Morgunblaðið - 03.10.1972, Page 16

Morgunblaðið - 03.10.1972, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTOBER 1972 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUiR 3. OKTÓBER 1972 17 Oitgof«ndi hif Árvafcur, Rfeyífljavfk Rramfcvsemdaatjóri Harafdur Svaiflaaon. Riiatíófar Matíihías Johannassan, Eyjóllfur Konráð Jónsson AðstoSarritstjón Sityrmir Gunnarsson. RhS'tjÓmarfuWtrúi Þorbijörn Guðmundsson Fráttasíjóri Björn Jóihannsrson. Aug.iýsingastjóri Ámí Garðar Kristinsson. Rítstjðm og afgrsiðsla Aðalstrasti 6, sfmi 1Ö-100. Augtfýsingaí Aðateraati 6, símr 22-4-00 Áskriftargjaid 225,00 kr á máiniuði innaniands I fausasöTu 15,00 Ikr einta'kið k sama tíma og öngþveiti blasir við í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar, bátaflotmn að stöðvast vegna ágreinings tveggja ráðherra um útgáfu bráðabirgðalaga, ákvörðun fiskverðs í full- kominni óvissu og stöðvun á vinnslu frystihúsana yfir- vofandi, eru stjórnarflokkarn ir uppteknir við innbyrðis erjur og að gera upp gamlar sakir og nýjar. Ekki er mik- il von til þess, að stjórnmála- flokkar, sem eru önnum kafn- ir við slíka iðju, geti tekizt á við þann geigvænlega vanda, sem framundan er, af þeirri festu og röggsemi sem til þarf. Á landsfundi Samtaka frj álslyndra og vinstri manna, sem haldinn var um síðustu helgi, kom glögglega í Ijós, að samtök þessi eru tvíklofin, í raun tveir flokkar, þar sem djúpstæður málefnaágrein- ingur er augljóslega til stað- ar. Tvennt kom á óvart við þennan landsfund. Annars vegar það, að til uppgjörs skyldi koma nú og hins veg- ar, að Hannibalsarmur sam- takanna skyldi vera svo sterk ur sem raun ber vitni um, og fylking Bjarna Guðnason- ar svo veik, sem atkvæðatöl- ur sýndu. Bersýnilega hafa Hannibal og Björn Jónsson komizt að þeirri niðurstöðu, að hreingerningar væri þörf og sjálfsagt að nota tækifær- ið, úr því að þeim tókst að fá svo marga fulltrúa lands- byggðarinnar til fundarins, að þeir böfðu þar öruggan meirihluta. Samtök frjálslyndra og vinstri manna voru sett á stofn af óánægjuöflum, sem komu úr ýmsum áttum og höfðu ekki rekizt í flokki ann ars staðar. Frá upphafi hefur verið verulegur ágreiningur innan samtakanna bæði um persónur og málefni, sem féll að vísu í skuggann um skeið vegna tímabundins sigurs þeirra í síðustu þingkosning- um. En það hefur jafnan ver- ið sýnt, að til tíðinda mundi draga fyrr eða síðar. Tals- verður hluti af starfsamasta liði samtakanna eru gamlir kommúnistar, sem ekki hafa sagt skilið við gamlar hug- sjónir og eiga því í raun réttri betur heima í komm- únistaflokknum. Sjálfsagt er það aðeins tímaspursmál hve- nær þeir snúa til fyrri heim- kynna. En þau átök, sem urðu á landsfundi samtakanna hafa meiri þýðingu en ella vegna þess, að hér er um einn stjórn arflokkanna að ræða. Meiri- hluti ríkisstjórnarinar bygg- ist á þingmönnum þeim, sem þessi samtök fengu kosna. Vitað er, að áhrifamiklir að- ilar innan samtakanna hafa jafnan verið andvígir þátt- töku þeirra í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar og sú andstaða hefur ekki dvínað á því rúma ári, sem liðið er frá stjórnarskiptunum, miklu fremur hefur hún magnazt, enda hlutur samtakanna í ríkisstjórninni frá upphafi heldur rýr. Á landsfundinum lét Björn Jónsson, forseti ASÍ, orð falla á þá leið, að mál kynnu að koma upp á þingi í vetur, sem gerðu það að verkum, að samtökin gætu ekki lengur stutt þessa ríkisstjórn. Vel má vera, að þessi orð hafi fallið í hita umræðna, en það kemur ut af fyrir sig ekki á óvart, að þau skuli koma frá einum helzta verkalýðsleið- toga landsins. Svo dökkt er nú útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar, að erfitt er að sjá hvernig ríkisstjórnin ætl- ar að leysa þann heimatil- búna vanda án þess að kjör launþega verði skert veru- lega frá því, sem ríkisstjórn- in var búin að lofa. Þetta er Birni Jónssyni að sjálfsögðu ljóst og þess vegna þykir honum hyggilegt að hafa allan fyrirvara á um það, að ríkisstjórnin þurfi ekki að vænta stuðnings utn allá eilífð frá flokki hans. Þau tíðindi, sem gerðust á landsfundi samtakanna sýna, að þar er mikil ólga undir niðri, sem getur haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar fyrir stöðu ríkisstjórnarinnar. En samtökin eru ekki eini stjórn- arflokkurinn, sem þannig er ástatt um. Nýlega hefur kunnur forystumaður meðal yngri Framsóknarmanna, Jónatan Þórmundsson pró- fessor, forseti lagadeildar, sagt sig úr Framsóknarflokkn um, ásamt þremur flokks- mönnum öðrum. Ursögn þeirra er aðeins lítið dæmi um þá óeiningu, sem ríkir í stærsta stjómarflokknum. Ljóst er, að þessi ágreinings- mál í stjórnarflokkunum veikja þá mjög og valda því, að þeir hafa ekki jafn mikinn styrk og ella til að takast á við þau alvarlegu vandamál, sem að steðja í þjóðarbú- skapnum. Þessi óánægja og misklíð í stjórnarflokkunum bætist við algert aðgerðar- leysi ríkisstjórnarinnar á sviði efnahags- og atvinnu- mála. Margir þykjast sjá þess merki, að örlög þessarar vinstri stjórnar muni áður en langt um líður verða ekki ósvipuð örlögum fyrirrenn- ara hennar 1968, þegar sú vinstri stjórn hraktist frá völdum með þeim endemum að enn er í minnum haft. ÓÁNÆGJA MEÐ MISKLÍÐ í STJÓRNARFLOKKUNUM JíeitrJfotkSimeií \ / \ <4 FISKVEIÐAR PERÚ 1HÆTTU Eftir H. J. Maidenberg LIM/V — flíijar Perú hafa löngum átt við náttúruöflin að stríða og þau liafa gert |><‘im margar skráveifurnar, liæði hvað snertir líf og eigrnir. Oftast eru það jarðskjálftar, sem þar koma helzt við sög-u. f dag eiga þeir þó í höggi við náttúruhamfarir af nokkuð öðrum toga, eu það eru umhverfis- fræðilegar breytingar, sem stafa af sólskini, og hafa þegar haft aivarleg- ar efnahagslegar afleiðingar. Fram til þessa hefur ein fiskimjöls- verksmiðja orðið gjaldþrota, þó að hún sé sú stærsta í heimiinum og afli 40% gjaldeyristekna Perú. Það, sem gerzt hefur, er að ansiósur hafa horf- ið af miðunum. Þessar umhverfishamfarir hafa einnig valdið mestu flóðum, sem yfir landið hafa geragið í 40 ár, og eyði- lagt stóran hluta bómullar- og sykur- uppskerunnar, sem er um 13% út- flutningsverðmætanna. Flóðin hafa einnig neytt Perú til að flytja inn mat væli, sem hiragað til hefur ekki þurft. Ástæðan fyrir hamförunum er ékki sú, að stórar verksmiðjur hafa meng- að miðdn, heldur er það óskýranleg- ur, heitiur hafstraumur, sem er böl- valdurimn. Straumurinn er þekktur undir nafninu E1 Nino, barnið, og nefnist svo, vegna þess að hann kem- ur fimmta til sjötta hvert ár og alltaf um jólaleytiö. E1 Nino myndast við miðbauginn úti fyrir strönd Equador, norðan við Perú. Áður, t.d. 1965—66, fór þessi furðulegi straumur suður á bóginn, þar sem hann rakst á og sigraði hinn kalda og sterka Humboltstraum, sem fer norður með vesturströnd Suður- Ameriku og kemur úr S-lshafinu. 1 marz 1966 hurfu ansiósumar og önn- ur dýr, sem ekki þoldu hitabreyting- una. Fiskveiðar lögðust niður og fiski- mjölsverksmiðj um var lokað. Nú eru ansiósurnar friðaðar frá júni til september yfír hrygningartímann. Veturinn 1966 var heitari en vant er í Perú, en fiskifræðingum var kunnugt í ágúst um að ansiósumar hefðu farið á kaldari hafsvæði og að hrygningar hefðu verið eðlilegar. Þegar veiðar hófust á ný i september, fiskaðist vel og fiskiðnaðurinn blómg- aðist þar til E1 Nino skaut enn upp kollinum. 1 þetta sinn kólnaði straum- urimn alls ekki og „dó“ i apríl eins og áður, en fyrir nokkrum vikum siðan var tilkynnt að-El Nino væri enn heit- ur og að ansiósurnar væru gjörsam- lega horfnar. Ef úr hamförunum verður, kemur það verst niður á 30.000 sjómönnum í kringum Chimbote og þúsundum verkamanna í fiskimjölsverksmiðj- um og öðrum greiinum ansiósuiðnað- ar. Flestir sjómennimir hætta lífi sínu daglega á smábátum sínum til þess að afla sér 60—80 dollara tekna á mánuði yfir vertíðina. Þeir, sem koma frá Chimbote, búa í stærstu og verstu fátækrahverfum Perú. Áður en E1 Nirao kom, var fólkið ánægt með tilveruna, enda tók oft ekki nema viku að afla mánaðartekn- anna. En eftir sex mánaða stöðugt atvinnuleysi, byrjar nú örvæntingin að grafa um sig í Chimbote og öðr- um höfnum. Matthías Johannessen: Kosningabaráttan í V-Þýzkaiandi Úrslitin geta ráðið örlögum manna um allan heim Síöari grein Miinehen, sept. — Franz Josef Strauss er harður í horn að taka, en umdeildur stjórnmála- maður. Hann er luralegur og vekur ósjálfrátt andúð hjá mörg um, þótt hann hafi áreiðanlega margt til síns ágætis. En það er erfitt að hafa samúð með mál- flutningi hans eins og hann t.a.m. talaði í vestur-þýzka Sam- bandsþinginu i eldhúsdags- umræðunum 22. sept. s.l. Sum blöð halda því fram að hann hafi verið eitthvað miður sín og átt erfitt með að koma fyrir sig orði. Samt virtist hann flugmælskur af orðaflauminum að dæma, en þar fór að sjálf- sögðu margt fyrir ofan garð og neðan. Hann er „þjóðernissinn- aður“ stjórnmálamaður — ekki sagt i neikvæðri merkingu — og einbeitir sér að velfarnaðarmál- um kjósenda sinna, enda nýtur hann ótrúliegs fylgis hér í Bæj- ern og flokksbrot hans óskor- aðs trausts, ef marka má kosn- ingasigra hans. Flokkurinn hef- ur 52% atkv. hér og nýtur eink- um stuðnings kaþólsks bænda- fólks í sveitunum. Það er engu líkara en Strauss eigi ekki heima þarna í heims- pólitiskum umræðum. Manni virð ist hann eins konar full- trúi þröngsýnnar nesjamennsku eins og maður þekkir að heiman. En tíminn leiðir í ljós hvort hann er Þjóðverjum eins nauð- synlegur og fylgismenn hans vilja vera láta eða eins hættu- legur og andstæðingar hans ótt- ast. Dugnaðurinn, harkan og sannfæringarkrafturinn leyna sér ekki og alls ekki óeðlilegt að það skuli falla t.a.m. þessu dugnaðarlega fólki hér í Bæjern vel í geð. Strauss á einhverjar rætur i villtri náttúru eins og það. Hann þekkir það og það þekkir hann. Hann rabbar við þetta fólk og drekkur bjór með því — og það treystir honum. En áberandi var hvað hann fékk miklu minna klapp á þingi en t.a.m. Barzel, hvað þá Brandt. Það er eitthvað í fari hans sem vekur ugg með þeim sem þekkja ekki of vel til hans; eitthvað sem margir óttast. í honum eiga kommúnistar andstæðing sem trúir álíka mikið á óskeikulan málstað sinn (með kaþólska trú arhugsjón að bakhjalli) og þeir sjálfir á heilaga biblíu Marx og Lenins. Ég skil vel að þeir ótt- ist hann, a.m.k. eiga þeir hann skilið. Einn talsmanna sósíaldemó- krata vitnaði í setningu eftir hann í bók sem Strauss hefur skrifað um efnahags- og fjármál og ætlaði þá allt um koll að keyra, þegar talsmaðurinn hafði lagt út af setningunni. Strauss lét sér hvergi bregða, en hélt skömmu síðar hörkuræðu svo að gneistaði af honum og tókst tvisvar eða þrisvar að láta sal- inn-skella upp úr. Hann virðist vera gersamlega húmorlaus, en annað kom á daginn. Hitt var ekki síður hlægilegt, þegar ann- ar talsmaður jiafraaðanmianina vitnaði í sjálfan Bismark máli sínu til stuðnings. Eitthvað hefði nú járnkanslarinn haft við það að athuga. Eins og kunnugt er stjórnar Straúss eins konar flokksbroti kristilegra demókrata hér í Bæj- ern og hefur áreiðanlega gífur- leg áhrif á stefnu þeirra. Barzel yrði ekkert öfundsverður sem kanslari að hafa hann eins og farg á sér. Barzel er enginn Adenauer. Og Strauss fer sinu fram. Þess má einnig minnast að kristilegir demókratar eru ekki einhuga um alla hluti frekar en stjórnarsinnar og áreiðanlega mundu þeir þurfa á öllu sinu að halda, ef þeir ynnu kosningarn- ar, til að varðveita frið í flokkn um. Þess er skemmst að minnast að stjórnarandstaðan klofnaði í þrennt við atkvæðagreiðslur í þinginu um samningana við kom.múnistaleiðtogana í Moskvu og Varsjá i marz s.l. Annars er enginn stórvægileg ur ágreiningur milli stjórnarinn ar og andstæðinga hennar í helztu málum, einkum utanrík- ismálum: Vestur-Þjóðverjar eru einhuga um aðild að NATO og Efnahagsbandalaginu og yfirleitt sem nánast samstarf við vest- rænar þjóðir. Öðru máli gegnir e.t.v. um afstöðuna til Austur- blokkarinnar, en fremur er þar um stigsmun en eðlismun að ræða. Eitt er að marka stefnu, annað að þurfa ekki að bera Brandt: Ekki áhyggjulaus og óþreyttur maður, sem sat í kanslarasæti þingsins. ábyrgð á henni. Mörgum Vest- ur Þjóðverjum hrýs hugur við of nánu samstarfi við kornmún- istalöridin, treysta þeim ekki frekar en aðrir frjálsir menn hér um slóðir. Þeim eru ekki sízt í minni atburðirnir i Tékkósló- vakíu Engin ástæða er þó til að ætla að kristilegir demókratar breyti stefnunni gagnvart kommúnista- ríkjunium sivo að neinu nemi. Flestir þeirra aðhyllast áreiðan- lega þá stefnu að draga beri úr spennunni í Evrópu. En afstaða þeirra til Austur-Þýzkalands er talsvert önnur en stefna Brandts, þeir eru harðari. Og þeir eru eindregnari stuðnings- menn Atlantshafsbandalags- ins en t.a.m. frjálsir demókrat- ar. Þegar ég talaði við forýstu- menn þeirra í Bonn fyrir nokkr um árum, (það var fyrir síðustu kosningar) tönnluðust þeir stöð- ugt á því að draga þyrfti úr varnarsamstarfi vestrænna þjóða, svo að unnt væri að koima til móts við kommúnistaríkin. Nú hafa þeir ráðið utanríkis- stefnunni í þrjú ár og aldrei borið á neinni slíkri tilhneig- ingu. Ég held þeir eigi sumt sam eiginlegt með Framsóknar- flokknum, og er það hvorki sagt til lofs né lasts. Ábyrgð er eitt, áróður og atkvæðaveiðar annað. Það er gamalkunn staðreynd. Og nú hafa frjálsir demókrat- ar fundið leið sem er flokki þeirra áreiðanlega til styrktar og varnarsamtökum vestrænna þjóða vonandi hættulaus. Enginn vill viðhalda kalda stríðinu, ef annarra kosta er völ. Allra sízt æskan. Það vita stjórn málamenn. Og þeir hugsa í at- kvæðum eins og kunnugt er. Hugsjón er afstætt hugtak hér eins og annars staðar. Kosningabaráttan hér verður áreiðanlega hörð og spennandi. Niðurstöður kosninganna koma ekki Þjóðverjum einum við: þær geta ráðið örlögum manna, ekki aðeins í Evrópu heldur um heim allan. Þetta eru engar sveita- stjórnakosningar í Putalandi. Hér er meira í veði. Heinemann forseti gerir sér ekki sízt grein fyrir því, ef marka má ræðu hans þegar hann lýsti yfir þing- rofi og ákvað nýjar kosningar 19. nóv. n.k. Hann skýrði frá því að hann hefði átt viðræður við fulltrúa flokkanna um mögu leika á myndun nýrrar stjórnar, en allir hefðu lýst yfir þvi, að grundvöllur slíkrar stjórnar- myndunar væri ekki fyrir hendi og óskuðu allir eftir nýjum kosn ingum. Forsetinn lagði áherzlu á þingræðislega málsmeðferð og var ávarp hans til þjóðarinnar á þeim forsendum byggt. Þess má geta að kanslari getur ekki skv. stjórnarskránni frá 1948 rofið þing án vantrausts- samþykktar. xxx Konur i bókaverzlun, sem ég átti erindi í, sögðust hafa hlust- að á allar eldhúsdagsumræðum ar frá Sambandsþinginu, það hefði verið hræðileg raun. „En þetit'a er lýðræði,” basittu þær við. „Svona kosningar fara aldrel fram í kommúnistalöndum. Þetta málæði allt er merki um heil- brigða stjórnarhætti," sögðu þær. Vestur-Þjóðverjar gera allt til að innræta fólki sínu virðingu fyrir lýðræði. Þeir hafa jafnvel komið á fót tilraunaskóla fyrir börn og unglinga, þar sem ungl- ingarnir sjálfír stofna sitt þing og stjórna þvi. Starfsemi þessi var sýnd í sjónvarpi hér fyrir skömimu og kom i ljós að börnin vildu helzt ekki kjósa sér þing- forseta, þótt það yrði úr, og alls ekki mynda ríkisstjórn. Þau vildu afgreiða sin mál í þinginu með umræðum og atkvæða- greiðslum, án „valdamanna". Kannski er þetta hið fullkomna lýðræði, kannski aðeins angi af anarkisma, eða öngþveitisstefnu. En enginn vafi er á að lýðræð- ið á eftir að breytast frá því sem nú er. Kannski verður það lýðræði sem finnur leiðina til að ieysa upp ríkið og valdstjórn- ina, sem mér skilst sé hugsjóna- legt takmark marxista, þótt þeir hafi farið þveröfuga leið alls staðar þar sem þeir hafa náð völdum: þeir hafa lagt áherzlu á miðstjórnarvald og ríkisforsjá. Þetta var innskot, og hér er annað innskot: Konurnar í bókabúðinni fóru að tala um Nonna, svo að líklega er hann heimsfrægur hér í Bæjern. Enn- fremur: nauðsyn þess að Is- lendingar fái óáreittir að eiga sina 50 mílna landhelgi —- og helzt meira — því að þeir eiga engar aðrar auðlindir, sögðu þær. Þetta er gott fólk og sann- gjarnt. Og kannski er málstaður Islendinga í landhelgismálinu betur kunnur en ég hefði hald- ið. X x x En hvað var þá svona hræði- legt frá Sambandsþinginu? Deil- urnar, þrasið, hitiran. Brigzflyrð- in. Það sama og við eigum að venjast. Og það var satt: þetta var engu betra en heima. Veikleiki lýðræðisins er sem kunnugt er styrkleiki þess. Orð eru til alls fyrst. Eins og fyrr hefur verið get- ið hitnaði heldur betur í kolun- um þegar „liðhlauparnir" áttu í hlut og málefni þeirra bar á góma i eldhúsdagsumræðunum i Sambandsþinginu. Og nú hefur jafnvel sá geðugi og orð- vari fyrrverandi yfirborgar- stjóri í Munchen, Hans Jochen Vogel, ráðizt á Múller, sósíaldemókratann frá Munchen sem gekk í lið með stjórnarand- stæðingum á þinginu, og gagn- rýnt hann fyrir að fylgja ekki meirihlutaákvörðun flokks síns i Múnchen. Vogel er Islending- um að góðu kunnur eins og Brandt, því að hann hefur sótt okkur heim. Ekki er vitað um pólitíska framtíð hans, sum- ir segja hann ætli að hasla sér völl í landspólitíkinni og hætta áfsikipitiuim af sveitia'rsitjómaimál- um, aðrir að sterkur róttækur armur sósíaldemókrata hér í Bæjern hafi nánast hrakið hann frá. Nú virðist fyrri tilgátan sennilegri. Vogel var fulltrúi vestur-þýzku stjórnarinnar við útför ísraelsku iþróttamannanna sem drepnir voru hér og fór hann til Tel Aviv með likkist- ur hinna látnu. Það hafa verið þung spor. En ekki hefur hann verið sendur í þessa för nema Sclieel í ræðustöli. vegna þeirrar virðingar og þess trausts sem hann nýtur. Enn nokkur dæmi úr umræð- unum i Sambandsþinginu: Mende, fyrrum leiðtogi frjálsra demókrata, hélt eldheita ræðu sér til varnar. Hann er nú geng- inn í flokk kristilegra demókrata, enda alltaf haft ná- ið samstarf við þá! Frjálsir demó kratar réðust heiftarlega á þennan fyrrum leiðtoga sinn, hann varð jafnvel að svara úr sæti sínu oftar en einu sinni og lét engan bilbug á sér finna, ekki einu sinni þegar einn frjálsu demókratanna sagði upp í opið geðið á honum: „Það er í hæsta máta pínlegt til þess að vita, að þér skylduð hafa verið leiðtogi okkar svo lengi.“ Þegar Schröder, fyrrum ráð- herra og á sínum tima keppi- nautur Barzels um formennsk- una í flokki kristilegra demó- krata, sagði: „Þýzkaland þarf á nýrri stjórn að halda,“ fékk hann mikið lófatak, en Wehner, talsmaður jafnaðar- manna, svaraði nokkru siðar við enn meiri fagnaðarlæti: „Við þurfum á betri Kristilegum demókrataflokki að halda.“ Annars á kosningabaráttan einkum eftir að snúast um efna- hags- og fjármál eins og venja er. Það er eins og ekkert skipti máli í þessum heimi annað en peningar. Stjórnarandstæðing- ar gerðu harða hríð að stjórn- inni vegna verðbólguþróunar og lenti það ekki sízt á Schmidt, viðskipta- og fjármálaráðherra, enda kom það í hans hlut að svara fyrir stjórnina. Hann benti á að verðbólgan hefði vax ið alveg eins mikið í nágranna- löndunum, jafnvel Ítalíu. Og Brandt fullyrti að stjórnarand- stæðingar hefðu ekki getað haft hemil á dýrtíðinni við þær að- stæður sem ríkjandi væru i Vestur-Evrópu, en viðurkenndi samitíim'iis eitras og þjóðarleiðitoga sómdi, að of mikiilair tiilhneiigmig- ar til verðbólguþróunar hefði gætt í Vestur-Þýzkalandi und- anfarin ár og dýrtíð vaxið (hér má skjóta inn í að mjólkurlítri kostar 30 kr. ísl.) Fjármálaráð- Mende og Barzel. herrann benti á að hagur verka- manna hefði batnað í tíð núver- andi stjórnar og virtist mér af orðum hans að verkamenn hér byggju við betri kjör en t.a.m. í Austurríki. Tók hann dæmi af kjörum verkamanna við Volks- wagenverksmiðjurnar og virðast þau meira en viðunandi. Fjár- málaráðherrann vitnaði í Pompidou og ummæli hans á ný- liðnum blaðamannafundi, en þá reis upp einhver þingmaður og sýndi með rökum fram á að ráð- herrann hefði lagt ranglega út af tilvitnuðum ummælum forseta Frakklands. Ráðherrann hlustaði í ræðustól sínum og játaði fús- lega mistök sín. Það var skemmtileg nýlunda fyrir ls- lending að heyra stjórn- málamann viðurkenna mistök og það í hörðum umræðum. Óx ráð- herrann óneitanlega af þessu. Dýpst tók auðvitað Barzel i árinni. Hann kallaði verðbólgu- þróunina að vísu ekki óðaverð- bólgu, heldur: trabende In- flation, skokkandi eða hlaup- andi verðbólgu. Kannski eigum við eftir að fá svoleiðis verð- bólgu, í sitað þeirrar óðavei’ð- bólgu sem einkennt hefur ís- lenzkt efnahagslíf ekki sízt síð- ustu misseri. „Það er kom- inn tími til að byrja upp á nýtt,“ sagði Barzel við mikinn fögnuð flokksmanna sinna. „Fólkið á næsta leik.“ Höfum við ekki heyrt þetta áður? Er heimspólitíkin að verða að einhverri óumflýjan- legri og allsráðandi klissju mál- lýzku sem fer eins og asiuinflú- ensa um allan heim? Æsk- an a.m.k. er orðin þreytt á þess- um frösum. Hún hlustar ekki. Barzel var ekki einn um að lenda í þessari áróðursgildru. Brandt féll einnig i vígorða- gryfjunia, hvað þá hinir. En samt var sjónarspilið harla eftirtekt- arvert vegna þeirra áhrifa sem stjórnmálaþróun í Vestur- Þýzkalandi hefur óhjákvæmi- lega á líf fólks í Evrópu. Og raunar um allan heim. Allt er þetta eins og einhverjir póli- tískir Olympíuleikar. En hver kemur fyrstur í mark? Það er spurning se>m brennur á allra vörum hér i Þýzka- landi um þessar mundir. Og víð- ar. En eitt er víst og kannski at- hyglisverðast af öllu: Brandt og Scheel voru eins og eineggja tvíburar í þessum umræð- um. Scheel hrósaði kanslaran- um í ræðu, svo að athygli vakti. Það rikir einhver trúnaður milli þessara manna, sem er óvenju- legur i viðskiptum stjórnmála- manna af ólíkum flokkum. Mér datt í hug það trúnaðartraust sem einkenndi samstarf ráðherr- anna í Viðreisnarstjórninni. Þetta gagnkvæma traust milli Brandts og Scheels á eftir að hafa áhrif á þróun stiörnmála hér i Vestur-Þýzkalandi. Fyrir þremur árum var harla óvíst hvaða stjórn yrði -mvnduð að kosningum loknum, ef enginn flokkur fengi meiri- hluta á þingi. Nú segir Súddeutsehe Zeitung að tverarat komi aðeins til greina að kosn- iniguim lolcraum: aniniaöhvart sam steypustjórn undir forystu Brandts og' Scheels, eða sósíal- liheral stjórn eins og blaðið seg- ir, eða stjórn kristilegra demó- krata undir forystu Barzels og Strauss, eða CDU og CSU. Um Framh. á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.