Morgunblaðið - 03.10.1972, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.10.1972, Blaðsíða 7
MORGUINBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUIR 3. OKTÓBER 1972 7, Bridge Margir halda þvi fram, að ítalski spilarinn Forquet sé beztur núlifandi bridgespilara. Sjálfur hefur Forquet gaman af þessu, en segist ekki enn hafa fundið örugga aðferð til að finna drottningarnar hjá and- stœðingunum. Eftirfarandi spil, sem er írá leiknum milli Italíu og Frakklands er gott dæmi um þessa fullyrðingu. NORÐUR: S: G-6-5-2 H: D-G-10-4-2 T: G-7-6 L>: 4 VESTUR: S: 10-3 H: 9-6 T: K-D-2 L: K-G 8 6-5-2 AUSTUB: S: Á-K-8-7 H: 5 T: Á-10-9-8-3 L: Á-10-3 SUÐUB: S: D-9-4 H: Á-K-8-7-3 T: 6 4 U: D-9-6 Itölsku spilararnir Garozzo og Forquet þannig: sátu A—V og sögðu N: A: S: V: P. 1 t. 1 hj. 2 1. 3 hj. 3 sp. P. 4 1. P. 4 hj. P. 5 t. P. 6 1. A.P. A.P. Norður lét út hjarta- drottningu og fékk þann slag. Næst var spaði látinn út, drep- ið í borði með ási og nú lét For- quet út laufa 3, drap heima með kóngi og þar með tapaðist spilið, því suður fær slag á laufa drottninguna. Við hitt borðið var lokasögn- in sú sama hjá frönsku spilur- unum og útspil var einnig það sama, en franski spilarinn fann laufa drottninguna og vann þar PENNAVINIR Franskur skrifstofumaður 62 ára að aldri og kvæntur benn ara, óskar eftir pennavini. Hann hefur áhuga á frímerkjum, eink- um þó landfræðilegum og sögu- legum. Ef einhver vill skrifast á við hann þá skrifið vinsamlegast til: Mr. Richard L. Wright, 43, Bvd Aiexis Carrel, 44 Nantes, France. 14 ára Itaii óskar eftir penna- vinkonu héðan, sem skrifar ensku eða itölsku. Hann hefur áhuga á að kynnast land- inu. Þær, sem áhuga hafa geta skrifað tii: William Tomesani, Via Pasubio 90, 40-133 Bologna, ITALY. Iiininiini>iiiii!iii«iiiiiiiiuiiiiniiiiiiiiiiiiHiiiiiHii]iniiniiii!iin»iiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiniiii|| SMÁVARNINGUR iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiHiinniiiiiiiuiHiiiiniiiiiiiininiiiiiiuiiiiuiiiiiu!i!ii!iiiiii!ii!l „En elskan ef ég giftist þér, þá missi ég vinnuna." — „Getum við þá ekki haldið gift- ingunni leyndri?" — „En hvað ef við eignumst bam?" — „Þá verðum við að segja barninu frá þvi, auðvitað." Gangið >. j • >• * uti i goða veðrinu DAGBÓK BARMMA.. Happdrættismiðinn Eftir Einar Loga Einarsson var einhver rígur á milli þeirra, hvar sem á ein- hvem hátt var gert upp á milli þessara hópa. Svo var það í skólanum, á leik- vanginum og nú síðast milli félaganna, því dreng- irnir í þessum bæjarhluta höfðu einnig stofnað fót- boltafélag og voru einnig í óða önn að safna sér fyrir bolta. Þegar þar að kæmi myndu þessi tvö félög mæta til keppni, og eng- inn var kominn til með að segja hvernig því lyki. Þegar Siggi kom að flöt- inni, voru þar fyrir nokkr- ir drengir, þ. á m. formað- ur nýja fótboltafélagsins, sem kallaður var Óli. Var hann á ýmsan annan hátt einnig fyrirliði drengj- anna. Stóð hann sig, til að mynda, bezt í skólanum af drengjunum í hans bæj- arhluta, og mátti segja að hann ætti aðeins einn hættulegan keppinaut, hvað það snerti, en það var einmitt Siggi litli, sem hafði forystu fyrir drengj- unum í sinum bæjarhluta á þeim vettvangi. Þegar Siggi litli gekk fram hjá flötinni, virtust hinir drengirnir vera í hrókasamræðum sín á milli. Eins og af tilviljun varð Óla iitið upp í þessu, og só þá Sigga ganga þar. Hann horfði á hann nokkra stund, en kallaði svo í átt tíl hans: „Monthani — raupari." Siggi litli bjóst nú ekki við þessu, og nam staðar, undrandi á svip, því hann vissi alls ekki ástæðuna fyrir þessum hrópum. „Þú getur sjálfur verið monthani," kailaði hann á móti. „A.m.k. ekki eins mikill og þú,“ hrópaði Óli. „Jæja.“ „Nei, þú segist vera betri í landafræðinni heldur en ég, en þú fékkst bara betri einkunn á prófinu, af því að ég var óheppinn.“ „Sannaðu það.“ „Já, komdu ef þú þorir. Ég skora þig á hólm, og sá sem sigrar, er betri.“ Siggi litli vissi vel hvað það þýddi að vera skorað- ur á hólm. í sjálfu sér var það ekki svo hættulegt, hann gæti e.t.v. fengið nokkrar skrámur og í versta faili fengið gat á fötin sín. En heiður hans var í veði. Ef hann neitaði, yrði hann álitin raggeit, og þá var betra að tapa með sæmd. Að vísu var þetta dálítið hæpin aðferð til að skera úr um deilumál, auk þess sem það var engin sönnun í sjálfu sér að sigurvegar- inn væri betri í landafræði, en þetta var sú aðferð, sem drengirnir höfðu not- að, og kunnu enga betri, eins og á stóð. Siggi litli hugsaði sig um stundarkom. Hann bar ekkert úr á sér, en hann háfði farið það tímanlega af stað, að hann hlyti að ná til skrifstofunnar á til- settum tíma, þótt hann . íæri í „tusk“, eins og drengimir kölluðu það. Hann ákvað því að slá til. „Ég þori það. Komdu bara,“ sagði hann, um leið og hann stökk yfir grind- verkið, sem skildi flötina frá götunni. Hinir drengirnir urðu mjög spenntir, því þeir bjuggust við að sjá eitt- hvað, sem væri vel þess virði að horfa á það. Báðir vom þeir, Siggi og Óh, vel stæltir og liðugir, svo úrlsitin gátu brugðið til beggja vona. FRflMWRLÐS Sfl&fl BflRNflNNfl HATTUR TÖFRAMANNSINS Töframaðurinn er í essirni sínn í dag. — Hann tínir hvern hlutinn af öðrum upp úr hattinum stniim og þcgar hann hættir eru 14 hlutir komnir upp úr honum. — Hvaða hlutir eru það? SVAR: Hnífur, sími, úr, flaska, dúfa, mús, bók, hnykiil, spil, blóm, blýantur, pipa, kjötbein og kerti. SMAFOLK PFANUTS — Ég er feginn að heyra ekki lýsingu Jóns Ásgeirs- sonar á þessu. FERDINAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.