Morgunblaðið - 24.08.1972, Side 16
, 16
' ■ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1972
OtgefencM hf Árvakuc, R‘éylkiav?k
Pram'kvaamdaatjóri HaraWur Svems*on.
Rittslj'ófar Mat’thías J-ohennessan,
Eyfólifur Konráð Jónaaon.
Aða»o8arrft8tíóri Styrrrvir Gun-n'arsaon.
Rrtstjómerkrlttrúi rforbförn Guðmundsaon
Fréttastjóri Björn Jóhanrvsaon
Augtýsingastfóri Árrri Garðar Kríatinsson.
Ritstjórn og afgraiðsia Aðalstraati 6, sfmi 10-100.
Augfýaingar Aðatstreeti 6, sfmi 22-4-80
Ás'krrftargjaM 226,00 kr á rrtánuði innanlands
l fausaaöfu 15,00 Ikr eirvtakiO
part af vaxandi tilkostnaði
við útgerðina, en þyngra
vega þó minnkandi aflabrögð.
Miðað við sókn minnkaði
aflinn frá 1970 til 1971 um
16,5%, en á þessu ári mun
samdrátturinn nema um og
yfir 20% frá því í fyrra. Allt
þetta hefur leitt til þess, að
afkomuhorfur togaraútgerð-
arinnar eru orðnar svo
ískyggilegar, að talið er, að
þær geti leitt til stöðvunar
nú alveg á næstunni, ef ekk-
ert verður að gert. Að vísu
ERFIÐLEIKAR í
SJÁVARÚTVEGINUM
Fforfumar í sjávarútvegin-
** um í heild eru sannar-
lega uggvænlegar. Vetrarver-
tíðin var fremur slök og í
sumum verstöðvum afleit. Þó
var loðnuvertíðin sérstaklega
góð, en hún kom að sjálf-
' sögðu áðeins fáum skipum og
sjómönnum til góða. Sumar-
vertíðin, humarvertíðin og
síldveiðarnar í Norðursjó
hafa gengið mjög illa og er
því um fyrirsjáanlegan vanda
að ræða fyrir útgerðina, en
minnkandi aflabrögð snerta
hag hennar verulega og mun
meira en vinnslustöðvarnar í
landi. Þrátt fyrir góðæri í
söluverði á afurðum hefur
ekki reynzt unnt að hækka
fiskverð til útgerðarmanría
og sjómanna til þess að bera
uppi stóraukinn tilkostnað
vegna óðaverðbólgu.
Nýtt fiskverð á að ákveð-
ast frá 1. október n.k. og er
það almennt mál útgerðar-
manna, að um verulegan sam
drátt í útgerðinni verði að
ræða í haust, nema til komi
veruleg fiskverðshækkun. En
útgerð að hausti til er sem
kunnugt er áhættusam-
asta útgerð ársins. Á hinn
bóginn telja hraðfrystihúsin
sig ekki hafa rekstrargrund-
völl til þess að standa undir
fiskverðinu eins og það er.
Síldveiðarnar í Norðursjó
hafa gengið mun verr en á sl.
ári og er aflaverðmætið nú
aðeins um 60% af því, sem
það var í fyrra og óttast
menn nú, að síldveiðiflotinn
gefist upp. En ekki er að nein
um síldveiðum á heimamið-
um að hverfa, þar sem þær
eru bannaðar til 1. sept. 1973.
Þær friðunaraðgerðir voru
nauðsynlegar til þess að
forða síldarstofninum frá al-
gjörri eyðileggingu.
Afkoma togaranna hefur
farið hríðversnandi á síðasta
ári og einkum þó á þessu ári.
Stafar það að sjálfsögðu sum-
er það svo, að flestir togar-
arnir eru orðnir gamlir, allt
upp í 24 ára, en á móti veg-
ur það, að þeir eru margir
afskrifaðir að mestu leyti.
Þetta ástand spáir því sann-
arlega ekki góðu um afkomu
þess mikla fjölda nýrra tog-
ara, sem væntanlegur er til
landsins á þessu og næsta
ári.
Sjávarútvegsráðherra telur
sig hafa komið til móts við
sjávarútveginn með eftirgjöf
á útflutningsgjöldum á fryst-
um karfa. Hér er þó engan
veginn um aðstoð til sjávar-
útvegsins í heild að ræða,
heldur tilfærslu milli vasa
innbyrðis í starfsgreininni.
Á það má benda, að Vátrygg-
ingasjóð fiskiskipa vantar 50
til 100 millj. kr. til þess að
geta staðið við þær skuld-
bindingar, sem lofað hefur
verið af sjávarútvegsráðu-
neytinu á þessu ári, og ligg-
ur ekkert fyrir um það,
hvernig úr þessari fjárþörf
verður bætt. Með eftirgjöf-
inni á útflutningsgjöldum af
frystum karfa vex enn vandi
vátryggingasjóðsins. Þetta
eru einkennandi vínnubrögð
fyrir starfsaðferðir núver-
andi sjávarútvegsráðherra.
Þegar einn vandi rís, er hann
leystur með því að auka á
annan, en allt situr raun-
verulega í sama farinu.
Um vátryggingamál fiski-
skipa má það annars segja,
að í þeim efnum vannst stór-
virki, þegar við losnuðum
undan ofurvaldi brezka vá-
tryggingamarkaðarins 1969
og fluttum tryggingarnar
heim, svo að við ráðum nú
sjálfir iðgjöldunum á vá-
tryggingum skipanna gagn-
stætt því sem áður var. Þetta
breytir þó ekki þeirri stað-
reynd, að frekari endurbóta
er þörf. í vetur var skipuð
nefnd til þess að fjalla um
þessi mál og gerði hún ítar-
legar athuganir og skilaði
Mllögum til úrbóta í vor, sem
staðið var sameiginlega að af
útgerðarmönnum, sjómönn-
um, vátryggingafélögum og
fulltrúum hins opinbera. Síð-
an hafa þessi mál legið í salti
í ráðuneytinu og sjávarút-
vegsráðherra ekkert að-
hafzt.
Eins og fyrr segir verður
ekki annað sagt um horfurn-
ar í sjávarútveginum en að
þær séu uggvænlegar. Engin
merki sjást þess, að ríkis-
stjórnin átti sig á því, sem
raunverulega er að gerastog
reyni að bregðast við að-
steðjandi vanda í tíma. Ef
svo fer fram sem horfir geta
afleiðingarnar ekki orðið
aðrar en samdráttur í útgerð
inni og atvinnuleysi og þar
með samdráttur í öðrum at-
vinnugreiríum, því að önnur
starfsemi í landinu sveiflast
með sjávarútveginum. Það
kom gleggst fram á erfiðleika
árunum frá 1967 og fram á
árið 1969.
FORÐUMST INN-
BYRÐIS DEILUR
T forystugrein Þjóðviljans í
gær var enn einu sinni
skrifað í nöldurstón um land-
helgissamningana frá 1961 og
reynt að gera þá tortryggi-
lega. Eftirtektarvert er, að
í Tímanum hefur ekki borið
á slíkum skrifum að undan-
förnu. Hins vegar var þar
haldið fram þeirri bábilju, að
fyrrverandi ríkisstjórn hefði
ekkert gert til þess að kynna
landhelgismálið.
Morgunblaðið ætlar sér
ekki á örlagastundu að taka
upp orðahnippingar við stuðn
ingsblöð ríkisstjórnarinnar
um aðdraganda landhelgis-
málsins og það, hvernig stað-
ið hefur verið að undirbún-
ingi útfærslunnar 1. sept. n.k.
Það er öllum fyrir beztu að
íslendingar standi saman og
forðist innbyrðis deilur. Þess
er að vænta, að ríkisstjórnin
og stuðningsblöð hennar
leggi sitt af mörkum til þess
að þjóðin standi saman sem
órofa heild í þeirri hörðu
baráttu, sem framundan er.
Skákkonur:
Geta þær náð jafn langt
og Bobby Fischer?
— eftir Rita Reif
Hafa skákkonur möguleika a<5 ná
skákleikni á við Bobby Fischer? Þð
þær fái að kynnast iistinni nógru
snemma, fái stöðug-a uppörvun þann
tíma og f járhagsstuðning sem nanð-
synlegur er tii að verða sérfræðing-
ur í listinni, geta þær þá iíka þróað
með sér „drápsfýsnina" sem virðist
ómissandi þegar keppt er á hörku-
legiirn karlamótrim?
Leikkonan Sylvia Miles dregur
það að minnsta kosti stórlega í efa.
Hún er þó útsmogin í þessari list,
sem er einokuð af karlmönnum, —
hlutfailið er eitthvað 100 á móti
einni. Ungfrú Miles tók um tíma þátt
í mótum og var að eigin sögn á leið-
inni með að verða „skákróni" þegar
hún komst að þeirri niðurstöðu að
leikiistin væri henni mikiJvægari.
„Till þess að vera ajtvinnusíkákimað-
ur, þarf maður að vera drápsmað-
ur,“ segir hún með áherzlu. „Verði
samkeppnisandinn hjá bandarísku
kvenþjóðinni einhvern tíma reglu-
lega sterkur, þá held ég að við mun-
um eignast meiri háttar skákkonur."
Lisa Lane er ef til vill eina banda-
ríska skákkonan sem nokkurn tíma
hefur verið talin hafa „drápsfýsn-
ina“ til að bera. Ungfrú Lane, sem
er alþjóðlegur meistari og bezt
þekkta skákkona Bandaríkjanna hóf
að leika skák 21 árs að aldri og varð
kvenskákmeistari landsins 23 ára.
Fiestum ber saman um að hún hafi
ekki síður orðið fræg fyrir dökka
fegurð sína en mikið skap. Gamlir
andstæðingar hennar telja keppnis-
grimmd hennar með eindæmum.
Árið 1966 hætti Lisa Lane, þrítug
að aidri, allt í einu að taka þátt i
skákimótum. Síðan hefur hún aðeins
einu sinni viljað tefla opinberlega,
víð IBM-rafeindaheila. Hún vann.
Lisa Lane teflir þó enn við mann
sinn og við vini og kunmingja.
KONUR VERSTU
ANDSTÆÐIN GARNIR
Hún segir að það hafi ekki verið
viðskotaillir karlmenn sem hafi gert
henni lífið leitt í skákheiminum. Það
var frekar afstaða kynsystra henn-
ar til skákarinnar sem gerði henni
gramt í geði.
„Verstu óvinir skák'kvenna eru
ekki karlmenn, heldur aðrar konur“
segir hún. 5>ær konur sem hún mætti
í keppnum voru oft vellauðugar og
þær litu á skák eins og velgjörða-
menn, en ekki eins og raunveruieg-
ir þátttakendur.
„Þetta voru konur sem voru aldar
upp á því skeiði þegar konur litu á
sig sem undirmenn karlmanna,“ segir
Lisa Lane. „Þá peninga sem þær
unnu í verðlaun gáfu þær til banda
ríska Skáksambandsins til þess að
styrkja önnur mót, — sem flest voru
fyrir karlmenn."
Þessu líkur er hugsunarháttur
helztu skákkvenna enn í dag. Mari-
lyn Braun, sem varð kvenskákmeist-
ari Bandaríkjanna árið 1972, ásamt
Eva Aronson, segir stutt í spuna:
„Staðreyndin er sú, að konur eru
alils ekki jiafn góðar í skák óg
karlmenn." Og Eva Aronson, sem hef
ur teflt í 30 ár, helidiur því fram, að
„skák sé of erfið fyrir margar kon-
ur. Það er of mikið álag."
Slíkur greinarmunur eða mismun
un varðandi skákkonur kemur fram
í ýmsum myndum, „en það kemur
ekki i veg fyrir að kona geti lært
að tefla og bætt sig i listinni, ef hún
sýnir fruimikvæðið," segir Sylvia Mil-
es.
AÐ TAPA FYRIR KVENMANNI
Raehel Crotto er 13 ára og það er
ekki erfitt fyrir hana að finna sér
mótherja í skákklúbbi Manhat tan
þar sem hún teflir. En það skapar
ýmis vandamál að sigra karlmenn.
„Karlmenn berjast mun grimmileg-
ar þegar þeir tefla við stúlkur," seg-
ir Rachel, og þær eru margar kon-
urnar, ungar serrí gamlar, sem taka
undir með henni. ,,Og ef þeir tapa,
þá verða þeir mjög vandræðaliegiir
og jafnvel reiðir.“
Rita Relf.
Rachel er eir af þeim fi'amúrskar-
andi skákkonum sem lærðu að tefia
strax í bernsku. Hún linnti ekki lát-
um fyrr en faðir hennar hafði kennt
henni að tefla svo að hún gæti geng-
ið í skákklúbb, sem hún hafði heyrt
að verið væri að stofna í gagnfræða-
skóla þeim sem hún er nú í.
Þetta vár vorið 1971. Faðir henn-
ar, sem er vélamaður í fataverk-
smiðju, varð himinlifandi þegar
hann komst að þvi að hún hafði
mikla eðlistilfinningu fyrir skák.
„Ég tefli enn við hann, — en það
er ekki eins og var,“ segir Raehel.
„Hann vinnur bara stundum núna.“
Hvorki faðir hennar né móðir hvetja
hana til þess að helga sig skák al-
gerlega. Hún hefur lært píanóieik í
átfca ár, og hún á sér fleiri áhuga-
mál. „Ég hef enga hugmynd um hvað
ég vil verða þegar ég verð stór, —
ég er nú einu sinni bara þrettán."
Framhald á bls. 20.