Morgunblaðið - 26.09.1972, Side 17

Morgunblaðið - 26.09.1972, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, >RIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1972 \7 afírum og öðrufólki (einkum íslendingum) ---V / *' / v.G / *. ''s Eftir Steinunni Sigurðardóttur Hvar enda skrif erlendra blaða- manna um fósturjörðina? Skrif, sem náðu hámarki í sumar vegna óprent hæfs stórviðburðar. Vonir standa til, að þau endi með grein írskrar spá- konu, sem lagði land undir fót til þess að lýsa svipbrigðum og klæða- burði eins Rússa og eins Ameriku- manns. I leiðinni lýsti hún meðal annars íslenzku kvenkyni. Greinin, sem hér um ræðir, er torskilin og þung í vöfum, en reynt hefur verið af fremsta megni að greiða úr flækj- um. Véfréttir þessar birtust aftan á hálfsmánaðarriti, sem gefið er út i höfuðborg írska lýðveldisins. Konan prísar meðal annarra orða sjálfstæði íslenzks kvenleggs, sem hún segir oft einan, því að karlkyn- ið sé gjarnan i burtu langdvölum, einkum við hvalveiðar. Konur kom- ist prýðilega af án manna sinna og hið vandræðalausa frelsi þeirra sjá- ist bezt í þarlendum sánaböðum. (Hér mætti búast við greinargóðum lýsingum á séríslenzkum perversjón- um, en því miður bregzt það álveg). „1 baðherbergjum sundlauga og sánaböðum þekkist engin blygðun hvað líkamann snertir og engin vit- leysa viðhöfð eins og það að læðast inn í litla klefa til þess að fara úr og skýla nekt sinni með baðfötum eða handklæðisbleðlum. íslenzkar konur ganga um ofur eðlilegar á þennan hátt í steypiböðunum og eng in tekur eftir neinu.“ (Til dæmis ekki hverju?) Höfundur leiðir síðan rök að því, að aðrar konur líti út eins og hún sjálf, sem er að sönnu óvænt niðurstaða. Síðan er dáðst að þjóðinni fyrir harðfylgi í drykkjumálum og athafna semi í ástaMi. Fyrir hinu siðar- nefnda eru sagðar sögulegar ástæð- ur, sem sagt kuldi og eldfjöll. Hér vandast rnálið illilega. Að vísu mætti í fljótu bragði sjá samhengi, eða fýlgni, milli kulda og ástatófs. En hvar koma eldfjöll inn í málið? Tekið er fram, að mörgurn er- lendum blaðamönnum hafi ekki geðj azt að landinu. (Þökk sé þér). Þeim hafi fundizt það frumstætt og til- finnanlegur skortur á mannasiðum. Til dæmis fáist innfæddir ekki um að kynna fólk formlega. Sjálf segist konan hafa vel við unað, og ber það umburðarlyndi hennar beztan vott. Hún kvéðst aldrei hafa skemmt sér betur við dans en á íslandi. Þar dansi menn enn Foxtrot, Quickstep og Tangó eftir kvöldmat. (Ekki var þyð nú til siðs á mínu heimili). Þessi hefð sé horfin af yfirborði aifgamgs- ins af hinum vestræna heimi. Væri nú ekki rétt, að íslenzk kven- þ.jóð sameinaðist og héldi spákon- unni veglegt boð, næst þegar hún litur inn, og þá helzt í uppáhaldsum- hverfi hennar, nektarnýlendu kvenna við Barónsstíg? Au k þessa hafa nýlega borizt im- pressjónir til eyrna frá þrennu öðru irsku, sem fór norður. Einn kom aftur og furðaði sig á ófríðleika Is- lendinga. Ég sagðist heppin að þessi erfðasjúkdómur þekktist ekki í minni ætt. Hinir tveir voru einstaklingar á brúðkaupsferð. Þeir höfðu ekki kynnt sér verðlag í landinu og end- uðu því í almenningsgörðum við Al- þýðubrauð og ost frá Mjólkursam- sölunni. Þar hefndist þeim fyrir sér- vizkuna. FERD.V/T MEfl VAGNI Strætisvagnar borgarinnar eru dul arfullir og einstakir í sinni röð. Um daginn var farið fram hjá líkfylgd og allir signdu sig, nema maðurinn sem rukkar fargjöldin. Hann til- kynnti dapurlega yfir allan vagn: „Þarna er enn einn á niðurleið." Öldruð kona, farþegi í vagninum, svaraði hvasst: „Enga afbrýðisemi, vinur.“ Þess má geta, að rukkarinn mikii segir hvorki takk né thank you, að innheimtu lokinni. Hann segir skýrt og greinilega „cha, cha“, en kemur Steinunn Sigiirðarðóttir f þar með upp um leyndarmálið. Her er sem sagt danskennari í dular- gervi, á flótta undan nemendum sin- uim og Nonna. Yi.HYKA mALIÐ Nútímaíslenzka var kennd í skólan- um síðastliðinn vetur. Þótt námið væri frjálst, stunduðu það nokkrir nemendur reglulega. Það er utan við minn skilning, að aðrir en nútímaís- lendingar get-i haft áhuga á nútíma- íslenzku, nema ef vera skyldi til þess að kynna sér verk mín á frummál- inu. En slíkt fólk er sem sagt tii. Hið eina konstrúktíva, sem ég hef gert fyrir það á þessari þyrnum stráðu þraut, er að kenna því að kvarta við kennara sinn á ylhýra málinu yfir táfýlu, sem ríkir í kennslustofum. Úrbóta er vænzt sem fyrst. Frá Salzburg. um Marx og Lenins. Og get ég vel tekið undir það. Öll þessi ósköp blasa við manni í fæðingarborg sjálfs Mozarts, þar sem menning og mannlíf á að vera órjúf- andi heild. Á næsta leiti eru svo auglýs- ingar um málverkasýningar og svo eru endalausar tónleika- og leikhúsauglýsingar: Töfraflauta Mozarts, gamanópera eftir Sme- tana, önnur eftir Stravinsky, Maria Stuart Schillers í aðal- leikhúsinu við Mirabell-garð- inn, kór frá Wisconsin-háskóla á söngferðalagi, hvar eru Fóst- bræður? Og svo enn einn Wolf- gang, maður sem hefur varpað meiri ljóma á nafn sitt en flest- ir aðrir í tónlistarlífi samtímans: Karajan. Hvaða erindi hef- ur hann átt hiingað: J. S. Bach, Die Kunst der Fuge, ensemble Wolfgang von Karajan. Ungur drengur sem er að læra dálítið í þýzku skilur ekki, hvers vegna Bach er bara lítill lækur. Hvað merkir þá Beethoven? Eða Moz- art. Hann er hrifnastur af hin- um síðast nefnda, hann er svo fallegur, segir hann. Og svo á hann svo skrautleg föt af mál- verkunum að dæma. Og hann spilaði fyrir keisarafrúna. Sem sagt: ævintýri. Ævintýri eims og borgin sjálí, saga hennar og umhverfi. Það spillir engu, þótt málverkið af Mozart litla haldandi á hreiðri leiði hugann að Arnar- hreiðri Hitlers hér í næsta ná- grenni. „Af hverju var Hitler svona vondur?" spyr litill drengur. „Og hvað gérði hann?“ Gleymskan, þessi hætta. Þetta smyrsl. Liederabend með göimlum meisturum eru auglýst hér á hverju horni, sýning á siðgotn- eskum listaverkum í Salzburg og hollenzkri klassík „frá gull- öldinni", aðgangur: 28 krónur fyrir fullorðna, 12 krónur fyrir nemendur. Hér situr listin sem sagt i fyrirrúmi. Og svo eru þýzk ljóðskáld hér á upplestr- arferð, einnig: Explosive Lyrik: Whisky, Liebe und Gewehre. Á einum stað eru auglýstir fyrir- lestrar einhvers indversks jóka, þeir eru að verða gráu kettirn- ir í Evrópu. Þetta er meistari surat shabd jóka, ef ég man rétt. Hann vísar manni leið til að þekkja guð og er það þó nokkurt hlutverk í sjálfu sér, en ég held fólkið hér fari sínar eig- in leiðir og ég læt mér nægja það sem ég hef heyrt i Dóm- kirkjunni um þau efni. Svo ætl- ar hann eitthvað að tala um syndina, en af andliti hans að dœma held ég flestir viti meira um hana en þessi annars áreið- anlega velþenkjandi jóki. ÖMu ægir þessu saman ininan um áróðursmyndir pólitísku spekinganna. Þeir þykjast kunna sitt jóka. Borgarstjórinn er sósíaldemókrati eins og Kreit- sky kanslari sem vann stórsig- ur í síðustu þingkosningum og styðst við meirihluta í þinginu. Það leynir sér ekki heldur að mikill völlur er á sósíaldemó- krötum hér í borg, þeir segjast ætla að fá hreinan meirihluta í borgarstjórninni. Af 40 fulltrú- um hafa þeir 19, Frjálslyndir 8 og Kristilegir 13, en kommúnist- ar engan. „Þeir hafa ekki held- ur neinn fulltrúa á þingi,“ segir talsmaður sósíaldemókrata þarna á götunni. Hann stendur við einhvers konar áróðursmið- stöð við ána spölkorn frá fæð- ingarstað Mozarts. Þeir leika hljómlist og flytja ræður for- ingia sinna af segulböndum svo að glymur í. Þeir hafa enga minnimáttarkennd eins og heima, al'Ira sízt gagnvart koram únistum. Talsmaðurinn útbýtir áróðursbæklingi og flokksblaði sósíaldemókrata og minnir það mjög á sum blöðin heima. Þar situr pólitikin í fyrirrúmi, ein- hver ögn af fréttum innan um stjórnmálaskrifin. Ekki er það upp á marga fiska. Fólk tekur þetta ekki alvarlega frekar en heima: það er of önnum kafið að lifa — og verzla. En fyrir hvað? Sirkus Altoff - allir þangað, stendur á einurn auglýsingamið- anum. Erum við eklci þar? Skamimt frá stendur ámáttlegur hundur og gerir þarfir sinar á gangstéttina. Ung kona og vand rreðaleg heldur dauðahaldi í ól- ina. Þessi sena gerist fyrir fram- an kjötverzlun. Konan er afmynduð í andliti af verknaði hundgreysins. Ég kanns. málið í laumi og sé að hún er fcö remb- ast með hundinum sínum. Ósköp voru þetta aumkunarverðir borg arbúar. Hundum er viða bann- aður aðgangur hér. Á vígspjöldunum stendur það sama og heima: Raunhæf breyt- ing og raunhæf velferðarhjálp, stendur efst á gríðarstórri mynd af dugnaðarlegri konu, rauðsokku augsýnilega. Hún er i framboði fyrir kristilega og er afskaplega kristileg í framan; berjumst gegn verkalýðs- fjandsamlegum öflum, er prent- að stórum stöfum á áróðurs- mynd kommúnista. Eitthvað hefði Franz Jósef sagt við þessu. Börn og æskufólk fái meira rúm fyrir leiki, íþrótt- ir og þroska, segir á plaggati Frjálslyndra, varðveitum fegurð Salzburgar og gerum hana líf- vænlegri, segja Kristilegir. Eða er þetta öfugt, kannski. Eitt er þó víst: áróðurinn gerir borg- ina hvorki lífvænlegri né feg- urri. Sósíaldemókratar eiga leik- inn: Sama borgarstjórn áfram, prenta þeir og hrópa og birta fegurðarsamkeppnismynd af borgarstjóranum: geðþekkum manni á miðjum aldri. Hann er að tala i sima, hann er að tala við konuna sína, hann er að gera þetta og hitt. Hann skal í embættið! „Af hverju eru kommúnistar svona fáir hér i Austurríki?" spyr ég eins og grasasni. Talsmaðurinn lítur undrandi á mig: „Þér eruð auð- vitað útlendingur," segir hann með meðaumkunarrödd: „Vitið þér ekki að við þekkjum ástandið í kommúnistalöndunutn hér i kring. Nálægðin við þau gerir Inenn ekki að kommúnistum." Það er þá rétt sem sagt er: að fjarlægðin geri fjöllin blá — og mennina rauða. En — sem sagt: hér eru allir að rembast við eitthvað. Ég var farinn að vorkenna Mozárt. Og borginni, þess- ari yndislegustu vin gamallar hámenningar sem hægt er að finna á jarðiáki. Og handan ár- innar er verið að sýna sænska klámmynd, en þó eins og í laumi, og fjallar um lesbíur: í sýning- argluggunum eru óteljandi myndir af tveimur nöktum stúlk um og svartir borðar yfir brjóst uim þeirra og viðkvæmum blett- um. En stellingarnar eru æsandi. „Þessir karlar eru ljótir," segir ungur drengur við föður sinn, þegar hann sér mennina sem virða dömurnar fyrir sér. „Ljót- ir og úr sér gengnir karlar," bætir hann við og faðirinn verð- ur að dylja bros sitt. Segir ekki neitt, en flýtir sér burt. „Sex and Life“, heitir þessi mynda- flokkur sýnist mér. Myndin er bönnuð unglingum innan 18 ára aldurs. Aðgangur: 26 sh. Svipað og heima. Alls staðar er klám- ið á svipuðu verði. En hér ber minna á því. Það er í felum. Það er kalt á hótelinu. Ég reyni að halda á mér hita með því að tala við hótelstjórann, spyr hann um kosningarnar. ,,Ha? Kosningar?" segir hann. „Já, eru ekki kosningar hér á næsta leyti?" spyr ég. „Það get- ur vel verið," segir hann vand- ræðalega, „ég veit það ekki. Allt slikt fer fram hjá okkur á hótelunum. Við verðum að selja okkar þjónustu, stjórnmálamenn irnir sína. Ég kýs aldrei, ,ég þekki engan flokk.“ Á næsta horni var stór áróð- ursmynd af rauðsokkunni sem var svo kristileg í framan. Ein- hver hafði kroppað úr hennl augun. En í gamla bæjarhlutan- um, þair sem snillingurinn fædd- ist fyrir rúmum tveimur öldum og virkiskastalinn gnrefir yfir borgina og dómkirkjan ber guði vitni en kirkjugarðurinn þeim dauðu, er lítið hús, nú notað sem vélahús fyrir rafmagnsbrautirn- ar upp í virkið. Þar bjó Hayden síðustu árin, eða þar til hann lézt 1806. Hér er allt saga og menning. Og hér er einnig sam- tíð. En hún á undir högg að sækja. Hér vann Mozart bug á tímanum. Því breytir eng- inn, hvorki áróðursvélar stjórn- málamanna né innfluttar nektar- myndir. Rauðhvitur fáni borgarinnar blaktir við hún á fánastöngum. Og engu líkara en áin renni að upptökum sinum. Einnig hún. M

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.