Morgunblaðið - 01.11.1972, Page 5

Morgunblaðið - 01.11.1972, Page 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMÐER 1972 Breiðaf jörður bezti staður í heimi fyrir stórlúðuveiðar — segir í brezka blaðinu Angling Times I SKJÓLI fyrir verstu stór- viðrum úr þremur áttum, þar sem hann skerst inn í íslenzka meginiandið, liggur Breiða fjörður. Munið efttr nafni hans, þvi að liann hlýtur að vera bezti staður i heimi til stóriúðuveiða, Á þessa leið hefst grein í brezka blaðinu „Angling Tim es“ 26. október sl. eftir Peter Collins blaðamann, en blað hans er gefið út í 150.000 ein tökum og er ekki bara keypt í Bretlandi, heldur einnig á Norðurlöndum og annars stað ar á meginlandimj. Collins kom ásamt fHeiri fé lögum sinium til íslands síðari hiiuta september og reyndi þá sj óstangaveiði bæði á Breiða- firði og úti fyrir Grindavík. í blaði sinu lýsir hann á lífleg- an hátt veiðiferð inni á Breiða firði. Fyrir utan Fremri-Lang- ey fékk hann sitt stóra tæki- færi. Feiknastór lúða beit á, en henni tókst að slíta sig lausa. — Ég verð að snúa aft ur til Breiðafjarðar einhvem timann síðar, skrifar Collins síðar. — FLskurinn, sem ég missti af mun standa mér fyrir hug skotssjónum unz ég get hrist hann af mér. Og það er aðeins unnt að gera á einn veg og það er með þvi að veiða ann- an. — Við Rugum heimleiðis, skrifar Collins ennfremiur, sannfærðir um, að á Breiða- firði fyrirfyndust beztu stór- lúðumið í heimi, sem enn hafi verið uppgötvuð. Þau eru þau beztu, ekki aðeins sökum þess mikla og góða fisks, sem vitað er urn þar, heldur vegna þess að fjörðurinn er grunnur og auðvelt að veiða þar. Þessi grein í Angling Times kann að hafa veruleg áhrif í þá átt að opna augu erlendra sjóstangaveiðimanna fyrir Breiðafirði og fleiri stöðum við fsland, en Collins og þeir félagar reyndu einnig fyrir sér með árangri suður af Grindavík, enda þótt veður hefði reynzt óhagstætt þann tima, sem þeir voru þar. Stórlúðuveiðar við Bretland eru sáralitlar, sökum þess hve lítið er af þeim fiski í sjónum þar í kring og því verða brezk ir sjóstangaveiðimenn að leita annað, ef þeir ætla sér að verða virkilega fengsælir. Það er þess vegna, sem vænta má, að þeir muni í æ rikari mæli sækja til fslands í von um fengsælli mið þar í framtið- inni, enda þótt Collins viður- kenni, að þetta kunni að vera dýr íþrótt sökum langs ferða lags. í Angling Times birtist 19. okt. sl. einnig mynd af Sveini Jónssyni, sjóstangaveiðimeist- ara í Vestmannaeyjum með lúðu, sem Sveinn veiddi snemma í haust ekki fjarri Bjarnarey. Lúða þessi var um 150 pund og tókst að innbyrða hana eftir mikla og harða við ureign, sem stóð í 40 minútur. Fjórum sinnum stakk lúðan sér, eftir að hún kom upp á yfirborðið, en í fimmta sinnið gat Bogi Sigurðsson, félagi Sveins, sett ífæruna í hausinn á henni. Myndina af Sveini tók Sigurgeir I Eyjum, þegar ver ið var að hífa veiðina upp á bryggju, en Sveinn stendur hjá með stöngina, sem hann veiddi lúðuna á. Þessl myna er ai opnunnl i Angling Times með grein Peter Collins. Fyrirsögn liennar er: „ís- lendingar eru bandamenn okkar i stríðinu við lúðuna.“ Til liægri á opnunni má sjá mynd af þeim Jóni Bjarna Þórðarsyni og Halldóri Snorrasyni, eftir að þeir hafa innbyrt 60 kg lúðu á Breiðafirði. ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM S.V.G. S.V.G. AÐALFUNDUR Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda verður haldinn fimmtudaginn 2. nóvember nk. kl. 10.00 f. h. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum. STJÓRIMIN. KNÞ KÓPASKERI Nýjung í blómuræktun Luwusu hydrokultur Blómuræktun ún moldur Plönturnar lifa ekki af sjálfri moldinni, heldur af þeim steinefn- um og snefilefnum, sem leysast upp í vatni. Moldin sjálf er aðeins akkerisfesta fyrir plönturnar. I LUWASA blómaræktun er engin mold notuð, heldur ólíf- rænt fylliefni, sem aldrei þarf að skipta um. Þessvegna verða engar rótarskemmdir, en blómin ferskari og heilbrigðari. Minni fyrirhöfn, meira hreinlæti og aðeins þarf að vökva 2. eða 3. hverja viku. Reynið sjálf: LUWASA-blómapotta. LUWASA-fylliefni og LUWASA-blómanæringu. LUWASA HYDROKULTUR, Karfavogi 54 — sími 34274. Fáið yður fallegan Gossardhaldara. - Póstsendum. - t Laugavegi 26. - Sími 15186.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.