Morgunblaðið - 05.10.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.10.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTOBER 1972 11 1 meiri en raunverulega unnar vikur. Ég get ekki að því gert, að ég á bágt með að trúa, að Björn Matthíasson skilji þetta ekki. Leyfist mér að gefa honum það ráð að reyna að átta sig á þess- um málflutningi fremur en berja höfðinu við steininn? Sennilega er þó B.M. upp úr því vaxinn að hlita ráðum gefnum í blaða- greinum. Ég leyfði mér i fyrri grein að mælast til þess, að hann leiðrétti handrit sín áður en hann birti þau. Þau ráð voru honum veitt af gefnu tilefni. En B.M. fellur enn í þá gryfju að staðhæfa um mál, sem hann ekki þekkir og fara þannig með rangt. 1 síðustu grein sinni seg- ir hann, að Framleiðsluráð land búnaðarins sé rikisstofnun og Árbók landbúnaðarins sé gefin út fyrir ríkisfé. Hagfræðingur- inn hefði átt að vita betur, og fyrst honum var ekki vitneskj- an handbær hefði hann átt að afla sér hennar. Starfsemi Fram reiðsluráðsins er kostuð af bænd unum sjálfum og svo hefur verið frá upphafi. Kemur þetta fram í 41. grein laga um Framleiðslu- ráð. Maður, sem ekki getur skrif að stutta blaðagrein án þess að auglýsa með þessum hætti van- þekkingu sína, á margt ólært, o{ það meðal annars að byggja ekki ádeilur á .menn eða málefni á sinni eigin vanþekkingu og hug- arsmiðum. Ummæli B.M. um mjólkurfitu eru vinnuaflsafköst- um alls óviðkomandi og verður aðeins getum leitt að tilgangi þeirra. Þessi siðasta grein B.M. krefst raunar ekki meiri and- svara. Rétt er þó að vekja at- hygli á tilraunum greinarhöf- undar til að fara í kring um hlutina, víkja aðalatriðum til hliðar og draga aukaatriði og ný og óviðkomandi atriði inn í mál sitt. Eins og áður segir reynir hann að telja lesendum trú um, að 1 skrifum minurn fel- ist árás á ágætar stofnanir, Framkvæmdastofnunina og Hag stofuná. Ég hef aldrei deilt á störf þessara stofnana, og mér er kunnugt um, að þær hafa á að skipa mjög hæfu starfsliði. En ég tel auðvitað, að upplýs- ingar þeirra beri ekki að nota hugsunarlaust til þess, sem þær eru alls ekki ætlaðar til. Þá dettur mér heldur ekki i hug, að ekkert það, sem unnið er í þessum stofnunum, geti orkað tvímælis, og tel ég slik ummæli alls ekki heyra undir ádeilu. Þá getur B.M. ekki stillt sig um að bera sögusagnir um, að óskað hafi verið eftir, að tölur væru „lempaðar til“ og banka- stjórum Seðlabankans jafnvel ætlað að hafa áhrif á skoðanir hans. En mig langar til að spyrja: Hvaða skoðanir? Ég hef reyndar lítt orðið var neins þesS í málflutningi B.M. sem kalla. mætti með réttu skoðanir, utart þær hugmyndir um afkastaleyst i landbúnaði, sem meira og: minna eru byggðar á röngunt forsendum. Þótt B.M. kunni að álíta, að bændur vinni lítið eða Sé ofgreitt fyrir vsrk sín, þau séu unnin af óhagkvæmni, fjár< festingin of mikil o.s.frv., þá er þetta ekki annað en það, sem Pétur og Páll gætu látið sér detta i hug um nær hvaða starfs stétt sem væri. Margt má áreið- anlega til betri vegar færa í þjóðfélagi okkar í landbúnaði eins og öðrum atvinnugreinum. Áreiðanlega eru bændur tilbún ir að hlusta á bætt ráð, gefin af einlægni og undirbyggð af þekkingu og heiðarleika, Það þarf ekki að „lempa til" neinar tölur fyrir íslenzkan landbúnað. En það á heldur ekki að fara rangt með tölur og nota þær þannig til að kasta rýrð á at- vinnugreinina. B.M. hefur þó nokkuð lært. Áður kallaði hann niðurgreiðslur á landbúnaðar- vörum útgjöld til landbúnaðar, nú heitir þetta „greiðsla tengd landbúnaði". Auðvitað kysu bændur það engu síður en aðr- ir að lfekka mætti niðurgreiðslu og minnka útflutningsbætur. En öfl þau, sem þessum greiðslum valda, eru bændum ekki sjálfráðari en öðrum starfsstétt um, nema síður sé. 26.9. 1972. Enn kveður Bjöm Matthías- son, hagfræðingur, sér hljóðs i Morgunblaðinu, laugardaginn 16. september, og telur sig ræða landbúnaðarmál. öðrum þræði virðist þó grein þessi skrifuð til að reyna að gera höfundinn að píslarvotti i augum lesenda sinna. Er svo langt gengið, að höfundi finnst nauðsyn til bera að bera saman sína eigin skap gerð og annarra manna, og sténdur ekki á, að hann gefi sjálfum sér vottorð um einstak- an sálarhreinleika og sérstaka ljúfmennsku í annarra garð. Enda fylgir hverri grein hans mýnd af laglegum manni og bros mildum. Ég þekki ekki Bjöm Matthíasson að öðru en frægu útvarpserindi hans og skrifum í blöð. Þó læðist að mér grunur um, að svo sé um hann eins og fleiri menn, að betur sjái hann flís í auga náungans en bjálk- ann í sínu eigin auga. Þá er grein þessi visvitandi tilraun til að kotma þeirri skoð- un inn hjá lesendum, að ég hafi með skrifum mínum um hald- leysi þess að styðjast við fjölda tryggingarskyldra vinnuvikna til mats á vinnuaflsafköstum I landbúnaði, ráðizt á starfsemi ákveðinna stofnana í þjóðfélag- inu. Mér er hvorki kunnugt um, að Hagstofa Islands né Fram- kvæmdastofnun ríkisins hafi lát ið frá sér fara nokkra álitsgerð um, að fjöldi tryggingarskyldra vinnuvikna i landbúnaði sé rétt ur grundvöilur tii mats á vinnu aflsafköstum, og samanburður við aðrar vinnustéttir sé rétt mætur á þessum grundvelli. Dæmi, sem B.M. nefnir sjálfur í grein sinni, eru líka ágæt sönn- un þess, hve slíkar tölur eru haldlitlar og hæpnar. Þessar töl ur eru um vinnuaflsafköst I sjávarútvegi og byggingariðn- aði en þar eru meðalafköstin 116,2% af meðalvinnuaflsafköst- um þjóðarinnar í sjávarútvegi og fiskvinnslu, en 133,9% í byggingariðnaði. Hvað segja þessar tölur okkur raunveru- lega? Segja þær, að sjómenn og starfsfólk fiskvinnslustöðva séu lélegri starfsmenn en þeir, sem byggingarvinnu stunda og að gagnsemi þessara stétta sé í réttu hlutfalli við þessar prósent tölur? Geta ekki þessar tölur ai- veg eins sagt okkur, hvernig þessar tilteknu stéttir hafa kom ið ár sinni fyrir borð i þjóðfé- laginu, eða vakið hjá okkur spumingu um, hvort þjóðartekj um sé rétt og skynsamlega skipt. Þessar stéttir eru hér nefndar, af því að B.M. nefnir þær í grein sinni. En við gætum alveg eins tekið einhverjar aðrar stétt ir til samanburðar og umhugs- unar. Björn Matthiasson virðist ekki efast um, að vinnuaflsaf- köst eins og hann reiknar þau, séu réttur mælikvarði á gagn- semi hinna ýmsu stétta fyrir þjóðfélagið og þeir, sem minnst an hlut fá úr þjóðarbúinu, séu léiegastir þegnar. En er það áreiðanlegt, að sú tekjuskipt- ing, sem þjóðin býr við nú, sé endilega nákvæmlega réttlát og sanngjöm? Eins og mönnum er kunnugt, kveða lög svo á, að verðlag landbúnaðarvara skuli við það miðað, að þeir, sem landbúnað stunda, hafi sambærilegar tekj- ur við aðrar „vinnandi stéttir" elns og lögin orða það. Þær stéttir, sem miðað hefur verið við í verðgrundvelli, eru verka- menn, sjómenn og iðnaðarmenn. Ef lögum hefur verið framfylgt, ættu þvi vinnuaflsafköst í land búnaði að vera svipuð vinnu- aflsafköstum þessara stétta. Nú hafa fulltrúar bærida haidið því fram, að vinnuaflsþörf við fram leiðslu landbúnaðarvara hafi verið vanmetin í verðgrund- velli og raunar aðrir kostnaðar- iiðir einnig, einkum fjármagns- kostnaður, svo að þess vegna hafi bændur verið til muna tekjuiægri en lög hafa staðið til. Breytilegt árferði og einkum harðæri seinni hluta siðasta ára tugar hafa og gert bændum erf- itt fyrir. Það er þvi staðreynd, sem bændur hafa sífelldlega bent á, að bændastéttin hefur borið minna úr býtum en flest- ar eða allar aðrar stéttir þjóð- félagsins. Um þetta getum við B.M. verið sammála. En þótt bændur hafi gert kröfur um aukna hlutdeild í þjóðartekjum, hafa þær hvergi nálgazt þær kröfur, sem gera bæri, ef trygg- ingarskyldar vinnuvikur væru lagðar til grundvallar kröfu- gerðinni. Ástæðan er einfald lega sú, að bændum er ljóst, að fjöidi tryggðra vinnuvikna er af ýmsum ástæðum, sem fyrr hafa verið nefndar, til muna bOKSIRS a IsIaRði falIkoiRÍR keilsapækt Heilsuræktin hefur opnað storglæsilegum húsakynn- um i GLÆSIBÆ. Við bjóðum morgun . dag- og kvöld- tíma fyrir dömur og herra. Megrunarflokkar dömu og herra. Hjónaflokkar. Leitið upplýsinga. GLÆSILEG AÐSTAÐA I GLÆSIBÆ. HEILSURÆKTIN rni: m \i:m clltjyatipv halso ki ;utiVerincíi-n Simi 85655. Ingi Tryggvason; Hagfræðingurinn og „vinnuaflsafköstin66 Sjávarlóð á Arnarnesi til sölu. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 12. október, nierkt: „Byggingarlóð — 238Y“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.