Morgunblaðið - 22.08.1972, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1972
SAI GAI N | í frjálsu riki eftir V S. Naipaul
bergjunum, I allt fjandans pír-
umpárið.
Þá gerist nokkuð undarlegt.
Ef til vill er það vegna þess að
ég vaknaði svona snemma txm
morguninn. Það er eins og losni
um allt í innyflunum á mér og
þegar ég kem að húsi Stefans,
á ég þá eina ósk að komast á
salerni.
Svo ég þýt eins og örskot inn
í húsið. Stefan situr í ruggustóln
um á framdyrapallinum. Ég yrði
ekki á hann. Ég kasta
ekki kveðju á konuna hans eða
dætur. Ég fer rakleitt inn á sal-
ernið þeirra og er þar lengi. Og
ég dreg niður og bíð þangað til
sikálin er orðin ful atf vatni
og þá dreg ég aftur niður. Svo
fer ég fram og ég geng í gegn
um húsið og segi ekkert við
neinn og út á götuna og nú eru
verkirnir horfnir úr handleggj-
unum, engir vírar í þeim lengur
og ég geng og geng þangað til
ég er orðinn rólegur og þá fæ
ég mér leigubíl heim á endastöð-
ina.
Ueizlumiitur
Imurt btruuð
□g
Snittur
SlLDSFISKUR
Næsta morgun vakna ég aftur
í myrkrinu klukkan fjögur. En
nú er ég hræddur. Mig langar
bara til að gráta og biðjast af-
sökunar og mér verður Ijóst, að
eitthvað gengur að mér, að líí
mitt er glatað, að ég sé liklega
ekkd heill á geðstmunuim. Jafnvel
hatrið er horfið úr huga mínum.
Ég get ekki vakið það á ný. Ég
er ráðvilltur. Ég sé Dayo fyrir
mér um borð í „Colombie" að
leggja frá landi. Og þegar ég
fer á fætur um morguninn, er
ég enn ráðvilltur.
Ég býst við refsingu. Ég veit
ekki, hvaða rieiflsiingu, en ég býsit
við henni á hverjum degi. Á
hverjum degi býst ég við frétt-
um frá Dayo en hann skrifar
ekki. Mér finnst ég þurfa að
fara aftur heim til Stefans, bara
fara þangað og setjast niður og
gera ekkert. Ekki einu sinni
tala. En ég fer ekki.
Og þá fær Stefan fréttir af
syni sínum. Og fréttirnar
eru þær, að sonur Stefans hafi
bilazt í Montreal. Framhaldsnám-
ið og faðir hans voru honum of-
raun og hann er bilaður í Mon-
treal eins og lögregluhundarn-
ir bilast og kelturakkarnir þeg-
ar húsbændur þeirra falla frá.
Stefan fær núna slæmar fréttir.
Prinsinn mun aldrei koma og allt
folkið í litla húsinu í borginni
leggur upp laupana. Alveg.
Faðir minn segir: „Ég hef alit
af sagt, að þessi drengur ætt.i
eftir að valda föður sínum von-
brigðum."
Honum finnst hann vera sigur
vegari. Hann hefur ekkert að-
hafzt. Hann bíður bara og sigr
ar. En ég man eftir hatri mínu,
hatrinu sem olli mér ógíeði og
mér finnst ég hafa drepið þau
öil.
Nú hugsa ég um laufblaðið af
hlyninum, sem drengurinn sendi
okkur með flugpósti og skritna
frímerkinu. Og hann gangandi
eftir götunni í frakkanum með
sikjalatöskuma, þegair hann var
við nám. Gatan er þarna enn,
megnið feOfliur þar stöðuigt, laiutf-
blöðin liggja enn á gangstétt-
inni við svarta grindverkið. Nú
finnst mér ég sjálfur ganga á
þessari gangstétt innan um
skritnu laufblöðin. Skritin lauí-
bflöð skrítin blóm, sem ég tini
stundum. Ég á blað. Á blaðinu
eru strikaðar línur eins og í stíla
bók skólabarna og á því eru
töluistafir og Frank sikrifar natfn-
ið mitt með sinni rithönd á
puntotalímiuma efst. En ég á en-g-
an til að senda bréf eða lauf-
blað. Eða blóm.
Hafið er svart, skipið er hvítt,
ljósin skerandi. Og niðri í skip-
inu, langt niðri í skipinu, eru all
ir þegar orðnir eins og fangar.
Dauf ljós, ailir á bálkunum sin-
um. Um morguninn er hafið
blátt, hvergi sést til lands. Við
erum háð þessu skipi og förum
þangað sem það fer, verðum
aldrei frjáls aftur. Það er ólykt
i skipinu, eins og af ælum, eins
og við bakdyr veiitinigiaihúss.
Nótt sem dag þokast skipið
áfram. HaifSð og himimnimi glliata
lit. Allt er grátt.
Ég vil ekki, að skipið stöðv-
ist. Ég vil ekki snerta fast land
á ný. Á bálkinum fyrir neðan
mig er skartgripaskransali, sem
heitir Khan eða Múhammeð.
Hann tekur aldrei ofan hattinn.
Maður skyldi halda að hann
gerði það að gamni sinu. En
hann brosir aldrei, andlit hans
er lítið og hann er strax far-
inn að tala um að snúa aftur.
Ég get ekki snúið aftur. Ég
verð að vera um kyrrt. Ég skil
ekki hvers vegna ég setti sjálf-
an mig i þessa fjötra.
Landið nálgast. Og loks einn
morguninn sér í það í rigning-
unni, meira hvitt en grænt. Lit-
laust. Skipið stöðvast og allt er
afar hljótt og á sjónum fyrir
neðan er bátur og í honum
menn i regnWæðum. Þeir eru á
stjái en ekkert heyrist í þeim.
Eftir þessa löngu sjóferð verð-
ur allt í kring um þá liitríkit,
eins og í kvikmynd í svörtu og
hvitu verði allt í einu litkvik-
mynd. Ýfður sjórinn er djúpur
og grænn, regnfötiin skærgull og
andlitin hvít.
Land leyndardómanna er
þeirra land. Þú ert þar ókunn-
ugur. Ekki átt þú neitt af þess-
um húsum í riigininigunni, og eing-
an rétt átt þá til þesis að ganga
um þessar götur á Wettunum.
En það verðurðu að gera og um
leið og allir eru komnir í bát-
inn með farangurinn sinn, pípir
skipið. Það er hvitt og stórt og
þar er öryggi. Þvi liggur á að
komast burt og skilja þig eftir.
Litkvikmyndinni er lokið. Nú
byrjar ný mynd. Nú tekur við
hávaði og læti og farangurs-
flutningur, lest og hávær um-
ferð. Og þú ert utangátta.
Ég segi við sjálfan mig, að ég
sé kominn til Englands til að
hitta Dayo, til að halda hlifi-
skildi yfir honum á meðan
hann stundar nám. En Dayo var
ekki á bryggjunni og ekki á
járnbrautarstöðinni. Hann læt-
í þýðingu
Huldu Valtýsdóttur.
ur mig einan.- Ég geri það sem
ég sé að hitt fólWð gerir og ég
bjarga mér. Ég fæ vinnu, ég fæ
herbergi í Paddington. Ég læri
á strætisvagnaíerðir og götu-
heiti. Ég uppliíi árstiðaskipti.
Það hlýnar í veðri. Ég kemst atf,
en aðeins vegna þess að mér
fimnst þeitta ekW vera mitt eigið
líf. Ég hef sömu tilfinningu og
ég hafði á skipinu — að ég hafi
glatað þvi — að ég hafi varpað
mér fyrir borð.
Og loks eftir margra vikna
óvissu, skrifar Dayo. Hann reyn
ir að skella skuldinni á mig, seg-
ist hafa þurft að skrifa heim eft
ir heimilisfangi minu. Hann er í
annarri borg. Hann skrifar ekk-
ert um flugvélaverkfræðinámið,
en hann segist hafa nýlokið við
sérstakt námskeið og hann hatfi
fengið skirteini og nú sé hann
hjálparþurfi. Hann þurfi að kom
ast til London til að halda nám
inu áfram.
Ég fæ mér frí í vindlingaverk
smiðjunni, tek út þessi fáu pund
á pósthúsinu og fer með lest til
smjörltki
velvakandi
0 Um hleypidóma
Bogi Sigurðsson skrifar:
„Velvakandi góður!
Ég segi, eins og Þórir Ösk-
arsson, — mig hefur stundum
langað til að senda þér línu,
en þetta er þó í fyrsta sinn,
sem ég geri það.
Tvö bréf um skákeinvígið,
sem þú birtir fyrir nokkru,
urðu mér umhugsunarefni,
en í báðum bréfunum var fjall-
að um orðróm og blaðaskrif
um geðheilsu áskorandans.
Þorsteinn Guðjónsson sagði,
að lengst hefði verið geng
ið þegar menn, sem fluttu frétt
ir af skákunum, hefðu komið
með aðdróttanir af þessu tagi.
Ég er honum sammála um, að
bollaleggingar um heilsufar
fólks, eða sjúkdómsgreiningar
yfirleitt, eigi ekki að vera
fréttamatur í fjölmiðlum. Þetta
varð svo til þess, að ég fór að
hugleiða, hvort vansi væri að
því að eiga í sálrænum erfið-
leikum. Ætli það sé ef til vill
meira eftir af gömlu hleypidóm
unum um geðræna sjúkdóma,
en við vorum að vona?
Segjum til dæmis, að Friðrik
hefði sagt, að sér hefði sýnzt
Fischer hafa verið fölur og las
legur, eða hafa slæmt kvef; þá
hefði allt verið í lagi og trú-
lega ekkert verið skrifað um
það til Velvakanda. Nú sagði
Friðrik aftur á móti, að sér
hefði sýnzt skáksnillingurinn
vera slæmur á taugum. Þá horf
ir málið allt öðru visi við. —
Þetta er ljótt umtal og næst-
um ærumeiðandi.
^ Kveðum niður
gamlan draug
Okkar beztu geðlæknar, sál
fræðingar og fleiri hafa flutt
erindi og skrifað i blöð um sál-
ræna kvilla. Öllum ber þeim
saman um, að þetta séu aðeins
veikindi, eins og hver önnur,
og enginn þurfi að veigra sér
við að leita til læknis, vegna
sjúkleika sálar, fremur en
líkama. Þetta þykjast flestir
viðurkenna, enda annað varla
sæmandi þjóð, sem vill teljast
standa á háu menningarstigi.
Margir telja Írafells-Móra
hafa verið síðasta draug hér-
lendan, sem eitthvað lét að sér
kveða, en mig grunar, að dálít-
il líftóra sé ennþá í öðrum
draug, sem við verðum að
kveða niður í sameiningu. Það
er sá, sem hvíslar því að mönn
um, að skömm sé að því að vera
veili á geði.
Vonandi kemur að því, að
okkar upplýsta þjóð liti sömu
augum það að fara i sjúkrahús,
hvort heldur um er að ræða
til dæmis magasár eða þung-
lyndiskast.
Bogi Sigurðsson."
0 Skákborð
landhelginnar
Th. Einársson skrifar:
„Hingað ti'l höfum við staðið
okkur vel í 200 metrunum, svo
vel að jafnvel fólk sem aldrei
hafði bleytt kroppinn stakk
sér í 200 metrana og fór létt
með. Svona er þjóðarmetnaður
okkar Islendinga miWH.
Nú höfum við ákveðið að út
víkka landhelgi okkar út í 50
mílur, hvað sem Bretar og
Þjóðverjar segja. Því hvað
væri eðlilegra, en að mesta
skákþjóð heimsins útskákaði
sinni landhelgi um nokkra reiti.
Við vonum að þessar 50 míl-
ur megi verða öllum til bless-
unar, og að hafið umhverfis
lándið megi í framtíðinni heita
Haf hins himneska friðar, þó
að Bretar og Þjóðverjar vilji
kalla það Haf hins helvizka
ófriðar.
Á skákborði landhelginnar
munu þessar þjóðir eflaust
beita drottningunni fyrir
sig og þeim drottningarbrögð-
um, sem þeir hafa yfir að ráða.
En við Islendingar höfum ein-
um leikið hróknum og munum
gjöra það áfram, hvernig sem
ensku drottningunni felíur
það.
En af því að við eigum enga
Sikiley, þá beitum við Drang-
eyjarvörn, ef Enskurinn fer að
nálgast kálgarðana of mikið.
Th. Einarsson, Akranesi."
0 Ærin á jöklinum
Þórarinn Helgason skrifar:
„Þau tiðindi gerðust nýlega,
að ær með lambi sínu heimsótti
vísindamenn uppi á Vatnajökli.
Önnur tíðindi urðu síðan í því
sambandi. Ilinir vísu menn
slepptu ánni á jökulinn, eftir
að hafa handsamað hana. Hér
koma fyrir þau mistök, sem
naumast gátu meiri verið; að
sleppa kindunum á jökul-
inn. Auðvelt hlaut að vera að
geyma þær og láta þeim líða
bærilega, unz koma mátti þeim
af jöklinum. Tækni nútímans
eru allir vegir færir, að segja
má. Flestum mönnum, held ég,
að kindurnar hefðu verið au-
fúsuigiesitdr, eins og á stóð og
hefði þótt ljúft og skyltt
að veiita þeim aðlhlynn-
ingu. Engin líkindi eru á því,
að kindurnar bjargist af jöW-
inum, heldur hljóti þær ömur
legan hungurdauða, ellegar
slys verði þeim að aldurtila.
Trúlegast er þarna hugsunar-
leysi um að kenna, sem erfitt
er þó að sæt'ta srjg við.
Einmitt, þegar ég var að því
kominn að setja endapunktinn
við línur þessar, heyrði ég í út-
varpinu — deginum og vegin-
um — að nefnd var Jökla-
Flekka.
Málsflytjandi virtist þó
ekki eiga við hana annað er-
indi en titta ána aiuivirðillieg-
um nafngiftum — skjátu og
rollu heitum. Mannanna, sem
reyndust henni litlir höfðingj-
ar, lét hann að engu
getið. Þeir höfðu þó til þess
unnið, engu síður en ærin.
Þórarinn Helgason,
Laugarnesvegi 64.“
HöflÐUR ÚLAFSSON
hæstaréttarlögmaOur
ekjaJaþýöandí — «nsku
Austurstmiti 14
•émar 10332 og 36073
Herbergi óskast 2-3 herbeigja leiguibúð
Tækniskólanemi óskar eftir herbergi í Reykjavík, óshast helzt í vesturbænum
sem laust væri 1.—15. september. Mig vantar 2ja—3ja herbergja íbúð, helzt á 1. hæð, frá 1. októ- ber nk. Erum tvö í heimili. Góð umgengni. Skilvís greiösla. Einhver fyrirframgreiðsla kæmi til greina, ef óskað er.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 1. september, merkt: Vinsamlegast hringið í síma 20571 eftir kl. 7 e. h.
„Skóli — 2184“. JÚLlUS EVERT,
Öldugötu 7 A.