . . . “
„Ég verð að viðurkenna að
það gerði ég nokkrum minútum
áður en þú komst. Ég fór á
krána á horninu, en hafði samt
gott útsýni yfir götuna."
Þegar Maigret kom á Saint
Pierre de Montrouge var búið
að loka dyrunum að neðanjarð-
arflestunum og hvergi var leigu-
bíl að sjá. Hann dokaði við með-
an hann var að ákveða, hvort
ráðlegra væri að fara í áttina
að Lion de Belfort eða niður
Maine-götu í átt að Montpam-
asse-stöðinni. Hann valdi Maine
götu og náði reyndar von bráð-
ar í leigubil.
„Richard-Lenoir-götu."
Hann var ekki með lykil að
íbúðinni, en vissi að lykil mundi
hann finna undir dyramottunni.
Enda þótt hann væri yfirmaður
sakamáladeildarinnar, hafði hon
um aldrei dottið í hug að segja
konunni sinni að þetta væri afar
ófrumlegur felustaður.
Hún var sofnuð og hann af-
klæddist í Ijósglætunni frá and-
dyrinu. Þá heyrðist rödd úr rúm
inu:
„Hvað er klukkan?"
„Ég veit það ekki. Ætli hún
sé ekki lnálí-tvö ..."
„Ég vona að þú hafir ekki
kvefazt."
„Nei, nei“
„Viitu að ég færi þér eitthvað
heitt að drekka?"
„Nei, þakka þér fyrir. Ég fékk
mér toddí fyrir skömmu."
„Og fórstu svo út á eftir?"
Þetta voru bara athugasemd-
ir, sem hann hafði hiustað á ótal
sinnum, en nú fór hann að vedta
því fyrir sér, hvort Giséle
Marton sýndi sínum manni nokk
urn tíma slíka umhyggju.
Var það ekki vegna skorts á
umhyggju, sem maður hennar . . .
„Þú mátt kveikja."
Hann kveikti á borðlampan-
anum sín megin og slökkti ijós-
ið í anddyrinu.
„Mundirðu eftir að læsa úti-
hurðinni?"
Hann yrði ekki hissa, þótt
konan hans færi fram úr rétt
bráðum til að fultlvissa sig um
það.
Það var reyndar einnig eitt af
þvi, sem Xavier Marton hafði
leitað en ekki fundið . . .
Hann smeygði sér undir hlýja
ábreiðuna, slökkti ljósið og bauð
korau sinni góða nótt með kossi.
Hann hélt að sér mundi veit-
ast erfitt að sofna, en nokkrum
augnablikum síðar var hann
steinsofnaður. En hefði einhver
kveikt Ijósið skyndilega, hefði
mátt sjá áhyggjusvip á andliti
hans og hnyklaðar brúnir, eins
og hann væri enn að leitast við
að leysa einhverja gátu.
Madame Maigret fór venjulega
á fætur klukkan hálf sjö á
morgnana og fram í eldhús én
þess að hann yrði þess var. Dag-
urinn hófst hjá honum með ilm-
andi kaffilykt.
Þá kviknuðu Ijósin hvert af
öðru í gluggunum við Richard
Lenoir-götu og fótatak þeirra ár
risulu glumdi á gangstéttunum.
Þennan dag vaknaði Maigret
ekki við kaffi-ilmi'nn. Hann
hrökk upp við símhringingu og
þegar hann opnaði augun, var
konan hans setzt upp.
„Hvað er klukkan," stamaði
hann.
Hún þreifaði til náttiampans
og kveikti. Vísarnir á vekjara-
klukkunni sýndu að hana vant-
aði tiu mínútur í sex.
„Halló?“ sagði Maigret. „Ert
það þú, Lapointe?"
„Er þetta Maigret yfirfor-
ingi?“
Hann þekkti ekki röddina.
„Hver talar?"
„Þetta er Joffre varðstjóri á
næturvaktinni."
Stundum bað hann næturvakt
ina að hafa beint samband við
si'g ef sérstaklega stóð á og eitt-
hvað óvænt gerðist. Það hafði
hann ekki gert í þetta sinn. Þó
var hann ekki sériega undrandi.
„Hvað var það, Joffre? Bað
Lapoi'nte við um að hringja?"
„Lapointe?“
„Ég hef engar fréttir af Lapo-
inte. Við vorum bara beðnir að
koma skilaboðum til yðar.“
„Hvaða skilaboðum?"
„Að þér eigið að koma strax
í þýðingu
Huldu Valtýsdóttur.
í Chatillon-götu . . . augnablik,
ég sfcrifaði númerið hjá mér . . .“
„Ég veit hvar það er. Hver
hringdi?"
„Ég veit það ekki. Sagði ekki
til sán.“
„Maður eða kona?“
„Kona. Hún saigði að þér
munduð kannast við hana. Hún
ieitaði, að simanúmerinu yðar
en . ..“
Maigret var ekki skráður i
simabókinni.
„Get ég verið til aðstoðar?"
Lögregluforiniginn hikaði.
Honum datt í hug að biðja
•Toffre að hringja í lögreglustöð-
ina í 14. hverfi og láta senda
þaðan mann i Chatiillon-götu, en
íÁrnagarði
28/6.2/7
opin daglega
kl.14-22
NILFISK
velvakandi
0 Aumt var erindið
„Sveitakona“ skrifar (úr
Skagafirði):
„Velvakandi sæll!
Ýmislegt skrítið er otokur út-
varps'hlustendum boðið upp á
eftir að skipt var um stjórn í
útvarpinu. Margt af því er svo
aumt og hraklegt, að engu taíli
tekur, og sýnist vart ei'nleikið.
Nóg um það. Eina ráðið er, að
við, sem borgum þessi ósköp,
segjum stopp við þvílíkum há-
vaða, að breyta verði um mann
og stefnu. Hvemig væri að
hætta að borga afnotagjaldið?
Eitt það aiumasta, sem við höf
um heyrt í seinni tíð, var erind
ið um daginn og veigimn síðast-
liðinn mánuda.g. Tæknilega var
upptakan með þeim endemum
gerð, að hún minnti á bernsku-
daga útvarpsins, — engum
manni bjóðandi nú á dögum.
En inntak erindisins var að
vísu með sarna hætti, fýlulegt
fornaldargaul, sem ég vona
innilega, að enginn állti vera
rödd sveitafólksins eða raust
strjálbýii'sins.
Hver ve'iur svona fólk til
þess að tala um daginn og veg-
inn fyrir hönd okkar, sem í
sveitum búa?
Fróðlegt væri að frétta um
það. Og yfirleitt væri fróðlegt
fyrir okkur, sem stöndum und-
ir þeseu fjárhagslega og með
þvi að hlusta, að útvarpsráð
gerði hreint fyrir sínum dyr-
um, opnaði bækur sinar og
leyfði okkur almúganum að
skyggnast inn í vizkumusteri
þeirra Njarðvikiniga. Þar er
vonandi ekkert, sem ekki þol-
ir dagsins ljós!
0 Sögufölsun
ÞesSi kona, sem tuldraði er-
indið, leyfði sér að koma með
fölsun á nýliðinni sögu. Mér
ftlaug í h.ug, að margar myndu
sögufalsanimar vera i löngu
liðimni mannkynssögu, fyrst
menn þyrðu að bera eina slíka
á borð ári eftir atburðinn. Hún
sagði, að stjórnin yrði að reka
varnarlið ofckar íslendinga
burtu úr landi, þvi að til þess
hefði hún verið 'kosin af fól'k-
inu! Hvilik höfuðlygi! Á þetta
var ekki minnzt fyrir kosning-
ar, varla að kommúnistar þyrðu
að tæpa á því. Þessi 'kona má
fara hér um allan Skagafjörð,
og skal hún engan fin'n’a, sem
kaus núverandi stjórnarfllokka
til þess að svipta ísland vörn-
um sinum, sem standa undir
sjlálfstæðiinu og frelsinu. Held-
ur hún, að einhver hafi kosið
Ólaf Jóhannesson til þess, að
hann færi að leika sér með
fjöregg þjóðarinnar? Ekki mitt
heimili og enginn, sem við
þekkjum til. Meira að segja
Rag'nar Arnalds þorði ekki að
segja neitt ákveðið um þetta.
0 Klemmist Ólafur
í faðmlögunum?
Nei, hér var svikizt aftan að
þjóðinni. Kommúnistarnir
pressuðu þetta í gegn í stjóm-
armynduninni, eiins og allir
vita, vonandi gegn betri vit-
und forystum'anna Fi'am.sókn-
arflókk'sins. Það vita aflir, að
þegar ríkisstjónn er mynduð af
ólíkum floiktoum, þurfa allir að
gefa eitthvað eftir. En ég og
fleiri eru þeirrar skoðunar, að
óþarflega mikið hafi verið lát-
ið undan kommúnistum, þegar
þessi viðkvæmu sjálfstæðis-
mál ísiendinga eru annars veg
ar. Vonandi áttar forysta Fram
sóknarflokksi'ns sig á þessu áð
ur en aflt er orðið um seinan.
Ég á þá ósk tfl handa Ólafi
Jóhannessyni, að hann komist
lítt skemmdur úr faðmlögunum
við einræðissinnana í kommún-
istaflokknuim, óvini lýðræðis og
freisds.
Otvarpinu óska ég þess, að
það sjái að sér í tíma og láti
ekki gerræðisfulla einræðis-
dýrkendur og kommúnista á
borð við núverandi formann út
varpsráðs teyma sig fram af
hamrinum.
§corpion/a“a"
... fyrir þig
POP HÚSIÐ
Grettisgötu 46 ■ Reykjavík • ® 25580