Morgunblaðið - 17.12.1972, Side 1
„Danski hluthafabankinrí'.
íslandsbanka lokað 3. febrúar 1930
Bankarádið leitar stuðnings
Alþingis vegna óróa og orð-
róms um fjárkreppu, sem
magnast, einkum erlendis
Bankastjórnin neyddist
til að loka bankanum
vegna yfirvofandi
f jártöku
Lokun ísíandsbanka hinn 3. febrúar 1930
varö eitt mesta og flóknasta pólitíska æsinga-
mái þessarar aldar. Ákvörðun um lokun bank-
ans var tekin af bankastjórninni, þegar fyrir-
sjáanlegur var mikill fjárflótti úr stofnuninni,
hlutabréf bankans höfðu lækkað stórlega í
kauphöllinni í Kaupmannahöfn og greiðslu-
og skuldabyrði bankans vegna áfalla fyrri ára
- utanaðkomandi og heimatilbúinna - hafði
alveg lamað eðlilega starfsemi.
Agbeiningur
Þegar bankanum hafði verið
lokað, leitaði stjórn hans strax
til Alþingis um stuðning og
urðu miklir flokkadrættir og
illvígar deilur um framtíð
bankans.
Sjálfstæðismenn vildu
láta ríkisstjórnina ábyrgjast
nnstaeðufé banikiains ag veita
honum aðra nauðsynlega bráða
birgðalausn til áframhaldandi
starfsemi í svipuðu formi.
Framsóknarmenn vildu í
fyrstu láta taka bankann til
skiptameðferðar, en síðar
lögðu þeir til að stofna úr rúst
um Islandsbanka sjávar-
útvegs- og verzlunarbanka —
með rikisábyrigð á inn ‘æðufé.
Alþýðuflokkurinn vildi láta
bankann fara lönd og leið í
skiptameðferð, en síðar breyttu
þeir einnig afstöðu sinni.
Eftir margra vikna deilur og
að loknum miklum æsingaskrif
um hinna pólitísku málgagna,
var stofnaður á rústum hins
„Danska hluthafabanka" Út-
vegsbanki Islands h.f. með rík
istryggðum innlánum og í raun
að öllu leyti undir opinberri
stjórn.
SÖGULEGT AGRIP
íslandsbanki var stofnaður
mieð löguim frá 7. júrná 1902 ag
síðar endumýjuð 10. nóv. 1905.
Sig urður Eggerz.
„Aöferö ræningja".
Þann 2. febrúar fór bankaráð íslandsbanka fram á, við ríkis-
stjórnina, að hún leitaði heimildar hjá Alþingi til þess að veita
bankaniun nauðsynlegan stuðning. Þeirri málaleitan lýsir J.J. í
Tímanum 8. febr. 1930. Myndin sýnir viðskipti bankaráðsfor-
mannsins Tryggva Þórliallssonar við ríkisstjórnarformanninn
Trý&gva Þórhallsson.
Regiugerð um bankann var gef
in út 25. nóvember 1903.
Æðsta stjórn bankans var í
höndum 7 manna fulltrúaráðs.
Skipuðu það:
Ráðherra landsins (síðar
forsætisráðherra)
Þrír þingkjörnir fulltrúar
Þrír fulltrúar hluthafa.
Fulltrúaráðið skipaði banka-
stjórnina og ákvað hve fjöl-
menn hún væri. Stofnend-
Forsætisráðherrann,
Tryg'gvi Þórhallsson.
ur bankans kusu þó banka-
stjórn til fyrstu 9 ára.
Bankinn fékk einkarétt til
seðlaútgáfu umfram litla upp-
hæð, sem Landsbankanum var
leyfð. Hann var því seðla-
banki undir opinberri stjórn að
meirihluta. Með heiti bankans
var þessi staða hans sem opin-
bers banka enn frekar undir-
strikuð og auglýst út á við.
Bankinn starfaði á þess-
Dómsmálaráðherrann,
Jónas Jónsson.
Allt má
hundraðfalda
f febrúar 1930, þegar fs-
landsbanka var lokað, var
almennt verkamannakaup
kr. 1.20 á klst. Nú lætur
nærri að sama viðmiðun sé
um kr. 120.00 á klst. Því er
óhætt að hundraðfalda all-
ar lokatölur skulda og inn-
eigna sem minnzt er á í
greininni, þ.á m. laun þau,
sem þar eru nefnd.
um grundvelli til 1921. Þá var
hann kominn í verulegar krögg
ur og var ráð við þeim vanda
að rikissjóður veitti bankanum
hið svokallaða „enska láin“
1921. Var það 280 þús-
und sterlingspund. Um leið
voru enn aukin áhrif ríkis-
stjórnarinnar á stjórn bank-
ans. Seðlaútgáfu skyldi banik-
inn smám saman hætta, unz
leyfistíminn væri úti 1933.
í samræmi við þetta var bank
inn skyldaður til að draga inn
seðla sína með 1 milljón króna
árlega frá 1. október 1922, en
þá var seðlaveltan áætluð um
8 milljónir. Fyrstu þrjú árin
dró bankinn árlega inn 1 millj
ón af seðlum sínum. En síðan
treystist hann ekki til inndrátt
ar um nokkurt skeið þar til
haustið 1929 að hann dró inn
4. milljónina af seðlum sínum.
Árin 1926—1927 varð mik-
ill órói í kringum bankann og
voru teknar úr honuim 6—7 millij
ónir af innlánsfénu. Var mest
af því fé lagt í Landsbankann.
Fjárniálaráðherrann,
Einar Arnason.