Morgunblaðið - 13.12.1972, Page 4

Morgunblaðið - 13.12.1972, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 13. DESEMBER 1972 14444 “S 25555 22022- RAUÐARARSTÍG 31 \_____________/ BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 SKODA EYÐIR MINNA. STAKSTEINAR Tímarugl Þórarinn Þórarinsson, al- þing-isniaðiir og ritstjóri Tím- ans, skrifar rnjög dularfullan leiðara í Timann í gær. Leið- arinn fjallar um vandamál efnahagslífsins. Ætti slíkt i sjálfu sér að vera fagnnðar- efni, þar sem stjórnarblöðin hafa forðaat að ræða efnahags erfiðleika þá, sem rikisstjórn- in hefur hrannað upp. En þeg ar betur er að gáð hefur Þór- arinn ruglazt eitthvað í tím- anum, því í leiðaranuni er rit- st.jórimi að velta fyrir sér efnahagsmálum landsins fyr- ir rúmum áratug. Timaskekkj ur erti algengar, og vitað er að mikiii fjöldi manna fyigist alls eldki með timanum. Þórarinh dyigjar um, að ástand fjármála hafi verið slæmt er vinstri stjórnin tók við völdum. Með slikri yfir- lýsingu rekur ritstjórinn kyrfilega ofan i forsætisráð- ann, flokksbróður sinn, Ólaf Jóhannesson og samráðherra hans. En ráðherrarnir töldu þjóðarbúið þola verulegar kauphækkanir, og þess má minnast að fyrir skömnui lýsti forsætisráðherrann því yfir á Alþingi, að þær kaup- hækkanir hefðu ekki verið óraunhæfar. Ef fullyrðingar Þórarins Þórarinssonar um viðskilnað viðreisnarstjórnar- innar hefðu við rök að styðj- ast, þá hefur núverandi ríkis- stjórn byggt stjórnarstefnu sína á alrengum forsendum í nær tvö ár, — og því neitar forsætisráðherrann. Skrifin i leiðara Timans eru svo út í hött, að grtiiMir læðist að mönnum, að hér hafi Þór- arinn Þórarinsson ritað í hin- um fræga Albaníu-stjl, ag hann sé að sneiða að flokks- bróður sínuni fjármálaráðherr anum — sem gárungar eru farnir að nefna fjár-llalla- dóra. Stjórnarskiptin Þegar þessi óráðsíu ríkis- stjórn tók við, var hagur rík- isins mjög góður, eius og Ól- afur Jóhannesson hefur und- irstrikað oftar en einu sinni. Gjaldeyrisvarasjóðirnir námu um 4 milljörðum. Greiðsiuaf- gangur ríkisins var tæpar fimm hundruð milljónir og hagur atvinnuveganna var blómlegur. Viðskiptajöfnuður landsins var hagstæðnr um 400 núlljónir 1969 og um 650 milljónir 1970. Það er því eins og hvert annað bult, þegar stjórnarblöðin leyfa sér afi fuilyrða, að haustið 1971 hafi verið samansafnaður efna- hagsvandi óleystur. En það er sama hvað óráfi- siiiniönnum er fengið gott bú i hendur. Það eyðist sem af er tekið og ekkert efnahagslíf þolir slíka óstjórn í fjármál- um, sem núverandi rikisstjórn hefur gert sig seka um. Stjórn in hélt hún vrði vinsæl hjá almenningi með því' að ausa ríkisfjármununi á báða hóga og þenja allt út. En almenn- ingi er ljóst að fjárausturinn var óraunhæfur og það sann- ast enn, að skammgóðiir vermir er að hita skó sína með alkunniim hætti. Loforðalisti ríkisstjórnar- innar er að verða og verður æ meir að einu samfelldu syndaregistri hennar. spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í síina 10100 kl. 10—11 frá mánndegi til föstudags og biCjið um læsendaþjniiiistu Morg- nnblaðsins. LEIGAH AUÐBREKKÚ 44 - 4ó. SÍMI 42600. Bíloleigon Vogninn h(. Kópavogsbraut 43 - Sími 41017 LEIGJUM Volkswagen 1300 og 1302. Hjartans þakkir vil ég senda til allra barna minna, tengda- bama, barnabama og hinna fjölmörgu vina, sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu 29. nóvember. Gu« blessi ykkur öll. Rannveig Jónsdóttir, Súðavík. Hjartans þakkir tii allra, sem heiðruðu mig á 75 ára afmæl isdaginn með gjöfum, blóm- um og kveðjum. Guð blessi ykkur ÖH. Gnðríðnr Jóhannesson, Miklubraut 82. Aukið viðskiptin — Auglýsiö — P*?$stttftlflftift Bezta augiýsingabiaðið LAUNÞEGINN OG GJALDHEIMTAN Sigurjón Jónsson, Hrísa- teig 34, spyr: Þessa dagana er eitt mál rætt meira en önnur á vinnu stöðum, og er það í sambandi við innheimtu opinberra gjalda. í>ess er krafizt að vinnuveitendur taki ákveðna upphæð af launum starfs- marma upp í greiðslu opinberra gjalda. Launþegar fá kvittun fyrir að svo hafi verið gjört. Spurningin er: Hafi vinnu veitandi nú ekki greitt við- komandi greiðslu til Gjald- heimtunnar, getur Gjaldheimt an þá krafið viðkomandi launþega um greiðslu söm-u upphæðar, eða tekur Gjald- heinrtan greiðslukvittun vinnuveitanda sem fullgilda kvittun ? Guðmundiir Vignir Jósefs- son, gjaldheimtustjóri, svar- ar: Samkvæmt gildandi regl- um um innheimtu opinberra gjalda, er kaupgreiðend- um skylt að halda eftir af launum starfsmaTma þeim fjárhæðum, sem gjaldfalla mánaðarlega, og skiia inn- heimtufé innan sex virkra daga frá útborgunar- degi. Launþegi á rétt til þess að fá í hendur kvittun frá kaupgreiðanda og slík kvitt un veitir honum sama rétt og væri hún gefin af Gjaldheimt unni. Gjaldheimtan getur því ekki krafið launþega aftur um sömu fjárhæð og hann kann að hafa greitt til kaup- greíðanda, jafnvel þó hrnn síðamefndi yrði ófær um að standa skil á innheimtu fé t.d. vegna gjaldþrots. Hins vegar koma vanskil á innheimtufé að jafnaði ekki í Ijós, fyrr en launþegi sýnir kvittun, sem hægt er að bera saman við spjaldskrá Gjald- heimtunnar. Þegar slíkt kem ur fvrir, gerir Gjaldheimtan tafarlaust ráðstafanir til þess að innheimta skutdina, auk þess sem kaupgreiðandi getur átt von á að sæta kæru fyrir brot á 247. gr. hegningarlaganna. Hafa geng ið dómar í Hæstarétti, sem staðfesta, að vanskil á inn- heimtufé eru talin falla und- ir þessa grein, þ.e.a.s. hér er um að ræða fjárdráttarbrot. Þegar spyrjandi tekur fra.m, að þessa dagauia sé um fátt meira rætt á vmnustöðum en rétt þann, sem kvittun kaup- greiðenda veitir launþegum, er ástæðan vafalaust sú, að nú nýverið hefur Gjaldheimt an sent nálægt 12.600 gjald- endum í Reykjavík tilkynn- ingar um, að þeim hafi ver- ið reiknaðir dráttarvextir af skuldum eftir reglurn, sem búið var að skýra frá m.a. í texta á gjaldheimtuseðii, sem hverjum gjaldanda var send- ur, að lokinni álagningu op- inberra gjaida á s.l. sumri. Hér er verið að taka upp inn heiimtu dráttarvaxta í öðru formi en áður hefur tíðkazt og er reglan í stórum drátt- um sú, að reiknaðir eru drátt arvextir, 1% fyrir hvem mán- uð eða brot úr mánuði, hjá öllum gjaldendum, sem dreg- ið hafa greiðslu lengur en tvo mánuði frá gjalddaga. Framangreindar titkynnmgar voru sendar öllum gjaldend- um, sem höfðu fengið reikn- aða dráttarvexti, hvort sem krafa hafði áður verið send kaupgreiðendum um afdrátt opinberra gjalda af launum þeirra eðe ekki. Svo virðist sem ýmsir hafi haidið, að þessu hafi ráðið hrein mistök af hálfu Gjald- heimtunnar. Þessu er þó ekki þannig farið, heldur er ástæðan sú, i fyrstá lagi, að starfsmenn Gjaldheimtunn ar geta ekki vitað fyrirfram, hvort kaupgreiðandi hef- ur haldið eftir af launum starfsmanns, nema sýnt sé fram á það með kvittun og í annan stað var hér ekki að eins um að ræða tilkynningu um reiknaða dráttarvexti, heldur einnig upplýsing- ar um greiðslustöðu gjald- anda á ákveðnum degi. Með sarreanburði við eigin kvitt- anir gat því hver gjaidandi séð, hvort . kaupgreiðandi hafði skilað fyrir hann inn- heimtufé og leitað liðsinnis starfsmiaaina Gjaldheimtunn- ar, ef svo var ekki. Rétt er að taka fram, að mikill meiri hluti kaupgreið- enda gerir Gjaldheimtunni full skil á gjöldum starfs- mamna í hverjum mánuði, eires og vera á, en hinir eru því mdður of margir, sem van rækja þessa skMaskyldu um lengri eða skanwnri tírna. Það er sjónanmið Gjald heimtunnar að gjaldendur eigi rétt á að vita, hverjir þeir kaupgreiðendur eru, sem ekki standa skil á inn- heimtufé á réttum tima og það er því ætlunin að halda áfram aS senda tilkynningar til gjaldenda um dráttarvexti og greiðslustöðu á hverjum tíma, þegar ástæða þykir tll. Með þessu móti á að vera hægt að skapa aðhald að kaupgreiðendum, meira en áð ur hefur verið unnt að koma við. Hitt er skylt að taka fram, að hið nýja fyrirkomulag á innheimtu dráttarvaxta hef- ur í för með sér fyrir Gjald- heimtuna margvisleg „tækni- leg“ vandamál, sem sjálfsagt verða ekki leyst í fljótheit- um. Það getur tekið Gjaldheimt una langan tíma að inn- heimta hjá kaupgreiðanda fé, sem haldið hefur verið eft ir af launum starfsmanns og dráttarvexti, sem af því hafa verið reiknaðir, eingöngu vegna vanskila kaupgreið andans, ef beita þarf til þess lögtaksaðgerðum og eftirfar- andi uppboðsméðferð, eins og oft hefur þurft að gera. Slík innheimta er svifasein og þung í vöfum og þegar til lengdar lætur, er engin að- ferð líklegri fil þess að koma i veg fyrir vanskil kaupgreið enda á innheimtufé en sterkt almennifigsálit, sem fordæsn- ir þess konar misferli og lít- ur á það sem hreina óhæfu. Það er að sjálfsögðu illt til þess að vita, að ein- stakir gjaldendur hafa orðið fyrir óþægindum og eiga e.t.v. eftir að verða fyr ir óþægindum vegna vanskila kaupgreiðenda, en ég vænti þess, að framangreindar skýr ingar verði til þess, að gjald endum sé nú nokkru ljósara en áður, við hvaða vanda hér er að stríða og að þennan vanda er verið að gera til- raun til að leysa. Hvort það tekur lengri eða skemimri tima, get ég ekki sagt um, en svarið við spurning- unni, er afdráttarlaust: Gjaldandi, sem hefur I höndum kvittun frá kaup greiðanda, verður ekki kraf inn á ný um þá fjárhæð, sem kvittunin sýnir og ef hún sýn ir jafnframt, að hann hafi gert full skil til kaupgreið- anda á réttum gjalddögum, verður hann heldur ekki krafinn um greiðslu dráttar- vaxta, sem honum kunna að hafa verið reiknaðir, ef sistæðan er einvörðungu sú, að kaupgreiðandi hefur ekki skilað gjöldum inn- an lögmætra tímatakmarka. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 73. og 75. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1971 og 2. tölublaði 1972 á Mánarbraut 3. þinglýstri eign Ketils Axeis- sonar. fer frarn á eigninni sjáífri þriðjudaginn 19. desember 1972 klukkan 15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. N auðungaruppboð sem auglýst var í 58., 59. og 61. tökiblaði Lögbirtingablaðsins 1972, á Lækjarhvammi við Fífuhvammsveg, þinglýstri eign Magnúsar Ingjaidssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudag- inn 19. desember 1972 klukkan 10. Banrarfógetirm í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.