Morgunblaðið - 13.12.1972, Page 16
16
MORGÖNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1972
og hann komst að orði. En
samt situr hann klukkutíma
eftir klukkutíma á fundum í
ríkisstjórninni og ræðir um
að framkvæma enn eina geng
isfellingu.
Þess er raunar að gæta, að
Magnús Kjartansson ber
fulla ábyrgð á þeirri stöðugu
fellingu gengisins, sem átt
hefur sér stað sl. ár, því að
hann tók um það ákvörðun,
ásamt öðrum ráðherrum, að
láta íslenzku krónuna fylgja
Bandaríkjadal, sem fallið hef-
ur stöðugt. En nú virðist
STOLLINN ER MJUKUR, ÞOTT
MAGNÚS ÞYKIST HARÐUR
0*g«f«ndt bt Árvokur, Roykjavlk
PraTrtkvgemda&tjóri H«r»(«ior Sveins«on.
Rltatfórar Mat#iías Johannessen,
EyfóSfur Konráð Jónsson.
StyTmír Gon.nersson.
Guðmoncisson
Björn Jóhaonason
Ami Gar<3ar Kristineson.
ASaistraeti 6, sími 10-100.
Augíýsingar Aðafstræti S, sími 22-4-60
AskrrftargjaW 225,00 kr á Tnériiuði innonlaocte
I Sausasöfu 15,00 Ikr ein-tffkið
R K srtjórneríuWsrO i
Fréttastjór.
Auglýsirvgastjóri
Rítstjórn og afgraiðsia
au tíðindi gerðust á Al-
þingi í gær, að Magnús
Kjartansson, heilbrigðis-
ráðherra, tók til máls við um-
ræður um afbrotamál og
flutti magnaða ræðu um það,
að orsaka upplausnar og af-
brota væri að leita til þess
samfélags, sem við byggjum í.
Sagði hann, að gengisfelling-
ar á gengisfellingar ofan
væru meginástæðurnar fyrir
afbrotahneigð og upplausn í
þjóðfélaginu.
Jóhann Hafstein, formaður
Sjálfstæðisflokksins, vakti
athygli á því, að í ríkisstjórn-
inni væri nú verið að ræða
tillögur um gengisfellingar
og varpaði fram þeirri at-
hugasemd, hvort svo kynni
að vera, að þessi stóryrði heil
brigðisráðherrans væru eitt-
hvað tengd þeim viðræðum.
Var það ekki að ófyrirsynju,
því að flestum mun einmitt
hafa dottið það sama í hug.
En nú hefur sem sagt aðal-
postuli kommúnista á íslandi
lýst yfir því, að flest illt
megi rekja til gengisfellinga
á gengisfellingar ofan, eins
Díkisstjórn Ólafs Jóhannes-
sonar hefur verið í upp-
lausn síðustu sólarhringa.
Forsætisráðherrann lagði
hann sem sagt ætla að reka
af slyðruorðið. Hann segir
umbúðalaust, að gengisfell-
ingar séu mesta meinsemd
þjóðfélagsins. Og væntanlega
stendur hann þá ekki að einni
gengisfellingunni enn. Og þó
— við bíðum og sjáum hvað
setur, því að stóllinn er
mjúkur, þótt Magnús þykist
harður.
sjálfur fram í síðustu viku
tillögur um lausn efnahags-
vandans, sem byggðust á alls-
herjar hækkun neyzluskatta í
RIKISST J ORNIN
í UPPLAUSN
landinu. Þessum tillögum
forsætisráðherra var hafnað
af báðum samstarfsflokkun-
um í ríkisstjórn. Lúðvík
Jósepsson lagði fram skömmu
fyrir helgi tillögu, sem fól í
sér, að sett yrði tvöfalt
gengi á krónuna, þ. e. dul-
búin gengisfelling með því
að setja 15% innflutnings-
gjald á helming innflutnings.
í fyrradag höfnuðu ráð-
herrar Samtaka frjálslyndra
og vinstri manna einnig þess-
um tillögum og lögðu til, að
gengi íslenzku krónunnar
yrði fellt um 15—16% og tek-
in yrði upp svonefnd fljót-
andi gengisskráning. Þessar
tillögur SFV hafa verið túlk-
aðar innan ríkisstjórnarinnar,
sem úrslitakostir. Yrðu þær
ekki samþykktar mundu þeir
rjúfa stjórnarsamstarfið.
Ráðherrar og þingflokkar
stjómarflokkanna hafa setið
á stöðugum fundum í gær og
fyrradag og bárust fregnir
um það í gærkvöldi, að fram-
sóknarmenn hefðu sam-
þykkt tillögu SFV um
gengislækkun, enda þótt
skýr ákvæði séu um það
í málefnasamningi stjórnar-
flokkanna, að ríkisstjórnin
muni ekki beita gengis-
lækkun við lausn efnahags-
vanda og Ólafur Jóhannesson
hafi margítrekað þá yfirlýs-
ingu síðan.
Hins vegar hafa kommún-
istar átt sýnu erfiðara með
að kyngja þessum bita enda
vafalaust ekki þeim að skapi
að láta Hannibal beygja sig
með þessum hætti. Reiðióp
Magnúsar Kjartanssonar í
þingsölum í gær um að geng-
isfelling á gengisfellingu ofan
væri meginástæðan fyrir af-
brotahneigð og upplausn í
þjóðfélagin-u, er til marks um
hugarástand þeirra Alþýðu-
bandalagsmanna þessa dag-
ana. Atburðir síðustu sólar-
hringa sýna glögglega, að allt
er á tjá og tundri á stjórnar-
heimilinu. Forsæt-isráðherr-
ann ræður ekki við neitt. Efna
hags- og fjármál þjóðarinnar
eru í upplausn, á meðan
stjórnarflokkarnir dejla inn-
byrðis.
Hitt er ljóst, að ríkisstjórn,
sem hefur gefið út skriflega
yfirlýsingu um það, að beita
aldrei gengislækkun til lausn
ar efnahagsvanda, en hugleið
ir nú þessa dagana að gera
einmitt það, er búin að fyrir-
gera rétti sínum til þess að
sitja á valdastóli. Fyrir henni
liggur ekkert annað en segja
af sér. Þeir, sem um margra
ára skeið hafa ásakað aðra
fyrir að beita gengislækkun
en hyggjast nú gera það sjálf-
ir eftir öll stóru orðin eiga
ekki annarra kosta völ, ef
snefill af heiðarleik og sóma-
tilfinningu er til í þeim. Það
mun kom í ljós næstu daga,
hvort Ólafur Jóhannesson,
forsætisráðherra og samráð-
herrar hans standa frammi
fyrir þjóðinni og tilkynna að
þeir hafi svikið skriflega gef-
in loforð.
Sigurður Haukur Guðjónsson:
Barna- og unglingabækur
FLUGFERÐIN TIL ENGLANDS
Höfundur: Ármann Kr. Einars-
son.
Teikningar: Oddur Björnsson.
Kápa: Max Weihrauch.
tJtgáfa og prentun: Prentverk
Odds Björnssonar hf.
Þetta er endurútgáfa sögunn-
ar. Ámi, söguhetjan, hafði feng-
ið það fyrirheit, að honum yrði
boðið til stundardvalar í Eng-
landi. Til þeirrar umbunar hafði
hann unnið með afrekum sinum,
sem sagt er frá í næstu bók á
undan, Týndu flugvélinni. Ár-
mann kann listavel að segja
drengjum sögu, raunveruleikinn
og draumheimar þeirra fallast i
faðma og úr verða ævintýr hlað-
in spennu. Bréf finnur ekki
Hraunkot; söguhetjan þarf á
enskukunnáttu að halda, sezt þvi
á hné Magnúsar bónda; einn
úti í löndum gengur Árni í
þorskastríð við hóp drengja, sem
vama honum vegar, vinnur og
bjargar lífi foringjans; Ijós i
glugga hrörlegs kiastala leiðir
hann í safn gamalia flugvéla;
gestgjafinn kennir honum flug-
stjórn; í borgum fá strákar
frethjól, en Ámi, hann fær flug-
vél, aivöruvél. Ef höfund grunar,
að logn verði of mikið í sög-
unni, þá býður hann til leiks
skuggalegum náungum, lætur
einn skarta gullhatti, svo hrepp-
stjórinn fái æfingu I að gæta
réttar.
Sagan hefir tekizt vel og
sannarlega þess virði að koma á
þrykk aftur. Það er aðall Ár-
manns, hve vandvirkur hann er,
hann lítur svo stórt á sig, að
hann ber ekkert það fyrir les-
endur sina, sem hann hefir ekki
sannfærzt um áður að verði
þeim til góðs, lyfti þeim, þroski.
Ármann Kr. Einarsson
Sögusviðið er þvi alltaf baráttu-
völlur Ijóss og myrkurs, og
svartur fellur. Fáir höfundar
hafa svo barizt sem hann fyrir
því, að barnabóka.höfundar yrðu
viðurkenndir sem aðrir rithöf-
undar. Sú var tíð, að allir þótt-
ust geta hnoðað saman sögu fyr-
ir börn, skildu ekki, að óvitur-
legt er það að hef ja ræktun með
því að sá arfa í garðinn. Því
vandar Ármann verk sín, og
þessi bók er dæmigerð fyrir
vinnubrögð hans: Auðskilin,
skemmtin, málið snoturt og
hreint, fallegt útlit og bókin
villulaus. Það verður gaman, þeg
ar þetta á við flestar barna- og
unglingabækur. Ég er mjög við-
kvæmur fyrir orðum, sem mér
virðast mögur og ekki setjandi
á. Því hrökk ég við er ég fann
á síðu 9: „ . . . babb í bátinn,"
og síðu 11: „ . . . sand af pening-
um,“ en slíka hortitti fann ég
ekki úr þvi, enda hæfa þeir Ár-
manní ekki.
Myndir Odds eru skemmtileg-
ar, prýða bókina.
Prentun og frágangur er til
fyrirmyndar. Það væri gaman
að fá að vita, hver prófarkales-
arí útgáfunnar er, hann stendur
fyrir sínu, ber af.
Hafið þökk fyrir vel unnið
verk.
ÓGNVALDUR
SKÍÐASKÁLANS
Höfundur: Einar Þorgrímsson.
Prentun: ?
ÍJtgefandi: Bókaútgáfa Einars
I’orgrímssonar.
Þetta er í raun saga þriggja
drengja, er halda með bekkjar-
systkinum í heligarleyfi í skíða-
skála sinn í nágrenni borgarinn-
ar. Skálinn revndiist þeim þó
ekki einum ætlaður, heldur biðu
þeirra náungar þrir, sem ganga
inn á sögusviðið sveipaðir
skikkju lyginnar. Hríð lemur
foldu, og fyrr en varir eru krakk
amir komjnir i bráðan háska,
reynt er að sviða einn, og eins
og í öMum „söniium" sögum, þá
eru byssur á lofti, t.þ.a.. auka
skelfinguna.
Ég hafði á tilfinningunni á
meðan ég las bókina, að höfund-
ur hefði verið dyggur hliustandi
framhaldsþáttarins Nóttin langa,
sem fluttur var í útvarpinu í
sumar. Ég harma, að höfundur
skuli senda þetta verk frá sér.
Það voru þegar komnar frá hon-
um tvær bækur og nú hefði
hann mátt gefa sér tíma t.þ.a.
íhuga þau spor, er hann stendur
í. Ef hann ætlar að láta sér
nægja að verða lélegur höfund-
ur, þá bendir þessi bók á, að
hann sé á réttri leið. Ef hann
hins vegar gerir kröfur til að
vera talinn efni í góðan höfund,
þá bendir bókin á, að hann hafi
villzt. Nú geri ég ráð fyrir hinu
síðara og þvi segi ég við hann:
Gefðu þér betri tíma. Láttu ekki
fúsk nægja þér. Lestu góðar
bækur, svo að still þinn taki
framföruim. Rithöfundur þarf að
lesa málfræði, kunna á henni
góð skil, og útgefandi þarf að
hafa í þjónustu sinni góðan próf-
arkalesara, ef höfundur má ekki
vera að þvi að læra stafsetningu
meir en til sendibréfsgerðar.
Sjálfsagt múntu reiðast mér, ef
þú ert karlmenni, þvi að þetta
eru hörð orð. Stilltu þig samt og
ígrundaðu, hvort ekki væri rétt-
ara að snúa reiðinni gegn þeirri
lin'ku, er elur af sér svona skripi:
„Þrátt fyrir myrkrið og hinna
ógnvekjandi hugsana um Jón
nokkru fyrr, þá brá nú svo við
að ég var alls óhræddur." fbls.
52]. „Og jafnvei í mínum villt-
ust ímyndunum hafði ég aidrei
getað ímyn-dað mér, . . [bls.
65]. „Mig sárkveið fyrir því, sem
beið okkur fram undan.“ [bls.
104]. „Tekið var að hvessa og
þar sem æði ka-lt var í veðri, beit
frostið olckur óþægilega í andlit-
ið.“ (bls. 41]. Ég nenni ekki að
tína meir til, orðuim mínum þarf
ég vart að leifca fleiri stoða.
Prentun bókari-nnar er góð, en
hvar var hún prentuð? Útgáfu-
árs er heldur hvergi getið.
Enn: F-arðu hæ-gar. Vandaðu
þig. Sættu þig ekki við undir-
málsverk.
Erlendur Jónssoi
skrifar un
Slysa- og
unarskrá
Steinar J. Lúðvíksson:
Þrautgóðir á raunastund.
Örn og Örlygur hf. 1972.
Stundum ber svo við, að rit,
mikii að vöxtum, koma fram á
sjónarsviðið svo þegjandi og
hljóðalaust, að þeim er tæpast
gefinn gaumur. Svo má nánast
segja um björgunar- og sjóslysa
sögu þá, sem Steinar J. Lúð-
víksson blaðamaður hefur verið
að taka saman undanfarin ár.
Fyrsta bindið kom út fyrir fjór-
um árum, og hófst sagan með
stofnári Slysavarnafélags Is-
lands, 1928. Síðan hefur komið
bók á ári, nú síðast fjórða bind-
ið og nær til 1952. Þama er allt
tínt til, sem heitið getur sjó-
slys, hvort heldur gerist á skipi
á hafi úti, við landsteina eða
bryggju. Eða bara karl eða
kona fellur út af hafnargarði
af gáleysi eða viljandi.
Frásagnirnar í þessum bókum
sýna bæði mannlegan vanmátt
og styrk, forsjá og fyrirhyggju
leysi andspænis þeirri hrika-
legu höfuðskepnu sem hafið er.
Nokkur meiri háttar sjóslys
hafa orðið Steinari að frásagn-
arefni í þessu síðasta bindi, og
hygg ég beri þar hæst tvo skips
skaða og meðfylgjandi mann-
tjón.
Hið fyrra var, er vélbáturinn