Morgunblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 10
10 MÓRGUNBLÁÐÍÐ, MÍÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1972 Björt og hress. (Ljósmyndir Mbl. Brynjólfur). Opið hús í Breiðholtsskóla - Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur einnig slíka starfsemi í Langholtsskóla MEÐFYLGJANDI myndir voru teknar í Breiðholtsskóla er starfsemi „Opins húss“ Æsku- lýðsráðs hófst þar fyrir skömimu. í næstu viku verður einnig opið hús í Langholts- skóla á fostudagskvöldinu, en framvegis verður opið húa í báðum þessum skólum á föstu- dagskvöldum í hverri viku. — Þessi starfsemi er íyrst og fremst miðuð við nemendur viðkomandi skólahverfis, þá sem komnir eru í 1. bekk gagn- fræðaskóla og þaðan af lengra. f skólanum getur unga fólkið fengið lánuð töfl, farið í borð- tennis, bob, hlustað á tónlist, dansað og mögulegt er að fá ýmiss konar leiktæki. Þá verð- ur reyn.t að fá fyrirlesara og aðila til að skemimta unga fólk- inu. „Síðast en ekki sízt,“ sagði Hinrik Bjamason, fram- kvæmdastjóri Æskulýðsráðs, í stuttu samtali við Mbl., „er þetta staður fyrir unga fólkið til að hittast á, rabba saman, bregða á leik og fá sér bress- in.gu.“ Þeir, sem taka þátt í þesisu, gerast félagar í starf- seminni með því að kaupa sér kort, sem kostar 100 krónur og gildir það fram að áramótum. Þetta fyrsta kvöld í Breiðholti var mjög fjölsótt og imnrituð- ust talsvert á annað humdrað í félagsskapinn. . Ekki má gleyma að ræða um hversdagslífið, gaman og alvöru. Það er ekki hægt að siegja annað cn málin séu ígrunduð yfir skákborðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.