Morgunblaðið - 12.11.1972, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1972
Styður
myndlist
og gróðurvernd
með
málverka-
kaupum og ræktun
W-fíííííí?í?5
?<<*?.««<
Hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sverrir Sigurðsson í stofu sinni við málverk eftir Gunn
laug Scheving. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. Mag.)
KANN AD NJðTA FEGURÐARILÍFINU
ir Hjörleif, og athyglisverð
mynd frá gamla tímanum eftir
Jóhannes . . . Nei, upptalning
á málverkunum er ekki
til neins, þegar lesandinn get
ur ekki séð þær hvort eð er.
Sem við skoðum og tölium um
myndlist, sækir Sverrir líka
fleiri myndir, sem talið berst
að, bæði í önnur herbergi og
niður i kjallara. Þaðan kemur
til dæmis faliegt málverk eftir
Þorvald, sem Sverrir segist að
eins hengja upp á vorin.
Myndin er svo viðkvæm í lit-
um að hún nýtur sin bezt i
góðri vorbirtu. Sú var á sýn-
ingu á Italíu. Það sýnir merk-
imganmiðinn aftan á henni. Slik
ir miðar eru á mörgum öðrum
myndum. Söfnurum þykir feng
ur í að myndirnar haldi merki-
miðum þeirra sýninga, sem þær
hafa verið lánaðar á. Það hef-
ur heimildargildi.
Sverrir á lika elztu mynd-
ina, sem Þorvaldur seldi, l’ands
lagsmynd úr Langadalnum,
sem hann máiaði 1921, þá 16
ára gamall. — Þarna má strax
sjá einkenni þess sem síðar
varð í verkum hans segir
Sverrir. Þetta er svo kröftugt,
bætir hann við og bendir á ilin
ur fjallanna.
Við spyrjum Sverri hvort
hann eigi myndir frá öll-
um tímabilum í myndlist Þor-
valds Skúlasonar. — Ég á þess-
ar gömlu myndir frá 1921 og
1928 og síðan óslitið öl'l tíma-
bilin á listamannsferli hans frá
1935 til 1970. Af þeim er geo-
metriska timabilið stærst í
safni mínu, þvi það er
svo langt á ferl'i listamannsins,
segir Sverrir.
1 anddyrinu hangir ný mynd
eftir Guðmundu Andrésdóttur.
— Hún er góður málari, segir
Sverrir. Bezti kvenmálari okk-
ar nú.
Annað vekur athygli í and-
dyrinu. Það eru útskornar
bogahurðir, miklir kjörgripir.
Þær skar Kurt Zier út á sínum
tíma, og er viðfangsefnið úr Is-
lendingasögum. Á annari segir
frá Gunnari á Hlíðarenda á ör-
lagastundum — þegar þeir
bræður sneru aftur, þegar bogi
hans brast og Hallgerður neit-
aði honum um lokkinn og loks
Gunnar í haugnum, kátur mjög.
Á hina hurðina er skorin mesta
ástarsaga Islendingasagna, þar
sem sjá má Gunnlaug Orms-
tungu og Hrafn, Heltgu fögru
að bíða síns manns og lofcs Þor-
stein og Helgu. En stofumegin
á þessari hurð eru stórar
myndir af dætrum hjónanna. —
Kurt Zier stóð mjög framarlega
í útskurði, segir Sverrir. Hann
var heimilisvinur hér í mörg ár
og af honum lærði ég mikið.
Hann kunni svo margt og lét
svo vel að segja frá.
MyndListaráhugi Sverris er
ekki eingöngu bundinn við mál
verk. Hann á nok'krar högg-
myndir, eftir Ásmund Sveins-
son-og mynd úr tré eftir Sig-
urjón Ólafsson. Þarna er
rnyndin, sem Ásmundur kallar
Religion, um það bil helmingi
rniinni en frummyndin. Það er
táknmynd fyrir fyrsta landnám
ið í Reykjavík með skipsstafnl
og öndvegissúlum. — Ásmund-
ur hefur sagt mér tilefni þess-
arar myndar segir Sverrir.
Norski ráðherrann Halvard
Lange var á bókasýnimgu I
sem fagurt er — myndlistar
og samneytis við náttúruna —
og leggur því sitt lið.
1 krafti þessa og sem afsök-
un fyrir þvi að fá tækifæri til
að sjá hið mikla málverkasafn
Sverris, hringdum við dyrabjöll
unni á heimili hans og konu
hans, Ingibjargar Guðmundsdótt
ur, á Grenimel 16 og var boð-
ið hlýlega inn, eins og öllum
öðrum gestum.
Þó myndimar 40 eftir Þor-
vald Skúlason vaeru enn í Lista
safninu og verið að pakka sum
um niður, til að lána þær á sýn
ingu á Akureyri, var ekki auða
veggi að sjá á heimilinu. Alls
staðar eru málverk, og þannig
fyrir komið á veggjum að hver
mynd trufii ekki aðra. I setu-
stofu má t.d. sjá eldri myndir
eftir Jón Stefánsson, Gunn-
laug Scheving, Kjarval, Krist-
ínu Jónsdóttur, Snorra Arin-
bjarnar o.ftl. 1 borðstofu fara
vel saman nýjasta myndin á
heimilinu, stórt nútíma mál
verk eftir Villhjálm Bergsson
og tvær myndir eftir Þorvald
Skúlason frá 1928 og 1935. Sú
fyrri frá akademíudögum mál-
arans og málað báðum megin á
strigann til að spara efn
ið. Hin frá Taurminu á Italíu.
Og þama er „Gunnlaugshorn“
með myndum eftir Gunnlaug
Scheving og hinum megin við
gluggann mynd eftir Hjörleif
Sigurðsson og fleiri. í skrif-
stofu hangir önnur mynd eft-
Sverrir
Sigurðsson
og hið fagra
málverkasafn
hans heimsótt
Á nýafstaðinni yfirlitssýn
ingu á málverkum Þorvalds
Skúlasonar í Listasafni ríkis-
ins veittu gestir því athygli í
sýningarskrá að 40 myndanna
eru í eigu Sverris Sigurðsson-
ar og dætra hans tveggja. Þeir
sem kunnugir eru í myndlistar-
heiminum vita að sjálfsögðu
hver Sverrir Sigurðsson er.
Hann hefur um langan tima
keypt og safnað verkum góðra
myndlistarmanna, til að njóta
þeirra á heimili sínu. Færri
vita að undanfarinn áratug hef
ur hann ekki siður lagt öðru
áhugamáli sínu lið með þvi að
græða upp 5 hektara af berum
melum og gera að fögTiim gróð-
urreit, þar sem hann og fjöl-
skylda hans njóta útivistar og
fegurðar á sumrin. Á þessum
tímum endurskoðunar á öUu
verðmætamati er óneitan-
lega uppörvandi að kynnast
mannl, sem kann að njóta þess
Úr anddyrinu. Þarna má sjá útskornu hurðirnar eftir Kurt Zler og á veggjum tvö málverk Þessa mynd málaði Þorvaldur Skúlason 15 ára gamall, ári#
eftir Þorvald Skúlason og lengst tii hægri mynd eftir Guðmundu Andrésdóttur. 1921. — Hún er úr Langadalnum.