Morgunblaðið - 20.12.1972, Page 10

Morgunblaðið - 20.12.1972, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBKR 1972 Óðalsbóndinn í Bæ sjötugur Sjötugur er I dag, Björn Jóns son hreppstjóri í Bæ á Höfða- strönd. Hann fæddist 20. des. 1902 og ólst upp á merku mynd- arheimili foreldra sinna, þeirra Jóns Konráðssonar bónda og hreppstjóra í Bæ og konu hans Jófríðar Björnsdóttur. Björn varð búfræðingurfráHólumárið 1921 og íþróttakennaranám stundaði hann árið 1926 og var íþróttakennari næstu fjögur ár- in. Hann gerðist bóndi í Bæ ár- ið 1927 og bjó þar fram til síð- ustu ára, en seldi þá búið í hend ur syni sínum og tengdadóttur. Jafnframt búskap sínum í Bæ stundaði Björn lengst af sjósókn og var dugmikill í því starfi sem öðru. Björn í Bæ var og er mikill félagsmálamaður og voru honum falin fjölmörg trún- aðarstörf fyrir sveit sína og hér að. Árið 1918 var Ungmennafé- lagið Hofstrendingur stofnað og var Björn einn af stofnendum þess, og áreiðanlega einn styrk- asti krafturinn í þeim félags- skap og er nú heiðursfélagi fé- lagsins. Hann átti sæti í hrepps- nefnd Hofshrepps um áratugi, einnig í langa tíð var hann í stjóm búnaðarfélags hreppsins og hefur verið gerður að heið- ursfélaga þess félags. Hann var einn af stofnendum Búnaðarsam bands Skagfirðinga og átti lengi sæti í stjóm þess. Er hann lét af störfum í stjórn búnaðarsam- >andsins var hann kjörinn heið .irsfélagi sambandsins. Þann- ig hefur Björn i Bæ verið kjör- inn heiðursfélagi í þrem félaga samtökum Og er það glöggur vitnisburður þess, hversu mik- ill og góður félagsmaður Björn I Bæ er og sýnir ljóslega, að sveitungar hans og sýslungar hafa metið og þakkað félags- málastörf hans að verðleikum, enda er starfsáhuga hans og ósérhlífni viðbrugðið. Með ævi sinni og starfi hefur Björn í Bæ getið sér traust og vinsældir samferðamanna, enda maðurinn allur þannig gerð- ur, að engin hætta er á, að hann níðist á því, sem honum er fyr- ir trúað. Góðviljaður maður er Björn í Bæ og þeir eru með vissu orðnir margir, sem í hon- um hafa átt hauk í homi, margra vanda hefur hann reynt að leysa og margir notið hjálpsemi hans og greiðasemi. Björn I Bæ hefur gegnt ýms- um öðrum trúnaðartstörfum en þeim, sem ég hef nefnt hér að framan og kann ég ekki þau öll að nefna. Árið 1952 tók hann við hreppstjórn af höfð- ingsmanninum Jóni í Bæ, föður sínum og hreppstjóri Hofs- hrepps hefur hann verið síðan. Kona Björns í Bæ er Kristín Kristinsdóttir, trésmiðs og kenn ara á Hofsósi Erlendssonar. Börn eignuðust þau sjö, sem öll eru á lífi og eru þau þessi: Jófríður húsfreyja á Sauðár- króki, Jón bóndi á Hellulandi í Rípurhreppi, Valgarð héraðs- læknir í Borgarnesi. Gunnar tré smíðameistari í Reykjavík, Geir hótelstjóri í Borgarnesi, Sigur- lina húsfreyja í Reykjavík og Haukur sem býr í Bæ eftir föður sinn. Fósturson- ur þeirra Bæjarhjóna er Reynir Gislason trésmiðameistari í Hveragerði. Birni í Bæ mun fylgja það orð, að hann hafi verið einn með beztu og áhugamestu bænd- um héraðs okkar. Heimili þeirra Björns og Kristínar var og er eitt af myndarlegustu heimilum héraðsins, þar sem hvarvetna má líta ráðdeild og reglusemi og glæsibrag. Það hefur engum dul izt, sem að garði hefur borið í Bæ, að þar ríkti innan veggja höfðingslund, rausn og gest risni, sem engum gleymist, sem nutu. Við sjálfstæðismenn í Skaga- firði höfum notið þeirrar giftu að eiga samfylgd Björns í Bæ í skoðunum og starfi. Fyrir störf hans á þeim vettvangi sem öðr- Um færi ég honum á þessum tímamótum þakkir mínar. Ég þakka þeim hjónum góð kynni Björn í dag um leið og ég bið þeim blessun- ar í bráð og lengd. Gunnar Gíslason. BJÖRN hreppstjóri og óðalsbóndi í Bæ á Höfðaströnd verður sjö- tugur í dag. Þessi landskunni bú höldur hefur um langt árabil ver ið einn af forustumönnum í heimasveit sinni og sýslu. Alla tíð firá því Björn i Bæ var ungur að árum hafa hvers konar félags og framfaramál átt í honum mjög styrkan og áhritfamikinn baráttumann. Mætti þar til nefna ýmis félög og samtök sem Björn hefur starfað fyrir áratugum saman af mikilli elju og fram- sýni. Hann var t.d. einn af stofn- endum Búnaðarsambands Skaga- fjarðar og í stjórn þess um langt árabil, og að sjálfsögðu tók hann virkan þátt í stofnun og starf- semi Búnaðarfélags Hofshrepps. Þá má geta þess að hann var með al 18 stofnenda Ungmennafé- lags Hofshrepps. í viðurkenning arskyni fyrir hin mikilvægu störf hafa þessi félög fyrir löngu kjör ið Björn heiðursfélaga sinn. — Svona viðurkenning til einstakra manna í sveitum á íslandi fellur ekki hverjum sem er í skaut, það þekkja þeir sem starfað hafa að félagsmálum til sveita. Og vinur minn Bjöm er einn með ötulustu liðsmöninum samvinnuhreyfingarinnar sem ég hefi kynnzt í Skagafirði. Málefni kaupfélagsins lét hann til sín taka og var gerður að endurskoðanda þess. Fjölmörgum störfum öðr- um hefur Bjöm í Bæ geginit í sveit sinni og sýslu. En Björn er einnig annálaður fyrir hjálpsemi við sveitunga og vini og hollráð ur hverjum manni er til hans leit ar. Heimili Björns og konu hans Kristinar Kristinsdóttur í Bæ hef ur ætíð verið sannkallað sæmd- arheimili í þess orðs beztu merk- ingu. Þegar þau tóku við bús- forráðum af Jóni Konráðssyni bónda og hreppstjóra í Bæ, — föður Björns — var það ekki með öllu vandalaust. Jón í Bæ og kona hans Jófríður Björnsdóttir voru höfðingleg hjón, þar sem ríkti hin íslenzka gestri-sni og heimilisbragur allur varð þeim sem að Bæ komu eftirminnileg- ur. Ég fullyrði, að Birni í Bæ og hans góðu konu hefur með ein- stakri prýði tekizt að halda þessu merki hátt á loft á sinni búskap- artíð, meðfram því að skila á jörðinni miklu dagsverki í tún- rækt og mannvirkjagerð. Þess um árangri hefur ekki verið náð nema vegna vinnusemi, dugnað ar og saimihentinar heimilisforsjár. Bjöm í Bæ er einn Hólasveina, en hann er búfræðingur frá Hóla skóla. Hafa Hólar verið Birni kærir alla tið síðan. Hefur hann sýnt stað og skóla mikla ræktar semi og hvatt til enn frekari upp byiggingar búnaðarskólans þar, eins og oft hefur mátt lesa í bréf um hans hér í Morgunblaðinu úr Austur-Skagafirði. Enn eitt er það sem ekki roun fara fram hjá neinum þeim sem sér Björn, hve hvikur og ungleg ur hann er í hreyfingum. — Það kann að vera nokkur skýring á því, að ungur lagði hann fyrir sig íþróttir af einskærum áhuga að sjálfsögðu. Fór hann suður til þess að njóta tilsagnar og þjálf unar. Þótti Bjöm hinn liðtækasti glimumaður. Ekki má heldur gleyma því sem mörgu fólki til sveita þykir nokkurt aðalsmerki, en það er afstaða hans til dýr- anna. — Það kom mér ekkert á óvart er hann birtist á sjónvarps skermi, er verið var að ræða um samband manna og dýra. Og minnisstæður verður hann einnig þeim sem fylgdust með honum í sjónvarpinu i einni af mörgum Drangeyjarferðum hans. Ferill og starf Björns í Bæ nú þegar hann stendur á þessuim gatnamótum í lífshlaupinu, er með þeim hætti að hann mun í dag geta litið um öxl og verið harla glaður. Ein hin mesta gæfa lífsins er að eiga barnaláni að fagna. Það eiga þau Björn og Kristín. — Þeim varð sjö bama auðdð. Ánægjulegt er það og að sonur þeirra Haukur, kvæntur Áróru H. Sigursteinsdóttur —• hefur nú tekið við búinu í Bæ. Er hann fjórði ættliður frá því að afi Bjöms, Konráð Jónsson, fluttist þangað (að Bæ) árið 1886. — Þannig hafa þessir fjór- ir ættliðir í beinan karllegg nú setið búið í Bæ óslitið í 86 ár. Hin bömin frá Bæ eru: Jófríður á Sauðárkróki, gift Gunnari Þórðarsyni eftirlits- manni. Jón Kristinn, bóndi Hellulandi, kvæntur Þórunni Ólafsdóttur. Valgarð Þorsteinn, læknir í Borgarnesi, kvæntur Hólmfríði Runólfsdóttur. Gunnar Sigurbjörn, húsasmið- ur í Reykjavík, kvæntur Bryn- hildi Jónsdóttur. Sigurlln í Reykjavík, gift Ad am Jóhannssyni biifreiðastjóra. Geir, hótelstjóri í Borgarnesi, kvæntur Hönnu Körlu Proppé. Þau Kristin og Bjöm ólu upp eitt fósturbarn, Reyni Gísiason smið í Hveragerði kvæntan Svan hvíti Gisladóttur. Á heimilinu hafa mörg aðkomuibörn verið í lengri eða skemmri tíma og voru að nokkur leyti fósturböm þeirra hjóna. ★ Áður en ég legg pennann frá mér, vil ég aðeins bæta við fáein um orðum til vinar miíns Björns: Þú hefur reist þér óbrotgjarnan minnisvarða með margháttuðum störfum huiga og bandar í sýslu þinni og sveit. Megir þú, góði vin ur, lifa heill vel og lengi og allt þitt fólk. — Megið þið hjónin fá þess notið nú að setjast í helgan stein og að lokum sendi ég þér og fjölskyldu þinni innlegar óskir um gleðileg jól og endurtek: — Mörg farsæl komandi ár. Niels Hermannsson . frá Mói. j Sjötugur: Hörður Jóhannesson Þeir eru nú að komast á, eða kononir á virðulegan aldur, mennimir sem mynduðu kjarn- ann í íslenzkri málarastétt á sín- um tíma, þá sem ungir menn. Hinir eldri, sem riðu á vaðið og hugðust gera iðnina að lifsstarfi sínu, áttu við margoi vanda að glíma, og gátu lítið gert í fé- lagslegu tilliti, og af ýmsum ástæðum komst ekki skriður á þessi mál fyrir alvöru, fyrr en með tilkomu hinna nýju laga um iðju og iðnað 1927. Hinn 20. þ.m. er Hörður Jó- hannesson, málarameistari, 70 ára. Það eru liðlega 35 ár lið- in, frá þvi er fundum okkar bar fyrst saman, og hafa kynni okk ar alla tíð verið náin og góð. Marga kosti hetfir Hörður til að bera, sem munu halda minningu hans á loft, lengi enn. Mér er þó minnisstæðust gleði hans og hiin létta lund. Hainn var um irngt árabil daglegur gestur á heiimili minu. Harrn var alltaf fufflur af kýminisöguim og skriingi legum frásögnum, sem allir hötfðu garnan af. Sðomi sögu var að segja frá hinum ýmsu skemmtunum okkar og jafinvei félagsfuindium, þar var Hörður vis með að rjútoa upp alit í einu, og hella yfir oíkkur alls konar gamaomálum, og hauin hafði svo gott lag á að láta alla veltast um af hlátri. En hann gat líka verið liðtæk- ur félagsmaður um hin alvar- legri mál, ef svo bar undir. Gegndi hann oft ýmsum ábyrgð- anmiklum störfum fyrir féiög sin, og leysti þau jafnan vel af hendi. Lástfengur er Hörður ágæt- lega og góður málari. Ég vil aðeiins geta þess, að haran var annar tveggja hinraa fyrstu iðn- málaira, sem luku sveinsprófi hér á landi, árið 1926. Hinn var Jón Bjömsson, sem lengi hefir verið kenindur við Laugatumgu. Þessi atburður er stórmerkMeg- ur þáttur í sögu iðnaðarmanna, og hans verður lengi minnzt. Annar snar þáttur i ævisögu Harðair, sem ég þekki þó lítið til, er skáitastarf haras. öm laragt ára bil eyddi hanm flestum frístund um sinum á einhvern hátt í þágu skátalífsins. Ég held að það hafi stundum verið mjög erf itt að vera skáti á árunum milli 1920 og 1930. Þá fóru skátar fót gangiandi um fjöll og dali, oft benandi milklar birgðir, baeði matvæla og byggiragarefnis. Þeir fóru og í laragar hjóireiðaferðir, eftir því sem vegir leyfðu. Vænti ég þess fastlega að Harðar verði minnzt á öðrum vettvangi, vegna hinraa marg- háttuðu skátastarfa, einkum hér áður og fyrr meiir. Ég sendi Herði, vini rnínum, hugheilar kveðjur og þakklæti fyrir iöng og góð kynni á liðn- um árum. Jökul! Pétursson. Einn þeirra skátapilta, seim áttu þátt í öflugri sókn skátafé- lagsskapairins hér á landi efr.tr deyfðartimabtl um 1920, er Hörður Jóhannesson máiara- meistari, sem er sjötugur í dag. Haran gerðist skáti árið 1924, þegar sikátafélagið „Ertniir“ var stofnað í Reykjavik fyrir at- beina Henriks Thorarensen fyrrv. varaskátahöfðingja. Allir, sem nutu hæfileika Ilarðair sem félagsforingja „Arna“ á árunum 1932 til 1938, og síðar Skátafélags Reykjavik ur um tíu ára skeið, hugsa tii hans á þessum tímamótuim með þakMæti fyrir farsælt og fóm- fúst starf í þágu isienzkra skáta. Hann átti góðan þátt í þvi að tvö skátafélög höfuðstað arins, „Ernir“ og „Værimgjar" (stofnað 1913) sameinuðu brafta sína og stofnuðu Skátafélag Reykjavlkur árið 1938. Fyrsti fé lagsforiingi þess var Leifur Guð mundsson forstjóri. Félagimu var upphafiega skipt i tvö fylki, er nefndust „Arnarfyiki" og „VæringjafylM“. Formaður hins fyrrnefnda varð Hörður Jóhanin esson, en hins síðarnefnda Dainíel Gíslason, kunnuir atorkumaður skáta alla tíð. Þessi mikilivæga ákvörðun að sameina nefnd félög, reyndist heiliavænleg fyrir reykvíska skáta. Þegar Hörður gerðist fé lagsforingi þeirra, árið 1950, vann hann áfram undir merki einingar og öflugs starfs. Öll muraum við (kvenskátar ekki síður) eftir hans fómfúsa starfi fyirir skátaheimilið við Snorra- braut. Hörðuir fluttist til Banda- rikjanna árið 1960 ásamit fjöl- skyldu sinni, en „röimm er sú taug“. Vér heimtum haran aftur og áfram hélt hann ótrauðuir að stsarfa fyrir æskufóIMð — og æskan hefur aldrei yfirgefið hianra. Jón Oddgeir Jónsson. Pörupiltar í kaupstaðarferð ÞRlR unglingspiitar frá Ketfla- vík vonu sitaðnir að hnupli í verzl un í miðborgiinmi i Reykjavik síðdegis á laiuigardag og tók lög- reglan þá til yfirheyrslu. Koan þá í djós, að piitamir höifðu kom- ið fjórir sam-an til Reykjaiwíkur gagngert til að h nupla úr verzl- uniuim á Laugardegimuim, en. þá er jaifnan mikil ös í verzluraium vegina jólairanlkaupa. Piltamir þrír voru með reytirag af vam- imgi í fóruim sinum, er þeir náð- ust, en sá fjórði var þá farinm til Keiflavikur. Tók lögrteglan þar syðra á móti horaum og hefur nú mál piltanmia til meðferðar. Pilt- amir voru 14 og 15 ára gamilir. Vínþjófnaður í Hábæ BROTIZT vair iran á þremur stöð uim í Reytojavík i fyrriraótit. I veitinigastaðniuim Hábæ við Skóla vörðustíg v-ar stolið víni, en í gærdag var ekM ljóst, hversu miklu magni var stolið, þar eð bera þurfti saiman birgða- og uppgj örsskýrsl uir. 1 fjödlbýlis- húsi, sem er í byggingu við Vesit urberg í Breiðholti, var sitolið verkfærajtöstou og borvél, og í Hraðfirystistöðiinmi við Mýrair- götu var stoliðeiinhverj u smádóti, þ. á m. flautu þeirri, sem verk- stjöri raotar til að tiikynna uim matar- og kaffihlé.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.