Morgunblaðið - 20.12.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.12.1972, Blaðsíða 11
MbltGtntónAÐlf), MlÐVTKtrbA’GUR 20. DEfeEMBER 1972 II * RÆTT VIÐ VERKAMENN, SJÓMENN OGIÐNAÐARMENN Við brugðum okkur niður »ð höfn i gær og leituðum álits verkamanna, sjómanna og iðn- aðarmanna á g'engislækkun rik- isstjómarinnar og efnahagsað- gerðunum yfirleitt. Sá fyrsti sem við spurðum var hafnar- verkamaður. Hann svaraði að- eins: „Fjandinn hirði þá", svo að við lögðum ekki í að spyrja hann. Annars höfðu menn yfirleitt á- kveðnar skoðanir í þessu sam- bandi og fer hér á eftir álit þeirra tólf, sem við hittum að máli. Þá á verkalýðshreyfingin sjálf stórcin þátt í þessari vitleysu og ber ábyrgð á. Maður veit t.d. ekki hvort Björn Jónsson er að- eins fulltrúi verkalýðsins á Akur eyri, eða fulltrúi Alþýðusam- bands íslands, eða þingmaður. Forsvarsmenn. verkafólks taka orðalaust öllum þeim ósóma sem að því er rétt. Annars held ég að þessi ríkisstjóm sé eitthvað það allélegasta sem fram hefur komið. Hún hefur algjörlega brugðizt og mishikkazt og þeir se<m gáfu okkur kosningaioforð- in hafa algjörlega brugðizt. séu almennt mjög reiðir og svekktir.“ „Komnir í vasana okkar aftur" Sigurður Ólafsson, rafsuðumað ur: „Ætli það sé ekki sama hvað gert er, það lendir á breiðu bök- unum, almenningi í landinu. Ég átti ekki von á gengisfellingu á sama tíma og afli er sæmilegur og fiskverð hækkandi og allt á uppleið. Ríkisstjómin hefur hins vegar ætlað sér of mikið með Þorsteinn Hauksson, Kristján Óiafsson og Jón Ragnarsson. „Fastir í eigin fordæmingu“ Þrjá iðnnema i vélvirkjun hitt um við allvígalega í samfesting- um niðri á bryggju, en þeir voru að vinna þar. Við röbbuðum við þá hvern og einn, en smelltum siðan mynd af þeim saman: Þorsteinn Hauksson, iðnnemi: „Mér finnst þessi stjórn hafa gengið á bak orða sinna, virki- lega. Hún hefur ekki svo lítið fordæmt það sem hún hefur nú sjálf setzt i. Ég tel éinnig að enginn grund- völlur sé fyrir þessum aðgerðum miðað við það góðæri, sem ver- ið hefur í landinu. Slíkar að- gerðir sanna aðeins óskapleg mis tök og handvömm í þeirri stefnu sem vailin hefur verið." „Handahófskennd vinnu- brögð, brölt og fálm“ Kristján Ólafsson, iðnnemi: „Mér finnst þetta, sem kallað er ríkisstjórn, ekki bera keim af þvi að vera stjórn verkalýðsins. Svo harkalega hefur hún gengið á hlut almennings í landinu síð- an hún tók við, því það er ekki nóg að veifa tómum silfurbakka til lengdar. Þessi stjóm hefði mátt fara í læri hjá fyrri ríkis- stjóm. Það er heldur enigan veginn traustvekjandi það sem þeir eru að gera núna, því það liggur ekki ljóst fyrir hvort þessar aðgerðir dugi við þeim vanda sem þeir hafa skapað með þeim handhófskenndu vinnubrögðum, brölti og fálmi, sem hefur ein- kennt stjórnina. Stjórnin er þó búin að sanna að lengi getur vont ve.rsnað.“ „Sá allúalegasti í ríkis- stjórninni er?“ Jón Ragnarsson, iðnnemi: „Þessi ríkisstjórn hefur á marg an hátt komið á óvart, en hún er alla vega búin að afsanna mál tækið um að illt sé að kenna gömlum hundi að sitja. Þetta eru þeir búnir að gera með því að draga Magnús Kjartansson og Ólaf Jóhannesson út í þessar að- gerðir. Magnús Kjartansson hefur allt af verið ákaflega harðorður og óvæginn í dómum um menn og fordæmingum, en nú hefur hann skilað sér svart á hvítu. Hann situr uppi með mestu skömmina og er sá allúalegasti af þó óásjá legu stjómarliði. Það er einnig slakt að stjórn- arandstaðan hefur ekki verið nærri nógu hörð við ríkisstjórn- ina og t.d. átti hún að bera fram vantrauststillögu strax og hún sá hvert stefndi." „Afleiðing óráðsíu vinstri stjórnarinnar“ Gísli Víglimdsson, verkainað- nr: „Ég hef aldrei haft álit á þess ari ríkisstjórn og þessar aðgerð- ir, sem hún er nú að gera undir strika það álit mitt. Gísli Víglundsson. Ég er á móti gengislækkunum númer eitt, en hins vegar getur sú aðstaða skaipazt af óviðráðan- legum ástæðum á alþjóðavett- vangi að hún sé óhjákvæmileg. Þessi gengislækkun er hins veg- ar eimgöngu tál koimin ve,gna ó- ráðsíu vinstri stjómarinnar og í rauninni er þetta kóróna vitleys- unnar ofan á allt annað í þvi efni hjá rikisstjórninni. Mér heyrist einnig að menn hreinni óstjórn. Hún þarf nú að fara aftur i vasana hjá okkur og taka riflega það sem áunnizt hafði. Ég held að þessar aðgerð ir hefði ekki þurft að gera með stjóm á hlutunum. Að lifa um- fram efni, það er það sem þessi ríkisstjóm hefur gert. Og það er ekki mannsbragur á því, þar sem það á ekki að vera tálviljun hverjir fara með stjóm lands- málanna". Sigurður Óiafsson. . Kosni ogaloforðin svikin“ Sigurður Jónsson, sjómaður og Sveinbjörn Kristmundsson, sjó- maður: Sigurður: „Ætli þessar ráð- stafanir hafi ekki verið það eina, sem kom tM úr því sem komið var. Annars átti maður ekki von á gengislækkun og þeim aðgerð- um sem ríkisstjornin hefur á- kveðið vegna þeirra kosningalof orða sem hún gaf fyrir síðustu kosningar. Þau hafa verið svik- in“. . Sveinbjörn: „Þessar aðgerðir eru ekki í samræmi við yfirlýsta stefnu. Það er betra að vita hvað báðar hendurnar eru að gera“. „Búið að snúa plöíuruni við“ Guðmundsson, vélvirld: „GengisfeMing er nú ekki nein ný bóla, en ég var ekki farinn að gera mér I hugarlund hvemig ástandið var orðið á þessum trm um sem allir hafa það svo gott. Það er hins vegar aldrei sama lagið á einni grammófónplötu og nú er ríkisstjómin búin að snúa við og laetur lagið hinum megin hljóma og það hlýtur að vera neðri hliðin úr þvi að hún er byrjuð hinum megin.“ Stefán Guðjónsson. ..Ekki traustvekjandi aðgerðir" Stefán Guðjónsson, verkamað- ur: „Þessar aðgerðir koma harð- ast niður á bammörgum fjöl- skyldum og gömlu fólki. Maður átti von á einhverjum aðgerðum úr þvi sem komið var, en hvar em nú breiðu bökin í þjóðfélag- inu? Undirstaða þjóðfélagsins eru atvinnuvegirnir og þeim verður að halda við, en ekki get ég sagt að þessar aðgerðir séu traust- vekjandi og ég held að þeir hafi átt að reyna öll önnur ráð en að hrófla svo við genginu á góðæris timum, þegar utanaðkomandi á- hrif trufla okkur ekki. Hvers eiga lika sparifjáreigendur að gjalda, þar sem ríkið hirðir allt?“ Ólafur Guðmundsson. „Óvænt ráðstöfim vegna fordæmingarinnar“ Ólafur Guðmundsson, verka- ruaður: „Maður hefur nú alltaf heyrt að gengislækkun væri slæm. Ekki átti ég þó von á gengis- lækkun nú vegna fordæmingar aðila ríkisstjómarinnar á þeim vinnubrögðum. Annars heid ég að fólk hafi það gott ef það hef- ur nóg að gera“. Axd Þorkf-isson. -Ekki gwtt að aegja um baeturaar“ Aael Þorkesson, stýrimaður: „Maður gerir sér ekki grein fyrir þessu ennþá. Það er ekki gatt að segja hvort þetta er til bóta eða leysir erfiðleikana hjá útgerfkrmi, en ailavega rétt- ir þetta ekki hlut sjómanna". Sigurður Jónsson og Sveinbj örn Kristmundsson, sjómenn. Siffuróur Gunnarsson. JMtt fyrir yfirlýsingarnar“ Sigurður Gunnarsson, verka- maður: „Þetta er víst orðið tizkufyrir- brigði. Þeir virðast ekki geta séð nein önnur ráð þrátt fyrir yfir- lýsingamar úr öMum áttum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.