Morgunblaðið - 05.10.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.10.1972, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1972 Steinólfur Bene- diktsson — Minning Fæddur 1. ágúst 1892. Dáinn 8. júli 1972. Þessi kveðjuorð eru nokkuð Síðbúin frændi minn, sem kem- ur af þvi að ég hef ekki verið heima. Fyrir tugum ára gerði ég dá- Mtið af því að skrifa eftir frænd ur og vini, en hætti þvi svo gjörsamlega. Það er meiri vandi en margur hyggur að skrifa eftirmæli svo þau séu nokkur mannlýsing. Oftast lendir það út i að verða líkræða en slíkt er prest- anna. Þegar ég tók þessa ákvörðun undanskildi ég i huganum ykkuir hjónin, ef ég lifði lengur. Nú er þetta orðið en þessi fá- tæklegu orð verða allt annað en ég vildi sagt hafa og ber þar margt til. Steinólfur Benediktsson var fæddur í Litluvík í Borgarfirði eystra. Foreldrar hans voru Benedikt Gíslason frá Hof- strönd í Borgarfirði. Benedikt þekkti ég lítið, sá hann aðeins, en hann var talinn mætur mað- ur eins og hann átti kyn til og ég heyrði þeirra Hofstrandar- bræðra oft getið og þekkti suma. Móðir hans var Þorbjörg Steinsdóttir frá Njarðvík af hinni svokölluðu yngri Njarðvík urætt. Þorbjörg var móðursystir min og má ég þvi skyldleika vegna ekki mikið um hana-segja. En frómt frá sagt er hún með- al nokkurra mætustu kvenna sem ég hefi kynnzt. Hana muna margir enn og mun enginn á- greiningur þeirra á meðal um mannkosti hennar. t Faðdr minn, Kristján H. Bjarnason, lézt í Landakotsspitala 3. okt. Finnur B. Kristjánsson. t Faðir okkar, Óskar E. M. Guðjónsson, lézt að Landspítala'num að morgni 4. október. Ástþór K. Óskarsson Kolbeinn G. Óskarsson. t Sonur okkar, GUNNAR JÓNAS, verður jarðsettur að Odda á Rangárvöllum, laugardaginn 7. okt. klukkan 2 eftir hádegi. Auður Einarsdóttir, Lárus Jónasson, Hellu. t Dóttir okkar, i)ngibjörg MAGNÚSDÓTTIR, kennari, Sundstræti 24, Isafirði, lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði 3. október síðastliðinn. Ólöf Guðfinnsdóttir, Magnús Jónsson. t Maðurinn tninn, HJALMAR ELlESERSSON, skipstjóri, Lyngbrekku 19, Kópavogi, lézt þriðjudaginn 3. október. Jensína Jóhanosdóttir. t Faðir okkar, BJARNI JÓNSSON, Haga, Sandgerði, andaðist í Sjúkrahúsinu í Keflavík 3. október. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Bjamason, Jóna Bjamadóttir. t Útför móður okkar og fósturmóður, STEINUNNAR SIGURÐARDÓTTUR frá Göngustörum, fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 7. október kl. 2 e. h. Jarðsett verður á Tjöm. Þórarinn Valdir.iarsson, Óskar Valdimarsson, Jónas Valdimarsson, Rannveig Þórsdóttir. Á þessum árum var fátækt mikil í Borgarfirði bæði í Vikun um og Byggðinni. Jarðnæði var lítið og menn voru að berjast á- fram með fáeinar kindur, flestir mjólkurlausir. Sjórinn yfir sum- arið var eina vonin. Þorbjörg gat aldrei orðið fá- tæk; hún var alitaf gefandi og veitandi og full af lífsgleði. Tal hennar var þannig hug- hreystandi, að það hélt vonun unum vakandi sem allt valt á. Það var eins og hún gæti alltaf töfrað fram í hönd og huga eitt- hvað til að miðla öðrum. Ekki voru þó efni þeirra hjóna meiri en hinna sem alltaf börðust í bökkum. Þau Þorbjörg og Benedikt áttu 5 börn sem upp komust og var Steinólfur næst eiztur. Nú eru þau öll gengin utan Gísli sem var elztur og dvelur á Hrafnistu á níræðisaldri. Benedikt stundaði aðallega sjó og munu þeir Gísli og Stein- ólfur hafa farið að róa með föð- ur sínum strax og þeir gátu vald ið ár. Sjómennska varð líka aðal- starf Steinólfs fram eftir árum. Hann var formaður á árabát og líka á vélbátum. Þó hefi ég það á tilíinningunni að hann hafi ekki verið fæddur sjómaður, en kjarkur hans, áræði og æðru- leysi, bjargaði honum alltaf í höfn. Á þeim árum gátu menn ekki valið úr störfum, heldur voru bundnir við torfuna. Ekki var hægt að stunda sjó á Borgar- firði nema yfir hásumarið vegna hafnleysis. Á vetrum tók við þrældómur í Vestmannaeyjuín, Suðurnesjuim og togv'um, þetta var raunverulegt þrælahald. Verzlun á Borgarfirði á þess- uim timum var fábreytileg og t Útför somar okkar, Einars Axels Ingólfssonar, verður gerð frá Neskirkju föstudaginn 6. okt. kl. 13,30. Blóm og kransar vinsamleg- ast afþakkaðir. Þeir, er vildu minnast hins látna, eru beðn- ir að láta líknarstofnanir njóta þess. Ásta Þorsteinsdóttir, ______Ingólfur Gnðmundsson. t Útför Kristínar Brynjólfsdóttur, Laufskógum 15, Hveragerði, verður gerð frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 6. þ. m. kl. 3 e. h. Kagnar G. Guðjónsson og vandamenn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, ömmu og íang- ömmu, Sigríðar Sigurðardóttur, Engey, Vestmannaeyjum. Börn, tengdabörn, barna- börn og barnabarnaböm. kannski vorkunnarmál. Það var ekki verzlað með annað en bráð ustu lifsnauðsynjar og þraut þó oft. Þá var ekki annað að leita en til Seyðisfjarðar; yfir Kirkju- skörð til Loðmundarfjarðar og þaðan yfir Hjálimdalsheiði til Seyðisfjarðar. Steinólfur fór marga ferðina þessa leið með 80- 90 pd bagga og oft í misjafnri færð. Kannski var baggi hans oft ekki léttastur, þvi hann gat eng um neitað um greiða, en margs þurfti að biðja af þeim sem ekki komust. SteinóLfur var meðalmaður á vöxt, hnellinn og harðfylginn sér, fríður sýnum, glaður í við- móti, drengilegur og félagsiynd ur. Hann var stórbrotinn í lund og einþykkur nokkuð ef honum fannst sér misboðið, en fljótur til sátta ef menn vildu um bæta. Menntun fékk hann ekki ut- án i barnaskóla, sem víðast var í molum. En svo vildi það happ til að Þorstelnn M. Jónsson fluttist þangað og sto-flnaði unglinga- skóla og seint mun verða full- metið starf þeirra hjóna á Borg arfirði. Steinóillfur var þama á unigl- ingaskólanum, en ekki mun hug ur hans hafa staðið til frekara skólanáms. Var þó Steinólfur sæmilega greindur, annars held ég að Is- lendingar eigi heimsmet í þvl að skilgreina hvað séu gáfur og greind. Sumir fljúga áfram á bók- námi, en gengur ver að læra af sjálfu lífinu. Fáa hefi ég þekkt sem lögðu sig meira eftir þvi að læra af sjálfu lífim/u en Steinólfur. Hann barst víða um og kynntist fjölda manna og ég tók eftir því hvað hanm tileinkaði sér margt, sem varð honum drjúgt veganesti. Ég heyrði oft hvernig hann notfærði sér þetta þegar hann átti tal við menn sem voru lærð ari en hann og kannski gáfaðri. Þessum mönnum sló hann oft við og á langri ævi hefi ég sanmfærzt um að bókllegt nám og fræðsla lífsins sjálfs þarf að fara saman. Við Steinólfur þekktumst frá barnæsku, og áttum oft samleið I tifinu, þó við flyttum stað úr stað. Báðir voru töluvert upp á heiminn og hafóum gaman af smáævintýrum. Því er ekki að neita og hreinu uppi aö halda að við stigum sjálfsagt mörg víxl spor. Ég hefi heldur aldrei hald t Þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SALVARAR H. PÁLSDÓTTUR frá Miðkoti. Sérstakar þakkir sendum við læknum og starfsfólki Sjúkra- hússins í Keflavík.^ Jóhanna Júlíusdóttir, Gunnar Einarsson, Jón H. Júlíusson, Rósa Jónsdóttir og bamaböm. ið af mðninum, sem alltaf segjast gera það eina rétta, og þar held ég að ilfslygin eigi sin,n einka- skóla. Hin sterka hlið Steinólfs var sú, að þó skriða félli á veginn sá hann alltaf möguleika fram- undan til að bæta netin svo eng inn hlyti áföil af. Ég þekkti fjölda manna sem leituðu til hans ef i baksegl sló og þó hann gæti ekki látið þá hafa fé, gat hann oftast greitt úr flækjunni. Það sem einkenndi Steinólf mest var höfðingsskapur hans. Hann var fram úr hófi veituli, jafnvel svo, að í félagsskap veitti hann yfir alla llmuna og máttu þar ekki aðrir haJa af- skipti af. Borgarfjörður er gimsteinn frá sjónarmiði náttúrufegurðar, en það vildi verða létt í maga. Fiskur hvarf af miðum og fólk- ið flutti burtu. Steinólfur flutti þá - til Reykjavikur. í des. 1922 kvænt ist hann Vigdísi Magnúsdóttur frá Dýrastöðum í Borgarfirði syðra. Vigdis var mesta rausn- ar og ágætis kona, glæsileg svo af bar og dró hvergi af sér til að mynda þeim þar farsælt heim ili. Á kreppuárunum tók hún menn í fæði og vann stundum á veitingahúsum þvi hún var eftir sótt vegna rausnar og mynd- virkni. Hjá þeim var skáli um þjóð- braut þvera. Og þar virtist allt af húsfyllir. Þeir sem þekktu þau hjón flóru þangað og segja mátti að menn settust þar upp. Ég var einn af þessum jóla- sveinum og athugaði ekki fyrr en eftir mörg ár hvað þetta var fáránlegt. En svona er vaninn, að það var talið sjálfsagt að setjast upp hjá Steinólfi. Og blekkingin var sú að báð- um aðilum fannst þetta sjálí saigt. Þau hjón eignuðust eina dótt- ur Þorbjörgu að nafni, sem er gift Vali Ragnarssyni bifvéla- virkja og eiga þau 4 börn. Dreng átti Steinólfur áður en hann giftist, Hilmar að nafni, sem er búsettur á Siglufirði. Steinólfur bjó um árabil úti í Viðey og vann þá hjá Kárafé- laginu. Þar var þá framkvæmda stjóri Ólafur Gíslason, en þeir Steinólfur þekktust austan af f jörðum. Þar var Steinólfur með bát sem félagið hafði til flutn- inga milli Viðeyjar og Reykja- víkiur. Þetta var erfitt og erilssamt starf, linnulausar vökur og vos- búð. Allt þurfti að flytja frá Reykjavík, mannskapinn af tog urunum og verkafólk sem vann úti í Eyju. Bátur þessi gekk all- an sólarhringinn og endalaus bið og tafir. Stundum var fóiik- ið flutt í Vatnagarða og þá þurfti að vaða með það að og frá bát, þvi bryggja var engin. Einnig annaðist Steinólfur allar útréttingar í bænum fyrir félag ið O'g var það mikið verk. Alltaf voru stórar peninga- upphæðir sem fóru í gegnuim hendur hans daglega. Steinólfur var hraustur að eðlisfari, en fór illa með sig á þessum árum, þvl starfið var svakksamt. Bótin var að hann átti góðan húsbónda þar sem Ólafur var framkvæmdastjóri. Ég vann stundum þarna úti og þekkti á þetta allt. Það var ekki heiglum hent að vera með fulLan bát af fólki í hvaða veðri sem var, því aldrei mátti ferð falla niður. Þetta var ekki slzt vegna þess að þá flaut smýglið úr togurun- uim á sjó og landi. Þarna þurfti því margs að gæta. tað heyrði ég gjaldkerann í Viðey segja, að alltaf hefði t.askan stemmt hjá Steinólfi. Eftir að Sfceinólfur flufcti úr Viðey er „Kári“ hætti, settist hanm þá að í Reykjavik og stundaði ýmis störf, þar á meðal var hann verzlunanmaður hjá Fossberg. Þegar Djúpavík h.f. var sfcofn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.