Morgunblaðið - 03.10.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.10.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1972 SAI EAI N | í frjálsu ríki eftir V. S. Naipaul Loks sýndi Linda einhver við- brögð. Hún leit út um gluggann. Bobby sagði: „Og svo skyldi ég verða til þess að brjóta nið- ur þá litlu sjálfsvirðingu, sem hann hafði öðlazt!“ „Það held ég ekki," sagði Linda. Hún sá tárin í augum Bobbys og ákvað að taka af- stöðu. „Ég held, að hann hafi ekki skilið neitt. Og auk þess veitti ekkert af að segja honum til syndanna. Það hefur aldrei sakað. Þú hefðir átt að sjá sal- ernið þarna. Ég held reyndar, að ég sé ennþá með iykilinn að því.“ „Ætti ég að snúa við?“ „Til hvers? Þá yrðu þeir fyrst alvarlega hræddir. Þá gætu þeir sent eftir lögreglunni." „Og ég mundi sennilega fara að tárfella." Augu hans fylltust aft ur tárum. Hann brosti þó. „Það efast ég um. Ætli þú yrð ir ekki frekar reiður ef þú snerir við og sæir þá alla skelli- hlæjandi.“ „Ég srý við.“ „Ég veit hvað ég er að segja, eftir löng samskipti við húsþjón inn minn. Tuttugu mjólkurdósir skyndilega horfnar og maður æs ir sig og rífst og skammast, mikl ar geðshræringar á báða bóga. Á eftir læðist maður um sitt eig- Ueizlumatur v?...... „ _ Smíirt brauð □9 Snittur SÍLD fis FISKUIl ið hús á tánum og býst við sjálfs morðstilraun að minnsta kosti, en þeir skemmta sér þá bara kon unglega inni hjá sér. Þeir hafa boðið til sín vinum og eru hreint að farast úr hlátri. „Við misskiljum þennan hlát- ur þeirra," sagði Bobby og greip um gírstöngina. „Það getur verið. Ef til vill stafar hann af feimni eða vand- lætingu eða einhverju slíku. Það sagði Sammy Kisenyi mér. Og líklega hefur einhver Evrópu- maður sagt honum það. En ég held að stundum sé bara um að ræða heilbrigðan gamaldags skemmtihlátur." Bobby ræsti bílinn. Linda rak upp óp, sneri sér snöggt út á hlið i sætinu og hall aði sér út að dyrunum. „Eitthvað stakk mig. Gáðu hvað það er. Ég þori það ekki.“ Þannig sat hún, snúin á aðra hliðina með uppbretta blúss- una og horfði upp í loftið í gegn um dökk sólgleraugun á meðan Bobby athugaði stunguna. Rétt neðan við rifbeinin spratt fram rauður díll. „Hvað er þetta?“ spurði Linda. „Hvað er þetta?“ „Ég sé, að þú ert bitin, en ég sé ekki, hvað beit þig.“ „Ó, guð minn góður.“ Hún sat stíf eins og skelkað barn. Bobby virti fyrir sér hör- und hennar, rifbeinin, sem mót- aði fyrir, brjóstahaldarann um lítil brjóstin, sem hún hafði far- ið í um morguninn og nærfatn- aðinn sem skein í undan buxna- strengnum. Hann beygði sig niður og kyssti á rauða blettinn. Linda leit niður og á kollinn á honum, héit blússunni hátt til þess að hún félli ekki yfir höfuðið á honum. Hún gætti þess líka að hreyfa sig ekki. Hann kyssti aftur á blettinn og spurði: „Batnaði það núna?“ „Já, nú batnaði það.“ Hann rétti sig upp. Hún dró blússuna niður. „Ég vona að þú leggir ekki rangan skilning í þetta,“ sagði Bobby. „Nei, Bobby. Þetta var fal- velvakandi lega gert. Með því bezta sem fyr ir mig hefur komið.“ „Gerðu ekki of mikið úr þessu,“ sagði hann og ók af stað. „Þú talar um þetta eins og barnsburð." „Konum má telja trú um allt.“ Hún var dálítið stutt í spuna. Hann hafði átt von á því. Þá höfðu þau jafnað metin. Þau héldu ferðinni áfram eins og tveir gamlir og rótgrónir vinir, umburðarlyndið var gagnkvæmt. Það skyggði æ meir. Þung, dökk regnskýin grúfðu yfir. Dagsbirtan dvínaði af græna gróðrinum og það tók að rigna. Droparnir helltust úr loftinu svo bílhljóðið drukknaði. Allt útsýni hvarf sjónum. Bara regn. Það var notalegt í bilnum. „Þessi bit,“ sagði Bobby. „Ætli maður venjist þeim ekki. Einu sinni beit mig hundur, sem móðir mín átti. Allir ruku upp til handa og fóta og urðu dauð- hræddir, ég og móðir mín og vesalings hundurinn. Þetta var nokkuð slæmt bit. Tvær jafn- hliða skrámur neðarlega á kálf- anum á mér. Hundurinn er löngu dauður. En ég er ennþá með örið og satt að segja er ég heldur hreykinn af þvi.“ Litlu síðar sagði hann: „Einu sinni fékk ég róandi lyf hjá lækni. Það var fyrir nokkrum árum. Gömul veikindi voru að taka sig upp á ný og ég hélt að nú væri ég að fá áfallið sem gerði út af við mig fyrir fullt og allt. Ég held, að maður losni aldrei alveg við óttann." .Róandi lyf? Ætlarðu að BLÓMLAUKAR 40 tegundir Svartir TÚLIPANAR PASKALILJUR fylltar CROCUS-SCILLA ALLIUM — verð frá 5,00. PÓSTSENDUM. rSlcmcih&r £}.íífeíí£i segja mér að þú notir slíkt?" „Heyrðu, ég sagði bara, að hann gaf mér einu sinni róandi lyf. Ósköp sakleysislegar litlar hvítar töflur. Þær höfðu undar- leg áhrif. Eftir þrjá daga . . . viltu annars að ég segi þér það?“ Hann brosti. „Já, gerðu það.“ „Eftir þrjá daga brenndu þeir húðina framan á getnaðarlimn- um á mér.“ Linda lét sér ekki bregða. „Það hlýtur að hafa verið slæmt fyrir þig,“ sagði hún. „Kolbrenndu." Hann brosti enn. Ekkert lát varð á rigningunni. „Það er skrítið," sagði Bobby, „en eiginlega fór ég ekki að keyra bil fyrr en ég kom hing- að. Meðan ég var veikur, var mér fróun að því að hugsa mér að ég væri að aka bíl um kalda, dimma rigningarnótt, mílu eftir mílu, þangað til ég kæmi að litlu húsi uppi á hæð og þar logaði eldur á arni og þar væri hlýtt og þar var ég óhultur." „Rigning úti, hlýtt inni — ég óhultur." „Ja, ætli það ekki. Mér var einhver huggun að þessu." Svo- lítillar ásökunar gætti í rödd- inni. „Og svo sá ég sjálfan mig í þessu herbergi, þar sem allt var hvitt. Hvit gluggatjöld bærð ust fyrir golunni. Hvítir veggir, hvítt rúm. Margir stórir glugg- ar. Allir opnir. Úti grænar grundir og heiðblátt vatn.“ „Þetta minnir á sjúkrahús eða gríska smáeyju." „Já. Ég vildi gefa allt á bát- inn. Vera ekkert, gera ekkert. Horfa á sjálfan mig deyja. Ég dvaldist marga klukkutíma dag hvern í þessu herbergi. Og líka á nóttunni. Ég hafði ekkert nátt borð við rúmið. Og þess vegna lagði ég úrið mitt á gólfið á nótt unni. Einn morguninn steig ég óvart á það svo það brotnaði í pví glerið. Ég ætlaði að láta gera við það en ákvað að gera það ekki, fyrr en mér væri batnað." „Það hefur verið hálfgerð refs ing.“ „Að ganga með brotið úr? í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. Það er eins og hver önnur vit- leysa sem manni dettur í hug. Ilins vegar er óhugnanlegt hve auðvelt er að sætta sig við að lífi manns sé lokið. Svo fór ég að segja við sjálfan mig: Þú verð ur betri í næstu viku. Svo í næsta mánuði. Og síðan á næsta ári.“ „Er ekki stundum notuð „sjokk“-aðferð við slíkar lækn- ingar?" „Eins og róandi lyfin. Ég var öllu ókunnugur og vissi ekkert. Ég hélt að sállækningar væru amerískur brandari og sálfræð- ingar væru allir eins og Ingrid Bergman í kvikmyndinni „Spell bound". „Hana kannast ég við. Það var skemmtileg mynd.“ „Já. En þú minntist á „sjokk“ aðferðina. Eftir hana fór mér að batna. Ég gekk til sálfræðings. Ég sagði þér frá honum. Það var hann sem læknaði í sjálfum sér giftina. Hann komst að því að gigtin stafaði eingöngu af því hve mjög hann óttaðist dauð- ann, og þegar honum varð það ljóst, hvarf gigtin. Eftir einn samtalstimann okkar, sagði hann við mig: Konan mín ekur þér niður í bæinn í bílnum. Ég hafði aldrei hitt konuna hans. Ég sat í stofunni og beið eftir henni. Hann var þannig sál smjörlíki ^ Sjónvarp á laugar- dögum Kæri Velvakandi. Við erum tvær bálreiðar yfir sjónvarpsdagskránni laug- ardagiinn 23. sept. Við ætluðum að nota okkur helgarfríið m.a. til að horfa á sjónvarpið. En okkur brá heldur betur í brún, þegar við lásum dagskrá kvölds ims. Fuglabyggð í Frakkiandi, einleikur á harmoniku og franska bíómyndin var til að kóróna það allt sarraan. Þó að Skýjum ofar hafi bætt það upp, var það ekkert á móti því, sem eftir fór (þessu franska rugli). Tvær reiðar í Kópavogi." — Þakkarvert þó, að ekkert var finnskt eða sænskt! ^ Af hverju drekka sumir of mikið? Halldór Karlsson skrifar: „Velvakandi! Að undanfömu hefur gætt mikils misskilnings í skrifum blaðanna um áfengis- mál. - Alkóhólísmi er ekki sjúkdóm- ur og þaðan aif siður löstur. Alkóhólismi er sjúkdómsein- kenni. Þegar örvænting og sjálfshatur nær föstum tökum á mönnum og konum og öll sjálfsvirðing fer forgörðum, er tíðast lieitað til áfengisins. Sér- fræðingar halda því fram, að gerðu uppalendur, foreldrar, skóli og aknenningur allt sitl til þess að manneskjunni liði sem bezt á viðkvæmasta þró- unarskeiði sínu, mundi áfengið aldrei verða henni til varanlegs skaða. Vegna alls þessa er fáránlegt að tala um refsingar eða áfeng- isbann. Þeim, sem hafa áhuga á vís- indalegum fróðieik um þessi mál, er bent á bsekur eftir West og Walker and Fletcher. Einnig er bókin Summerhill eft- ir A. S. Nsill gagnleg lesning. Allaæ þessar bækur koma út á vegum brezku Penguin-útgáf- unnar. Því fyrr sem öllum hé- gljum og fáfræðd, um þessi mál er er rutt í burtu, því betra. Ilalldór Karlsson, Njálsgöta 79.“ © Hærri skattar leysa engan vanda „24. sept. 1972. Velvakandi, Morgunbla ðinu. Ég var sitaddur í Kaupmanna- höfn fyrir nokkrum dögum, en eins og kunnugt er fara nú fram mildar umræður þar i landi um aðild að Efnahags- bandalagi Evrópu. Eitt sinn lét einn af talsmönnum jafnaðar- landsiins, svo um mælt i um- ræðum í útvarpi: — Efinahags- lieg vandamál verða ekki leyst með hærri sköttum, aðeins með mianna, flokks forsætisráðherra aukinni framleiðslu. Ég skrif- aði þetta hjá mér og hugsaði sem svo, að e.t.v. væri gofct að stinga þessari ráðleggingu stjómarþingmannsiins danska að hinni skattagráðugu og ráð- villtu rikisstjórn hér á landi. Ferðalangur." Af hverju sögiu Norðmenn NEI? Úrslit þjó&aratkvæðagreiðslunnívr í Noregi um aðild landsins að EBE hafa vakið heimsiathygli. Sjaldain eðá aldrei hefur framtíð norræns samstarfs verið jafnofarlega á baugi. Til þess að kynna þessi mál fyrir Hslondingum ætla ungir sjálfstæðismenn í Reykjavík að fá hingað til lainds RUNE GERHARDSEN, viðskiptafræðing, einn af ungum forystumönnum NEI-hreyfingarinnar í Noregi. I fyrirlestri, sem Rune Gerhardsen flytur í SÚLNASAL HÓTEL SÖGU á fimmtudagskvöld, 5. október, kl. 20.30, mun hann fjalla um þær ástæður ar lágu að baki niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og þau við- horf er skapazt hafa í Noregi og raunar á öllum Norðurlöndum vegna hennar. Munið: Fundurinn «r öllum opinn og hefst klukkan 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.