Morgunblaðið - 01.11.1972, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1972
SAGAINI í frjálsu riki eftir VS. Naipaul
við að drekka kaffið fór ofurst-
inn burt. Enda þótt þau heyrðu,
að hann ráðslagaði um hádegis-
verðinn í eldhúsinu, lét hann
eins og hann sæi þau ekki, eins
og þau væru þegar farin. Hann
kom hvorki á barinn né I borð-
salinn á meðan þau snæddu há
degisverðinn. Timothy sem nú
var orðinn hæglátari í fasi,
færði þeim reikninginn og tók
við greiðslunni.
— Ofurstinn var fyrir utan
þegar Bobby og Linda komu nið-
ur með ferðatöskurnar en hann
gaf þeim engan gaum. Hann
virtist ekki heyra þegar
Bobby opnaði 'bilhurðina og
þjófabjallan fór í gang. Ofurst-
inn stóð við hliðið með hendur
í vösum og horfði út á breið-
götuna og vatnið. Stundum
renndi hann augunum upp að
hótelbyggingunni, þó eins og
annars hugar, eins og hann væri
að horfa á Ijósmynd. Hann virt-
ist ekki heyra, þegar vélin var
ræst eða veita því eftirtekt þeg-
ar bíllinn nálgaðist. En þegar
Bobby hægði ferðina, hallaði of-
urstinn sér fram og brosti til
Lindu.
— Hann sagði: „Ef þið rekizt
á hermenn þá skuluð þið látast
vera dauð.“ Um leið og Bobby
ók aftur á stað kom átta manna
hópur inn um hliðið frá breið-
götunni. Tveir þeirra voru Ind-
verjar með vefjarhetti. Hitt
voru ungir Afríkumenn I hvít-
um skyrtum og dökkum buxum,
ef til vill verkstjórar frá her-
búðarbyggingunum eða starfs
menn atvinnumálaráðuneytisins.
Annar Indverjanna ávarpaði of-
urstann.
„Hádegisverð" æpti ofurstinn.
„Þetta er engin matar-
sjoppa. Hér getið þið ekki vað-
ið inn og heimtað hádegisverð.“
Bobby og Linda óku út á breið
götuna. Litadýrð umhverfisins
kom þeim enn á óvart. Þunnt
asfaltyfirborðið var dældótt og
sprungið eins og skorpa á köku.
Nei!“ æpti ofurstinn, „nei nei.“
„Nú er hann að sýnast fyrir
þér,“ sagði Bobby við Lindu.
„Þú átt einlægan aðdáanda í hon
um.“
„Æ, æ! Ekki veitti honum samt
af peningunum. Átta sinnum
fimmtán shillingar, það gera 120
shillingar, að ótöldu þjórfénu."
„Hafðu engar áhyggjur. Þeir
fá sinn hádegisverð. Eigum við
að koma hér við aftur, þegar
við erum búin að fá bensínið til
að sannprófa það?“ Hún dæsti
við svaraði ekki en virti fyrir
sér grænu fúaveggina á mann-
lausa húsinu, sem hún hafði
ekki séð i myrkrinu kvöldið áð-
ur.
8.
Bensinstöðin var opin. Þau
fengu bensínið. Þeim áhyggjum
var létt af Bobby. Til að þurfa
ekki að aka fram hjá hótelinu
aftur, sneri hann inn i hliðar-
götu og ók út úr bænum eftir
götu, sem lá samhliða breiðgöt-
unni við vatnið. Brátt hurfu síð-
ustu íbúðarhúsin að baki þeim
og þau voru komin út á þjóð-
veginn til f jalla.
Herflutningabílarnir höfðu
grafið sundur vegarbrúnina en
miðja vegarins var þurr og
hörð. Hér og þar höfðu flutn-
ingavagnarnir rótað upp stór-
um hnuilungum eða skilið eftir
sig djúpar holur en yfirleitt var
vegurinn sæmilegur yfirferðar.
Vegagerðarmenn höfðu ekki ver
ið að verki héma megin bæjar-
ins. Enginn hafði borið blauta
mold á veginn.
Þegar hærra dró I hlíðina,
óku þau inn í skóg þar sem sól-
argeislar brutust í gegn á víð
og dreif um veginn. Víð-
átta vatnsins var horfin þeim.
Við og við sáu þau glitta í það
langt fyrir neðan, en það varð
ekki greint frá himninum. Og
þegar þau komu út úr skóginum
og við tók burknagróður og
bamibus var himinninn orð-
inn þungbúinn og birtan dauf-
ari.
Þau höfðu ekið þegjandi.
Nú sagði Linda: „Furðulegt að
þeir skuli nokkurn tíma hafa
fundið þetta vatn.“
Hún sagði þetta ögrandi. Þau
höfðu ekki enn jafnað sakirnar.
Bobby svaraði ekki, og hún
sagði ekki meira. Eftir dálitla
stund hagræddi hún sér vand-
lega í sætinu. Bambusinum og
burknagróðrinum sleppti. Land-
ið varð gróðursnautt á fjalls-
brúninni. Brátt hallaði veginum
niður á ný um dali svipaða þeim,
sem þau höfðu ekið um degin-
um áður. Þarna voru akrar, stall
aðar hæðir, kofar. 1 rigningunni
höfðu litirnir verið mjúkir, græn
ir og gráir. Nú voru þeir harð-
ari og skærir í sólinni. Moldin
var svört, gróðurinn var íðil
grænn. Strákofarnir sem höfðu
virzt hlýleg skjól í rigningunni
voru nú eins og óhrjáleg hreysi
umkringd forarpollum. Konur
og börn í marglitum klæðnaði
unnu að jarðyrkju með frum-
stæðum verkfærum. Konurn-
í þýðingu
Huldu Valtýsdóttiu-.
ar stóru álútar með beina fæt-
ur og hömuðust við að lú al
undraverðri fimi. Á vlð og dreií
um dalinn lagði upp reyk af litl
um sinueldum. Þetta var frum-
skógalíf eins og það hafði tiðk-
azt um aldaraðir.
Við beygju á veginum fram
undan, þar sem brúnin breikk-
aði, stóðu nokkur húsdýr í
ffl'okki og bar við himin. Þeg-
ar nær kom, sáu þau tvö nakin
böm innan um dýrin, sljóeygð
og forug. Þau stóðu grafkyrr
og horfðu á bílinn aka hjá.
Linda sagði: „Ég vonaði að ég
gæti keypt „White Fathers"
vindla handa Martin. Kannast
þú við þá? Það er hægt að fá
heilmikið fyrir nokkra shill
inga. Þeir eru vafðir í einhvers
konar öskjur úr þurru banana-
laufi."
Martin, hugsaði Bobby, já
þau voru að nálgast áfangastað.
inn. Hann sagði: „Ég hélt að
Martin reykti pipu.“
„Hann er vitlaus í þessa
vindla. Þeir eru alveg
andstyggilegir, en hann púar þá
og fyllir herbergið af reyk. Pú-
ar reyknum í gluggatjöldin, bæk
urnar og púðana bara til að fá
lyktina um allt. Venjulega var
TÓNLEIKAR
í Háskólabíói fimmtudaginn 2. nóvember
klukkan 20.30.
Efnisskrá:
Þorkell Sigurbjörnsson: Mistur
(frumflutningur),
Sjostakovitsj: Cellókonsert,
Carl Nielsen: Sinfónía nr. 2.
AÐGONGUMIÐASALA:
Bókabúð Lárusar Blöndal
Skólavöröustíg og Vesturveri
Símar: 15650 — 19822
Bókaverztun
Sigfúsar Eymundssonar
Austurstræti 18
Sími: 13135
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
RÍKISÚTVARPIÐ
velvakandi
Velvakandi svarar í síma
10100 frá mánudegi til
föstudags kl. 14—15.
• Hvar er hægt að fá
sterlingspund á 137 kr.?
Verzlunarmaður hafði sam-
band við Velvakanda og sagð-
ist hafa fengið í hendur ein-
ALLIR VEGIR
FÆRIR Á
Yokohama
SNJÓBÖRÐUM
OLÍUSALÁ K Þ
HÚSAVÍK
tak af Viðskiptabókinni, sem
er nýkomin út fyrir árið 1973.
Hann sagðist hafa farið að
fletta bókinni og hefði hann
þá rekizt á töflu, sem sýnir sam
anburð á gömkt, ensku mynt-
inni og þeirri, sem nú er í
gildi. Taflan mun vera hið
mesta þarfaþing, einkanlega
fyrir það, að þar er gildi enska
pundsins talið vera 137 islenzk
ar krónur. Verzlunarmaðurinn
spurði, hvar hægt væri að fá
sterlingspund á 137 krónur
stykkið.
• Lélegt eftirlit með
aðgangi að „bannaðri“
kvikmynd
Inga Halldórsdóttir hafði
samband við Velvakanda og
sagðist eiga dóttur í fyrsta
bekk Hagaskóla. Hefði telpan
komið heim einn daginn, ásamt
fjórum vinkonum sínum og
hefðu þær verið í Háskólabiói
og séð „Godfather", en mynd-
in er bönnuð börnum innan
sextán ára aldurs, sem kunn-
ugt er. Banni þessu væri þó
alls ekki framfylgt, að minnsta
kosti væri mikill hluti barna í
Hagaskóla búinn að sjá mynd-
ina.
Inga sagði, að dóttir sín
væri nýorðin þrettán ára og
eftir útlitinu að dæma gæti
engum dottið i hug, að hún
hefði náð sextán ára aldri, auk
þess sem ætla mætti að börn
væru beðin um að sýna nafn-
skirteini, áður en þau fengju
aðgang að kvikmyndasýning-
um, þar sem sett væri aldurs-
takmark.
O Ofbeldisaðgerðir
sósíalista
Ingjaldur Tóinasson skrifar:
Hér á landi hafa fylgjendur
sósíalismans beitt svipuðum að
ferðum og erlendis, þó ennþá í
smærri stíl. Máttleysi yfir-
valda og sinnuleysi almenn-
ings gegn þessum mönnum er
hér algert. Opinber starfsmað-
ur lagði sprengjugildru upp í
HvaWirði, tilviljun réð að
ekki varð stórslys af, óátalið
af yfirvöldum og hinn seki
látinn sleppa algerlega. Skóla-
lýð, sem búið er að uppstoppa
af sósíalisma, er skipað að setj
ast upp í ríkisráðuneytum, og
haga sér eins og verstu dónar,
þessu er tekið með auðmýkt og
þögn. Skólalýður og fleiri af
sama sauðahúsi settist á há-
skólatröppurnar, til þess að
hindra fulltrúa Atlantshafs-
bandalagsins i störfum. Lög
reglan neyddist til að fjar-
lægja þessa fugla með valdi,
en síðan ekki söguna meir.
Á H-daginn komu hingað
mörg herskip frá samstarfs-
þjóðum okkar í Atlantshafs-
bandalaginu. Ég fór niður að
höfn til að skoða herskipin.
Þegar ég kem niður að þýzku
herskipunum, sé ég að skips-
menn eru að þvo eitthvað af
einni skipshliðinni. Talsverður
hópur fólks stóð þar hjá, með
spjöld með ýmsum vígorðum
gegn Atlantshafsbandalaginu.
Nokkur fjöldi óbreyttra borg-
ara stóð þarna álengdar. Rétt
eftir að ég kom þarna að, birt-
ist skyndilega stór hópur lög-
regluþjóna, og upp hófust tals
verðar ryskingar, sem enduðu
með þvi að einn forsprakki mót
mælenda var borinn í burt af
tveim löggum, hélt annar í
haus og hinn í lappir. Þarna
var líka fremstur í flokki mik-
ilsvirtur læknir héðan úr borg-
inni, (enginn unglingur það).
O Inn fóru ofbeldismenn —
út komu góðborgarar
Svo var marsérað í átt að
lögreglustöðinni, gengið inn
um fordyr og síðan hleypt út
um bakdyr og þar með var allt
klappað og klárt, eintómir lög-
hlýðnir góðborgarar fóru út
um bakdymar. Að lokum
nefni ég ofbeldisaðgerðirnar
gegn utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna við Ámagarð og við-
ar. Þar eiga tveir íslenzkir
vinstri stjórnar ráðherrar
mesta sök. Það er óhugsandi,
að þeir séu svo mikil börn, að
halda, að ekki yrði efnt til mót
mæla við þetta tækifæri. Það
var tvímælalaust skylda þess-
ara ráðherra, að hafa öflugan
lögregluvörð við Árnagarð,
sem hefði tryggt það, að mót-
mælendur hefðu ekki beitt of-
beldi. Dæmi þessu lík eru nær
óteljandi.
— Það ætti að vera augljóst
hverjum fullvita manni, að
verði ekkert að gert af yfir-
völdum og almenningi, tii að
stemma á að ósi gegn hinum
sósíalísku ofbeldisöflum hér-
lendis, þá verður þess ekki
langt að bíða, að enginn getur
lengur notið öryggis, hvorki
heima né heiman. Ef ekki verð
ur án tafar spornað við þessari
óheillaþróun, þá mun þjóðin
fyrr en síðar finna fyrir of-
beldishlekkjunum sem þrengja
nú að of mörgum þjóðum.
Ingjaldur Tómasson.
60 skátaár
KVÖLDVAKA
verður f Laugardalshöllinni fimmtudaginn 2. nóv. nk. kl. 20.00.
Ljósálfar, ylfingar, skátar. eldri og yngri, foreldrar og aðrir vel-
unnarar skátahreyfingarinnar eru hvattir til þess að mæta.
Eítt sinn skáti, ávallt skáti.
Foreldrar skáta, mætið með börnunum.
DANDALAG ISLENZKRA SKATA.