Morgunblaðið - 05.12.1972, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.12.1972, Blaðsíða 32
LJOMA VÍTAMÍN SMJÖRIÍKI ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1972 Rangárþing: Dunandi dans og <*•.. » ijor an áfengis Bergþórshvoli 4. des. IJNBANFARII) hefur verið góð tíð í Rangárþingi og gott færi, og hefur tíininn niikið verið not aðnr tii skemmtanahalds. Kirkju kórasamband Rangárvailasýslu hélt samkomu á Hvoli s.l. föstu- dagskvöld þar sem flestir kór- ar prófastdæmisins sungu sam- an nokkur lög undir stjórn Run- ólfs Runólfssonar bónda í Fljóts- dal. Mun þetta hafa verið um 150 manna kór ogr þótti takast mjög vel. Auk þess voru ræðu- höld, sameiginleg kaffidrykkja og dans stiginn af miklu fjöri þótt ekki sæist vín á mönnum. Fjölmenni var. 1 gærkvöldi þágu ungmenna- félagar úr Biskupstungum heim boð hjá ungmennafélögunum í Landeyjum, Dagsbrún og Njáli, og fór samkoman fram í Gunn- arshólma. Var fjölbreytt skemmtiskrá og samkoman vel sótt og hin ánægjulegasta. Þá var og nýlega haldin árs- hátíð hestamannafélagsins Geys is að Hvoli og var hún mjög vel sótt að vanda. Næstkomandi föstudagskvöld, 8. des. verður spilakeppni sjálf- stæðisfélaganna í Rangárvalla- sýslu, fram haldið í Gunnars- hólma. — Eggert. Myndin var tekin á fim- leikasýningu í Laugardals- liöllinni á sunnudaginn og hér sýna hressir karlar úr Árbæjarhverfi morgunleik- fimi. — Sýning þessi var mjög vel heppnuð og mikil hrifning meðal áhorfenda, sem troðfylltu húsið. AIIs komu 750 manns, konur og karlar, fram á sýningunni, en hennar er nánar getið í sérblaði um íþróttir. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.). Netagiröing austur og vestur frá Eyjum: Feikilegur afli af ufsa í net 20 dagar til jóla M Bátar víðs vegar að af landinu á Eyjamiðum með 100 km langa netagirðingu ROKAFLI hefur verið að undan förnu hjá Vestmannaeyjabátum, sem stunda netaveiðar á miðun- um í kring um F.yjar, aðallega austur af Eyjum. Segja má að þessa dagana sé ein netagirðing frá Eyjum og austur fyrir Reyn isdýpi, eða um 25 mílna vega- Tillaga íslands og Perú samþykkt í 4. nefnd St»: Fellt með yfirgnæf- andi meirihluta — að taka út ákvæði um rétt til auðlinda hafs umhverfis land TILLAGA íslands og Perúmanna á þingi Sameinuðu þjóðanna um náttúruvernd og fullan yfirráða- rétt strandríkja yfir hafsbotni og hatinu umhverfis, var samþykkt gær um með 82 atkvæð- 4. nefnd. 24 sátu hjá en enginn var á móti. Breyt- ingartillögur Bandaríkjanna, Afganistan o.fl. rikja voru felld- ar að sögn Ellerts B. Schram þing manns þegar Morgunhlaðið hafði samband við hann í gær, en breyt ingartillögurnar drógu úr þeirri þýðingu, sem íslendingar lögðu áherzlu á. TiIIaga íslands og Perú fjall- Fölsku dollararnir: Árangurslaus leit 1 vélunum í Kanada Áhafnirnar vissu að þeirra var leitað - Breti greiddi út- gjöldin, önnur vélin farin til Bandaríkjanna ÝMSIR þættir málsins um föls- jiðti dollarana, sem hér komust S iimferð fyrir helgina, eru nú teknir að skýrast. Þannig er nú Ijóst, að einungis einn' úr hópi áhafnanna á fiiigvélumim tveim- ur liefur haft þessa föisuðu seðla í fórum sínum. Er það brezkur ríkisborgari að nafni Lombart- on, en þandaríska fiiigfélagið sem DC-3 vélarnar keypti, réð hann til að sækja þær og greiddi hann öll útgjöld vegna ferðar- innar austur yfir hafið. Aðra flugliða mun belgískt ferjiiflugs- fyrirtæki hafa lagt tii og voru þeir flestir hollenzkir. í gær- kvöldi var gerð leit í véli^fium og á áhöfn á Seven Islands í Kanada, en leitin bar engan ár- angur. Önnur vélin var í gær- kvöldi farin til Bandaríkjanna, en hin vélin var ófarin. Var ekki vitað í hvorri vélinni Lomharton dollaraseðlaliafi var í. Framhald á bls. 2 aði um rétt ríkja til fullra yfir ráða yfir náttúriiauðlindum þeirra. Áður hafa verið gerðar ályktanir um þessa meginreglu, en í þessari tillögu var tekið inn orðaiag, sem tekur skýrt fram, að ekki sé aðeins átt við náttúni- auðlindir á landi eða í jörðu, held ur einnig aiiðlindir hafsins fyrir ströndum ríkja. Er ekki farið nánar út í skilgreiningn, hvar endamörkin liggja, en tilgangur- inn er að tryggja það að skil- greiningin nái ekki aðeins til botnsins og því sem á honum er, heldur einnig til þess scm er yfir honum. lengd. 15 Vestmannaeyjahátar hafa stundað veiðarnar að und- anförnu, hefnr yfirleitt aflazt vei og síðustu daga hefur afiinn verið upp í 50 tonn eftir nóttina. Mikiil fjöidi annarra báta frá ýmsum verstöðvum landsins er á þessu svæði en aðalveiðisiæð- ið er i djúpkantinum. Mikill hlutí bátanna siglir með aflann, sem er nær eingöngu ufsi og tii dæm is hafa 10 Eyjabátar af 15 siglt með afiann. Margir aðkomubát- ar hafa að undanförnu sótt vist- ir til Vestmannaeyja. Nokkrir bátanna hafa aflað af bragðsvel og til dæmis hefur Danski Pétur fengið 302 tonn á 18 dögum, Kap II. er með 475 tonn á tveimur og hálfum mán- uði og Snæfugl SU hefur landað 400 tonnum síðan 20. okt. í Vest mannaeyjum og í báta sem sigla. Bátar af flestum Austfjörð uiri stunda nú veiðar á Eyjamið- um og má nefna Gurnnar frá Reyðarfirði, sem í gær kom með 90 tonn af ufsa og kai-fa til heimahafnar, en hann mun sigla með aflann. Snæfugl SU fékk í gær 5200 stórufsa í 5 trossur og landaði aflanum í Eyjum, u.þ.b. 50 lestum. Danski Pétur var með 40 tonn á laugardag og 20 tonn í fyrradag. Einnig er fjöldi báta á veiði- svæðinu frá Surtsey og vestur á Selvogsbanka, eða á u.þ.b. 20 Framh. á bls. 31 | mílna löngum kafla. F j ármálar áðherra: Stefnt að afgreiðslu fjárlaga fyrir jól — og mörkun meginstefnu í efnahagsmálum FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Hall- dór E. Sigurðsson, sagði í við- tali við Morgunblaðið i gær- kvöldi að stefnt yrði ákveðið að því að ljúka afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Aðspurður kvað ráð- herrann einnig klárlega stefnt að því að ákveða og marka megin- h'nu og þætti í efnahagsaðgerð- um þeim sem fyrir liggur að gera. Kvað hann þessa tvo þætti, afgreiðslu fjárlaga og ákvörðun efnahagsaðgerða, svo nátengda að þeir hlytu að fylgjast að í stærstu dráttum. Þó kvað ráð- herra til dæmis ekki ljóst hvort unnt yrði aC ákveða íyrir jól að gerðir er varða sjávarútveginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.