Morgunblaðið - 01.11.1972, Qupperneq 11
MORQUNPLAÐIÐ, MIÐVIJÍUDAGUR 1. NÖVÉMDER 1972
11
Vetraráætlun Loftlei5a;
Sætum fækkað
rými aukið
N.K. miðvikudag, 1. nóvember
hefst vetraráætl'un Loftleiða, og
gildir hún til 31. marz, 1973.
Samikvæmt henni verða 8 viku
legar ferðir flognar til og frá
Luxemborg, fiimm til og frá
Skandinaviu, ein Bretlandsferð
og 14 í viku til og frá New York.
Þrjár þotur verða notaðar til
ferðanna, og verður ein þeirra
einnig höfð til að halda uppi þrem
ur vikuiegum ferðum Internati-
onal Air Bahama milli Nassau og
Luxemborgar.
Áætlunin verður í meginatrið-
um svipuð þeirri, sem gilti í
fyrravetur, en þó hafa verið gerð
ar á nokkrar breytingar, sem
vonir standa til að verði tíl bóta,
einkum vegna þess að í íerðun-
um til og frá Luxemborg er flug
vélunum nú ráðgerð Jengri við-
dvöl þar en áður var.
Ákveðið var að gera nokkrar
breytángar á rekstri DC-8-55 fliug-
vélarinnar, sem heldur uppi
Skandinavíu- og Bretlandsferð-
uim Loftleiða, og var til þess
stefnt að með þvi móti yrði unnt
að anna betur en fyrr aukinni
eftirspurn vöruflutninga. Um
miðjan októbermánuð voru fjór-
ir vörupallar settir í íremri
hluta flugvélarinnar, en sætum
í farþegarými faekkað úr 161 í
111.
Með þessu móti verður unnt
að flytja 10—12 tonn af vörum
í hverri ferð og nýta þannig bet-
ur fllutninigsgetuna.
N.k. mánudag, 30. þ.m., sendir
t.d. sjávarafurðadeHd S.I.S. 12Vz
tonn af frosnum fisikflök!um með
flugvéíinni til New York, en það
an verða þau fbutt með kælibíl-
um til Milwaukee í Wisconsin.
Brottfarar- og komutímar til
og frá Islandi verða svipaðir og
nú. 1 flestum New York ferð-
anna verður farið frá Keflavík
kl. 17.30 og komið til New York
kl. 18.30 að staðartíma, en vegna
þeirra, sem þurfa að komast
með fyrri ferðum frá New York
— vöru-
verður komutimi þriggja áætl-
unarferðanna til New York kl.
18.00.
Frá New York verður farið
kl. 20.30 og komið kl. 07.00 að
morgni til KefLavíkurflugvallar.
Héðan verður farið fcl. 08.00
að morgni til Skandinavíu og
Bretlands, nema í beinu Kaup-
mannahafnarferðunum. Þær hef j
ast frá Keflavíkurflugvelli kl.
08.30 þriðj’udaga, fimmtudaga og
sunnudaga. Til Luxemborgar
verður farið kl. 07.45 alla daga.
Allar fLugvélar koma frá Norð-
ur-Evrópu til Islands á tíimabil-
inu frá kl. 16.00 til 16.50.
Eins og fyrr segir verða fimm
vikulegar ferðir til og frá
Skandinavíu. Þrjár Kaupmanna-
hafnarferðir verða farnar við-
komulaust milli Islands og Dan-
merkur, en tvær ferðanna verða
til Óslóar og Stokkhólms. Á laug
ardögum verður farið til og frá
Gliasgow og London. Tvær 249
sæta DC-8-63 þotur verða í för-
um vegna Loftieiðaferðanna til
og frá Luxemborg og áætlunar-
ferðanna miffi Nassau og Lux-
emborgar.
DR. Halldór Pálsson, búnaðar-
málastjóri átt um miðjan sl.
máinuð tveggja daga viðræður
við fulltrúa Matvæla- og land-
búnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna, FAO, í höfuðstöðvum
stofnunarinnar i Róm, og segir
í fréttatilkynningu frá stofnun-
inini, að dr. Halldór hafi í við-
ræðumum kannað möguleika á
því að stofnumin veiti Islending
um aðstoð við að leysa nokkui
af vandamálum landbúnaðarina
m.a. í sambandi við endurbætui
haglendis, fiskrækt I ám og
vötnuim og skógrækt. Á mynd-
inini sést búnaðarmálastjórl
ræða við G. E. Bildesheim, svæð
isfulltrúa fyrir Evrópu hjá FAO
Gæsir helzti
tálminn
BANDARÍSKA tímaritið
Buisness Week skýrði nýlega
frá áætlunum brezkra yfir-
valda uni gerð nýs alþjóða-
flugvallar við Foulness, sem
er við ósa Thames-
fljóts í um 80 Itm f,jarla'gð
frá Lundúnum.
Áætliað er að gerð fl'ugvaill-
airins verði lokið árið 1980 og
að kostnaður við fram-
kvæimdimar verði um 220
miljljarðar ísl. kr.
Á flugveillmium verða fjór-
ar flugbrautir og mi'kJar
byggiinigar. Mikið laindsvæði
þarf undiir þetta allt. Ekki er
uim aið ræða mikiil vanidræði
í saimbandi við íbúa á þesisiu
svæði, því að þar eru aðsins
nokkrir bóindaibæir. Helztu
erfiðlieikar stjómvalda veirða
að fá 20 þúsuind margassir,
sem þaunia hafa vetrardvöl,
till að finina sér anman dvalar-
stað. Hefur nú sórstaikri
mefnd verið faiið aið gera til-
lögur uim aðgeiðir til að fá
gæsiimar til að skipita um
stað.
Framh. á bls. 22
Leikur að
orðum
RÍKISÚTGÁFA námsbóka hef-
ur á síðustu árurn gefið út tvö
hefti af upprifjunar- og vinnu-
bókinmi Leikur að orðum, eftir
kennarana Rannveigu Löve og
Þóru Kristinsdóttur.
Nú er koimið út þriðja hefti
þessarar bókar, og nefndist það
Leikur að orðum, 2. hefti A. —
Þetta mýja hefti er æltað til
nofkumar á eftir 1. heftinu og
til þess að undirbúa barnið enn
betur, áður en það tekst á við
samhljóðasamböndln í næsta
hefti. I þessu hefti er notkun.
upphafsstafa æfð ítarlega í létt-
um tengingumn. Málfræðikunn-
átta, sem bömin ómeðvitað búa
yfir, er kömnuð og treyst með
einfölduim æfinguan, t. d. eintölu
og fleirtölu, greini og mismum-
andi beyinigarmyndum orða, án
þess þó að orðið málfræði sé
nokkru sinmi neflnt.
Tillögur um vinnubrögð eru á
hverri blaðsíðu og geta kennar-
ar fært sér þær í nyt eftir þörf-
um.
Leikur að orðum er 48 þls. í
stóru broti. Prentun amnaðist
Prentsmiðja Hafnarfjarðar hf.
AKRA smjörliki
i allan bakstur og mat
Daglegar neyzluvörur,
svosem sykur, salt og hveiti
eru ávallt til á heimilinu.
Sama máli gegnir
um smjörlíki.
Fœstar húsmœöur
láta sig tegund
sykurs eða salts
nokkru skipta,
en þegar smjörlíki
er keypt, þá gegnir öðru máli
Þá er bedið um það bezta.
Reynslan sýnir, að vinsœldir AKRA
fara vaxandi.
Fleirí og fleiri húsmæður reyna
AKRA og þar sem AKRA
gefur góðan árangur,
biðja þær aftur
um AKRA.
AKRA smjörlíki
harðnar ekki í ísskáp
- bráðnar ekki
við stofuhita - sprautast
ekki á pönnunni.
AKRA smjörlíki er
vítaminbœtt með A- og D-
vítamínum.
SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRAR HF.
UMBOÐSMENN: JOHN LINDSA Y,_SÍMý 26400^ _KARL OGJHRGIR. SfMIJO&Nþ
Bœklingur frá AKRA með kökuuppskriftum __________
kemur út einu sinni í mánuði (apríl-des.).
Fœst hann endurgjaldslaust í öllum verzlunum,
sem selja AKRA smjörlíki.
Fyrir þá, sem vilja, er áskriftarfyrirkomulag.
Sendid okkur þennan seðil og við munum senda
yður bteklingana mánadarlega í pósti.
Nafn
Heimili
AKRA uppskrifttr
Kaupstaður
□ Héðan í frá
□ AUa sem komið hqfa út
Smjörlíkisgerð Akureyrar, Strandgötu 31 Ak.