Morgunblaðið - 22.08.1972, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.08.1972, Qupperneq 16
16 MORGUNiBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1972 JMtotgNitftlfifeifr 0*gaf«nd( hf Árv«kwr,y R*yfq'«wKc Frarfflwwndartjéfi H»r«Ww Sv*'m9«on. nhwtfórsr Mattíhtas Johann«s«»n, EyiföWiir KonrSO J6na«on AðstoOarrkstj'óri Styrmir Gunrvwason. RrtHjOmarMfitrúi horbíöm Guðmundaaon FrÁMastjóri Björn JÓhamvaaon Auglýaingeatföri Ámi Garðer Krlatinason Rftstjóm og aíaraiOaia ASa«la*re*ti 6, stmi 1<>-100. AuflPýairvgar AOatatreati 0, aímt 22-4-60 AafcriftargjaW 225,00 kr á nvárvuOi iTVnanlarxtc f fausasöiu 15,00 kr eirvtakið Ckattskrár lagðar hafa nú verið fram í öllum skattumdæmum landsins. Ljóst er, að tekjur ríkissjóðs munu fara langt fram úr því, sem gert var ráð fyrir í fjár- lögum þessa árs. Álagðir tekju- og eignaskattar ein- staklinga og félaga á landinu öllu eru samtals fjórir og hálfur milljarður króna. í fjárlögum þessa árs er á hinn bóginn gert ráð fyrir, að tekj- ur ríkissjóðs af tekju- og eignaskatti verði samtals rúmlega 3,3 milljarðar króna. Ríkissjóður fær þannig meira en 1,1 milljarð króna í tekj- ur umfram það, sem áætlað var í fjárlögum. Fyrir skömmu ákvað ríkis- stjórnin að lækka tekjuskatta aldraðra að nokkru marki. Þessi ráðstöfun kostar þó ríkissjóð aðeins 40 milljónir króna. Álagður tekju- og eignaskattur er því, þrátt fyrir þessa tekjurýrnun, rúm lega einum milljarði króna hærri en fjárlög mæla fyrir um. Þannig hækka þessir tveir tekjuliðir um þriðjung. Þessar tölur gefa til kynna, að unnt er að lækka verulega tekju- og eignaskatta, sem lagðir hafa verið á einstakl- inga og félög á þessu ári. Rík- isstjórnin ætti nú að geta lækkað þessa skatta um 20 til 25 af hundraði, þegar lit- ið er á þá staðreynd, að álagningin hefur farið um það bil 30 af hundraði fram yfii; það, sem áætlað hafði verið. Þegar fjárlögin voru sam- þykkt höfðu þau hækkað um 50 af hundraði frá fyrra ári. Stjórnarandstaðan benti þá á, að hér væri um of mikla hækkun að ræða, sem myndi valda verulegri spennu í efnahagslífinu. Það var einn- ig gagnrýnt, að með þessu væri ríkisvaldið að draga átti við rök að styðjast. I sumar varð ríkisstjórnin að gera sérstakar bráðabirgða- ráðstafanir til þess að stemma stigu við hinni háska legu verðbólguþróun, sem þenslustefna hennar hafði valdið. Áætlað var, að þess- ar ráðstafanir kostuðu ríkis- sjóð um 250 milljónir króna. í bráðabirgðalögunum, sem sett voru af þessu tilefni, var stjórninni hins vegar heimil- að að draga úr framkvæmd- um um allt að 400 milljónir kr. Forsætisráðherra skýrði þennan samdrátt m.a. með því, að óeðlilegt væri, að rík- isvaldið stæði í of harðri sam keppni við atvinnuvegina, þegar spenna væri í efna- hagslífinu. Einn af þingmönnum UNNT AÐ LÆKKA EIGNA- OG TEKJUSKATT UM FJÓRÐUNG Reikna má með nokkrum afföllum í innheimtu. Ekki er óeðlilegt að reikna með, að 10 til 15% skorti á fulla inn- heimtu um áramót. Stór hluti þessara eftirstöðva innheimt- ist þó síðar, þannig hefur Gjaldheimtan í Reykjavík t.a.m. aðeins afskrifað 1.06% álagðra gjalda sl. tíu ár. meira undir sinn hatt en góðu hófi gegnir. Fyrr á þessu ári benti stjórnarandstaðan einn ig á, að nýju lögin um tekju- og eignaskatt myndu leggja óhóflega þungar byrðar á gjaldendur. Ríkisstjórnin og einstaka talsmenn hennar hafa nú við- urkennt, að þessi gagnrýni stjórnarflokkanna hefur ný- lega lýst þeirri skoðun sinni, að fjárlögin hafi verið þanin of hátt miðað við þá grósku, sem verið hefur í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar. Þetta hvort tveggja er við- urkenning á því, að ríkis- stjórnin spennti bogann of hátt, þegar fjárlögin voru samþykkt á Alþingi skömmu fyrir seinustu áramót. Með skírskotun til þessa er augljóst, að ekki er ástæða til þess að innheimta tekju- og eignaskatt umfram það, sem fjárlögin segja til um. Ríkis- stjórninni ber því að lækka þessa skatta a.m.k. um 20 til 25 af hundraði. Engum dylst, að óhóflega þungar skatta- byrðar hafa verið lagðar á allan þorra gjaldenda. Stjórn in hefur nú tækifæri til þess að létta verulega skattaálög- ur þessa fólks. Skattalögin, sem samþykkt voru sl. vetur voru hroð- virknislega unnin og stjórn- in virðist ekki hafa gert sér grein fyrir, hvaða afleiðing- ar þau myndu hafa í för með sér. Nú þegar hefur ríkis- stjórnin verið neydd til þess að breyta þessum lögum með bráðabirgðalögum til þess að rétta að nokkru hlut aldraða fólksins, en skattabyrðin lagðist á það rétt eins og aðra gjaldendur. Þó að það sé nær einsdæmi að skattalögum sé breytt á miðju sumri með bráðabirgða lögum, er ljóst, að tæplega verður komizt hjá því nú að gera hér aðra breytingu á. Það er ekki verjandi að draga meira fjármagn í ríkis- sjóð en verðbólgufjárlögin sjálf segja til um. Úr Venezuela- ferð FRAMHJA STOÐLUN HEIMSMENNINGARINNAR Þotan rann með ógnarhraða eftir brautinni, allt í einu tók hún smá kipp og þar með vor- um við lögð upp frá Rió de Janeiró. Brasilía var kvödd. Við flugum í stóran hring í flugtakinu yfir Ríó, borgin var að vakna og enn einn dagur ævintýra var framundan. Við vorum í þotu frá Pan Am, en það má geta þess að það flugfélag er svo rausn- arlegt í garð starfsfólks is- lenzku flugfélaganna og reynd ar margra fleiri, að það býður því að ferðast með Pan Am-vél um hvert sem er í heimin um með 20% afslæbti á far- gjaldi. Stefnan var tekin á Venez- uela og fljúiga átti yfir Amazon landið. Það var gott skyggni alla leið og undarlegt að fljúga yfir ársvæði timum saman, sjá þessa hafsjóa af vatni inni i miðju landi. Fljúga yfir land- svæði þar sem engir „siðmenn- ingarmenn" höfðu stigið fæti sínum, en ef til vill leyndust þar kynflokkar frumskóga- búa, sem eiga sina eigin menn- ingu og þurfa ekki ennþá að minnsta kosti, að hafa áhvggj- ur af stöðlun heimsmenningar- innar. Við flugum beint til Cara- cas, höfuðborgar Venezuela, þar sem ætlunin var að ferðast um í nokkurn tíma. Fyrir Is- lending var öllu kristilegra hitastigið í Venezuela, heldur en í Brasilíu og þegar við stig- um út úr flugvélinni datt manni ekki í hug eins og i Ríó að alíar hárþurrkur Evrópu beindust að manni. Þá var að leita sér að gisti- stað og hann var valinn eftir mynd í mjög fallega prentuð- um bæklingi. Nú var ekki seinna vænna að eyða pening- unum og hóteiið var í dýrasta flokki og bar ekkert minna nafn en Hótel Macuto, eftir ein um frægasta indíánahöfðingja Venezuela, en hann hafði m.a. unnið sér það til ágætis að eiga 113 konur. Ekki gat ég fundið neitt Kristmanns nafn í ættartölu hans. Venezuela er eitt af auðug- ustu löndum i heimi og um 70% af tekjum landsins koma í formi skatta af þeim fjöl- mörgu aðilum, sem nýta olíu- lindir hafsbotnsins við landið. Eins og í flestum löndum Suð ur-Ameríku er herstjórn i landinu og ekkert þessara ríkja hefur eins strangt eftirlit með ferðamönnum sem koma inn í landið. Þar var líka minnst um mannrán í því mannránaflóði, sem gekk yfir Suðuir-Ameríku ekki alls fyrir töngu. Um það bil 8 milljónir ibúa eru í Venezuela, en þeim hefur fjölgað miikið á síðustu áratugum, því að árið 1920 voru íbúamlr u.m 3 milljónir. 1 höfuðborginini Caracas er um 1 milljón íbúa. Iðnþróun landsins hefur tek ið mjög miklum framförum á síðustu árum og segir stáliðn- aðurinn þar mest til sin, en langmestu tekjurnar eru af olíunámi. Spænska er töluð i landinu enda réðu spænsk ir því i aldir og ibúarnir eru mjög blandaðir, Índíánar, hvit- ir menn og svartir. Mest þó af blönduðum indíánum og hvít- um. Við leituðum okkur að bíla- leigubíl og þar sem ekki var hægt að fá leigða nema stóra bandaríska bíla, þá stigum við á endanum upp í tryllitæki, sem gæjarnir á rúntinum í Reykjavík hefðu frýsað yfir, hátt og lengi. Það var mun hægara að aka í Venezuela heldur en í Ríó, þvi að vegakerfið í þessu rika landi er frábært. Það voru rúmlega 100 km út á ströndina þar sem Macuta indíánahöfð- ingi bjó í líki hótels og stork- aði himnunum, því að þetta er margra hæða hótel. Hópur af léttadrengjum var í anddyri Macuto og við vor- um ekki fyrr komin í hlað en byrjað var að dekra við okkur. Það kom fljótt í ljós að þetta var glæsilegasta hótel, sem ég hafði augum litið og hefur mað ur þó af tilviljun rekizt á ým- islegt i þeim efnum. Það kom líka fljótlega í ljós að á þessu hóteli bjuggu ekki nema millj- ónamæringar. Það þýddi því lítið annað en bera sig vel eins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.